Fór í fyrsta sinn út að hlaupa í morgun frá því að Borgundarhólmshlaupinu lauk. Ég var smá stirður en það liðkast fljótt. Annars bara fínn. Veðrið var frábært eða um 17°C og logn.
Er farinn að tína myndir frá Suður Afríkuferðinni inn á myndasíðuna. Myndirnar af fólkinu á götum úti tók ég flestar þannig að ég hélt á myndavélinni í annari hendinni og lét hana hanga niður. Þannig smellti af án þess að fólkið yrði vart við að ég væri að taka myndir af því. Mér fannst það kurteisara heldur en að vera að reka myndavélina framan í fólkið, sérstaklega af því að oftast var ég eini hvíti maðurinn á götunum. Einnig kemur betur í ljós þannig andrúmsloftið á götunum en myndirnar eru kannski þá í staðinn aðeins skakkar og meira svona dogma. Ég læt fleiri myndir inn á næstunni.
sunnudagur, júlí 04, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli