Maður hélt fyrst að hitamælirinn við N1 sjoppuna í Borgartúninu hefði bilað þegar þann sýndi 22 oC í dag um þrjú leytið, en þetta var víst nokkuð sanni lagi því mælar á götuskiltum sýndu óvanalega mikinn hita í dag. Það er ekki á hverjum degi sem maður er að ganga á Esjuna um miðnættið í stutterma og hnjábuxum. Tók langa æfingu í kvöld, hjólaði uppað Esju og gekk á hana og hjólaði síðan aftur heim. Var 3 tíma og korter. Korteri fljótari en síðast. Markmiðið hlýtur að vera að komast undir 3 klukkutíma.
Blaðamenn Mbl gera það ekki endasleppt. Nýlega fundu þeir inngang að jarðstöð við Kongens Nytorv sem meir að segja Danir höfðu ekki fundið fram að þessu. Í dag krufðu þeir til mergjar hið dularfulla morð á sænsku kameldýri sem hafði verið til umræðu þar í landi eftir að ónafngreint kameldýr hafði fundist dautt í vegarkanti. Það kom síðan í ljós að dýrið hafði losnað í kerru og slasast. Því hafði þurft að aflífa það. "Morðið á sænska kameldýrinu leyst" skrifar Mogginn. Í þessari setningu eru býsna margar vitleysur. Þeim sem kalla sig blaðamenn á Mogganum skal bent á að dýr eru ekki myrt, þau eru drepin, þeim er slátrað eða þau eru aflífuð. Fólk er myrt. Síðan er morð ekki leyst. Morð er upplýst, morðgáta er leyst.
þriðjudagur, júlí 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli