Ég stoppaði hjá Sveini í Oxford á leiðinni heim. Kom þangað á föstudag og fór heim á sunnudag. Oxford er mjög fallegur bær og sérstakur. Hann byggir á gömlum merg enda hófst skólastarf þar á þrettándu öld ef ég skil einhverjar upplýsingar rétt sem ég sá. Það sem er sérstakt við Oxford er að kollegíin, skólahúsnæðið, bókasöfnin og allt sem skólanum viðkemur er allt í kringum miðbæinn. Því er stutt til allra átta. Hjá Sveini er nokkurra mínútna göngutúr að fara á bókasafnið, í kennslustofurnar, í matsalinn, á hverfispubbinn og í miðbæinn. Stutt til allra átta. Allar þessar gömlu byggingar sem er þarna að sjá setja mjög sérstakan svip á þennan fallega bæ. Þarna sá maður t.d. mjög virðulega byggingu þar sem prentsmiðjan, sem prentar hinar þekktu Oxford Dictionary orðabækur, er staðsett.
Árangur er alltaf afstæður. Því er gaman að bera sig saman við aðra til að sjá hvernig staðan er. Ég sá í norskri statistikk yfir ultrahlaup að norðmenn hafa 14 sinnum lokið Comrades hlaupinu. Einungis einu sinni hefur norðmaður náð betri tíma en ég náði um daginn. Í hlaupinu þann 30. maí sl. tóku þrír svíar þátt í hlaupinu. Einn lauk hlaupinu á 9.19 klst, annar á um 11.00 klst og einn lauk ekki hlaupinu. Ég hef ekki samanburð frá öðrum norðurlandanna.
þriðjudagur, júní 08, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli