Það er eiginlega erfitt að ræða um það sem stendur upp úr í því sem kemur frá stjórnvöldum þessa dagana. Kennitöluskiptin á krónunni er þó það sem stendur niður úr. Að einhverjum skuli detta í hug aðþað lagi nokkurn hlut að fixa gjaldmiðilinn eitthvað til. Það er eitt en annað var í sjálfu sér enn verra og fáheyrðara. Það var sá hluti tillögunnar að gengi á milli gamallar krónu og nýrrar skyldi vera misjafnt eftir því hvað hver einstaklingur átti mikla peninga. Tillagan fól ekkert í sér annað en svo grófa eignaupptöku að fá dæmi eru um slíkt. Á árunum fyrir upptöku verðtryggingar þá töpuðust innistæður í bönkum vegna verðbólgu en fólk hafði þá vissulega val um að taka peningana út úr bönkum og gera eitthvað annað við þá. Þessi tillaga gengur út á að peningar undir ca 20.000 Euro yrði skipt á genginu 1:1. Það sem umfram væri yrði skipt á genginu 1:4 - 1:10. Það þýðir á mæltu máli að fólk sem ætti yfir 20.000 Euro fengi niður í einn tíunda af því lausafé sem það ætti handbært. Mér finsnt undarlegt að það skuli ekki hafa farið nein umræða fram um þetta. Líklega af því þetta er svo vitlaust en sama er. Þingmönnum á ekki að leyfast að slá hinu og þessu fram án þess að standa ábyrgir orða sinna. Þessi aðferðafræði hefði kannske gengið í Norður Kóreu þar sem landið er lokað og íbúarnir komast ekkert en maður getur rétt ímyndað sér hvað yrði um það fólk sem hefði aðra möguleika ef stærstur hluti eigna þess yrði gerður upptækur með svona aðferðafræði.
Það var fínt viðtalið við konuna í Kastljósi RUV í fyrrakvöld. Hún gagnrýndi þar hugmyndafræðina í kringum skóla án aðgreiningar. Það er með þessa hugmyndafræði eins og svo margt annað að um hana hefur ríkt hreintrúarstefna. Umræða um aðrar hliðar málsins hefur ekki mátt heyrast. Vafalaust ehfur þessi hugmyndafræði ýmsa kosti en hún hefur einnig mikla vankanta. Ég skoða hug minn ekki um að ég vildi miklu heldur að mitt barn gengi í skóla meðal sinna jafningja ef það væri þroskaheft. Það myndi miklu heldur njóta sín meðal jafningja og það væri ekki verið að nudda framan í það upp á dag hvern að það væri öðruvísi en aðrir og stæði á ýmsan hátt höllum fæti gagnvart jafnöldrum sínum.
Við skruppum nokkrir vinnufélagar suður í Garð í dag. Við hittum bæjarstjórann og starfsfólk hans. Þau fóru yfir það helsta sem er að gerast í samfélaginu og síðan var okkur sýnt ýmislegt áhugavert á snöggum hringtúr um þorpið. Ég hef alloft komið í Garðinn áður en fyrst og fremst á íþróttavöllinn. Maður hafði náttúrulega ekki séð neitt af því sem bærinn hefur upp á að bjóða að öðru leyti en það er ýmislegt. Það er öruggt mál að ég á eftir að renna þangað í ýmsum erindagjörðum. Þar eru myndefni út um allt, bæði sumar og vetur. Margháttaðar menningarminjar eru þarna sem á að varðveita. Fuglalíf er fjölbreytt á síkjunum þegar fer að vora.
fimmtudagur, mars 17, 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Óska ykkur til hamingju með útrkrift sonanna.
Skrifa ummæli