miðvikudagur, júlí 04, 2007
Flott viðtal við Bibbu í Mogganum í morgun. Það er nú það minnsta að það sé splæst í gott viðtal við konuna sem brýtur ísinn hérlendis á þessum vettvangi, ekki síst eftir að hafa gengið í gegnum miklar hremmingar í aðdragandanum. Staðsetning fréttarinnar í blaðinu vekur hins vegar furðu. Það er eins og fyrri daginn að árangur í ultragreinum eru ekki flokkaður sem íþróttafréttir af fjölmiðlum. Þó var minnst á það á íþróttasíðu Mbl á þegar ég lauk 24 tíma hlaupinu í vor. Það voru ákveðin tímamót. Sund, hjólreiðar og hlaup eru íþróttir ekki síður en margt annað og þegar þetta fer allt saman í því magni sem þarf til að klára Ironman þá er þetta alvöru íþróttafrétt. Margt af því sem verið er að setja inn á íþróttasíður blaðanna er óttalegt snakk sem manni virðist fyrst og fremst hafa gildi sem uppfyllingarefni. Ég gleymi því seint þegar töluvert löng umfjöllun um strandblak var í áramótayfirliti ríkissjónvarpsins um íþróttaviðburði ársins fyrir tveimur eða þremur árum. Þarna er verk að vinna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli