fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Hitti Ívar niðri í Laugum í gær. hann benti mér á góða æfingu. Stilla brettið á mesta halla og taka síðan strikið á 6.0 - 6.5 og halda því í klukkutíma. Hann sagði að ef ég svitnaði ekki meir á þessi en nokkru öðru sem ég hef prófað þá væri hann illa svikinn. Ég tók svona æfingu í dag. Að vísu var ég bara í 20 mín en sama var, svitinn rann af manni í stríðum straumum. Samt virkar æfingin ekki erfið. Spennandi að takast á við hana á næstunni.

Hvernig er samræmi í dómum hérlendis. Það var verið að tala nýlega um kynferðisafbrot gagnvart konum. Ofbeldi gagnvart körlum er varla fréttaefni. Sextán ára vanheill drengur var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að stinga mann með hnífi í bakið í sumar að sögn í þeim tilgangi að drepa hann. Tveir tæplega tvítugir menn voru hins vegnar nýlega dæmdir í eins og hálfs árs fangelsi, þarf af þrjá mánuði óskilorðsbundna fyrir að ræna manni af heimili sínu, keyra með hann upp að Vífilsstöðum, berja hann þar í klessu, troða honum í sklottið á bílnum og keyra með hann upp í Heiðmörk, berja hann þar aftur í klessu, berja höfði hans margsinnis niður í veginn, sparka í hann og hoppa á honum og skilja hann svo eftir. Ef hestamaður hefði ekki fundið þann slasaða hefði hann drepist því honum höfðu verið veittir lífshættulegir skaðar. Dómurinn var mildaður vegna ungs aldurs viðkomandi glæpamanna. Sá sem keyrði bílinn slapp alveg við fangelsisvist og fékk einhverja skilorðsbundna refsingu. Hvar er samhengið í þessum dómum? Ég sé það ekki.

Engin ummæli: