Nú er þetta bara eins og best gerist í útlandinu. Sól og logn dag eftir dag. Þá verður maður að gera svo vel og nota tímann. Fór út snemma í gærmorgun og tók góðan hring fyrir vinnu og svo var það Esjan í eftirmiðdaginn. Við fórum snemma úr vinnunni vegna veðurs og þá var alveg tilvalið að taka Esjutúr. Hitti snaggarralegan mann þar á sjötusgsaldri sem stefnir að 52 túrum á Esjuna í ár. Hann sagðist vita um einn sem er að verða sjötugur sem fór 64 ferðir í fyrra og ætlar fleiri í ár. Hann fer alltaf upp á topp. Þetta karlar maður sjálfsaga og hörku.
For Poweratehringinn og Grensássslaufuna tvisvar í dag, snemma í morgun og síðan aftur í kvöld. Þetta er svakalega gaman þegar maður rúllar áfram án þess að þreytast eða mæðast og veðrið eins og það er, logn og blíða. Fór í markið í dag að skoða hjól og spekúlera. Er nokkuð búinn að sigta út hjól sem passar. Geng líklega frá því á mánudaginn.
Bibba og Ásgeirarnir eru allt að því komin í startholurnar úti í Þýskalandi. Á morgun skal það gilda. Vonandi fáum við járnkellingu auk fjölgunar í járnkallahópnum þegar dagur er að kvöldi kominn. Þetta er magnað að vera á þessum punkti, að hafa gert allt sem mögulegt er til undirbúnings fyrir þolraunina og nú er ekkert framundan nema að takast á við þrautina sjálfa. Reynist undirbúningurinn nægur, kemur eitthvað ófyrirséð uppá eða mun allt rena í gegn eftir fremstu vonum? Slíkar spuurningar brenna á mönnum sem eru í sömu sporum og þau þrjú. Þeim fulgja bestu óskir inn í morgundaginn. Ég heyri að það séu fleiri sem ætli að takast á við Ironman á næsta ári. Í haust verður haldinn hálfur járnkall hér heima. Það á örugglega eftir að fjölga í þessum hópi á komandi árum.
Var að undirbúa málningu á húsinu í dag. Grunna vatnsbrettin í fyrramálið og svo er ekkert annað en að gera en að fara að klessa á.
sunnudagur, júlí 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli