fimmtudagur, júlí 19, 2007

Jæja þá er komið að því. Búinn að pakka og það stóðst á endum, farangur og pláss í töskum. Maður hefði varla getað troðið einni mús til viðótar.

Ásgeir og Pétur komu vel út í Kastljósinu í gærkvöldi. Fékk lánaða bók í gær hjá Trausta um svona fjölþrautakeppnir. Bókina skrifaði ljósmyndari sem þeir hafa kynnst í fyrri keppnum á Grænlandi. Hann metur Artic Team Challenge á Grænlandi vera eina af 10 bestu fjölþrautarævintýrakeppnum af þessu tagi í heiminum.

Veðurspáin er heldur góð. Rigning á morgun en þurrt a.m.k. fram á mánudag. Hiti um 10 oC á daginn. Þetta verður spennandi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða ferð til Grænlands, gangi þér vel og njóttu ferðarinar.
Kveðjur, Inga systir.

Nafnlaus sagði...

Ágæti frændi,
Gangi þér vel í þessari Grænlandsför þinni. Komdu heill heim.
Bestu kveðjur,
Sólveig A.