Tilvera samfélaga byggir á framleiðslu til útflutnings. Það þýðir lítið að framleiða eitthvað sem er síðan seslt milli manna hér innanlands því þá verða ekki til neinir fjármunir til að greiða fyrir það sem þörf er á utanlands frá, sem er giska mikið. Þvíe r það grundvallarundirstaða fyrir því velferðarkerfi sem við teljum okkur trú um að sé sjálfsagður hlutur að útflutingur sé sem mestur. Þrír helstu útflutningsatvinnuvegir okkar eru álframleiðsla (26-28%) af heildarútflutningsverðmæti, sjárvarútvegur sem er með um 26% af útflutningsverðmæti og ferðamannaþjónusta sem stendur fyrir um 21% af útflutningsverðmætinu. Það er síðan svo merkilegt að það er ákveðinn hópur manna hérlendis sem virðist ekki sjá neitt verra en tvær mestu útflutningsgreinar landsins, álframleiðslu og sjávarútveg. Álinu er fundið allt til foráttu. Það eiga að vera erlendir auðhringar sem hirða allann ágóðann og arðræna þannig land og þjóð. Landinu sé misþyrmt með því að virkja vatnsföll og leggja smá hluta þess undir uppistöðulón. Ég hef heyrt fólk, sem ég þekkti ekki fyrir annað en ágæta skynsemi, halda því fram að best væri ef öllum álverum á Íslandi væri lokað. Lítill hópur en hávær finnur sjávarútvegnum allt til foráttu. Umræðan er alveg með ólíkindum. Það er talað eins og það hafi ekkert gerst nema illt eitt innan hans síðustu áratugina. Enn er talað um fyrirtæki í sjávarútvegi sem forréttindastétt sem hafi fengið allar veiðiheimildir gefins. Enn er talað um að samdráttur atvinnu og fólksfækkun í fjölmörgum byggðum á landsbyggðinni sé engu öðru að kenna en mannvonsku þeirra sem reka sjávarútvegsfyrirtæki. Um nokkurn tíma var svokallaðri fyrningarleið haldið á lofti sem einu færu leið sjávarútvegsins inn í framtíðina. Í mínum huga var hún eitt alvitlausasta innlegg í atvinnuvegaumræðu hérlendis sem heyrst hefur. Hún myndi ekki leiða til neins annars en að fyrirtæki í sjávarútvegi færu lóðbeint á hausinn. Það segir liðið að sé bara allt í lagi því það komi bara einhverjir aðrir sem taki við. Það sem gleymist í umræðunni er að skuldirnar hverfa ekki. Ef sjávarútvegurinn færi á hausinn komplett myndi það þýða bankahrun og er þá miðað við eðlilegt ástand, hvað þá eins og málin standa hérlendis í dag. Það er eins og fólki sé ekki sjálfrátt. Hatrið og öfundin út í þá sem fóru á sínum tíma út úr sjávarútvegnum með fullar hendir fjár hefur færst yfir á þá sem standa enn við stýrið og hafa rekið sjávarútvegsfyrirtæki áfram. Það gleymist síðan í umræðunni að leyfilegur þorskafli hefur dregist saman út 400 þúsund tonnum í um 150 þúsund tonn. Einhversstaðar sér þess stað. Það sést í dag að sumir þngmenn vilja binda veiðiheimildir fastar við byggðirnar. Hvað hefði það þýtt ef slíkt kerfi hefði verið við lýði allar götur frá árinu 1980. Þá væru starfandi hér einhverjar ræfils útgerðir út um allt land sem myndu tóra á opinberri aðstoð og gengisfellingum. Það væri enn verið að troða fisknum í gegnum gamaldags frystihús og afurðin að mestu leyti flutt út sem fangafæði til Bandaríkjanna. Sjávarútvegurinn samastendur í dag sem betur fer af hátæknivinnslufyrirtækjum og sterkum markaðsfyrirtækjum sem ná hámarksverði fyrir afurðirnar á hverjum tíma. Hæst verð fæst fyrir ferskan fisk sem er fluttur beint út á borð neytendans. Þetta vill ákveðinn hópur rífa til grunna. Hverjum ætlar hann að senda reikninginn? Svo á að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjávarútvegsmál. Þjóðaratvæðagreiðslu. Um hvern skollann? Þetta er eitt lýðskrumið til.
Fyrir nokkrum árum vildi fyrirtæki sem sagt var að starfaði í klámiðnaði koma hingað til lands í hvataferð. Það verð allt vitlaust. Bændasamtökin létu undan gríðarlegum þrýstingi og neituðu hópnum um gistingu á Hótel Sögu. Þau héldu líklega að hótelið myndi sökkva í jörð niður eins og kirkjan í Hruna ef þessir gestir myndu láta sjá sig, slíkur var æsingurinn. Einhverjum misserum áður kom einhver karl sem hafði framfæri sitt af því að vinna í klámiðnaði hingað til lands. Eins og er oftast gert í þeim tilvikum þegar útlendingar koma til landsins sem eru þekktir á einhvern hátt þá eru þeir dregnir upp í Kastljós. Ein fréttakonan neitaði að tala við kallinn en gekk út úr Kastljósinu áður en viðtalið var tekið við hann. Þatta þótti afar smart. Þegar einn af framámönnum þjóðarinanr segist helst horfa á afurðir úr þessari atvinnugrein þegar hann fer á netið þá verður ekki allt vitlaust. Nei, honum er afhent fræðslumyndband um skaðsemi þess að horfa á klám. Svona breytast nú hlutirnir. Það er kannski ekki sama Jón og Séra Jón.
Víkingur tryggði sér rétt til að leika í efstu deild fótboltans í dag. Glæsilegt hjá þeim. Í fyrra lenti liðið nðst í hópi þeirra sem héldu sér áfram í 1. deild. Það var ákveðið þroskatímabil sem bætti drjúgri innistæðu í reyslubankann. Nú er það alvaran að ári.það verður gaman að fá öll bestu lið landsins í Víkina. Vonandi fá þau móttökur við hæfi.
"Reykjavíkurmótið" í handbolta byrjaði í gærkvöldi. Víkingur tapaði í gær fyrir Aftureldingu en vann Keflavík og Selfoss í dag. Jói fékk tækifæri frá byrjun í sinni stöðu í dag og greip það föstum tökum. Ellefu kvikindi lágu í Selfossmarkinu áður en yfir lauk.
Fór út í morgun rúmlega 5:30. Tók tvo hringi. Hálfdán kom á brúna í seinni hring og víð hlupum góðan túr í frábæru veðri.
laugardagur, september 11, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sæll Gunnlaugur,
Mátti til með að athugasemdast við síðustu færslu þína um atvinnuvegina okkar.
Þú skrifar:
"Það sést í dag að sumir þingmenn vilja binda veiðiheimildir fastar við byggðirnar. Hvað hefði það þýtt ef slíkt kerfi hefði verið við lýði allar götur frá árinu 1980. Þá væru starfandi hér einhverjar ræfils útgerðir út um allt land sem myndu tóra á opinberri aðstoð og gengisfellingum. Það væri enn verið að troða fisknum í gegnum gamaldags frystihús og afurðin að mestu leyti flutt út sem fangafæði til Bandaríkjanna."
Hvernig veistu þetta ? afhverju gæti ekki eðlileg tækniþróun, sölu og markaðsþróun hafa átt sér stað ef að hluti af aflaheimildum hefði verið fest við byggð 1980. Einnig get ég ekki betur heyrt en að núverandi fyrirtæki í greininni tóri eingöngu vegna opinberar aðstoðar og gengisfellinga, nóg er vællinn í LÍÚ. Ég skil bara ekki hvernig hægt er að gúddera það að einhver(fyrirtæki) geti veðsett óveidda þjóðareign og seiði þessarar þjóðareignar og einnig seiði seiða óveiddra þjóðareignar.
Það er svona svipað og ég fengi veð á húsið mitt og á verðandi hús barna minna og barnabarna minna óháð því hvað ég eignast mörg börn, þannig að í dag get ég keypt Heklu umboðið og Dominos keðjuna og hótað því að fara lóðbeint á hausinn með þetta allt saman af því að síðasta sæðistalningin sýndi fram á 5% skerðingu virkra sæðisfruma. hmmmm þetta er nú kannski alveg svipað en kómísk engu að síður og smá líkindi.
Það verður allavega ekki framhjá því litið að ekki er allt með feldu í núverandi kerfi.
Kannski hefur þú rétt fyrir þér þegar þú skrifar:" Um nokkurn tíma var svokallaðri fyrningarleið haldið á lofti sem einu færu leið sjávarútvegsins inn í framtíðina. Í mínum huga var hún eitt alvitlausasta innlegg í atvinnuvegaumræðu hérlendis sem heyrst hefur."
Hvað finnst þér þá að sé ekki vitlaust innlegg í atvinnumræðuna ?
Brautin sem við erum á er ekki gæfuleg, það ættir þú að vita manna best sjálfur með puttan á púlsi fjármála sveitarfélaganna.
Samt skrifar þú eins og að best sé að breyta engu, halda áfram á sömu braut.
Las áðan þetta hérna http://www.andrisnaer.is/2010/09/i-landi-hinna-klikku%C3%B0u-karlmanna/
Og hei váá veit ekki með þig en samkvæmt skilgreiningu Andra þá hef ég pottþétt af og til í gegnum tíðina verið svolítið klikkaður karlmaður, viðurkenni það alveg.
Kveðja,
Stefán Viðar
Sæll Stefán og gaman að heyra frá þér. Afsakaðu að ég hafi ekki svarað þér fyrr en netið hefur verið í einhverju klúðri hér heima af og til. Mín skoðun varðandi sjávarútveginn er að ein mistök réttlæti ekki önnur ennþá verri. Vitaskuld er ýmislegt sem betur hefði mátt fara í sjávarútvegnum gegnum tíðina. Stærstu mistökin að mínu mati var að leyfa of mikla leigu á aflaheimildum. Framsal eða sala milli fyrirtækja var aftur á móti alveg nauðsynlegt. Ég held að ég fari ekki mjög vitlaust með staðreyndir þegar ég held að milli 8o og 90% af þeim aflaheimildum sem eru í gangi í dag hefi verið keyptar. Það sem ég þoli ekki er að öfung og hatur út í þá sem gengu út úr greininni á sínum tíma með fullar hendur fjár sé látið bitna á þeim fyrirtækjum sem starfa í greininni og mörg með miklum myndarbrag. Manni fellur allur ketill í eld þegar fullyrt er að það sé allt í lagi að öll sjávarútvegsfyrirtæki fari á hausinn. Það komi bara einhverjir aðrir og veiði fiskinn. Hverjir eiga að borga skuldir sjávarútvegsins ef hann færi á hausinn komplett? Við höldum kannske að það sé hægt að láta þetta falla á erlenda banka. Afleiðingin yrði vitaskuld sú að Ísland væri lokað frá erlendum lánamörkuðum. Varla er það æskileg staða. Auðvitað getur það skeð að einhver fyrirtæki í sjávarútvegi verði gjaldþrota en það má ekki leiða náttúruhamfarir yfir greinina af mannavöldum eins og fyrningarleiðin svo sannarlega var.
Mbk
Gulli
Skrifa ummæli