miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Tók góðan hring í hverfinu í kvöld. Það eru engin sérstaklega löng hlaup á döfinni þessa dagana maður svona heldur sér við enda langur tími til stefnu. Nóg um það.

Skoðaði í dag hvað sá góði maður Dean Karnazes borðar. Það hlýtur að vera sérstakt til að halda út það mikla álag sem hann leggur skrokkinn í. Fyrst nefnir hann grillaðan lax. Hann segist lifa á laxi. Fyrir utan að vera mjög orkuríkur er hann fullur af omega 3 fitusýrum sem eru bæði góðar fyrir heilann og halma meiðslum og stirðleika. Síðan etur hann próteinríkan Bear Naked Granola og venjulega yougurt. Pedialute orkudrykk sem er ekki eins sykurríkur og Gatorate. Dökkt rúgbrauð er brauðið. Epli og Grape sem eru bæði slow carb. Maranatha almond smjör notar hann á brauðið. Ekki veit ég hvaða smjör það er en það ku vera hlaðið nauðsynlegum fitusýrum. Síðan segist hann eta mikið broccoli sem inniheldur að sögn meira C vítamín en appelsínur, þrisvar sinnum meiri trefjar en sneið af hvítu brauði og er síðan mjög kalkríkt. Svo er þrennt að lokum til að varast: Epla og appelsínusafar, orkubitar og hefðbundið morgunkorn.

Hlustaði á Ágúst Einarsson prófessor á sunnudaginn. Ég hef nokkuð lengi haldið upp á Ágúst sem öflugan fræðimann og mann sem þorir að setja fram öðruvísi hugmyndir. Ég kaus hann sem rektor og tel að HÍ hefði haft gott af því að hafa hann í forsæti. Nú var Ágúst að kynna nýja bók. Hann fór yfir þær skoðanir sínar að íslendingum ætti að fjölga upp í 3 - 10 mjilljónir. Þá fór mig að sundla. Ég hef stunduð hugsað um það hvernig landið liti út ef í því byggju 1 - 1 1/2 milljón. '
Eg verð að segja að sú framtíðarsýn hugnast mér ekki ákaflega vel. Hvað þá allt að 10 milljónir. Ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki. Það má vera að þetta sé útnesjaháttur að hugsa svona en ég hef þá trú að það myndu skapast fleiri vandamál en leyst yrðu við slíkar grundvallar breytingar á samfélaginu. Síðan eru náttúrulega praktisk spursmál. Grundvallaratriði er í hverju samfélagi að það fólk sem vill og getur unnið hafi vinnu, vinnu sem skilar arði. Það er ekki sjálfgefinn hlutur að 10 milljón manns geti haft atvinnu hérlendis. Mér sýnist nágrannalönd okkar eiga nógu erfitt með að halda atvinnuleysi undir 6 - 8%. Mér kemur í hug gömul vísa í þessu sambandi:

Yrði minna mótlætið
mest sem tvinnar voða
Ef menn kynnu í upphafi
endirinn að skoða

Engin ummæli: