laugardagur, nóvember 06, 2010

Eitt af þeim félögum sem ég er í er Fuglaverndarfélagið. Fyrst og fremst er þátttakan í því fólgin að fara á fyrirlestra og fræðsluerindi sem haldin eru af og til í húsi Arionbanka í Borgartúni. Það eru oft haldnir mjög skemmtilegir fyrirlestrar sem áhuga fólk um fugla hefur gaman að hvort sem þeir eru að taka mydnir af fuglum eða ekki. Einn slíkur var haldinn í haust en þá sýndi S hópurinn myndir sínar. S hópurinn samanstendur af fjórum frábærum fuglaljósmyndurum sem eiga það sameiginlegt að fyrir utan sameiginlegan áhuga á fuglaljósmyndun þá byrja nöfnin þeirra allra á S. Ég missti af fyrirlestrinum einhverra hluta vegna en nú sé ég að hann er aðgengilegur á youtube. Það er náttúrulega frábært að geta rennt yfir hvað fór þarna fram enda þótt gæðin séu aldrei álíka og horfa á myndinrna rá tjaldinu í Arionssalnum. Slóðin er þessi: http://www.youtube.com/fuglavernd#p/u
Slóðin á fuglaverndarfélagið er www.fuglavernd.is

Annað er einnig aðgengilegt á netinu en það er ævintýraboxið. Það eru þættir um útivist af einum og öðrum toga. Maður kemst ekki alltaf til að sjá þá í sjónvarpinu eins og gengur en flott að geta skoðað þá á netinu. Í þriðja þættinum er m.a. sýnt frá haustmaraþoninu. Slóðin er www.adventurebox.is

Ég hef minnst á viðtalið við forsvarsmann Siðmenntar þar sem hann sagði að það ætti ekki að þurfa fleiri en tvo til að kvarta svo breyta skyldi kerfinu. Hann var spurður þeirrar skynsamlegu spurningar af fréttamanninum hvort ekki væri tilvalið að kjósa um þetta mál sem til umræðu var. Það fannst Siðmenntarmanninum langt í frá skynsamlegt. Af hverju skyldi það nú vera? Skyldi hann óttast að lenda í minnihluta? Það skyldi þó aldrei vera.

Ég fór á tónleikana með Rúnari Þór, Megasi go Gylfa Ægissyni á fimmtudaginn í Austurbæ. Kom að vísu dálítið seint því Jói og félagar voru að spila í Víkinni. Það sakaði ekki því það var nóg eftir. Karlarnir voru fínir og stóðu fyllilega undir væntingum. Þeir voru afslappaðir og grínuðust hver í öðrum. Salurinn kunni vel að meta það sem þeir höfðu fram að færa. Mér finnast svona tónleikar miklu meir orginal og gefandi heldur en einhverjir viðburðir. Ég hef ekki sérstakan áhuga á þeim.

Við lögðum þrjú frá sambandinu snemma upp í morgun og keyrðum norður á Sauðárkrók. Við vorum þar með námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn. Umferðin á leiðinni norður var lítil nema hvít tófa var á sunnanverðri Holtavörðuheiðinni. Að námskeiði loknu keyrðum við til Akureyrar og flugum þaðan í bæinn. Það er alltaf gaman að fara í svona túra og tengjast baklandinu. Við verðum allar helgar út nóvember í svona ferðum til að ljúka eins miklu og hægt er fyrir jól.

Engin ummæli: