miðvikudagur, september 17, 2008

Ég fékk síðasta hefti Þjóðmála fyrir skömmu. Það er innihaldsríkt eins og áður. Tímaritið er eitt besta tímarit um þjóðfélagsumræðu sem er gefið út hérlendis. Í þessu eintaki eru tvær greinar sem mér finnst sérstaklega athyglisverðar. Hin fyrri heitir Eyja Sancho Panza eftir Vilhjálm Eyþórsson. Ég veit ekkert um greinarhöfund en greinin er mjög athyglisverð. Hann fjallar þar um svokallaða flathyggju sem er ný birtingarmynd forræðishyggjunnar sem áður var keyrð áfram undir merkjum sósíalismans og kommúnismans. Grunntónninn í þessari kennisetningu er að allir einstaklingar á jörðinni séu nákvæmlega eins að upplagi. Enginn munur sé á kynþáttum eða kynjum. Ef einhver munur sé á einstaklingum þá sé hann kominn til vegna mismunandi áhrifa sem viðkomandi hafa orðið fyrir í t.d. uppvextinum. Ef allir verði fyrir sömu áhrifum í uppvexti þá verði allir eins. Róttækir feministar halda því til dæmis fram að meðfædd og arfgeng hegðan kynjanna sé ekki til heldur sé hlutverkaskipting karla og kvenna sé til komin vegna þess að karlar hafi fundið hana upp til að kúga konur. Í rauninni séu konur alveg eins og karlar að þeirra mati. Ég hef ekki ósjaldan lent í umræðu um nákvæmlega þessi mál og hef haldið því fram við stundum litlar undirtektir að það sé erfðafræðilegur munur á körlum og konum. Það á ekkert skylt við að leggja mat á hvort annað kynið sé meiri kostum hlaðið en hitt. Bæði eiga sínar sterku hliðar og sínar veiku. Þeir sem eru mér ekki sammála hafa haldið því fram að sá munur sem sé á konum og körlum sé alfarið afleiðing af mismunandi uppeldi kynjanna og honum megi eyða með því að bæði kynin fái nákvæmlega sama áreiti í uppeldinu. Ég ætla nú bara rétt að vona að sá tími komi aldrei að konur og karlar verði alveg eins orði og æði. Það er ljóta tilhugsunin. Það vita það allir sem hafa umgengist dýr að það er gríðarlegur munur á karldýri og kvendýri. Karldýrin eru aggressív og árásargjörn á meðan kvendýrin eru mildari og hafa miklu meiri tilfinningu fyrir afkvæmunum. Þetta er bara svona og á ekkert skylt við uppeldi heldur er eins og annað sem náttúran hefur mótað í gegnum milljónir ára.

Hin greinin sem mér fannst allrar athygli verð er rituð af Jakobi F. Ásgeissyni og fjallar um umræður þær sem sköpuðust í tenglsum við Varið land undirskriftasöfnunina og málaferlin sem af þeim hlutust. Maður þarf að vera a.m.k. kominn á minn aldur til að muna eftir þessum tíma en Varið land undirskriftasöfnunin fór fram árið 1974 eðafyrir 34 árum. Fjórtán manns hófu að safna undirskriftum um að það væri affærasælast að Íslendingar tækju áfram fullan þátt í varnarsamstarfi vestrænna lýðræðisþjóða. Málið snerist um hvort það væri vilji þjóðarinnar að vísa hernum úr landi eða ekki. Rúmlega helmingur þess fjölda sem kaus í alþingiskosningunum 1971 skrifaði undir þessa áskorun. Umræðan um þetta m´la var mjög illskeytt og fór ssvo að hluti fjórtánmenninganna höfðuðu meiðyðramál á hendur þeim sem harðast hgengu fram í andstöðunni. Var það ekki síst gert af principástæðum til að vita hve meiðyðralöggjöfin dygði til að bregðast við málflutningi eins og birtist á síðum dagblaða á þessum tíma. Ég ætla ekki að rekja þetta frekar en fyrir alla þá sem hafa áhuga á samtímasögu er áhugavert að lesa þessa samantekt. Vafalaust er einhversstaðar til samantekið yfirlit um sjónarmið andstæðinga þeirra sem skipulögðu undirskriftasöfnunina og væri ekki síður fróðlegt að sjá hvernig sagan dæmir málflutning þeirra.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Allveg sammála um kynjamun og að það er ágætt eins og er. En það þarf samt að passa að uppeldi er jöfnuð. Ég ólst upp í Austurþýskalandi með þessum "sozialistischen" hugmyndum og fór vel með það. Allir að gera það sama eða eiga möguleika á að gera en þó fer það eftir personu og hæfileikum ofl. Það er allt saman svo ýkt í dag..
Kveðja úr Hfj.