Það hefur mikið verið rætt og ritað um aðildarumsókn Íslands að ESB og þann feril sem hefur staðið yfir síðan hún var samþykkt. Menn greinir á um hvort í gangi sé umsóknarferli eða aðlögunarferli. Menn greinir á um hvort bætt aðgengi Íslands að styrkjum ESB sé eðlilegur hlutur eða aðferð ESB til að lokka land og þjóð inn í sambandið. Menn greinir á um þann ábata sem Ísland og íslensk þjóð myndi hafa af aðild að ESB. Menn greinir á um hvort upptaka evrunnar, hvenær sem það mun svo gerast, muni styrkja eða veikja íslenskt efnahagslíf. Þannig er auðsætt að það eru á lofti margar og mismunandi skoðanir á því ferlli sem stendur nú yfir. Á fyrstu mánuðum og misserum eftir hrunið haustið 2008 héldu margir að það væri í öruggara skjóla ð sækja innan ESB. Ýmislegt hefur gerst síðan þá sem hefur fengið marga til að efast um að það sé rétt mat. Uppnám evrunnar, fjármálaleg staða margra ESB ríkja og nú síðast vaxandi atvinnuleysi innan ESB landa er gríðarlegt áhyggjuefn i, ekki bara fyrir þá sem bera ábyrgð á málun innan ESB heldur einnig fyrir nágranna ESB ríkja og viðskiptaaðila þeirra. Það er orðið svakalegt þegar atvinnuleysi er að meðaltali yfir 10% innan ESB landa. Á Spáni er það um og yfir 20%. Það fer hraðfara vaxandi innan Grikklands. Norðmenn eru farn ir að óttast að þúsundir fólks komi sunnan úr Evrópu til Osló í sumar og setjist þar að enda þótt það hafi ekkert húsnæði og enga vinnu. Hvernig ætli yrði brugðist við hérlendis ef álíka holskefla húsnæðislauss fólks myndi koma hingað til lands?
Í nýútkomnu eintaki af Þjóðmálum fjallar Sigrún Þormar í ágætri grein um hvað sé í ESB pakkanum. Sigrún hefur búið í Danmörku í um 30 ár eða síðan um 1970. Danir gengu í EB árið 1972. Hún þekkir því gjörla hvað það er að búa í ESB landi. Það er vafalaust ágætt á margan hátt að búa í Danmörku per se en það hangir fleira á spýtunni ef fólk svipast um eins og kemur fram í grein Sigrúnar.
Hún kemur m.a. inn á eftirfarandi attriði:
1. Hvað aðild myndi þýða fyrir fullveldi og sjálfstæði Íslands?
2. Hvað aðild myndi þýða fyrir fullveldi í peninga-, vaxta- og myntmálum?
3. Hvað myndi aðild þýða fyrir stjórn á landbúnaðar- og fiskveiðimálum?
4. Hvað myndi aðild þýða fyrir sjálfræði yfir viðskiptum við umheiminn?
5. Hvað myndi aðild þýða yfir yfirráðarétti yfir æðstu löggjöf?
6. Hvað myndi aðild þýða fyrir fullveldi yfir lagasmíðum?
7. Hvað myndi aðild þýða fyrir fullveldi yfir refsilöggjöf?
8. Hvað mynd aðild þýða fyrir fullveldi yfir löggjöf atvinnumarkaðar?
9. Hvað myndi aðild þýða fyrir fullveldi yfir viðskiptaeftirliti?
10. Hvað myndi aðild þýða fyrir fullveldi yfir skattamálum?
11. Hvað myndi aðild þýða fyrir fullveldi yfir utanríkisstefnu?
12. Hvað myndi aðild þýða fyrir fullveldi yfir varnarmálum?
13. Hvað mydni aðild þýða fyrir fullveldi yfur innflytjenda- og flóttamannamálum?
14. Hvað myndi aðild þýða fyrir fullveldi yfir ríkisfjármálum og þar með mótun velferðarstefnu?
Fyrrgreindar sprningar eru dæmi um mál sem skipta miklu máli um hvernig þau þróast til framtíðar. Ýmsir segja vafalaust að við höfum ekki höndlað okkar mál svo vel að það skipti einhverju máli að yfirráðin komist í hendur annarra. Það er í sjálfu sér ákveðið viðhorf sem hverjum og einum er frjálst að hafa. Dæmin sýna hins vegar að það er eitthvað mikið að innan ESB. Vitskuld var það viðbúið að það hefði eftirköst að safna svo mörgum og ólíkum ríkjum í eina samsteypu sem hefur þó ekki miðstýrt vald á ákveðnum mikilvægum málum. Síðustu fréttir segja að það sé rætt innan ESB að setja Grikkjum fjárhaldsstjórn á vegum sambandsins. Á Ítalíu og í Grikklandi eru nú þegar embættismannastjórnir við völd sem tóku við þegar kjörna fulltrúa þraut örendið.
Mikilvægast er í þessu sambandi að fólk gaumgæfi allar hliðar þessa stóra og afdrifaríka máls og rasi ekki um ráð fram. Ákvörðun sem tekin er í þessum málum verður ekki tekin aftur.
þriðjudagur, janúar 31, 2012
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli