sunnudagur, febrúar 25, 2007

Nú held ég að þetta sé að verða nokkuð gott, ætla að taka prufu niðri í Laugum á morgun. Hálfur mánuður farinn í vaskinn en það hefði getað verið verra.

Sá að norðmenn halda svokallaðan maraþonkarúsell yfir veturinn. Það er mánaðarleg hlaupasería fyrir hálfmaraþon og maraþonhlaupara, svona eins og poweratehlaupið. Annað hlaupið í þessari seríu var haldið nú á helginni. Helge Hafsas vann á 2.41 þrátt fyrir að það væri kalt og hluti brautarinnar ísilagður. Hlaupið er hringhlaup á íþróttavelli að hluta til.

Rakst á athyglisvert viðtal við Scott Jurek. Slóðin fylgir hér með fyrir áhugasama. Scott er einn mesti afreksmaður í ultrahlaupum í heiminum og því athyglisvert að skyggnast bak við tjöldin hjá honum. Slóðin er hér:

www.eliterunning.com/features/54/

Sá ágætis statement um daginn:

You don't have to be crazy to run an ultramarathon. You just have to be ready.

Þetta er nefnilega málið.

Engin ummæli: