Ég hef alla tíð haft efasemdir um málatilbúnaðinn varðandi þingmannanefndina og Landsdóm. Það segir sig sjálft að þingmenn munu ekki kasta fyrrverandi félögum sínum og samflokksmönnum fyrir ljónin. Það er hægt að fjasa um einstaklingsbundnar skoðanir og persónulega sannfæringu en dettur einhverjum í huga að einn eða annar þingmaður vilji vera sá sem bent yrði á um að hefði ráðið úrslitum um að senda fyrrverandi formann flokks síns fyrir landsdóm. Vitaskuld ekki. Það var viðbúið að úr þessu öllu saman yrði einhver pólitískur farsi og því miður varð sú raunin. Aannað hvort átti að senda alla fjórmenningana fyrir landsdóm eða engan. Jafnvel var ástæða til að bæta einhverjum við. Af öllum slæmum réttarhöldum eru pólitísk réttarhöld þau verstu. Síðan er mjög undarlegt að þingmannanefnd sem starfar í umboði ríkisstjórnarinnar njóti ekki trausts og stuðnings forsætisráðherra. Hvernig á að vera hægt að vinna í umboði einhvers án þess að hafa tryggan bakstuðning frá þeim hinum sama? Ofan í kaupið var nefndin margklofin. Það á ekki að leggja af stað í svo vandasama vegferð eins og þessa nema að tryggt sé að ferillinn verði skammlaus.
Svona er þetta.
Ég fer norður á Akureyri í fyrramálið vegna landsþings Sambands sveitarfélaga sem verður haldið þar næstu daga. Tækifærið verður notað til að spjalla um hlaup í leiðinni. Ég verð með fyrirlestur á Greifanum (2.h) næsta kvöld (mid) kl. 20:00. Það verður gaman að spjalla við norðanmenn en þar hafa margir góðir hlutir verið að gerast á undanförnum árum. Því fólki fjölgar sem stundar hreyfingu af hinu og þessu tagi annað hvort sér til almennrar heilsubótar eða til að taka þátt í lengri eða skemmri keppnishlaupum nema hvorutveggja sé.
Sveinn minn flutti að heiman á laugardaginn. Það er bara fínt að hann vilji fara að standa á eigin fótum þrátt fyrir að það sé vissulega einnig ágætt að hafa hann heima fyrir eitthvað áfram. Einhvern tíma hlaut þó að koma að þessu. Verra hefði verið ef hann hefði ekki getað hugsað sér að flytja að heiman!!!
þriðjudagur, september 28, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli