Þrjátíu mínútna Ívar í gær. Fín æfing. Tók 8 km Yasso æfingu í dag. 800 m á 15 og 200 m á 12.5. Ég finn hvað maður er hraðari nú en í fyrra. Ég komst upp í 15 (4 mín / km) undir vorið í fyrra í Yasso æfingum en nú er þetta ekkert mál. Ætla að halda þessum hraða á Yasso út febrúar en þá herði ég á því. Einnig þarf ég að taka aðrar sprettæfingar inn i s.s. 5 * 2 km á ákveðnum hraða. Sé að hún er miki notuð.
Hlaupadagbókin sem Stefán setti upp er mjög fínt tæki. Það er til dæmis mjög gaman að fylgjast með því hvað aðrir eru að gera. Það er magnað að hlaupa yfir 500 km í janúar því aðstæður hafa ekki verið upp á það besta. Neil er kominn hátt í 700 km í janúar en hann er nú ekki venjulegur. Ég er á pari. Ætlaði að fara um 300 km í janúar og það tekst svona hér um bil. Það verður líklega heldur meira í febrúar og síðan stig af stigi.
miðvikudagur, janúar 30, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli