þriðjudagur, janúar 15, 2008
Ég er búinn að nota Herbalive vörur frá því í haust. Ég nota fyrst og fremst Formúlu 1 og Formúlu 3 fyrir og eftir lengri æfingar. Ég er ánægður með það og sérstaklega hvað ég drekk minna á hlaupum eftir að ég er farinn að nota þessa blöndu reglulega í sambandi við æfingar. Svo er annað. Ég keypti mér Herbalive te í desember og hef ekki drukkið annað te síðan þá, hvorki heima eða í vinnunni. Það hefur m.a. þann kost að það er hægt að blanda það bæði kalt og heitt. Síðan keypti ég mér svokallaðar Male factor töflur til prufu snemma í desember. Mér var sagt að þær verkuðu vel á blóðrásina og einnig á blöðruhálskirtilinn. Eins og margir karlar á mínum aldri þá var maður farinn að fara á klósettið á nóttunni sem reglu frekar en undantekningu. Ég gerði bara ráð fyrir því að þetta væri bara svona og væri komið til að vera því maður hefur heyrt af því að þetta fylgdi aldrinum eins og breytingar á sjón o.fl. Það er hins vegar staðreynd að ég hef aldrei þurft að fara á klósettið á nóttinni eftir að ég byrjaði að drekka Herbalive teið og taka Male factor töflurnar (eina á morgnana og eina á kvöldin). Ekki veit ég hvað veldur en hitt er að þetta er staðreynd. Mér finnst breytingin jákvæð og sé ekki ástæðu til að taka upp fyrri tedrykkjusiði eða leggja af notkun á Male factor töflunum. Gaman væri ef einhver annar á álíka aldri og ég er og er farinn að fara fram úr á nóttunni vildi fara í smá tilraunastarfsemi í þessum efnum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
ég á eftir að skoða þetta te betur í vinnunni í fyrramálið! kv. IH
HVar fást Male Factor töflur?
Gisli
Undirritaður er dreifingaraðili!!! Viltu gera tilraun?
G.
Skrifa ummæli