þriðjudagur, september 07, 2010

Steinn þríþrautarkappi gerði góða ferð til Kölnar á helginni og kom heim með íslandsmet í farangrinum. Sló það gamla með sjö sekúndum. Það er náttúrulega magnað hjá honum að hlaupa maraþonið á 3,13 eftir að vera búinn að synda rúma 3 km og hjóla í vel á sjötta tíma. Hann á greinilega mikið inni á hjólinu miðað við íslandsmetið sem hann avr að slá. Það var vel sagt frá þessu í fjölmiðlum sem vopnlegt var en sama er. Það pirrar að fréttamenn Moggans skuli setja frétt um afrek Steins undir útivist og hreyfing í stað þess að setja fréttina í íþróttakálfinn. Ef hægt væri að setja íþróttamenn undir eitthvert mæliker þar sem mældur væri árangur, elja og æfingamagn þá stæði Steinn langt framar mörgum þeim sem meir er hampað. Það voru 20 fréttir um fótbolta í íþróttakálfi Morgunblaðsins daginn sem landsleikurinn við Noreg var. Sumar þeirra höfðu engan annan tilgang í mínum huga en að teygja lopann og fylla út pláss. Það væri fróðlegt að sjá hvort Steinn er farinn að nálgast mörkin að komast í Hawaii þríþrautina. Hún er sú virtasta í heimi og það þarf að ná ákveðnum lágmörkum til að komast þar inn. Það er eins og með mörg af virtustu ultrahlaupum í heimi. Það þarf að kvalifisera sig inn í þau.

Ég hef verið latur undanfarnar vikur enda er það aææt í lagi innan um og saman við. Maður verður að hafa skýrt markmið til að get ahaldið uppi þeim aga sem nauðsynlegur er til að halda sér vel við efnið. Það fer kannski að styttast í að það skýrist.

Það var fundur í Fókus í kvöld. Tveir félagar fóru yfir nokkur undirstöðuatriði við ljósop, haraða og fleira praktiskt. maður lærir alltaf eitthvað af svona yfirferð og fær nýjar hugmyndir, Fyrir áhugasama þá er heimasíða Fókus www.fokusfelag.is

Engin ummæli: