þriðjudagur, september 28, 2010
Ég hef alla tíð haft efasemdir um málatilbúnaðinn varðandi þingmannanefndina og Landsdóm. Það segir sig sjálft að þingmenn munu ekki kasta fyrrverandi félögum sínum og samflokksmönnum fyrir ljónin. Það er hægt að fjasa um einstaklingsbundnar skoðanir og persónulega sannfæringu en dettur einhverjum í huga að einn eða annar þingmaður vilji vera sá sem bent yrði á um að hefði ráðið úrslitum um að senda fyrrverandi formann flokks síns fyrir landsdóm. Vitaskuld ekki. Það var viðbúið að úr þessu öllu saman yrði einhver pólitískur farsi og því miður varð sú raunin. Aannað hvort átti að senda alla fjórmenningana fyrir landsdóm eða engan. Jafnvel var ástæða til að bæta einhverjum við. Af öllum slæmum réttarhöldum eru pólitísk réttarhöld þau verstu. Síðan er mjög undarlegt að þingmannanefnd sem starfar í umboði ríkisstjórnarinnar njóti ekki trausts og stuðnings forsætisráðherra. Hvernig á að vera hægt að vinna í umboði einhvers án þess að hafa tryggan bakstuðning frá þeim hinum sama? Ofan í kaupið var nefndin margklofin. Það á ekki að leggja af stað í svo vandasama vegferð eins og þessa nema að tryggt sé að ferillinn verði skammlaus.
Svona er þetta.
Ég fer norður á Akureyri í fyrramálið vegna landsþings Sambands sveitarfélaga sem verður haldið þar næstu daga. Tækifærið verður notað til að spjalla um hlaup í leiðinni. Ég verð með fyrirlestur á Greifanum (2.h) næsta kvöld (mid) kl. 20:00. Það verður gaman að spjalla við norðanmenn en þar hafa margir góðir hlutir verið að gerast á undanförnum árum. Því fólki fjölgar sem stundar hreyfingu af hinu og þessu tagi annað hvort sér til almennrar heilsubótar eða til að taka þátt í lengri eða skemmri keppnishlaupum nema hvorutveggja sé.
Sveinn minn flutti að heiman á laugardaginn. Það er bara fínt að hann vilji fara að standa á eigin fótum þrátt fyrir að það sé vissulega einnig ágætt að hafa hann heima fyrir eitthvað áfram. Einhvern tíma hlaut þó að koma að þessu. Verra hefði verið ef hann hefði ekki getað hugsað sér að flytja að heiman!!!
Svona er þetta.
Ég fer norður á Akureyri í fyrramálið vegna landsþings Sambands sveitarfélaga sem verður haldið þar næstu daga. Tækifærið verður notað til að spjalla um hlaup í leiðinni. Ég verð með fyrirlestur á Greifanum (2.h) næsta kvöld (mid) kl. 20:00. Það verður gaman að spjalla við norðanmenn en þar hafa margir góðir hlutir verið að gerast á undanförnum árum. Því fólki fjölgar sem stundar hreyfingu af hinu og þessu tagi annað hvort sér til almennrar heilsubótar eða til að taka þátt í lengri eða skemmri keppnishlaupum nema hvorutveggja sé.
Sveinn minn flutti að heiman á laugardaginn. Það er bara fínt að hann vilji fara að standa á eigin fótum þrátt fyrir að það sé vissulega einnig ágætt að hafa hann heima fyrir eitthvað áfram. Einhvern tíma hlaut þó að koma að þessu. Verra hefði verið ef hann hefði ekki getað hugsað sér að flytja að heiman!!!
sunnudagur, september 26, 2010
Ég var á Hafnasambandsþingi vestur í Stykkishólmi í síðustu viku sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Það rifjaðist upp að árið 1994 var það mitt fyrsta verk sem nýráðinn sveitarstjóri á Raufarhöfn að sitja Hafnasambandsþing einmitt vestur í Stykkishólmi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og margt gerst. Það var farið í skoðunarferð um nesið eins og fyrir sextán árum. Margt hafði breyst á þeim árum sem liðin eru og flest til betri vegar. Það má segja að hrun skeljarinnar í Breiðafirði hefur mikil neikvæð áhrif á atvinnulífið og samfélögin en annað hefur yfirleitt farið upp á við. Öflug atvinnufyrirtæki, mikil og sértaklega snyrtileg hafnamannvirki og þróttmikil samfélög er að finna vestur á Nesi. Það var hins vegar annað sem vakti mig til umhugsunar. Stemmingin á Hafnasambandsþingum hefur yfirleitt verið veraldlegs eðlis. Þar eru mættir einstaklingar sem kunna vel að meta góðan viðurgjörning í mat og drykk. Ég hef það mig minnir mætt á flest Hafnasambandsþng frá árinu 1994. Það er hins vegar í fyrsta sinn sem umræðu um hreyfingu og útivist hefur borið á góma á þessum þingum það ég man eftir. Einn þingfulltrúi hljóp 10 km í fysta sinn í RM, annar 1/2 maraþon, þriðji hafði hlaupið maraþon. Einn æfði fyrir Þrekmeistarann, annar hafði gengið á Kilimanjaro, enn einn hafði létt sig um á annan tug kílóa og var farinn að hjóla og hlaupa og þannig mætti áfram telja. Mér finnst þetta alveg stórkostlegt.
Í gærkvöldi hélt Jón Kr. frá Bíldudal upp á sjötíu ára afmælið sitt í FÍH salnum hérna hinum megin við götuna. Það var troðfullt og fín skemmtan. Þarna komu fram vinir Jóns og sungu og léku honum til heiðurs s.s Ragnar Bjarnason, Þuríður Sigurðardóttir, Anna Sigga sem söng með Soffíu hér í árdaga, Fjallabræður, Léttsveit Reykjavíkur, söngkonur sem ég kann ekki skil á, stúlknakórinn austan úr Biskupstungum, popparar frá Bíldudal auk ýmissa annarra hljóðfæraleikara og svo sjálfur stórtenórinn Kristján Jóhannsson og vafalaust einhverjir fleiri sem ég gleymi. Þetta var fínt kvöld en hápunkturinn var þegar stórtenórinn söng O Sole Mio. Maður fékk tár í augun, slíkir voru víbrarnir.
Í gærkvöldi hélt Jón Kr. frá Bíldudal upp á sjötíu ára afmælið sitt í FÍH salnum hérna hinum megin við götuna. Það var troðfullt og fín skemmtan. Þarna komu fram vinir Jóns og sungu og léku honum til heiðurs s.s Ragnar Bjarnason, Þuríður Sigurðardóttir, Anna Sigga sem söng með Soffíu hér í árdaga, Fjallabræður, Léttsveit Reykjavíkur, söngkonur sem ég kann ekki skil á, stúlknakórinn austan úr Biskupstungum, popparar frá Bíldudal auk ýmissa annarra hljóðfæraleikara og svo sjálfur stórtenórinn Kristján Jóhannsson og vafalaust einhverjir fleiri sem ég gleymi. Þetta var fínt kvöld en hápunkturinn var þegar stórtenórinn söng O Sole Mio. Maður fékk tár í augun, slíkir voru víbrarnir.
miðvikudagur, september 22, 2010
Til að halda almennilegum dampi þarf að vera markið framundan, eitthvað til að stefna að. Annars verður þetta bara einhevr ferð út í óvissuna. Það er gott að hafa ákveðin markmið með ekki of löngu millibli því ef það er of langt á milli þeirra þá er hætta að fókusinn verði ekki eins skarpur og ella. Ég hef verið að gæla við að taka brettishlaup í endaðan nóvember eða á sömu helgi og 24 tíma hlaupið er í Bislet í Osló. Það verður haldið síðustu helgina í nóvember. Þau Dísa og Bjössi í World Class voru svo vinsamleg í fyrra að gefa mér tækifæri til að takast á við 100 km á bretti. Það gekk fínt og nú bíður annað verkefni. Við ákváðum í dag að nú yrðu það 24tímar. Það er ágætis verkefni að stefna að. Norðurlandametið er 203 km það ég best veit. Þarf að kanna það betur og eins hver landsmetin eru á Norðurlöndum. Ég hef hlaupið yfir 200 km á 24 tímum í síðustu þrjú skiptin sem ég hef tekist á við hlaup af því tagi.
Það var gott viðtalið við Þorbjörn á Ósi í Arnarfirði á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann er að bregða búi eftir að hafa lifað og starfað á Ósi alla æfina. Hann gerir það með meiri reisn en margur annar sem meir er hampað. Verpir haug yfir uppáhaldskindurnar og eyðir húsunum svo þau fjúki ekki út um allt. Ég hef einu sinni hitt Þorbjörn. Það var fyrir akkúrat 33 árum síðan þegar ég fór þarna út í sveitina til að mæla fyrir skurðum. Þá sá ég mann koma hlaupandi á eftir kindum inn hlíðina fyrir utan Fjallfoss. Ég þekkti á eigin skinni hvað smala kom oft vel ef honum var lögð hendi svo ég fór fyrir rollurnar upp í hlíðina og stuggaði þeim niður og til baka. Þorbjörn kunni mér góðar þakkir fyrir viðvikið. Ég var reyndar ekki að fara að mæla fyrir skurðum á Ósi í þessari ferð heldur hjá nágrannanum, Alla á Laugabóli. Þar valt á ýmsu við skurðamælingar og skurðgröft á næstu vikum en skurðirnir voru grafnir áður en yfir lauk og landið þornaði vel. Ég fór þarna úteftir í ágústbyrjun þremur árum síðar til að skoða vegsummerkin. Landið sem var svo blautt að það hélt varla hundi var orðið pallþurrt og æðrarfuglinn fluttur úr bleytunni upp í þurra ruðningana. Alli var þarna orðinn sjötugur og sagist hafa átt sér þann draum í þrjátíu ár að geta komið sér upp vísitölubúi. Aldrei held ég að sá draumur hafi ræst hjá Alla en það gefur á að líta heim að Laugabóli í dag samkvæmt fréttum á Stöð 2 í kvöld. Þarna er risið stórhrossabú og búið að reisa höll bæði fyrir fólk og fénað. Meir að segja er sundlaug í hlaðvarpanum. Það held ég að Alla fyndist á að líta eins og Laugabólið er setið í dag. Hann hafði miklar áhyggjur af því að jörðin færi í eyði eftir hans dag og hafði ýmsis ráð á takteinum til að sporna við því. Á þau reyndi víst aldrei en svona geta hlutir gerst.
Það var gott viðtalið við Þorbjörn á Ósi í Arnarfirði á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann er að bregða búi eftir að hafa lifað og starfað á Ósi alla æfina. Hann gerir það með meiri reisn en margur annar sem meir er hampað. Verpir haug yfir uppáhaldskindurnar og eyðir húsunum svo þau fjúki ekki út um allt. Ég hef einu sinni hitt Þorbjörn. Það var fyrir akkúrat 33 árum síðan þegar ég fór þarna út í sveitina til að mæla fyrir skurðum. Þá sá ég mann koma hlaupandi á eftir kindum inn hlíðina fyrir utan Fjallfoss. Ég þekkti á eigin skinni hvað smala kom oft vel ef honum var lögð hendi svo ég fór fyrir rollurnar upp í hlíðina og stuggaði þeim niður og til baka. Þorbjörn kunni mér góðar þakkir fyrir viðvikið. Ég var reyndar ekki að fara að mæla fyrir skurðum á Ósi í þessari ferð heldur hjá nágrannanum, Alla á Laugabóli. Þar valt á ýmsu við skurðamælingar og skurðgröft á næstu vikum en skurðirnir voru grafnir áður en yfir lauk og landið þornaði vel. Ég fór þarna úteftir í ágústbyrjun þremur árum síðar til að skoða vegsummerkin. Landið sem var svo blautt að það hélt varla hundi var orðið pallþurrt og æðrarfuglinn fluttur úr bleytunni upp í þurra ruðningana. Alli var þarna orðinn sjötugur og sagist hafa átt sér þann draum í þrjátíu ár að geta komið sér upp vísitölubúi. Aldrei held ég að sá draumur hafi ræst hjá Alla en það gefur á að líta heim að Laugabóli í dag samkvæmt fréttum á Stöð 2 í kvöld. Þarna er risið stórhrossabú og búið að reisa höll bæði fyrir fólk og fénað. Meir að segja er sundlaug í hlaðvarpanum. Það held ég að Alla fyndist á að líta eins og Laugabólið er setið í dag. Hann hafði miklar áhyggjur af því að jörðin færi í eyði eftir hans dag og hafði ýmsis ráð á takteinum til að sporna við því. Á þau reyndi víst aldrei en svona geta hlutir gerst.
föstudagur, september 17, 2010
Um daginn þegar ég var úti í Stokkhólmi þá var kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar komin í ákveðinn stíganda eins og gengur. Leiðtogarnir voru í viðtölum í sjónvarpinu og þess háttar. Það er alltaf gaman að fylgjast með pólitískri umræðu í öðrum löndum og bera hana saman við það sem maður þekkir héðan að heiman. Samkvæmt skoðanakönnunum þá eiga socialdemokratarnir undir högg að sækja. Mig undrar það ekki eftir að hafa séð Monu Salin í viðtölum í fjölmiðlum. Hún hefur álíka mikinn pólitískan sexappíl eins og tómur pappakassi. Vinstri flokkurinn var með eitthvað spex á jarnbrautarstöðinni þegar ég var að fara í rútuna. Það voru álíka margir að fylgjast með því sem þeir höfðu fram að færa eins og efni stóðu til.
Ég horfði á Draumalandið í sjónvarpinu í fyrrakvöld. Ég hef lesið bókina tvisvar en var ekki búinn að sjá myndina. Í stuttu máli þá var mundin álíka og bókin, tætingslegur áróðursboðskapur. Nú virði ég það að vilja hugsa um náttúruna og verja hana gangvart böðulshætti og slæmri umgengni. En við búum nú einu sinni í þessu landi eða viljum það alla vega. Því getur það gerst að það þurfi að velta við steini eða tveimur. Andri Snær flytur mál sitt eins og snall bandaríksur trúboði. Hann kann öll trixin. Tvennt fannst mér sérstaklega vont við myndina. Í fyrsta lagi opnunaratriðið þegar AS er að fjalla um búskapinn á Oddstöðum framan af síðustu öld þegar bjuggu þar um 30 manns. Búskapur á Oddstöðum eins og svo víða annarsstaðar byggðist upp á því að húsbændur gátu safnað til sín vinnufólki sem vann fyrir skítalaun ef þá nokkur utan mat, klæði og húsnæði. Það þurfti að strita flesta daga ársins til að hafa í sig og á. Þegar þorpin tóku að myndast og sköpuðu fólki allt aðra möguleika, s.s. að fá laun greidd í reiðufé, geta komið sér þaki yfir höfuðið og myndað fjölskyldur þá pillaði vinnufólkið sig burt frá öllum Oddstöðum landsins því það gat loks um frjálst höfuð strokið. Tæknivæðingin frelsaði það. Ég man þá tíð vel þegar bændafólk þurfti að strita með höndunum dag út og dag inn til að hafa fóður fyrir skepnurnar og láta dæmið ganga upp. Það var fyrir tíma vélanna. Fer svo sem ekki nánar út í það en ég veit svolítið um hvað ég er að tala. Því þoli ég ekki að sjá einhverja sjálfskipaða prófeta vera að dásama þetta líf sem hámark ríkidæmisins af því fólk hafði með naumindum í sig og á. Síðan hafi allt legið niður á við. Ég held að þessi ágæti maður ætti bara að hefja búskap á Oddstöðum og reyna þetta á eigin skinni. Hitt sem stakk mig var að myndin sýnir íslendinga generellt sem hálfgerða einfeldninga og jafnvel mútuþæga einfeldninga. Það má vera að íslendingar séu hálfgerðir einfeldingar og ég þá ekki undanskilinn en mér finnst t.d. ekkert athugavert við það að fólk fangi því þegar hillir undir aukin atvinnutækifæri og bjartari framtíð. Það hefði verið heiðarlegra að í myndinni kæmi fram hvernig staða atvinnulífsins er á Austurlandi nú samanborið við fyrir álver. Ég hef aðeins hugmynd um það.
Ég horfði á Draumalandið í sjónvarpinu í fyrrakvöld. Ég hef lesið bókina tvisvar en var ekki búinn að sjá myndina. Í stuttu máli þá var mundin álíka og bókin, tætingslegur áróðursboðskapur. Nú virði ég það að vilja hugsa um náttúruna og verja hana gangvart böðulshætti og slæmri umgengni. En við búum nú einu sinni í þessu landi eða viljum það alla vega. Því getur það gerst að það þurfi að velta við steini eða tveimur. Andri Snær flytur mál sitt eins og snall bandaríksur trúboði. Hann kann öll trixin. Tvennt fannst mér sérstaklega vont við myndina. Í fyrsta lagi opnunaratriðið þegar AS er að fjalla um búskapinn á Oddstöðum framan af síðustu öld þegar bjuggu þar um 30 manns. Búskapur á Oddstöðum eins og svo víða annarsstaðar byggðist upp á því að húsbændur gátu safnað til sín vinnufólki sem vann fyrir skítalaun ef þá nokkur utan mat, klæði og húsnæði. Það þurfti að strita flesta daga ársins til að hafa í sig og á. Þegar þorpin tóku að myndast og sköpuðu fólki allt aðra möguleika, s.s. að fá laun greidd í reiðufé, geta komið sér þaki yfir höfuðið og myndað fjölskyldur þá pillaði vinnufólkið sig burt frá öllum Oddstöðum landsins því það gat loks um frjálst höfuð strokið. Tæknivæðingin frelsaði það. Ég man þá tíð vel þegar bændafólk þurfti að strita með höndunum dag út og dag inn til að hafa fóður fyrir skepnurnar og láta dæmið ganga upp. Það var fyrir tíma vélanna. Fer svo sem ekki nánar út í það en ég veit svolítið um hvað ég er að tala. Því þoli ég ekki að sjá einhverja sjálfskipaða prófeta vera að dásama þetta líf sem hámark ríkidæmisins af því fólk hafði með naumindum í sig og á. Síðan hafi allt legið niður á við. Ég held að þessi ágæti maður ætti bara að hefja búskap á Oddstöðum og reyna þetta á eigin skinni. Hitt sem stakk mig var að myndin sýnir íslendinga generellt sem hálfgerða einfeldninga og jafnvel mútuþæga einfeldninga. Það má vera að íslendingar séu hálfgerðir einfeldingar og ég þá ekki undanskilinn en mér finnst t.d. ekkert athugavert við það að fólk fangi því þegar hillir undir aukin atvinnutækifæri og bjartari framtíð. Það hefði verið heiðarlegra að í myndinni kæmi fram hvernig staða atvinnulífsins er á Austurlandi nú samanborið við fyrir álver. Ég hef aðeins hugmynd um það.
laugardagur, september 11, 2010
Tilvera samfélaga byggir á framleiðslu til útflutnings. Það þýðir lítið að framleiða eitthvað sem er síðan seslt milli manna hér innanlands því þá verða ekki til neinir fjármunir til að greiða fyrir það sem þörf er á utanlands frá, sem er giska mikið. Þvíe r það grundvallarundirstaða fyrir því velferðarkerfi sem við teljum okkur trú um að sé sjálfsagður hlutur að útflutingur sé sem mestur. Þrír helstu útflutningsatvinnuvegir okkar eru álframleiðsla (26-28%) af heildarútflutningsverðmæti, sjárvarútvegur sem er með um 26% af útflutningsverðmæti og ferðamannaþjónusta sem stendur fyrir um 21% af útflutningsverðmætinu. Það er síðan svo merkilegt að það er ákveðinn hópur manna hérlendis sem virðist ekki sjá neitt verra en tvær mestu útflutningsgreinar landsins, álframleiðslu og sjávarútveg. Álinu er fundið allt til foráttu. Það eiga að vera erlendir auðhringar sem hirða allann ágóðann og arðræna þannig land og þjóð. Landinu sé misþyrmt með því að virkja vatnsföll og leggja smá hluta þess undir uppistöðulón. Ég hef heyrt fólk, sem ég þekkti ekki fyrir annað en ágæta skynsemi, halda því fram að best væri ef öllum álverum á Íslandi væri lokað. Lítill hópur en hávær finnur sjávarútvegnum allt til foráttu. Umræðan er alveg með ólíkindum. Það er talað eins og það hafi ekkert gerst nema illt eitt innan hans síðustu áratugina. Enn er talað um fyrirtæki í sjávarútvegi sem forréttindastétt sem hafi fengið allar veiðiheimildir gefins. Enn er talað um að samdráttur atvinnu og fólksfækkun í fjölmörgum byggðum á landsbyggðinni sé engu öðru að kenna en mannvonsku þeirra sem reka sjávarútvegsfyrirtæki. Um nokkurn tíma var svokallaðri fyrningarleið haldið á lofti sem einu færu leið sjávarútvegsins inn í framtíðina. Í mínum huga var hún eitt alvitlausasta innlegg í atvinnuvegaumræðu hérlendis sem heyrst hefur. Hún myndi ekki leiða til neins annars en að fyrirtæki í sjávarútvegi færu lóðbeint á hausinn. Það segir liðið að sé bara allt í lagi því það komi bara einhverjir aðrir sem taki við. Það sem gleymist í umræðunni er að skuldirnar hverfa ekki. Ef sjávarútvegurinn færi á hausinn komplett myndi það þýða bankahrun og er þá miðað við eðlilegt ástand, hvað þá eins og málin standa hérlendis í dag. Það er eins og fólki sé ekki sjálfrátt. Hatrið og öfundin út í þá sem fóru á sínum tíma út úr sjávarútvegnum með fullar hendir fjár hefur færst yfir á þá sem standa enn við stýrið og hafa rekið sjávarútvegsfyrirtæki áfram. Það gleymist síðan í umræðunni að leyfilegur þorskafli hefur dregist saman út 400 þúsund tonnum í um 150 þúsund tonn. Einhversstaðar sér þess stað. Það sést í dag að sumir þngmenn vilja binda veiðiheimildir fastar við byggðirnar. Hvað hefði það þýtt ef slíkt kerfi hefði verið við lýði allar götur frá árinu 1980. Þá væru starfandi hér einhverjar ræfils útgerðir út um allt land sem myndu tóra á opinberri aðstoð og gengisfellingum. Það væri enn verið að troða fisknum í gegnum gamaldags frystihús og afurðin að mestu leyti flutt út sem fangafæði til Bandaríkjanna. Sjávarútvegurinn samastendur í dag sem betur fer af hátæknivinnslufyrirtækjum og sterkum markaðsfyrirtækjum sem ná hámarksverði fyrir afurðirnar á hverjum tíma. Hæst verð fæst fyrir ferskan fisk sem er fluttur beint út á borð neytendans. Þetta vill ákveðinn hópur rífa til grunna. Hverjum ætlar hann að senda reikninginn? Svo á að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjávarútvegsmál. Þjóðaratvæðagreiðslu. Um hvern skollann? Þetta er eitt lýðskrumið til.
Fyrir nokkrum árum vildi fyrirtæki sem sagt var að starfaði í klámiðnaði koma hingað til lands í hvataferð. Það verð allt vitlaust. Bændasamtökin létu undan gríðarlegum þrýstingi og neituðu hópnum um gistingu á Hótel Sögu. Þau héldu líklega að hótelið myndi sökkva í jörð niður eins og kirkjan í Hruna ef þessir gestir myndu láta sjá sig, slíkur var æsingurinn. Einhverjum misserum áður kom einhver karl sem hafði framfæri sitt af því að vinna í klámiðnaði hingað til lands. Eins og er oftast gert í þeim tilvikum þegar útlendingar koma til landsins sem eru þekktir á einhvern hátt þá eru þeir dregnir upp í Kastljós. Ein fréttakonan neitaði að tala við kallinn en gekk út úr Kastljósinu áður en viðtalið var tekið við hann. Þatta þótti afar smart. Þegar einn af framámönnum þjóðarinanr segist helst horfa á afurðir úr þessari atvinnugrein þegar hann fer á netið þá verður ekki allt vitlaust. Nei, honum er afhent fræðslumyndband um skaðsemi þess að horfa á klám. Svona breytast nú hlutirnir. Það er kannski ekki sama Jón og Séra Jón.
Víkingur tryggði sér rétt til að leika í efstu deild fótboltans í dag. Glæsilegt hjá þeim. Í fyrra lenti liðið nðst í hópi þeirra sem héldu sér áfram í 1. deild. Það var ákveðið þroskatímabil sem bætti drjúgri innistæðu í reyslubankann. Nú er það alvaran að ári.það verður gaman að fá öll bestu lið landsins í Víkina. Vonandi fá þau móttökur við hæfi.
"Reykjavíkurmótið" í handbolta byrjaði í gærkvöldi. Víkingur tapaði í gær fyrir Aftureldingu en vann Keflavík og Selfoss í dag. Jói fékk tækifæri frá byrjun í sinni stöðu í dag og greip það föstum tökum. Ellefu kvikindi lágu í Selfossmarkinu áður en yfir lauk.
Fór út í morgun rúmlega 5:30. Tók tvo hringi. Hálfdán kom á brúna í seinni hring og víð hlupum góðan túr í frábæru veðri.
Fyrir nokkrum árum vildi fyrirtæki sem sagt var að starfaði í klámiðnaði koma hingað til lands í hvataferð. Það verð allt vitlaust. Bændasamtökin létu undan gríðarlegum þrýstingi og neituðu hópnum um gistingu á Hótel Sögu. Þau héldu líklega að hótelið myndi sökkva í jörð niður eins og kirkjan í Hruna ef þessir gestir myndu láta sjá sig, slíkur var æsingurinn. Einhverjum misserum áður kom einhver karl sem hafði framfæri sitt af því að vinna í klámiðnaði hingað til lands. Eins og er oftast gert í þeim tilvikum þegar útlendingar koma til landsins sem eru þekktir á einhvern hátt þá eru þeir dregnir upp í Kastljós. Ein fréttakonan neitaði að tala við kallinn en gekk út úr Kastljósinu áður en viðtalið var tekið við hann. Þatta þótti afar smart. Þegar einn af framámönnum þjóðarinanr segist helst horfa á afurðir úr þessari atvinnugrein þegar hann fer á netið þá verður ekki allt vitlaust. Nei, honum er afhent fræðslumyndband um skaðsemi þess að horfa á klám. Svona breytast nú hlutirnir. Það er kannski ekki sama Jón og Séra Jón.
Víkingur tryggði sér rétt til að leika í efstu deild fótboltans í dag. Glæsilegt hjá þeim. Í fyrra lenti liðið nðst í hópi þeirra sem héldu sér áfram í 1. deild. Það var ákveðið þroskatímabil sem bætti drjúgri innistæðu í reyslubankann. Nú er það alvaran að ári.það verður gaman að fá öll bestu lið landsins í Víkina. Vonandi fá þau móttökur við hæfi.
"Reykjavíkurmótið" í handbolta byrjaði í gærkvöldi. Víkingur tapaði í gær fyrir Aftureldingu en vann Keflavík og Selfoss í dag. Jói fékk tækifæri frá byrjun í sinni stöðu í dag og greip það föstum tökum. Ellefu kvikindi lágu í Selfossmarkinu áður en yfir lauk.
Fór út í morgun rúmlega 5:30. Tók tvo hringi. Hálfdán kom á brúna í seinni hring og víð hlupum góðan túr í frábæru veðri.
miðvikudagur, september 08, 2010
þriðjudagur, september 07, 2010
Steinn þríþrautarkappi gerði góða ferð til Kölnar á helginni og kom heim með íslandsmet í farangrinum. Sló það gamla með sjö sekúndum. Það er náttúrulega magnað hjá honum að hlaupa maraþonið á 3,13 eftir að vera búinn að synda rúma 3 km og hjóla í vel á sjötta tíma. Hann á greinilega mikið inni á hjólinu miðað við íslandsmetið sem hann avr að slá. Það var vel sagt frá þessu í fjölmiðlum sem vopnlegt var en sama er. Það pirrar að fréttamenn Moggans skuli setja frétt um afrek Steins undir útivist og hreyfing í stað þess að setja fréttina í íþróttakálfinn. Ef hægt væri að setja íþróttamenn undir eitthvert mæliker þar sem mældur væri árangur, elja og æfingamagn þá stæði Steinn langt framar mörgum þeim sem meir er hampað. Það voru 20 fréttir um fótbolta í íþróttakálfi Morgunblaðsins daginn sem landsleikurinn við Noreg var. Sumar þeirra höfðu engan annan tilgang í mínum huga en að teygja lopann og fylla út pláss. Það væri fróðlegt að sjá hvort Steinn er farinn að nálgast mörkin að komast í Hawaii þríþrautina. Hún er sú virtasta í heimi og það þarf að ná ákveðnum lágmörkum til að komast þar inn. Það er eins og með mörg af virtustu ultrahlaupum í heimi. Það þarf að kvalifisera sig inn í þau.
Ég hef verið latur undanfarnar vikur enda er það aææt í lagi innan um og saman við. Maður verður að hafa skýrt markmið til að get ahaldið uppi þeim aga sem nauðsynlegur er til að halda sér vel við efnið. Það fer kannski að styttast í að það skýrist.
Það var fundur í Fókus í kvöld. Tveir félagar fóru yfir nokkur undirstöðuatriði við ljósop, haraða og fleira praktiskt. maður lærir alltaf eitthvað af svona yfirferð og fær nýjar hugmyndir, Fyrir áhugasama þá er heimasíða Fókus www.fokusfelag.is
Ég hef verið latur undanfarnar vikur enda er það aææt í lagi innan um og saman við. Maður verður að hafa skýrt markmið til að get ahaldið uppi þeim aga sem nauðsynlegur er til að halda sér vel við efnið. Það fer kannski að styttast í að það skýrist.
Það var fundur í Fókus í kvöld. Tveir félagar fóru yfir nokkur undirstöðuatriði við ljósop, haraða og fleira praktiskt. maður lærir alltaf eitthvað af svona yfirferð og fær nýjar hugmyndir, Fyrir áhugasama þá er heimasíða Fókus www.fokusfelag.is
fimmtudagur, september 02, 2010
miðvikudagur, september 01, 2010
Ég verð nú að segja að ég sakna utanþingsráðerranna ef þeir verða að yfirgefa ríkisstjórnina. Þau hafa bæði sinnt sínum verkum af fagmennsku. Sérstaklega finnst mér Ragna Árnadótir vera rétt manneskja á réttum stað. Hún er principföst fagmanneskja sem ekki lætur sveiflast fyrir því hvernig vindurinn blæs. Þannig fólk þarf í ráðherrastóla. Í auknum mæli er farið að vitna í eitt og annað á netinu sem áhrifafaktora í fjölmiðlum. Það hefur verið búin til einhver grúppa á Facebook og því er vandlega lýst hvað svo og svo margir hafa sett "Like" á hana. Mjög margir vita ekkert um hvað málið snýst heldur fylgja hópnum. Atgangurinn í kringum prestinn í Reykholti fyrir nokkrum dögum er dæmi um þetta. Fyrst átti að krossfesta hann fyrir eitthvað sem hann sagði í blaðaviðtali. Það var togað og teygt út og suður því múgurinn hélt að hann hefði fundið fórnarlamb. Hann hefði verið brenndur á báli án dóms og laga hér áður, slíkur var æsingurinn. Einn stéttarbróðir hans stóð þar fremstur í flokki. Síðan kom í ljós að hann hafði staðið fastur á fótunum í biskupsmálinu. Þá var hann skyndilega hafinn til skýjanna. Svona er nú umræðan. Til upplýsingar þá hef ég það staðfest að Ólafur Skúlason, sem gegndi biskupsembætti um nokkurra ára skeið þess embættis óverðugur, kom aldrei í Reykholt í biskupstíð sinni og voru tilefnin þó ærin.
Mogginn fjallaði ágætlega um árangur íslensku stelpnanna á norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum sem haldið var á Akureyri um helgina. Þakka það sem þakka ber. Það er mikil framför frá því fyrir þremur árum síðan þegar Ísland fékk tvo norðurlandameistara og einn silfurverðlaunahafa á þessu móti. Þá var skýrt frá því í fjögurra fersentimetra smágrein á íþróttasíðu Moggans. Hins ber að geta að fótboltinn var með 5-6 síður í þessu sama íþróttablaði þar sem fimbulfanbað var um miskemmtilega leiki í efstu deild.
Um daginn heyrði ég orðnotkun í útvarpinu sem stakk mig alveg á kaf. Leiðsögumaður sem sérhæfir sig í ferðum um miðbæ Reykjavíkur sagði að það væru margar "krær" við einhverja götu í miðbænum. Svona til upplýsingar þá beygist orðið krá í fleirtölu svona: Krár um krár frá krám til kráa. Kró er stía eða stórt hólf í fjárhúsi. Þar er talað um margar krær. Fyrir alla muni ekki blanda saman ölstofum og fjárhúskróm.
Eiði Smára var kippt um borð í Stoke á sem nokkursskonar "Last minutes passanger". Hann þurfti að slá af fáránlegum launakröfum sem eðlilegt er. Unndanfarnar vikur hefur blaðafulltrúinn pumpað út tilkynningum að Eiður væri að fara hingað eða þangað. Fréttamannagreyin kokgleypa allt. Þeir gleypa líka eina vitlausustu fréttatilkynningu sem ég hef heyrt úr þessum herbúðum. Það er ekki fyrr búið að kippa honum úm borð í Stoke og blekið varla þornað á samningnum fyrr en fréttatilkynningar eru birtar um að spil Stokeverja eigi bara eiginlega eingöngu að snúast um Eið kallinn. Hann á að vera lykilmaður og allir eiga að spila með tilliti til hans. Sér er nú hvert ruglið. Ætli nokkurt lið geri þann mann að lykilmanni í fyrsta leik sem er keyptur á útsölu rétt áður en dyrnar lokast og var orðinn svo desperat að hann sló verulega af óraunsæum launakröfum. Varla. Vonandi gengur honum vel en til að fæturnir fúnkeri þarf að skrúfa hausinn fast á. Það er óskandi að hann sjáist svo aldrei meir í landsliðinu á meðan hann spilar það með fýlusvip og sýnir pressunni hroka. Það er til nóg af strákum sem hafa ánægju af því að spila með landsliðinu og hafa alla burði til að selja sig dýrt.
Mogginn fjallaði ágætlega um árangur íslensku stelpnanna á norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum sem haldið var á Akureyri um helgina. Þakka það sem þakka ber. Það er mikil framför frá því fyrir þremur árum síðan þegar Ísland fékk tvo norðurlandameistara og einn silfurverðlaunahafa á þessu móti. Þá var skýrt frá því í fjögurra fersentimetra smágrein á íþróttasíðu Moggans. Hins ber að geta að fótboltinn var með 5-6 síður í þessu sama íþróttablaði þar sem fimbulfanbað var um miskemmtilega leiki í efstu deild.
Um daginn heyrði ég orðnotkun í útvarpinu sem stakk mig alveg á kaf. Leiðsögumaður sem sérhæfir sig í ferðum um miðbæ Reykjavíkur sagði að það væru margar "krær" við einhverja götu í miðbænum. Svona til upplýsingar þá beygist orðið krá í fleirtölu svona: Krár um krár frá krám til kráa. Kró er stía eða stórt hólf í fjárhúsi. Þar er talað um margar krær. Fyrir alla muni ekki blanda saman ölstofum og fjárhúskróm.
Eiði Smára var kippt um borð í Stoke á sem nokkursskonar "Last minutes passanger". Hann þurfti að slá af fáránlegum launakröfum sem eðlilegt er. Unndanfarnar vikur hefur blaðafulltrúinn pumpað út tilkynningum að Eiður væri að fara hingað eða þangað. Fréttamannagreyin kokgleypa allt. Þeir gleypa líka eina vitlausustu fréttatilkynningu sem ég hef heyrt úr þessum herbúðum. Það er ekki fyrr búið að kippa honum úm borð í Stoke og blekið varla þornað á samningnum fyrr en fréttatilkynningar eru birtar um að spil Stokeverja eigi bara eiginlega eingöngu að snúast um Eið kallinn. Hann á að vera lykilmaður og allir eiga að spila með tilliti til hans. Sér er nú hvert ruglið. Ætli nokkurt lið geri þann mann að lykilmanni í fyrsta leik sem er keyptur á útsölu rétt áður en dyrnar lokast og var orðinn svo desperat að hann sló verulega af óraunsæum launakröfum. Varla. Vonandi gengur honum vel en til að fæturnir fúnkeri þarf að skrúfa hausinn fast á. Það er óskandi að hann sjáist svo aldrei meir í landsliðinu á meðan hann spilar það með fýlusvip og sýnir pressunni hroka. Það er til nóg af strákum sem hafa ánægju af því að spila með landsliðinu og hafa alla burði til að selja sig dýrt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)