Eg for i skodunarfed um borgina i dag med guiding tour. I Durban bua um 5 milljonir manna. Margt byr i uthverfunum semeru daemigerd fatakrahverfi en annars er borgin gerdarleg og byggir a gomlum merg. Hun hefur mikla sogu eins og allar gronar borgir. Margt hefur breyst a stuttum tima. Tad eru ekki meir en um 20 ar sidan at Sudur Afrika var klassiskt fasistariki a medan adskilnadarstefnan rikti. Merkilegt ma telja ad tad skuli hafa verid haegt ad fordast borgarastyrjold eftir ad henni lauk. Tar hefur Nelson Mandela vafalaust lagt einna tyngsta lodid a ta vogarskal.Nu snyst allt um HM i fotbolta sem hefst eftir taepar tvaervikur.Tad a ad spila 8 eda 9 leiki her a splunkunyjum og afarglaesilegum leikvang sem er her orstutt fra hotelinu. Hann tekur um 70 tusund manns i saeti. Tar er samfellt itrottasvadi med leivongum fyrir margskonar itrottir s.s. sund, hjolreidar, hestaitrottir og golf fyrir utan fotboltann.
Blodin eru i dag undirlogd af umfjollun um hlaupid i gaer. Myndir, frasagnir, umfjollun og sidan oll urslit. Virkilega flott. Tetta minnir mig a bladamann nokkurn sem nennti ekki einu sinni ad fletta upp fodurnofnum a teim keppendum sem urdu i odru og tridja saeti i karlas og kvennaflokki fjolmennasta ultrahlaupi a Nordurlondum i fyrra. Folk er misjafnlega statt a troskabrautinni. Tad ma laera ymislegt aftvi hvernig stadid er ad Comrades og yfirfaera tad yfir a Laugaveginn. Tad a alltaf ad nyta ser tad sem gefst vel hja odrum en ekki endilega ad streitast vid ad finna upp hjolid sjalfur.
For ut og skokkadi i rokkrinu. Tad er fint ad lata adeins reyna a tar sem eymslin eru tvi ta hreinsast tau fyrr ut.
mánudagur, maí 31, 2010
sunnudagur, maí 30, 2010
Kominn heim a hotel og buinn ad fara i sturtu. Sma rapport fra hlaupinu. Tad var kalt i morgun og keppendur skulfu ser til hita a medan bedid var eftir skotinu. Alls voru 23568 keppendur skradir til leiks og er tad naestmesti fjoldi fra upphafi. Alls voru keppendur fra 68 londum og a 12 hundrad utlendingar sem er mesti fjoldi nokkru sinni. Vid hlupum i myrkri fyrstu 90 minuturnar en solin kom upp um 7 leitid. Tad hlynadi fljott tegar hun hakkadi a himni. Lognid var algert og hitinn meiri en gert var rad fyrir (23-25 C). Brautin var miklu erfidari en eg hafdi gert rad fyrir eda ad eg var ver undir buinn en naudsynlegt var. Tad var varla slettur blettur a brautinni fyrr en sidustu trja kilometrana. Langar brekkur nidur og enn lengri upp. Fjoldinn var svo mikill ad tad var ekki fyrr en eftir 27 km sem haegt var ad hlaupa sitt eigid hlaup ad fullu. Madur gekk meir eda minna fyrstu 15 min. Oll umgjord i kringum hlaupid var 100% eda meir ef tad vaeri haegt. Tad var alllt til alls, meir ad segja voru nuddarar strax eftir um 30 km og sidan alltaf af og til. Eg reyndist miklu sterkari nidur brekkur en upp taer. Eg for rolega upp brekkur framan af hlaupinu og gekk upp taer brottustu. Tad atti eftir ad borga sig. Eg svitnadi mikid og drakk og drakk, bordadi gel, steinefni, protein og allt sem madur kunni best. Kokid drakk eg eins og enginn vaeri morgundagurinn. Eg var i serstokum compression sokkum sem eiga ad draga ur krampa. Engu ad sidur for krampinn ad syngja i kalfunum tegar um 20 km voru eftir. Fra tvi turfti eg ad skifta um gangtegund eftir serstakri adferd sem ekki reyndi a kalfana tvi ef reyndi a ta var bara tekid i handbremsu. Aftur a moti var allt i lagi ad rulla lett undan brekkunum.
Eg hafdi sett mer sem markmid ad klara hlaupid undir 9 klst tvi ta far madur medaliu af betri gradu. Eg var ekki kominn undir naudsynlegan tima fyrr en eftir 40 km (mest vegna trengsla). Eftir tad helt eg undirtokunum i hlaupinu tratt fyrir krampann. Tad dro ur hradanum tegar eg gekk upp langar brekkur en madur nadi tvi aftur inn med tvi ad rulla nidur i moti.
Eg lauk hlaupinu a 8.56 klst i godu asigkomulagi nema sma stifur i fotunum. Eg lenti i 2800 saeti af teim 23.568 sem logdu af stad en einungis 14422 luku hlaupinu ef eg skil vefinn (www.comrades.com) rett. Sidan vard eg i 233 saeti i aldursflokknum 50-59 en 4132 voru skradir i hann. Hef ekki gad ad tvi hve margir i flokknum luku hlaupinu. Tad er hagt ad sla inn nafn en einnig keppnisnumer. Mitt er 21939. Lars Peter lauk hlaupinu a 9.51 og vard i 4628 saeti af ollum. Tad er fint hja honum tvi hann hefur verid kvefadur og var ekki 100% til i slaginn.
Til samanburdar ta lauk Agust Kvaran hlaupinu arid 1997 a 7.57 klst sem er frabaert hja honum. Reyndar var hann halfgert unglamd a teim tima eda adeins 45 ara!!!! Vid erum jafngamlir.
Eg hitti mann fra Johannesarburg adan vid tolvuna her i business local. Hann var half dapur. Teir hofdu komid fimm felagar ur hlaupaklubbnum i JB. Fjorir haettu (tar a medal hann) en einn lauk hlaupinu a 10.51 klst. Hann lauk hlaupinu fyrir 15 arum a flottum tima tegar hann var 28 ara en sidan hefur ymislegt gerst. Kilounum hefur fjolgad og rannsokn a Expoinu i gar syndi ad blodtrystingur var upp ur ollu valdi. Somuleidis var colesterolid og glukosinn i blodinu alveg ut ur kortinu. Eg for einnig i samskonar test i gaer og tad var allt i somanum eda eins og best getur verid. Eg gaf honum stuttan kurs i mataraedi og markmidssetningu. Samtali okkar lauk med ad hann sagdist fra og med morgundeginum vera buinn ad setja ser markmid fyrir Comrades naesta ar. Taka sjalfan sig i gegn og ljuka hlaupinu. Gaman yrdi ad vita hvort god aform ganga eftir.
Tad fer ekki a milli mala ad menn dagsins her i Durban eru hlauparar i Comrades hlaupinu. Madur faer five uti a gotu, hamingjuoskir og koll fra vegfarendum. Tad er ekki ad furda. Tetta er flott hlaup en hunderfid leid og hefur tess vegna storan sess her i samfelaginu. Tad ma laera mikid af tvi hvernig teir framkvaema svona hlaup sem er ordid staersta ultra hlaup i heimi.
NU tarf eg ad hafa samband vid serfrading minn i statistik ultrahlaupa i Noregi og fa a hreint hvort tad se ekki rett ad tad hafi ekki margir lokid klassisku ultrahlaupunum fjorum.
Godur dagur ad kveldi kominn. Skrifa betri skyrslu sidar. Takk fyrir allar godar kvedjur.
Eg hafdi sett mer sem markmid ad klara hlaupid undir 9 klst tvi ta far madur medaliu af betri gradu. Eg var ekki kominn undir naudsynlegan tima fyrr en eftir 40 km (mest vegna trengsla). Eftir tad helt eg undirtokunum i hlaupinu tratt fyrir krampann. Tad dro ur hradanum tegar eg gekk upp langar brekkur en madur nadi tvi aftur inn med tvi ad rulla nidur i moti.
Eg lauk hlaupinu a 8.56 klst i godu asigkomulagi nema sma stifur i fotunum. Eg lenti i 2800 saeti af teim 23.568 sem logdu af stad en einungis 14422 luku hlaupinu ef eg skil vefinn (www.comrades.com) rett. Sidan vard eg i 233 saeti i aldursflokknum 50-59 en 4132 voru skradir i hann. Hef ekki gad ad tvi hve margir i flokknum luku hlaupinu. Tad er hagt ad sla inn nafn en einnig keppnisnumer. Mitt er 21939. Lars Peter lauk hlaupinu a 9.51 og vard i 4628 saeti af ollum. Tad er fint hja honum tvi hann hefur verid kvefadur og var ekki 100% til i slaginn.
Til samanburdar ta lauk Agust Kvaran hlaupinu arid 1997 a 7.57 klst sem er frabaert hja honum. Reyndar var hann halfgert unglamd a teim tima eda adeins 45 ara!!!! Vid erum jafngamlir.
Eg hitti mann fra Johannesarburg adan vid tolvuna her i business local. Hann var half dapur. Teir hofdu komid fimm felagar ur hlaupaklubbnum i JB. Fjorir haettu (tar a medal hann) en einn lauk hlaupinu a 10.51 klst. Hann lauk hlaupinu fyrir 15 arum a flottum tima tegar hann var 28 ara en sidan hefur ymislegt gerst. Kilounum hefur fjolgad og rannsokn a Expoinu i gar syndi ad blodtrystingur var upp ur ollu valdi. Somuleidis var colesterolid og glukosinn i blodinu alveg ut ur kortinu. Eg for einnig i samskonar test i gaer og tad var allt i somanum eda eins og best getur verid. Eg gaf honum stuttan kurs i mataraedi og markmidssetningu. Samtali okkar lauk med ad hann sagdist fra og med morgundeginum vera buinn ad setja ser markmid fyrir Comrades naesta ar. Taka sjalfan sig i gegn og ljuka hlaupinu. Gaman yrdi ad vita hvort god aform ganga eftir.
Tad fer ekki a milli mala ad menn dagsins her i Durban eru hlauparar i Comrades hlaupinu. Madur faer five uti a gotu, hamingjuoskir og koll fra vegfarendum. Tad er ekki ad furda. Tetta er flott hlaup en hunderfid leid og hefur tess vegna storan sess her i samfelaginu. Tad ma laera mikid af tvi hvernig teir framkvaema svona hlaup sem er ordid staersta ultra hlaup i heimi.
NU tarf eg ad hafa samband vid serfrading minn i statistik ultrahlaupa i Noregi og fa a hreint hvort tad se ekki rett ad tad hafi ekki margir lokid klassisku ultrahlaupunum fjorum.
Godur dagur ad kveldi kominn. Skrifa betri skyrslu sidar. Takk fyrir allar godar kvedjur.
laugardagur, maí 29, 2010
For ut ad skokka medfram strondinni i morgun.Tad var heidskyrt en adeins svalt. Ljomandi vedur. Eg held ad vedurspain se fin fyrir morgundaginn. Tad er bara spurning um ad vera med nog af solarvorn. I morgun for eg i klippingu. Tad er alltaf spennandi ad sja hver utkomand verdur tegar madur faer mikid fyrir litid. Klippingin var odyr en adferdin vissulega dalitid serstok. Eg er hraeddur um at Grimur i Grimsbae hefdi ordid svolitid langleitur yfir adferdinni. Sama er, tetta virkadi. Eg for a Expoid eftir hadegid ad na i numerid. Tar fekk eg lika nudd. Svo var tekinn blodtrystingur og maelt colesterol. Allt i somanum. A Expoinu var utstilling med myndum og upplysingum um hlaupid. 34 hlauparar logdu af stad i fyrsta hlaupid arid 1921 og 16komust alla leid. Fram yfir 1970 voru einungis a annad tusund manns sem toku tatt i hlaupinu. Nu eru teir rumlega 20.000. I upphafi var tetta hlaup hvitra karlmanna. Fyrsti blokkumadurinn hljop Comrades arid 1935 og fyrsta konan arid 1971 (ad tvi mig minnir).
Tad verdur lagt af stad fra hotelinu kl.3:00 i nott og hlaupid hefst kl. 5:30. Tad er tvi raes ekki sidar en kl. 2:00. Fyrsti madur verdur kominn i mark eftir ca 5:30 klst. Tad er daudasprengur alla leid med marathonhrada rett yfir 2:40.
Tad verdur lagt af stad fra hotelinu kl.3:00 i nott og hlaupid hefst kl. 5:30. Tad er tvi raes ekki sidar en kl. 2:00. Fyrsti madur verdur kominn i mark eftir ca 5:30 klst. Tad er daudasprengur alla leid med marathonhrada rett yfir 2:40.
föstudagur, maí 28, 2010
Tad er hlytt en solarlaust i dag. For ut ad skokka medfram strondinni i morgun.For eina sex km sem er agaett til ad halda ser lidugum. Labbadi sidan um i baenuma eftir. Baerinn heillar mig svo sem ekkert serstaklega tad sem eg hef sed af honum. Her bua 3 millj. manns en mikid af teim er i uthverfum. Tar er glaepatidni vist mikil en eg hef ekki ordid var vid neitt misjafnt tar sem eg hef verid a ferdinni. To kom til min kona i dag og radlagdi mer ad hafa myndavelina ekki mikid til synis. Eg myndi kannski ekki vera mikid a ferdinni a nottunni her einn mins lids. Her snyst allt um HM i fotbolta.Sjonvarpid undirlagt, budir med auglysingar og utstillingar. Landslidsbuningur Sudur Afrikanska landslidsins er algengasti klaednadurinn a gotum uti. Rutuferdin upp 'io Petermaritsburg er a morgun kl.12:00.
fimmtudagur, maí 27, 2010
Eg er kominn til Durban. Flaug i gaer og nott i gegnum London, Paris, Johannesarborg og var lentur her upp ur hadegi. Hitti tvaer stulkur fra London i flugrutunni sem hlupu her i fyrra. Tad var frodlegt ad heyra fra teim um hlaupid. Eg hitti Lars Peter a troppunum a hotelinu tegar eg var ad fara ut ad skoda mig um. Hann var nykonn eins og eg. Vid forum upp a Expoid a morgun. Tad er i Petermaritzburg. Dagurinn fer ad mestu leyti i tad. Hitinn er ok, svona 25 C. Skoda vedurspana betur a morgun.
mánudagur, maí 24, 2010
Í svo frábæru veðri eins og blasti við þegar maður hafði sig á fætur í morgun þá var ekki annað hægt en að gera eitthvað. Ég nenti ekki að hlaupa en fór þess í stað í veiðiferð. Ekki með byssur og hnífa (sem nóg er til af hér á bæ) heldur með myndavélar austur í Friðland í Flóa. Það er skylduverkefni að fara nokkrum sinnum á fuglatíð austur í Friðlandið. Eitt er að taka myndir,a nnað er að ganga um og njóta umhverfisins. Vegna markvissra og meðvitaðra aðerða um friðun fugla á þessu svæði þá eru þeir svo spakir að það er vandfundið álíka svæði hér um slóðir. Ég rólaði austur en þegar éeg var kominn austur undir Eyrarbakka þá sá ég nokkur andapör á tjörnum við vegkantinn. Þar var skúfönd, toppönd og líklega rauðhöfðaönd. Endurnar eru svo styggar að það má varla horfa á þær út um bílglugga þá eru þær roknar. Ég skildi bílinn eftir í hvarfi og skreið fram á vatnsbakkann þar sem skúföndin var. Þær voru að spóka sig og snyrta úti á vatninu en svo skipti það engum togum að kallinn fór á kellinguna að því er virtist undirbúningslaust og upp úr þurru. Ég hef aldrei séð það áður. Kallinn stökk upp á kellinguna og keyrði hana á kaf svo að hausinn rétt stóð upp úr. Að því loknu þá stóðu þau bæði upp á endann og blökuðu vængjunum eins og að miklu afreksverki væri lokið.
Svo fór ég sem leið lá upp í Friðlandið þar sem húsið er (sem ekki kemur að miklu gangi og virðist alveg þarflaust). Þar voru lómar, lóuþrælar, óðinshanar, tjaldar, jaðrakanar, spóar og svanir síðan flugu yfir. Hvað vill maður hafa það betra?
Þegar ég kom upp á planið hitti ég mann úr Grindavík með myndavél og við tókum tal saman. Þegar ég skoðaði vefinn hans þá er þar áferinni mikill meistari. Hann hefur tekið fullt af myndum af fuglum sem ég hef ekki einu sinni séð úr fjarlægð. Slóðin á vefinn hans er http://www.flickr.com/photos/eyjovil
Það er með áhugamenn um fuglaljósmyndun eins og hlaupara. Það er eins og að það hittist gamlir vinir þegar svona menn rekast saman. Það er svo magnað í báðum þessum greinum að þeir sem reyndari eru, eru manna fúsastir til að leiðbeina þeim sem óreyndir eru og styrkja þá á alla lund.
Að heimsókninni í Friðlandið lokinni þá rólaði ég fyrir Selvoginn, kom við í Krísuvík og svo heim.
Í kvöld fórum við svo út með krökkunum og fengum okkur að borða til að halda upp á próflok og góða frammistöðu. Veðrið í kvöld er með eindæmum á hvítasunnu.
Svo fór ég sem leið lá upp í Friðlandið þar sem húsið er (sem ekki kemur að miklu gangi og virðist alveg þarflaust). Þar voru lómar, lóuþrælar, óðinshanar, tjaldar, jaðrakanar, spóar og svanir síðan flugu yfir. Hvað vill maður hafa það betra?
Þegar ég kom upp á planið hitti ég mann úr Grindavík með myndavél og við tókum tal saman. Þegar ég skoðaði vefinn hans þá er þar áferinni mikill meistari. Hann hefur tekið fullt af myndum af fuglum sem ég hef ekki einu sinni séð úr fjarlægð. Slóðin á vefinn hans er http://www.flickr.com/photos/eyjovil
Það er með áhugamenn um fuglaljósmyndun eins og hlaupara. Það er eins og að það hittist gamlir vinir þegar svona menn rekast saman. Það er svo magnað í báðum þessum greinum að þeir sem reyndari eru, eru manna fúsastir til að leiðbeina þeim sem óreyndir eru og styrkja þá á alla lund.
Að heimsókninni í Friðlandið lokinni þá rólaði ég fyrir Selvoginn, kom við í Krísuvík og svo heim.
Í kvöld fórum við svo út með krökkunum og fengum okkur að borða til að halda upp á próflok og góða frammistöðu. Veðrið í kvöld er með eindæmum á hvítasunnu.
laugardagur, maí 22, 2010
Ég held að á undanförnum vikum og mánuðum séu komnar út einar þrjár skýrslur sem hafa þá sameiginlegu niðurstöðu að fyrningarleiðin í sjávarútvegi mun ekkert leiða starfandi fyrirtæki þar fyrr en í gjaldþrot. Það eru í sjálfu sér engin geimvísindi. Það er sama hvaða fyrirtæki það er að ef 5% tekna eru teknar af því á hverju ári án þess að aðrar tekjur komi í staðinn en skuldahliðin sé óbreytt þá verður fyrirtækið keyrt í þrot fyrr eða síðar. Skuldsetningin ræður nokkuð um hve hratt það gengur. Sumir fyrningarleiðarmanna segja kokhraustir, fari fyrirtækin bara í þrot, það koma bara einhverjir aðrir í staðinn. Það er dálítið erfitt að skilja það að ýmsir ræða um starfandi fyrirætki í sjávarútvegi eins og afsprengi hins illa og það væri bara landhreinsun ef þau myndu líða undir lok. Það eru þó þessi fyrirtæki sem hafa starfað áfram, keypt kvóta af þeim sem hafa hætt og selt sig út úr greininni, veitt fólki atvinnu og þróað greinina áfram. Á sama tíma og þetta er rætt og ritað þá er hinum einu og sönnu sægreifum hleypt ókeypis inn í sjávarútveginn aftur. Þeim sem hafa selt sig út úr greininni og fyrir morð fjár að mörgum þykir, er nú úthlutað ókeypis fiskveiðiheimildum með hinu svokallaða strandveiðikerfi. Mér hefði fundist það heldur skynsamlegra að veita auknum aflaheimildum til þeirra sem voru fyrir að bagsa við að halda rekstri sínum gangandi, m.a. með því að kaupa kvóta af þeim sem eru farnir út úr greininni. Nei, þeim er hleypt gratís inn í hana aftur. Ætli umræðan um að það verði að kvótasetja strandveiðarnar hefjist ekki innan tiltölulega skamms tíma, svona svipað eins og línutvöföldunin var kvótasett á sínum tíma.
Nú ere vinnan við fjárlagafrumvarp fyrir komandi ár aðeins farin að skýrast. Niðurskurður opinberra útgjalda er fyrirsjáanlegur. En á sama tíma og boðað er að skorið verði niður hjá heilsugæslunni, menntakerfinu og félagsþjónustunni eins og maður heyrir af fréttum, þá er rokið í ýmis konar einkennileg verkefni sem kostuð eru af opinberu fé. Verkefnisstjóri er ráðinn við að vinna að kynjuðum fjárlögum. Kynjagreining þarf að fara fram á skýrslunni sem tekin var saman um orsakir efnahagshrunsins. Ég hélt satt að segja að það væri annað við aurana að gera við núverandi stöðu en að leggja í svona lagað.
Á að fara að reka málflutning í dómsmálum í gegnum ríkissjónvarpið? Verður dómstóll götunnar sá sem stendur æðstur dómstóla í landinu? Það var erfitt að skilja annað en að þessi þróun væri á fullu gasi þegar myndbönd úr öryggismyndavélum úr Alþingishúsinu frá því þegar hópur fólks ruddist með ofbeldi inn í þinghúsið voru sýnd í kvöldfréttum og síðan diskúteruð fram og til baka í Kastljósi. Hver er tilgangurinn með þessu. Ég ehf ekki séð áður að dómsgögn væru kynnt í fjölmiðlum á þennan hátt. Vitaskuld leggja menn allt það fram sem stutt getur málstað sækjenda og verjenda í dómssalnum. En að það sé reynt að breyta áliti almennings sakborningum í hag á þennan hátt í gegnum ríkisfjölmiðlum áður en dómur fellur er fáheyrt. Ef ný gögn koma fram sem geta haft áhrif á dómsniðurstöðu eftir að dómur fellur er eðlilegt að koma þeim á framfæri þeim sé komið á framfæri. En svona lagað, það finnst mér vera fyrir neðan allan Hvolsvöll.
Umræða um fjölda háskóla hérlendis er eðlilega komin á kreik. Sjö - átta háskólar hjá þjóð sem telur 300.000 manns er náttúrulega fyrir austan sól og sunnan mána. Þessi fjöldi háskóla hefur í för með sér að þeir eru dýrir og óhagkvæmir í rekstri og einnig er hæpið að þeir standi allir undir nafni sem háskólastofnanir. Háskói er ekki bara kennsla, háskóli þarf líka að vera rannsóknastofnun. Vitaskuld bregðast hagsmunaaðilar við og finna þessari umræðu allt til foráttu. Ég hef hins vegar litla trú á að neitt breytist í þessum efnum. Það er alltaf auðveldast að ýta erfiðri ákvarðanatöku á undan sér. Danir ku vera nýlega búnir að fækka háskólum hjá sér úr níu í fimm. Vafalaust hafa margir verið á móti því en þeir kunna að taka ákvarðanir. Dönsk stjórnvöld gáfu út tilskipun þess efnis árið 2001 að sveitarfélögin skyldu vera koin niður í 100 árið 2007 en þau voru um 380 um aldamótin. Þar var tekin markviss og vel ígrunduð ákvörðun. Ekki vinsæl af öllum en skynsamleg.
Það er farið að styttast í Comrades. Ég hleyp dálítið til að halda mér liðugum. Það gerir bara gott. Veðurspáin er góð fyrir sunnudaginn 30. maí í Durban. 20°C og létt gola frá hafinu. Tveimur dögum áður er spáð 28°C. Þetta er dálítið lottó. Eins og útlitið er þá á flugið ekki að verða til vandræða. Þarf hins vegar að skoða það um helgina.
Víkingur vann frekar erfiðan sigur á Leikni í Víkinni í dag. Sama er, stigin eru jafngóð þrátt fyrir að leikurinn hafi ekki verið neitt sérstakur.
Nú ere vinnan við fjárlagafrumvarp fyrir komandi ár aðeins farin að skýrast. Niðurskurður opinberra útgjalda er fyrirsjáanlegur. En á sama tíma og boðað er að skorið verði niður hjá heilsugæslunni, menntakerfinu og félagsþjónustunni eins og maður heyrir af fréttum, þá er rokið í ýmis konar einkennileg verkefni sem kostuð eru af opinberu fé. Verkefnisstjóri er ráðinn við að vinna að kynjuðum fjárlögum. Kynjagreining þarf að fara fram á skýrslunni sem tekin var saman um orsakir efnahagshrunsins. Ég hélt satt að segja að það væri annað við aurana að gera við núverandi stöðu en að leggja í svona lagað.
Á að fara að reka málflutning í dómsmálum í gegnum ríkissjónvarpið? Verður dómstóll götunnar sá sem stendur æðstur dómstóla í landinu? Það var erfitt að skilja annað en að þessi þróun væri á fullu gasi þegar myndbönd úr öryggismyndavélum úr Alþingishúsinu frá því þegar hópur fólks ruddist með ofbeldi inn í þinghúsið voru sýnd í kvöldfréttum og síðan diskúteruð fram og til baka í Kastljósi. Hver er tilgangurinn með þessu. Ég ehf ekki séð áður að dómsgögn væru kynnt í fjölmiðlum á þennan hátt. Vitaskuld leggja menn allt það fram sem stutt getur málstað sækjenda og verjenda í dómssalnum. En að það sé reynt að breyta áliti almennings sakborningum í hag á þennan hátt í gegnum ríkisfjölmiðlum áður en dómur fellur er fáheyrt. Ef ný gögn koma fram sem geta haft áhrif á dómsniðurstöðu eftir að dómur fellur er eðlilegt að koma þeim á framfæri þeim sé komið á framfæri. En svona lagað, það finnst mér vera fyrir neðan allan Hvolsvöll.
Umræða um fjölda háskóla hérlendis er eðlilega komin á kreik. Sjö - átta háskólar hjá þjóð sem telur 300.000 manns er náttúrulega fyrir austan sól og sunnan mána. Þessi fjöldi háskóla hefur í för með sér að þeir eru dýrir og óhagkvæmir í rekstri og einnig er hæpið að þeir standi allir undir nafni sem háskólastofnanir. Háskói er ekki bara kennsla, háskóli þarf líka að vera rannsóknastofnun. Vitaskuld bregðast hagsmunaaðilar við og finna þessari umræðu allt til foráttu. Ég hef hins vegar litla trú á að neitt breytist í þessum efnum. Það er alltaf auðveldast að ýta erfiðri ákvarðanatöku á undan sér. Danir ku vera nýlega búnir að fækka háskólum hjá sér úr níu í fimm. Vafalaust hafa margir verið á móti því en þeir kunna að taka ákvarðanir. Dönsk stjórnvöld gáfu út tilskipun þess efnis árið 2001 að sveitarfélögin skyldu vera koin niður í 100 árið 2007 en þau voru um 380 um aldamótin. Þar var tekin markviss og vel ígrunduð ákvörðun. Ekki vinsæl af öllum en skynsamleg.
Það er farið að styttast í Comrades. Ég hleyp dálítið til að halda mér liðugum. Það gerir bara gott. Veðurspáin er góð fyrir sunnudaginn 30. maí í Durban. 20°C og létt gola frá hafinu. Tveimur dögum áður er spáð 28°C. Þetta er dálítið lottó. Eins og útlitið er þá á flugið ekki að verða til vandræða. Þarf hins vegar að skoða það um helgina.
Víkingur vann frekar erfiðan sigur á Leikni í Víkinni í dag. Sama er, stigin eru jafngóð þrátt fyrir að leikurinn hafi ekki verið neitt sérstakur.
fimmtudagur, maí 20, 2010
Ég er búinn með hitaprógrammið í World Class í Laugum. Tók að vísu bara átta skipti en það á að duga. Þetta verður rólegt fram yfir helgina og þá fer maður að pakka niður.
Ég fór austur á Selfoss í fyrrakvöld og hélt smá fyrirlestur á vegum Parkinssonsamtakanna á Selfossi fyrir hlaupara í Frískum Flóamönnum. Frískir ætla að hlaupa fyrir Parkinssonsamtökin í Reykjavíkurmaraþoninu og þetta var smá innlegg í staðinn fyrir stuðninginn. Hafsteinn Jóhannesson, gamall frjálsíþróttagarpur, er í forsvari fyrir samtökin. Hann orðaði þetta við mig í vor í fermingarveislu og þetta gekk svo eftir í vikunni. Þetta var fínt kvöld, vel mætt, og mikið spurt og spjallað. Megininnihaldið var markmiðssetning, agi og mataræði.
Það er erfitt að átta sig á þjálfara landsliðsins í fótbolta þegar hann afsakar fjarveru Eiðs Smára frá landsleiknum við Andorra á þann hátt að það hlæja allir að honum. Hann verður að gera sér grein fyrir því að hann er að grafa undan sjálfum sér með svona bulli. Auðvitað á að segja hlutina eins og þeir eru. Ég man ekki betur en að ensku deildinni hafi lokið fyrir ca 10 dögum síðan. Ef leikmenn fara svo úr æfingu á 10 dögum að þeir geti ekki einu sinni leikið leik á móti Andorra þá er það ansi hraustlega gert. Annað hvort er staðan sú að leikmaðurinn nennir ekki að spila í landsliðinu og þá er það allt í lagi eða það er eitthvað meir en lítið að. Best er að hafa hlutina á hreinu. Það er nóg af strákum sem bíða eftir að geta sannað sig hjá landsliðinu svo það er enginn ómissandi í þeim herbúðum. Verst að leikmaðurinn skuli hafa verið kosinn annar besti íþróttamaður ársins í fyrra án þess að geta blautan skít á árinu. Það er vanvirðing við aðra sem eru honum langtum fremri.
María kláraði prófin í gær. Það er búið að vera mikil törn hjá henni undanfarnar þrjár vikur en svona er það, þetta tekur allt enda. Jói lýkur sínum prófum aftur á móti á morgun. Það verður langþráð að ljúka skólanum en þá tekur við þrautin þyngri að fá sumarvinnu. Það lítur ekki alltof vel út hjá honum eins og stendur.
Ég hringdi í dag til Galökken Campingplats hjá Rönne á Borgundarhólmi til að panta gistipláss í tengslum við 48 tíma hlaupið í júní. Vertinn er farinn að þekkja mig en þetta verður í fjórða skipti sem ég fer þangað til að hlaupa. Nú verður meir um að vera en nokkru sinni. Sex tíma hlaup, 24 tíma hlaup, 48 tíma hlaup, sex daga hlaup og sjö maraþon á sjö dögum. Þetta verður glæsileg hlaupavika hjá Kim. Kim er mikill meistari sem heldur utan um þetta af milklum myndarskap, reynslu og metnaði. Ég fer líklega með tjald með mér svo ég þurfi ekki að halda herbergi þær nætur sem ég er að hlaupa. Það er nauðsynlegt að hafa eitthvað afdrep, sérstaklega ef rignir.
Ég fór austur á Selfoss í fyrrakvöld og hélt smá fyrirlestur á vegum Parkinssonsamtakanna á Selfossi fyrir hlaupara í Frískum Flóamönnum. Frískir ætla að hlaupa fyrir Parkinssonsamtökin í Reykjavíkurmaraþoninu og þetta var smá innlegg í staðinn fyrir stuðninginn. Hafsteinn Jóhannesson, gamall frjálsíþróttagarpur, er í forsvari fyrir samtökin. Hann orðaði þetta við mig í vor í fermingarveislu og þetta gekk svo eftir í vikunni. Þetta var fínt kvöld, vel mætt, og mikið spurt og spjallað. Megininnihaldið var markmiðssetning, agi og mataræði.
Það er erfitt að átta sig á þjálfara landsliðsins í fótbolta þegar hann afsakar fjarveru Eiðs Smára frá landsleiknum við Andorra á þann hátt að það hlæja allir að honum. Hann verður að gera sér grein fyrir því að hann er að grafa undan sjálfum sér með svona bulli. Auðvitað á að segja hlutina eins og þeir eru. Ég man ekki betur en að ensku deildinni hafi lokið fyrir ca 10 dögum síðan. Ef leikmenn fara svo úr æfingu á 10 dögum að þeir geti ekki einu sinni leikið leik á móti Andorra þá er það ansi hraustlega gert. Annað hvort er staðan sú að leikmaðurinn nennir ekki að spila í landsliðinu og þá er það allt í lagi eða það er eitthvað meir en lítið að. Best er að hafa hlutina á hreinu. Það er nóg af strákum sem bíða eftir að geta sannað sig hjá landsliðinu svo það er enginn ómissandi í þeim herbúðum. Verst að leikmaðurinn skuli hafa verið kosinn annar besti íþróttamaður ársins í fyrra án þess að geta blautan skít á árinu. Það er vanvirðing við aðra sem eru honum langtum fremri.
María kláraði prófin í gær. Það er búið að vera mikil törn hjá henni undanfarnar þrjár vikur en svona er það, þetta tekur allt enda. Jói lýkur sínum prófum aftur á móti á morgun. Það verður langþráð að ljúka skólanum en þá tekur við þrautin þyngri að fá sumarvinnu. Það lítur ekki alltof vel út hjá honum eins og stendur.
Ég hringdi í dag til Galökken Campingplats hjá Rönne á Borgundarhólmi til að panta gistipláss í tengslum við 48 tíma hlaupið í júní. Vertinn er farinn að þekkja mig en þetta verður í fjórða skipti sem ég fer þangað til að hlaupa. Nú verður meir um að vera en nokkru sinni. Sex tíma hlaup, 24 tíma hlaup, 48 tíma hlaup, sex daga hlaup og sjö maraþon á sjö dögum. Þetta verður glæsileg hlaupavika hjá Kim. Kim er mikill meistari sem heldur utan um þetta af milklum myndarskap, reynslu og metnaði. Ég fer líklega með tjald með mér svo ég þurfi ekki að halda herbergi þær nætur sem ég er að hlaupa. Það er nauðsynlegt að hafa eitthvað afdrep, sérstaklega ef rignir.
sunnudagur, maí 16, 2010
Heimsmeistarahlaupið og Evrópumeistaramót í 24 tíma hlaupi var haldið í Brive í Frakklandi á þriðjudag og miðvikudag. Mætingin var firna sterk og flottur árangur náðist. Lengst hljóp Inoue frá Japan 273,7 km. Annar var Scott Jurek frá Bandaríkjunum sem hljóp 266,7 km og þriðji var Cudin frá Ítalíu sem hljóp 263,8 km Allir settu einnig landsmet. Jon Harald Berge var fyrstur Norðurlandabúa en hann hljóp 255,8 km og varð í 7. sæti. Hann setti einnig norskt met. Þessi árangur sýnir hvað mikið er að gerast í þessari grein ofurmaraþona. Alls tóku 158 karlar og 78 konur þátt í hlaupinu. Mínir 217 km frá því í hitteðfyrra hefðu dugað til ca 58. sætis í karlaflokki og 67 sætis af öllum.
Það var gott viðtal við Scott Jurek í New York Times nýlega. Hann er kominn í mikið form og nú ætlar hann að fara að takast á við tímahlaupin. Þó er eitt hlaup sem hann segist eiga eftir að takast á við af fullum krafti en það er Mont Blanc hlaupið. Hann er búinn að reyna þrisvar við það, hefur hætt í tvö skipi og var í 18. sæti í þriðja skiptið. Hann langar til að sigra í því. Viðtalið er á þessari slóð http://www.nytimes.com/2010/05/13/sports/13runner.html?ref=sports
Ég tók síðustu löngu æfinguna á fimmtudaginn. Ég hljóp út í Fossvogsbotn, þá yfir Kópavogsháls, fram hjá Fífunni og upp á hálsinn, til baka fram hjá Smáralindinni og upp tröppurnar, niður þær til baka og áfram inn dalinn og upp HK brekkuna. Síðan þvert yfir Fossvogsdalinn og upp að Réttarholtsskóla, svo niður stokkinn ofan í Elliðaárdal. Síðan upp að sunnanverðu og upp skástíginn við stífluna sem leið lá upp að Breiðholtinu og síðan inn malarstíginn inn að stígnum fyrir neðan kirkjuna. Þá niður að brúnni innst í Víðidalnum og yfir að Árbæjarlauginni. Þar var fyllt á vatnsbrúsa og síðan niður í Elliðaárdal, svo Árbæjarstokkinn upp að Mjólkurfélagi, þar inn og niður í Grafarvoginn. Þá sem leið lá upp í Geislahverfið og síðan niður brekkuna og upp brekkuna og inn að brúnu heitavatnstönkunum. Þaðan lá leiðin til baka niður í Grafarvog, niður að Gullinbrú að sunnanverðu, gegnum Bryggjuhverfið og svo heim. Fínn túr. 30 mínútum fljótari en í október. Ég hef farið þessa leið einu sinni á ári frá því að við Pétur og Halldór fórum hana fyrst veturinn 2005. Þó hef ég bætt HK brekkunni við.
Í gær fór ég svo sjöttu hitaæfinguna í World Class. Þá setti ég á öfugan halla og hljóp 10 km á -3° á 40 mín. Það verða niðurhlaup í Comrades svo þetta er ágætis undirbúningur. Ég tek nokkrar svona æfingar í næstu viku og svo er þetta búið.
Við í Asicshópnum fengum sumarlínuna í vikunni. Það var fínt sett, síðar og stuttar buxur, bolir og blússa. Asics gerir virkilega vel við hópinn og fötin eru fín.
Það er með ólíkindum að fylgjast með afferunni í kringum réttarhöldin yfir lýðnum sem braust inn í Alþingishúsið í fyrra og slasaði m.a. þingvörð. Nú hafa þingmenn farið að skifta sér af dómsvaldinu. Maður veit ekki á hvaða leið þetta er. Ef þingmenn handa að þeirra hlutverk sé m.a. að hafa áhrif á dómsvaldið þá er kompásinn orðinn meir en lítið skakkur. Hvar í hinum vestræna heim ætli yfirvöld væru að velta fyrir sér að flytja dómshald vegna þess að æpandi lýður væri fyrir utan dómssalinn. Hver veit nema að þetta sé sami lýðurinn sem sótti að lögreglunni með grjótkasti í fyrra. Ég hélt að yfirvöld hefðu annað við tímann að gera en að hugsa um svona mál. Í New York komast svona ca 100 manns í dómssal. Fyrstir koma fyrstir fá. Þar bíða áhugasamir kurteisir í biðröð. Hér standa menn æpandi og öskrandi, rífast við dómarann og slást við lögguna.
Það var gott viðtal við Scott Jurek í New York Times nýlega. Hann er kominn í mikið form og nú ætlar hann að fara að takast á við tímahlaupin. Þó er eitt hlaup sem hann segist eiga eftir að takast á við af fullum krafti en það er Mont Blanc hlaupið. Hann er búinn að reyna þrisvar við það, hefur hætt í tvö skipi og var í 18. sæti í þriðja skiptið. Hann langar til að sigra í því. Viðtalið er á þessari slóð http://www.nytimes.com/2010/05/13/sports/13runner.html?ref=sports
Ég tók síðustu löngu æfinguna á fimmtudaginn. Ég hljóp út í Fossvogsbotn, þá yfir Kópavogsháls, fram hjá Fífunni og upp á hálsinn, til baka fram hjá Smáralindinni og upp tröppurnar, niður þær til baka og áfram inn dalinn og upp HK brekkuna. Síðan þvert yfir Fossvogsdalinn og upp að Réttarholtsskóla, svo niður stokkinn ofan í Elliðaárdal. Síðan upp að sunnanverðu og upp skástíginn við stífluna sem leið lá upp að Breiðholtinu og síðan inn malarstíginn inn að stígnum fyrir neðan kirkjuna. Þá niður að brúnni innst í Víðidalnum og yfir að Árbæjarlauginni. Þar var fyllt á vatnsbrúsa og síðan niður í Elliðaárdal, svo Árbæjarstokkinn upp að Mjólkurfélagi, þar inn og niður í Grafarvoginn. Þá sem leið lá upp í Geislahverfið og síðan niður brekkuna og upp brekkuna og inn að brúnu heitavatnstönkunum. Þaðan lá leiðin til baka niður í Grafarvog, niður að Gullinbrú að sunnanverðu, gegnum Bryggjuhverfið og svo heim. Fínn túr. 30 mínútum fljótari en í október. Ég hef farið þessa leið einu sinni á ári frá því að við Pétur og Halldór fórum hana fyrst veturinn 2005. Þó hef ég bætt HK brekkunni við.
Í gær fór ég svo sjöttu hitaæfinguna í World Class. Þá setti ég á öfugan halla og hljóp 10 km á -3° á 40 mín. Það verða niðurhlaup í Comrades svo þetta er ágætis undirbúningur. Ég tek nokkrar svona æfingar í næstu viku og svo er þetta búið.
Við í Asicshópnum fengum sumarlínuna í vikunni. Það var fínt sett, síðar og stuttar buxur, bolir og blússa. Asics gerir virkilega vel við hópinn og fötin eru fín.
Það er með ólíkindum að fylgjast með afferunni í kringum réttarhöldin yfir lýðnum sem braust inn í Alþingishúsið í fyrra og slasaði m.a. þingvörð. Nú hafa þingmenn farið að skifta sér af dómsvaldinu. Maður veit ekki á hvaða leið þetta er. Ef þingmenn handa að þeirra hlutverk sé m.a. að hafa áhrif á dómsvaldið þá er kompásinn orðinn meir en lítið skakkur. Hvar í hinum vestræna heim ætli yfirvöld væru að velta fyrir sér að flytja dómshald vegna þess að æpandi lýður væri fyrir utan dómssalinn. Hver veit nema að þetta sé sami lýðurinn sem sótti að lögreglunni með grjótkasti í fyrra. Ég hélt að yfirvöld hefðu annað við tímann að gera en að hugsa um svona mál. Í New York komast svona ca 100 manns í dómssal. Fyrstir koma fyrstir fá. Þar bíða áhugasamir kurteisir í biðröð. Hér standa menn æpandi og öskrandi, rífast við dómarann og slást við lögguna.
miðvikudagur, maí 12, 2010
Það er ekki hægt annað en að velta fyrir sér hvað liðið vilji sem stóð æpandi við Héraðsdóm í dag. Vill það móta framkvæmd laga eftir eigin hagsmunum og eigin vilja. Ætlar það að hafa áhrif á framkvæmd héraðsdóms með valdi? Í engu siðmenntuðu landi væri það látið viðgangast að sakborningar væru með kjaft við dómarann í dómssal. Lögmaður yrði víttur fyrir fáránlegan málflutning eins og verjandi hafði uppi í dag. Vinnufriður yrði tryggður í dómssal og utan hans með valdi eða vatnsbyssum ef aðrar aðferðir dygðu ekki. Það gilda lög í landinu, jafnt um friðhelgi Alþingis sem og ýmislegt annað. Ef menn brjóta þau þá hefur það yfirleitt ákveðnar afleiðingar. Flóknara er það ekki.
Það er mair að segja að finna þingmann í hópnum sem er að gera dómstólum í landinu erfitt að vinna sín verk. Til að kóróna allt saman kemur sjálfskipaður mannréttindafrömuður með eina þvæluna til um að lögreglan megi ekki vera nærstödd þar sem einn úr hópnum hafi ráðist á lögreglumann.
Maður heitir Hreiðar Már. Hann hefur verið settur í gæsluvarðhald þar sem á hann hafa verið bornar ásakanir um að hafa brotið lög. Segjum nú svo að saksónari ákveði að sækja mál á hendur honum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hreiðar Már er hræddur um að geta mögulega lent bak við lás og slá en hans skoðun er að hann hafi ekki brotið neitt af sér. Þær sakir sem bornar eru á hann verið að skoða að hans mati í ljósi þess andrúmslofts sem ríkti í landinu á þeim tíma sem ætluð brot voru framin. Hann sér því ekki að hann hafi gert neitt rangt. Til að mótmæla vanhæfu dómskerfi og líkum á ranglátri dómsniðurstöðu að mati HM þá safnast ættingjar hans, vinir og kunningjar saman fyrir utan dómssalinn. Þetta er stór hópur sem telur allt að 2000 manns. Hópurinn krefst þess að fá að horfa á réttarhöldin. Hópurinn heimtar að réttarhöldin verði flutt í Laugardalshöll þar sem það er eina húsið sem er nógu stórt til að taka allan hópinn svo allir fái sæti. Hópurinn er síðan með háreysti í höllinni og heimtar að lögreglan hypji sig burt, dómararnir séu óhæfir, Hreiðar Már fái ekki sanngjarna dómsmeðferð því það sé búið að dæma hann fyrirfram með allri þeirri fjölmiðlaumfjöllun og bloggskrifum sem átt hafa sér stað o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv. Dómstóllinn á erfitt með að vinna störf sín sína vegna skrílsláta. Dómararnir gefast að lokum upp. HM er sleppt vegna þess að dómstóll götunnar dæmdi hann sýknan saka.
Mér finnst að þetta meiki engan sens.
Síðan er hægt að spyrja á hvaða leið réttarríkið sé. Sektir eru ekki innheimtar, dómum er ekki fullnægt, dómar fyrnast því að er ekki pláss í fangelsum og svo er náðunarnefndin sem kúttar a.m.k. helming af velflestum dómum og sleppir dólgunum út lögnu fyrir tímann.
Ég fór í fimmtu hitaæfinguna í dag. Þetta gengur vel. Ég eyk hraðann um 0,1 í hvert sinn sem ég fer á brettið og einnig eyk ég hraðann um 0,1 á hverjum 10 mínútum. Þannig eykst álagið kerfisbundið.
Stjórn frjálsíþróttadeildar Ármanns hélt blaðamannafund í gær og kynnti þar samstarfssamning við Valitor sem verður einn af fjárhaldslegum bakhjörlum deildarinnar við að gera frjálsíþróttakonunum Ásdísi Hjálmsdóttur og Helgu Margréti Þorsteinsdóttur kleyft að ná sem lengst á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það gerir útslagið með að geta undirbúið þær kerfisbundið að hafa trausta bakhjarla. Það má segja að flest okkar markmið hvað þetta varðar hafi gegnið upp. Þar skiptir mestu máli hve frábærir íþróttamenn og einstaklingar þær stöllur eru.
Það er mair að segja að finna þingmann í hópnum sem er að gera dómstólum í landinu erfitt að vinna sín verk. Til að kóróna allt saman kemur sjálfskipaður mannréttindafrömuður með eina þvæluna til um að lögreglan megi ekki vera nærstödd þar sem einn úr hópnum hafi ráðist á lögreglumann.
Maður heitir Hreiðar Már. Hann hefur verið settur í gæsluvarðhald þar sem á hann hafa verið bornar ásakanir um að hafa brotið lög. Segjum nú svo að saksónari ákveði að sækja mál á hendur honum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hreiðar Már er hræddur um að geta mögulega lent bak við lás og slá en hans skoðun er að hann hafi ekki brotið neitt af sér. Þær sakir sem bornar eru á hann verið að skoða að hans mati í ljósi þess andrúmslofts sem ríkti í landinu á þeim tíma sem ætluð brot voru framin. Hann sér því ekki að hann hafi gert neitt rangt. Til að mótmæla vanhæfu dómskerfi og líkum á ranglátri dómsniðurstöðu að mati HM þá safnast ættingjar hans, vinir og kunningjar saman fyrir utan dómssalinn. Þetta er stór hópur sem telur allt að 2000 manns. Hópurinn krefst þess að fá að horfa á réttarhöldin. Hópurinn heimtar að réttarhöldin verði flutt í Laugardalshöll þar sem það er eina húsið sem er nógu stórt til að taka allan hópinn svo allir fái sæti. Hópurinn er síðan með háreysti í höllinni og heimtar að lögreglan hypji sig burt, dómararnir séu óhæfir, Hreiðar Már fái ekki sanngjarna dómsmeðferð því það sé búið að dæma hann fyrirfram með allri þeirri fjölmiðlaumfjöllun og bloggskrifum sem átt hafa sér stað o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv. Dómstóllinn á erfitt með að vinna störf sín sína vegna skrílsláta. Dómararnir gefast að lokum upp. HM er sleppt vegna þess að dómstóll götunnar dæmdi hann sýknan saka.
Mér finnst að þetta meiki engan sens.
Síðan er hægt að spyrja á hvaða leið réttarríkið sé. Sektir eru ekki innheimtar, dómum er ekki fullnægt, dómar fyrnast því að er ekki pláss í fangelsum og svo er náðunarnefndin sem kúttar a.m.k. helming af velflestum dómum og sleppir dólgunum út lögnu fyrir tímann.
Ég fór í fimmtu hitaæfinguna í dag. Þetta gengur vel. Ég eyk hraðann um 0,1 í hvert sinn sem ég fer á brettið og einnig eyk ég hraðann um 0,1 á hverjum 10 mínútum. Þannig eykst álagið kerfisbundið.
Stjórn frjálsíþróttadeildar Ármanns hélt blaðamannafund í gær og kynnti þar samstarfssamning við Valitor sem verður einn af fjárhaldslegum bakhjörlum deildarinnar við að gera frjálsíþróttakonunum Ásdísi Hjálmsdóttur og Helgu Margréti Þorsteinsdóttur kleyft að ná sem lengst á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það gerir útslagið með að geta undirbúið þær kerfisbundið að hafa trausta bakhjarla. Það má segja að flest okkar markmið hvað þetta varðar hafi gegnið upp. Þar skiptir mestu máli hve frábærir íþróttamenn og einstaklingar þær stöllur eru.
laugardagur, maí 08, 2010
Ég skrapp austur fyrir fjall í gærkvöldi til að taka myndir af gosinu í Eyjafjallajökli. Ýmissa hluta vegna hef ég ekki komist þangað fyrr en nú. Það hefur verið dumbungur langtímum saman svo það hefur ekki verið mikið í að sækja. Einnig hefur maður ekki komist þá sjaldan þegar vel hefur viðrað. Það er dálítið merkilegt að sjá mökkinn rísa til himins strax af Kömbunum og ég tala nú ekki um þegar nær dregur. Með fullri virðingu fyrir aðstæðum þess fólks sem hefur lent í mekkinum þá má þó segja að landsmenn hafi sloppið eins vel og frekast er unnt. Hugsa sér ef mökkurinn hefði legið yfir Suðurlandsundirlendinu þann tíma sem liðinn er síðan fór að gjósa. Það var lágskýjað undir Eyjafjöllunum svo ég fór upp í Fljótshlíð. Þá var jökullinn laus við öll ský svo gosið naut sín vel. Þegar fór að dimma þá fóru hraunsletturnar að koma í ljós. Það var magnað að sjá þegar hraunflykkin þeyttust í háloft og voru lengi að svífa niður. Það var ljóst að vel var kynt undir. Það var töluverð umferð bíla inn í Fljótshlíðina í gærkvöldi í veðurblíðunni. Það var logn og hlýtt. Á bakaleiðinni lá dalalæða yfir miklum hluta Suðurlandsins í vorblíðunni.
Fór út í morgun tæplega 7:30 og fór 20 km hring. Ég hef hlaupið lítið í vikunni svo ég ákvað að taka hraða æfingu tilað bæta fyrir lítið innlegg og sjá hvernig hvíldin hefði skilað sér. Ég Þurfti einig að vera kominn frekar snemma heim til að ná að komast niður í Laugardal til að hjálpa til við Víðavangshlaupið. Ég hélt góðum dampi gegnum allt hlaupið. Hitti Jóa í miðbænum og við hlupum saman inn í Laugar. Fínt hlaup og allt í sóma. Prófaði Kayano skona og það liggur við að ég kunni betur við þá en Nimbus skóna. Báðir eru þó góðir.
Fór út í morgun tæplega 7:30 og fór 20 km hring. Ég hef hlaupið lítið í vikunni svo ég ákvað að taka hraða æfingu tilað bæta fyrir lítið innlegg og sjá hvernig hvíldin hefði skilað sér. Ég Þurfti einig að vera kominn frekar snemma heim til að ná að komast niður í Laugardal til að hjálpa til við Víðavangshlaupið. Ég hélt góðum dampi gegnum allt hlaupið. Hitti Jóa í miðbænum og við hlupum saman inn í Laugar. Fínt hlaup og allt í sóma. Prófaði Kayano skona og það liggur við að ég kunni betur við þá en Nimbus skóna. Báðir eru þó góðir.
fimmtudagur, maí 06, 2010
Í Silfri Egils á sunnudaginn var rætt við nokkra einstaklinga og þar á meðal einhvern tölvufræðing. Sá hafði lausnir heldur betur á takteinum. Flokkarnir væru ónýtir, stjórnmálamenn væru ónýtir, embættismenn væru ónýtir og Alþingi væri ónýtt. Það ætti bara að ryðja út og fólkið ætti að taka völdin. Stóra hættan í ástandi eins og hefur verið hérlendis er að það komi fram einstaklingar hinna einföldu lausna. Nýtt Ísland, hendum öllu því gamla. Hvað þýðir það að segja að fólkið eigi að taka völdin? Á að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um hvert og eitt mál sem taka þarf ákvarðanir um? Á að kjósa til Alþingis með almennri atkvæðagreiðslu í einum hóp? Enda þótt flokkarnir séu miklum annmörkum háðir þá má segja að þeir séu ekki burðugri en þeir einstaklingar eru sem í þeim starfa. Ef innan þeirra ríkir alger hjarðhegðun þá er auðvelt fyrir forystuna að gera það sem henni líkar en ef sterkir og ákveðnir einstaklingar láta til sín taka innan flokkanna og veita forystunni efnislegt aðhald þá hafa þeir veruleg áhrif. Ég þekki þetta sjálfur. Það er ekki alltaf til vinsælda fallið hjá öllum að vera óþægur, hafa sjálfstæða skoðun og standa á henni. Það hefur ekki verið sérstök leið til frama að vera í gagnrýnu deildinni en það er kannski sú aðferð sem menn hafa til að hafa áhrif ef þeir eru ekki sáttir við þá navigation sesm flokkurinn hefur tekið. Mín reynsla er sú að til lengri tíma litið er það alltaf farsælla að fylgja sannfæringu sinni heldur en að fela sig í hjörðinni og vonast eftir að ná í mola af borðinu. Flokkarnir eru ekki fullkomnnir frekar en önnur mannanna verk en fulltrúalýðræði er sú aðferð sem öll lýðræðisríki í hinum vestræna heimi hafa notað með góðum árangri. Alla vega hefur ekki önnur betri aðferð fundist.
Ég er hins vegar hættur afskiptum af flokkapólitík því önnur skemmtilegri og meir gefandi áhugamál hafa náð yfirhöndinni.
Gauti stóð sig vel í New Jersy maraþoninu á helginni. Hann hljóp reyndar í fyrsta sinn maraþon á meir en þremur tímum og á 22 mínútna lakari tíma en í fyrra en nú var hins vegar 30°C hiti. Einungis tveir hlupu undir 3 klst. Gauti varð 10 í hlaupinu af 800 körlum og eitthvað 1700 hlaupurum í allt. Hann varð síðan annar í sínum aldursflokki.
Börkur benti mér á að það væri gott að nota Compression buxur (sérstaklega þröngar buxur) vegna niðurhlaupanna. Ég sendi Gunnari í Asics tölvupóst til að vita hvort þeir ættu slíkar buxur til svona af forvitni. Það var ekkert nema að Gunnar sendir tölvupóst strax til Danmerkur til að vita hvort sé ekki hægt að redda svona buxum í hvelli. Þetta er almennilegur bakhjarl.
Ég er hins vegar hættur afskiptum af flokkapólitík því önnur skemmtilegri og meir gefandi áhugamál hafa náð yfirhöndinni.
Gauti stóð sig vel í New Jersy maraþoninu á helginni. Hann hljóp reyndar í fyrsta sinn maraþon á meir en þremur tímum og á 22 mínútna lakari tíma en í fyrra en nú var hins vegar 30°C hiti. Einungis tveir hlupu undir 3 klst. Gauti varð 10 í hlaupinu af 800 körlum og eitthvað 1700 hlaupurum í allt. Hann varð síðan annar í sínum aldursflokki.
Börkur benti mér á að það væri gott að nota Compression buxur (sérstaklega þröngar buxur) vegna niðurhlaupanna. Ég sendi Gunnari í Asics tölvupóst til að vita hvort þeir ættu slíkar buxur til svona af forvitni. Það var ekkert nema að Gunnar sendir tölvupóst strax til Danmerkur til að vita hvort sé ekki hægt að redda svona buxum í hvelli. Þetta er almennilegur bakhjarl.
þriðjudagur, maí 04, 2010
Hitaæfingarnar byrjuðu í gær. Ég fór í World Class í Laugum en þar hef ég haft opinn aðgang síðan í haust. Þótt ég hafi ekki notað það mikið í vetur þá er það mikils virði að geta skroppið þar inn þegar manni hentar. Nú er lokaundirbúningurinn hafinn og hitaæfingar byrjuðu í gær. Ég fór kappklæddur á bretti sem sett var í 15° halla. Þar puðaði ég í 40 mínútur, byrjaði í 6 km hraða á klst og jók hraðann um 0,1 á hverjum 10 mín. Ég ætla að byrja á 6,1 á næstu æfingu og svo koll af kolli þannig að síðsutu æfinguna ætla ég að byrja á 7 km hraða á klst og auka svo hraðann um 0,1 á hverjum 10 klst. Ég fann dálítið fyrir þessu í kálfunum til að byrja með en svo lagaðist það. Síðan fór ég í sánu á eftir. Þetta ræsir kælikerfið vel enda er ekki þurr þráður á manni eftir þetta prógram. Á milli þessara æfinga tek ég svo niðurhlaup eftir bestu getu en það þarf að huga að þeim hluta málsins líka því nú er hlaupið niður í mót.
Ég las í síðustu viku í blöðunum um herferð sem á að hefja bráðlega gegn lúpínunni. Eftir því sem sagt er þá á að fara að eitra fyrir henni um allar koppagrundir en fyrst og fremst á hálendinu. Í fréttinni var sagt að þetta eitur sem ég man ekki hvað heitir komi til með að drepa allt grænt. Ég held að mönnum sé ekki sjálfrátt ef þetta er rétt eftir haft. Dettur einhverjum að virkilega í hug að fara að ausa plöntueitri um allt uppi á hálendi til að þjóna lund einhverra öfgamanna sem þola ekki lúpínuna? Ef rétt er eftir haft þá er verið að dúka borð fyrir umhverfisslys af stærri gerðinni.
Ég las í síðustu viku í blöðunum um herferð sem á að hefja bráðlega gegn lúpínunni. Eftir því sem sagt er þá á að fara að eitra fyrir henni um allar koppagrundir en fyrst og fremst á hálendinu. Í fréttinni var sagt að þetta eitur sem ég man ekki hvað heitir komi til með að drepa allt grænt. Ég held að mönnum sé ekki sjálfrátt ef þetta er rétt eftir haft. Dettur einhverjum að virkilega í hug að fara að ausa plöntueitri um allt uppi á hálendi til að þjóna lund einhverra öfgamanna sem þola ekki lúpínuna? Ef rétt er eftir haft þá er verið að dúka borð fyrir umhverfisslys af stærri gerðinni.
laugardagur, maí 01, 2010
Það hefur verið gert dálítið mál úr því að lögreglan þurfti að hreinsa út í dómssalnum á dögunum þegar rétta átti yfir hópnum sem réðst inn í Alþingishúsið í fyrra. Mér finnst það mjög eðlilegt að tekið sé hart á því þegar fólk er með kjaft inni í dómssal og segist gera það sem því sýnist. Sama er að innrás í Alþingishúsið er alvarlegur hlutur. Ef menn halda að þetta sé eitthvað glens og eigi að taka það sem óvitahátt og krakkalæti þá er það mikill misskilningur. Eitt rugl réttlætir ekki annað. Óstjórn í samfélaginu réttlætir ekki að ráðist sé gegn grundvallarstofnunum þess. Ef að það líðst þá er orðið stutt í upplausnina og stjórnleysið. Kannske er það markmið þessa hóps. Hver veit? Það eru engin mannréttindi að fá að ráðast inn í Alþingishúsið án eftirmála eða að fá að rífa kjaft í dómssölum átölulaust.
Í dag fór ég í fyrsta sinn í nær 20 ár niður í bæ í tengslum við 1. maí. Ég hafði myndavélina með því það eru allataf mörg áhugaverð myndefni til staðar þegar fólk hópast saman. Ég hitti Ingimund félaga minn frá því sl. sumar í göngunni og við bárumst með straumnum og spjölluðum saman. Það var gaman að hitta hann og taka sólarhæðina. Ingimundur varð fyrir nokkru áfalli í vetur þegar jafnvægisskynið brenglaðist. Hann vaknaði einn morguninn og það var í ólagi. Það var sem betur fer ekkert alvarlegt enda þótt það sé nógu slæmt að hafa brenglað jafnvægi. Hann er búinn að jafnasig og er að snúa hreyfingu og hlaupum í gang aftur. Þar sem við gegnum í grandaleysi okkar í áttina að Austurvelli þá vissi ég ekki fyrr til en að farið er að kyrja nallann við hliðina á okkur. Það var meir en ég þoldi. Eftir að hafa lesið margar og þykkar bækur um að því virðist endalaus óhæfuverk kommúnista í gegnum áratugina frá því hin svokallaða bylting í Rússlandi átti sér stað þá er nallinn eitt af því sem ég get ekki hlustað á án þess að yfir mig steypist ónota hrollur. Samfylgd minni með göngunni lauk því þarna.
Mér fannst ekki margt fólk samankomið á Austurvelli, því miður. Það voru engin 10.000 saman komin eins og maður sér sagt frá í fjölmiðlum. Ef almenningi fyndist verkalýðsforystan vera raunveruleg brjóstvörn þess fólks sem er í erfiðleikum í stöðu dagsins þá hefði Austurvöllur ekki rúmað þá sem erindi hefðu átt á vettvang. Eru ekki um 20.000 manns atvinnulausir fyrir utan alla hina? Ég ætla ekki að segja hvað veldur.
Það var svolítið gaman að sjá nokkra gamla kunningja á Austurvelli í dag og að þeir voru nákvæmlega eins og þeir voru fyrir um 20 árum síðan. Sama hollning, sami klæðaburður, sama skegg. Það er gott að hafa smá staðfestu í tilverunni.
Það var frábært að fylgjast með því þegar Snæfell í Stykkishólmi varð íslandsmeistari í körfu á dögunum. Það er ekki lítið mál fyrir 1000 manna pláss. Það ætti að sýna öðrum að það er ýmislegt hægt. Þegar ég var tvo vetur í skóla í Hólminum fyrir rúmum 40 árum síðan!!! þá var körfuboltaáhugi mikill þar. Kannski vegna þess að þá var komið gott íþróttahús í Hólminum. Ekki man ég til að Snæfell tæki þátt í íslandsmóti af einhverju tagi í köfubolta en áhuginn var þess meiri heima fyrir. Þeir sem virkilega sköruðu fram úr fóru síðan suður í alvöru lið. Ríkharður Hrafnkelsson. Sigurður Hjörleifsson og Kristján Ágústsson léku allir með Val á sínum tíma og gerðu það gott. Nú er Valur ekki svipur hjá sjón í körfubolta en Snæfell hampar titlunum. Vonandi ná þeir að halda dampi og fara ekki fram úr sjálfum sér í fjármálunum. Það er þeim mun erfiðara að halda undirtökunum í þeim efnum eftir því sem betur gengur.
Nú fer ég að hægja á mér og breyta um taktik. Hitaæfingar eru framundan og einnig verð ég að leggja smá rækt við niðurhlaup. Það er hlaupið frá Petermaritzburg til Durban og það er niður í móti. Það er öllu verra en upp í móti. Hitinn er ekki mjög mikill nema seinni hluta hlaupsins en sama er, maður á að búa sig eftir bestu getu undir svona hlaup. Ég geri ráð fyrir að fara svona 10 sinnum í Ívar á næstu þremur vikum. Ívar er það kallað þegar brettið er sett í 15° halla og svo böðlast maður áfram kappklæddur. Ég tek 4 km á þessum nótum í hvert sinn. Það tekur svona þrjú kortér. Ef menn vilja svitna þá er þetta aðferðin. Svo er sána á eftir.
Í dag fór ég í fyrsta sinn í nær 20 ár niður í bæ í tengslum við 1. maí. Ég hafði myndavélina með því það eru allataf mörg áhugaverð myndefni til staðar þegar fólk hópast saman. Ég hitti Ingimund félaga minn frá því sl. sumar í göngunni og við bárumst með straumnum og spjölluðum saman. Það var gaman að hitta hann og taka sólarhæðina. Ingimundur varð fyrir nokkru áfalli í vetur þegar jafnvægisskynið brenglaðist. Hann vaknaði einn morguninn og það var í ólagi. Það var sem betur fer ekkert alvarlegt enda þótt það sé nógu slæmt að hafa brenglað jafnvægi. Hann er búinn að jafnasig og er að snúa hreyfingu og hlaupum í gang aftur. Þar sem við gegnum í grandaleysi okkar í áttina að Austurvelli þá vissi ég ekki fyrr til en að farið er að kyrja nallann við hliðina á okkur. Það var meir en ég þoldi. Eftir að hafa lesið margar og þykkar bækur um að því virðist endalaus óhæfuverk kommúnista í gegnum áratugina frá því hin svokallaða bylting í Rússlandi átti sér stað þá er nallinn eitt af því sem ég get ekki hlustað á án þess að yfir mig steypist ónota hrollur. Samfylgd minni með göngunni lauk því þarna.
Mér fannst ekki margt fólk samankomið á Austurvelli, því miður. Það voru engin 10.000 saman komin eins og maður sér sagt frá í fjölmiðlum. Ef almenningi fyndist verkalýðsforystan vera raunveruleg brjóstvörn þess fólks sem er í erfiðleikum í stöðu dagsins þá hefði Austurvöllur ekki rúmað þá sem erindi hefðu átt á vettvang. Eru ekki um 20.000 manns atvinnulausir fyrir utan alla hina? Ég ætla ekki að segja hvað veldur.
Það var svolítið gaman að sjá nokkra gamla kunningja á Austurvelli í dag og að þeir voru nákvæmlega eins og þeir voru fyrir um 20 árum síðan. Sama hollning, sami klæðaburður, sama skegg. Það er gott að hafa smá staðfestu í tilverunni.
Það var frábært að fylgjast með því þegar Snæfell í Stykkishólmi varð íslandsmeistari í körfu á dögunum. Það er ekki lítið mál fyrir 1000 manna pláss. Það ætti að sýna öðrum að það er ýmislegt hægt. Þegar ég var tvo vetur í skóla í Hólminum fyrir rúmum 40 árum síðan!!! þá var körfuboltaáhugi mikill þar. Kannski vegna þess að þá var komið gott íþróttahús í Hólminum. Ekki man ég til að Snæfell tæki þátt í íslandsmóti af einhverju tagi í köfubolta en áhuginn var þess meiri heima fyrir. Þeir sem virkilega sköruðu fram úr fóru síðan suður í alvöru lið. Ríkharður Hrafnkelsson. Sigurður Hjörleifsson og Kristján Ágústsson léku allir með Val á sínum tíma og gerðu það gott. Nú er Valur ekki svipur hjá sjón í körfubolta en Snæfell hampar titlunum. Vonandi ná þeir að halda dampi og fara ekki fram úr sjálfum sér í fjármálunum. Það er þeim mun erfiðara að halda undirtökunum í þeim efnum eftir því sem betur gengur.
Nú fer ég að hægja á mér og breyta um taktik. Hitaæfingar eru framundan og einnig verð ég að leggja smá rækt við niðurhlaup. Það er hlaupið frá Petermaritzburg til Durban og það er niður í móti. Það er öllu verra en upp í móti. Hitinn er ekki mjög mikill nema seinni hluta hlaupsins en sama er, maður á að búa sig eftir bestu getu undir svona hlaup. Ég geri ráð fyrir að fara svona 10 sinnum í Ívar á næstu þremur vikum. Ívar er það kallað þegar brettið er sett í 15° halla og svo böðlast maður áfram kappklæddur. Ég tek 4 km á þessum nótum í hvert sinn. Það tekur svona þrjú kortér. Ef menn vilja svitna þá er þetta aðferðin. Svo er sána á eftir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)