laugardagur, mars 27, 2010
Ég fór út í morgun á sjötta tímanum. Svefninn var ekki langur því ég settist niður í gærkvöldi og horfði á seinni part myndarinnar um samband rithöfundarins Truman og fjöldamorðingja nokkurs sem ég man ekki hvað heitir. Út úr því samstarfi, sem var dálítið komplíserað ef eitthvað er að marka myndina, kom bókin "With a Cold Blood". Tveir ólánsmenn myrtu fjögurra manna fjölskyldu í Bandaríkjunum í kringum 1960. Rithöfundurinn Truman, sem var vægt sagt dálítið sérstakur, fékk áhuga á málinu og afsprengið var þessi bók. Morðingjarnir voru svo hengdir eftir áralöng réttarhöld og allra handa áfrýjanir.
Það er orðið bjart kl. 6:00 og sólin kemur upp um kl. 7:00. Í logni, heiðskýru og björtu er ekkert nema gaman að skokka úti einn sín liðs. Jói og Gauti gengu á Fimmvörðuháls í gær og voru því löglega afsakaðir. Ég hitti Pál Gíslason, gamlan félaga frá Hvanneyrarárunum, úti í morgun. Þegar við vorum yngri var hann frekar fráhverfur ónauðsynlegri hreyfingu svo ekki sé meira sagt. Svo breytist margt. Fyrir nokkrum árum fékk hann aðvörun. Upp úr því fór hann að hugsa öðruvísi og tók sál og líkama í fóstur. Nú er hann búinn að hlaupa allnokkur maraþon svo og laugaveginn nokkrum sinnum fyrir utan allt annað. Í morgun sagði hann mér að nú væri hann að klára sænsku fernuna. Það er Vasagangan, Lidingöloppet, hjólað í kringum Vättern (eða Vänernen) sem er ca 180 km og svo er 3ja km sund í á. Hann á bara hjólatúrinn eftir og fer hann í júní. Ætli það verði ekki Ironman næst hjá honum. Svona er þetta, menn geta miklu meira en þeir halda.
Opin umræða í bloggheimum (ég hef ekki stigið inn í Facebook samfélagið nema sem áhorfandi) gefur á margan hátt innsýn í þjóðarsálina. Það er ekki allt fallegt sem þar kemur í ljós. Ég man þó varla eftir því að lágkúran hafi orðið öllu meiri en í framhaldi af forsíðufrétt Fréttablaðsins um Fjölskylduhjálp Íslands nú í vikunni. Fjölskylduhjálpin er að úthluta fríum mat. Aðstoðin er ætluð þeim sem þurfa á henni að halda. Aldrað fátækt fólk, öryrkjar og fólk sem er heilsubilað, einstæðir foreldrar og barnmargar fjölskyldur sem geta ekki eða eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér á fyrst og fremst að ganga fyrir í þessu sambandi. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að í sívaxandi mæli mæta flokkar karla á besta aldri þegar fríum mat er úthlutað og gera kröfu um að fá matarpoka. Kerfið hjá þeim er að sögn þannig að einn mætir snemma í biðröðina og lætur vita þegar byrjað er að úthluta mat. Þá koma fleiri og fara inn í biðröðina fyrir framan þennan eina. Í vaxandi mæli hefur þetta gengið fyrir sig að þeir troðast fram fyrir aðra á þennan hátt. Gamalt fólk og öryrkjar mega sín lítils gagnvart svona yfirgangi og hafa margir úr þessum hópum að sögn gefist upp og horfið frá eftir bið klukkutímum saman fyrir aftan karlahópinn. Konunum sem vinna í fjölskylduhjálpinni hefur ofboðið þetta framferði og reyndu því að bregðast við þessu með því að setja karlafrekjurnar í eina röð og lítilmagnana í aðra. Sagt er að karlarnir hafi verið um 40% af þeim sem sóttu í matargjafirnar. Fréttablaðið komst í málið, setti það á forsíðu og þá varð allt vitlaust. Orðavalið var með ólíkindum. Apartaid, aðskilnaðarstefna, rasismi, fasismi, þjóðernishyggja og ég veit ekki hvað dundi á Fjölskylduhjálpinni. Nú hefur forstöðukona hennar verið virk í stjórnmálum og vera má að ýmsir hafi séð sér leik á borði að ata hana auri á þessum forsendum. Málið var tekið upp í Alþingi samdægurs með miklum upphrópunum. Það hefði nú verið ósköp auðvelt að kanna málið fyrst og átta sig á staðreyndum áður en hlaupið er upp í Alþingi með digrum yfirlýsingum.
Nú er alltaf ásókn í ókeypis gæði. Það er þekkt. Sumum er það minna mál en öðrum að reyna að hrifsa það til sín sem möguleiki er á. Ef erfitt er að halda röð og reglu á stöðum þar sem úthlutun ókeypis gæða fer fram þá ætti borgin t.d. að sjá sóma sinn í því að aðstoða konurnar sem vinna þarna við að halda uppi röð og reglu utandyra með því að senda aðstoðarlið til þeirra í nokkra klukkutíma frekar en að hrökkva í fordæmingargírinn. Það má síðan ekki gleyma því að það hvílir framfærsluskylda á öllum. Það er grunnforsenda. Ef það gengur ekki upp þá kemur aðstoð utan að frá til skjalanna, bæði frá opinberum aðilum og frjálsum félagasamtökum. Það á ekki að láta neinn komast upp með það að ganga í svona matarúthlutanir ef þeir hafa ekki þörf á því. Allra síst að láta einstaklinga komast upp með að halda því fram að þeir eigi rétt á fríum mat frá hjálparsamtökum án tillits til hvernig staðan er hjá viðkomandi. Gott skref fram á við er að fólk sanni það með gögnum að það þurfi á aðstoð að halda.
Það er orðið bjart kl. 6:00 og sólin kemur upp um kl. 7:00. Í logni, heiðskýru og björtu er ekkert nema gaman að skokka úti einn sín liðs. Jói og Gauti gengu á Fimmvörðuháls í gær og voru því löglega afsakaðir. Ég hitti Pál Gíslason, gamlan félaga frá Hvanneyrarárunum, úti í morgun. Þegar við vorum yngri var hann frekar fráhverfur ónauðsynlegri hreyfingu svo ekki sé meira sagt. Svo breytist margt. Fyrir nokkrum árum fékk hann aðvörun. Upp úr því fór hann að hugsa öðruvísi og tók sál og líkama í fóstur. Nú er hann búinn að hlaupa allnokkur maraþon svo og laugaveginn nokkrum sinnum fyrir utan allt annað. Í morgun sagði hann mér að nú væri hann að klára sænsku fernuna. Það er Vasagangan, Lidingöloppet, hjólað í kringum Vättern (eða Vänernen) sem er ca 180 km og svo er 3ja km sund í á. Hann á bara hjólatúrinn eftir og fer hann í júní. Ætli það verði ekki Ironman næst hjá honum. Svona er þetta, menn geta miklu meira en þeir halda.
Opin umræða í bloggheimum (ég hef ekki stigið inn í Facebook samfélagið nema sem áhorfandi) gefur á margan hátt innsýn í þjóðarsálina. Það er ekki allt fallegt sem þar kemur í ljós. Ég man þó varla eftir því að lágkúran hafi orðið öllu meiri en í framhaldi af forsíðufrétt Fréttablaðsins um Fjölskylduhjálp Íslands nú í vikunni. Fjölskylduhjálpin er að úthluta fríum mat. Aðstoðin er ætluð þeim sem þurfa á henni að halda. Aldrað fátækt fólk, öryrkjar og fólk sem er heilsubilað, einstæðir foreldrar og barnmargar fjölskyldur sem geta ekki eða eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér á fyrst og fremst að ganga fyrir í þessu sambandi. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að í sívaxandi mæli mæta flokkar karla á besta aldri þegar fríum mat er úthlutað og gera kröfu um að fá matarpoka. Kerfið hjá þeim er að sögn þannig að einn mætir snemma í biðröðina og lætur vita þegar byrjað er að úthluta mat. Þá koma fleiri og fara inn í biðröðina fyrir framan þennan eina. Í vaxandi mæli hefur þetta gengið fyrir sig að þeir troðast fram fyrir aðra á þennan hátt. Gamalt fólk og öryrkjar mega sín lítils gagnvart svona yfirgangi og hafa margir úr þessum hópum að sögn gefist upp og horfið frá eftir bið klukkutímum saman fyrir aftan karlahópinn. Konunum sem vinna í fjölskylduhjálpinni hefur ofboðið þetta framferði og reyndu því að bregðast við þessu með því að setja karlafrekjurnar í eina röð og lítilmagnana í aðra. Sagt er að karlarnir hafi verið um 40% af þeim sem sóttu í matargjafirnar. Fréttablaðið komst í málið, setti það á forsíðu og þá varð allt vitlaust. Orðavalið var með ólíkindum. Apartaid, aðskilnaðarstefna, rasismi, fasismi, þjóðernishyggja og ég veit ekki hvað dundi á Fjölskylduhjálpinni. Nú hefur forstöðukona hennar verið virk í stjórnmálum og vera má að ýmsir hafi séð sér leik á borði að ata hana auri á þessum forsendum. Málið var tekið upp í Alþingi samdægurs með miklum upphrópunum. Það hefði nú verið ósköp auðvelt að kanna málið fyrst og átta sig á staðreyndum áður en hlaupið er upp í Alþingi með digrum yfirlýsingum.
Nú er alltaf ásókn í ókeypis gæði. Það er þekkt. Sumum er það minna mál en öðrum að reyna að hrifsa það til sín sem möguleiki er á. Ef erfitt er að halda röð og reglu á stöðum þar sem úthlutun ókeypis gæða fer fram þá ætti borgin t.d. að sjá sóma sinn í því að aðstoða konurnar sem vinna þarna við að halda uppi röð og reglu utandyra með því að senda aðstoðarlið til þeirra í nokkra klukkutíma frekar en að hrökkva í fordæmingargírinn. Það má síðan ekki gleyma því að það hvílir framfærsluskylda á öllum. Það er grunnforsenda. Ef það gengur ekki upp þá kemur aðstoð utan að frá til skjalanna, bæði frá opinberum aðilum og frjálsum félagasamtökum. Það á ekki að láta neinn komast upp með það að ganga í svona matarúthlutanir ef þeir hafa ekki þörf á því. Allra síst að láta einstaklinga komast upp með að halda því fram að þeir eigi rétt á fríum mat frá hjálparsamtökum án tillits til hvernig staðan er hjá viðkomandi. Gott skref fram á við er að fólk sanni það með gögnum að það þurfi á aðstoð að halda.
miðvikudagur, mars 24, 2010
Um daginn var ég á fundi hjá Samtökum Atvinnulífsins. Frummælendur voru þrír, framkvæmdastjóri SA, forseti ASÍ og fjármálaráðherra. Fundarstjóri var formaður SA. Einn frummælenda sá ástæðu til hnýta sérstaklega í kynjahlutföllin í hópi þeirra sem fluttu erindi og stjórnuðu fundinum.
Nokkrum dögum síðar flutti fræðimaður í siðfræði fínt erindi um siðfræði hjá Rotaryklúbbnum sem ég er í. Einum fjórum sinnum meðan hann flutti erindi sitt sá hann þó ástæðu til að hnýta í klúbbinn fyrir kynjahlutföll innan hans.
Örfáum dögum síðar voru veitt bókmenntaverðlaun kvenna. Verðlaunaveitingin vakti mikla ánægju og fékk allstaðar jákvæða umfjöllun.
Nú er búið að banna nektarsýningar. Opinberlega eru tengsl nektarsýninga við mannsal færð sem rök fyrir banninu. Það hefur þó aldrei neinn verið kærður fyrir þesskonar hluti hérlendis hvað þá að dómur hafi fallið. Ég geng út frá því að þingnefndin sem fjallaði um málið hafi kallað fyrir sig fulltrúa þeirra einstaklinga sem hafa unnið við þessa atvinnugrein og þetta hafi verið sameiginleg niðurstaða aðila máls. Megi gott á vita. Nokkrir þingmenn vöktu sérstaka athygli á að þarna hafi verið stigið stórt skref í jafnréttisbaráttu kvenna. En þegar sett eru lög þá er nauðsynlegt að hafa ýmis atriði í huga. Ég hef reyndar aldrei farið á samkomu af þessu tagi síðan ég sá „Susan bader sig“ í Sjallanum á Akureyri fyrir margt löngu. Ég veit ekki hvort sá gjörningur flokkaðist undir „striptease“ eða sýnikennslu í almennu hreinlæti en alla vega fannst mér þetta ómerkileg athöfn. En svo er ekki um alla. Ýmsir hafa gaman að horfa á annað fólk fara úr einhverju af fötum. Stærstu og best heppnuðu samkomur af þessu tagi hafa reyndar verið haldnar hérlendis þegar strákaflokkurinn „Chippendales“ hefur komið hingað til lands. Þeir hafa fyllt Breiðvang af áhorfendum sem að sögn nærstaddra hafa verið 99,99% af kvenkyni. Þær skemmtu sér svo vel að hljóðin heyrðust langt út á götu. Maður spyr sig af hverju einhverjir skuli finna það upp hjá sér að banna konum að fara út að skemmta sér með því að horfa á nokkra myndarlega vel vaxna stráka fækka fötum upp á sviði. Sérstaklega þegar þær hafa svona gaman af því og þeir vafalaust líka.
Eitt af rökunum sem sett eru fram fyrir því að það eigi að banna nektarstaði er að mannsal tengist þeim. Vont er ef satt er. En utan úr hinum stóra heimi berast fregnir þess efnis að mannsal eigi sér ekki síður stað í veitingahúsabransanum, byggingariðnaði og vefnaðariðnaði en á nektarstöðum. Hvað er þá til ráða?
Þátturinn „Lífið“ sem sýndur var á mánudagskvöldið var frábær. Svona náttúrulífsþættir eru með því alskemmtilegasta sem maður horfir á í sjónvarpinu. Ég keypti mér hliðstæða seríu fyrir nokkru sem heitir „Planet Earth“. Hún var á góðum prís í Elko að því mig minnir. David Attenborough gerir ekki nema góða þætti í þessum dúr.
Moggavefurinn hefur að undanförnu birt fína pistla eftir Karenu Axels þríþrautarkonu. Hún er ein af þeim öflugu íþróttamönnum sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum 19 manna sjálfskipaða hópsins sem skilgreinir hvað má kalla íþróttir og hvað ekki. Karen er ekki að keppa bara til að vera með. Hún er í enska landsliðinu í ólympískri þríþraut og stefnir á verðlaunapall í hvert sinn sem hún keppir. Hún er tvímælalaust meðal fremstu íþróttamanna okkar nú um stundir. Nú hefur hún verið að undirbúa sig fyrir sína fyrstu keppni í fullum Ironman. Það verður gaman að sjá hvernig henni gengur. Pistlarnir hennar eru við hæfi allra þeirra sem hafa gaman að reglubundinni hreyfingu og ástundun íþrótta.
Nokkrum dögum síðar flutti fræðimaður í siðfræði fínt erindi um siðfræði hjá Rotaryklúbbnum sem ég er í. Einum fjórum sinnum meðan hann flutti erindi sitt sá hann þó ástæðu til að hnýta í klúbbinn fyrir kynjahlutföll innan hans.
Örfáum dögum síðar voru veitt bókmenntaverðlaun kvenna. Verðlaunaveitingin vakti mikla ánægju og fékk allstaðar jákvæða umfjöllun.
Nú er búið að banna nektarsýningar. Opinberlega eru tengsl nektarsýninga við mannsal færð sem rök fyrir banninu. Það hefur þó aldrei neinn verið kærður fyrir þesskonar hluti hérlendis hvað þá að dómur hafi fallið. Ég geng út frá því að þingnefndin sem fjallaði um málið hafi kallað fyrir sig fulltrúa þeirra einstaklinga sem hafa unnið við þessa atvinnugrein og þetta hafi verið sameiginleg niðurstaða aðila máls. Megi gott á vita. Nokkrir þingmenn vöktu sérstaka athygli á að þarna hafi verið stigið stórt skref í jafnréttisbaráttu kvenna. En þegar sett eru lög þá er nauðsynlegt að hafa ýmis atriði í huga. Ég hef reyndar aldrei farið á samkomu af þessu tagi síðan ég sá „Susan bader sig“ í Sjallanum á Akureyri fyrir margt löngu. Ég veit ekki hvort sá gjörningur flokkaðist undir „striptease“ eða sýnikennslu í almennu hreinlæti en alla vega fannst mér þetta ómerkileg athöfn. En svo er ekki um alla. Ýmsir hafa gaman að horfa á annað fólk fara úr einhverju af fötum. Stærstu og best heppnuðu samkomur af þessu tagi hafa reyndar verið haldnar hérlendis þegar strákaflokkurinn „Chippendales“ hefur komið hingað til lands. Þeir hafa fyllt Breiðvang af áhorfendum sem að sögn nærstaddra hafa verið 99,99% af kvenkyni. Þær skemmtu sér svo vel að hljóðin heyrðust langt út á götu. Maður spyr sig af hverju einhverjir skuli finna það upp hjá sér að banna konum að fara út að skemmta sér með því að horfa á nokkra myndarlega vel vaxna stráka fækka fötum upp á sviði. Sérstaklega þegar þær hafa svona gaman af því og þeir vafalaust líka.
Eitt af rökunum sem sett eru fram fyrir því að það eigi að banna nektarstaði er að mannsal tengist þeim. Vont er ef satt er. En utan úr hinum stóra heimi berast fregnir þess efnis að mannsal eigi sér ekki síður stað í veitingahúsabransanum, byggingariðnaði og vefnaðariðnaði en á nektarstöðum. Hvað er þá til ráða?
Þátturinn „Lífið“ sem sýndur var á mánudagskvöldið var frábær. Svona náttúrulífsþættir eru með því alskemmtilegasta sem maður horfir á í sjónvarpinu. Ég keypti mér hliðstæða seríu fyrir nokkru sem heitir „Planet Earth“. Hún var á góðum prís í Elko að því mig minnir. David Attenborough gerir ekki nema góða þætti í þessum dúr.
Moggavefurinn hefur að undanförnu birt fína pistla eftir Karenu Axels þríþrautarkonu. Hún er ein af þeim öflugu íþróttamönnum sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum 19 manna sjálfskipaða hópsins sem skilgreinir hvað má kalla íþróttir og hvað ekki. Karen er ekki að keppa bara til að vera með. Hún er í enska landsliðinu í ólympískri þríþraut og stefnir á verðlaunapall í hvert sinn sem hún keppir. Hún er tvímælalaust meðal fremstu íþróttamanna okkar nú um stundir. Nú hefur hún verið að undirbúa sig fyrir sína fyrstu keppni í fullum Ironman. Það verður gaman að sjá hvernig henni gengur. Pistlarnir hennar eru við hæfi allra þeirra sem hafa gaman að reglubundinni hreyfingu og ástundun íþrótta.
laugardagur, mars 20, 2010
Það hefur verið hreint ótrúlegt veður til hlaupa að undanförnu. Maður gleymir því að það sé miður mars þegar maður kemur út á morgnana. Logn, hlýtt og fuglasöngur í trjánum. Af mörgum góðum vetrum á undanförnum árum held ég að þessi sé einn sá besti. Það sem stendur upp úr er lognið og þurrt veður. Sjaldan eða aldrei þræsingur og væta. Megi gott á vita. Það var fínn túr í morgun. Ég hitti Jóa og Gauta á brúnni á seinni hringnum. Það var gott rennsli það sem eftir var eins og vanalegt er þegar Gauti er með.
Það hefur verið nokkur umræða að undanförnu um listamannalaun og sýnist sitt hverjum. Það er fínt. Það á ekki neitt að vera sjálfgefið og allt orkar tvímælis þá gert er. Þarna sýnist að ajálfsögðu sitt hverjum. Þeir sem njóta listamannalaunanna verja vígi sitt með kjafti og klóm á meðan þeir sem borga eru heldur gagnrýnni. Sumir sem blanda sér í umræðuna eru svo sem varla að styrkja stöðu svokallaðra listamanna. Er það nóg að gera eitthvað til að geta kallað sig listamann. Við skoðum stundum í glugga í málverkagalleríi í miðbænum þegar við förum langa túra á laugardögum. Sumt er áhugavert sem er þar inni en annað er bara krapp. Sama er að segja um vatnslitasýninguna á Kjarvalstöðum. Margt er þar vel gert og áhugavert en um annað er ekkert að segja nema það að það virðist sem svo að hinn svokallaði listamaður sé að láta á það reyna hvað hann getur slengt miklu rusli framan í áhorfendur en samt fengið þá til að klappa fyrir listinni.
Ég sá nýlega blaðagrein sem einn listamaðurinn skrifaði ti að réttlæta listamannalaun. Honum taldist til að meðalmaður þyrfti svona tvö ár ti að skrifa skáldsögu. Meðalsala er sögð vera um 1000 eintök. Það er svipaður eintakafjöldi og bókarkornið sem ég sló saman á kvöldin í fyrrasumar seldist nú fyrir jólin. Höfundurinn fær svona 600 þúsund fyrir bókina. Því á hann rétt á peningum frá ríkinu til að geta látið enda ná saman að mati greinarhöfundar. Það er sem sagt bara að hefjast handa við að mála og skrifa. Síðan er bara að fara að heimta.
Á bókamarkaðnum um daginn keypti ég mér bókina um forsetatíð Kristjáns Eldjárns sem Guðni Jóhannesson skrifaði. Hún byggir fyrst og fremst á dagbókum Kristjáns og innlestri á segulbandsspólur. Maður man í öllum aðalatriðum eftir hinni pólitísku atburðarás frá því um 1970 en þarna kemur fram hvað gerðist bak við tjöldin. Manni sýnist pólitíkin á þessum tíma hafa fyrst og fremst verið knúð áfram af persónulegri og hagsmunatengdri framagirni, öfund og vantrausti flokksforingjanna á hverjum öðrum.
Stjórnarkreppur voru algengari en ekki. Það gat tekið um tvo mánuði að mynda stjórn. Á meðan ríkti stjórnarfarsleg upplausn í samfélaginu. Síðan eru viðhorf og skoðanir manna allrar athygli verð. Árið 1974 settu Alþýðubandalagsforingjarnir það sem skilyrði að ríkisvaldið myndi þjóðnýta banka, tryggingafélög og olíufélög. Offrramleiðslu í landbúnaði átti að leysa með þvi að éta meira. Um og fyrir 1980 gat enginn minni flokkanna hugsað sér að vinna með stærsta flokknum. Gunnar Tór skar á þann hnút sem frægt er í sögunni og stýrði síðan í þrjú ár einni af verstu stjórnum sem verið hefur við völd. Á þessum árum var verðbólgan frá 20-40% á ári. Hún sló upp í 100% einstaka mánuði. Það var hins vegar eins og enginn skildi að hún var tilkomin vegna þess að menn eyddu umfram efni. Alla vega var ekkert gert sem skipti máli í þeim efnum.
Svona bækur eru nauðsynlegar svo hægt sé að skoða söguna í nýju ljósi. það er jafnvel mögulegt að læra eitthvað af henni.
Það hefur verið nokkur umræða að undanförnu um listamannalaun og sýnist sitt hverjum. Það er fínt. Það á ekki neitt að vera sjálfgefið og allt orkar tvímælis þá gert er. Þarna sýnist að ajálfsögðu sitt hverjum. Þeir sem njóta listamannalaunanna verja vígi sitt með kjafti og klóm á meðan þeir sem borga eru heldur gagnrýnni. Sumir sem blanda sér í umræðuna eru svo sem varla að styrkja stöðu svokallaðra listamanna. Er það nóg að gera eitthvað til að geta kallað sig listamann. Við skoðum stundum í glugga í málverkagalleríi í miðbænum þegar við förum langa túra á laugardögum. Sumt er áhugavert sem er þar inni en annað er bara krapp. Sama er að segja um vatnslitasýninguna á Kjarvalstöðum. Margt er þar vel gert og áhugavert en um annað er ekkert að segja nema það að það virðist sem svo að hinn svokallaði listamaður sé að láta á það reyna hvað hann getur slengt miklu rusli framan í áhorfendur en samt fengið þá til að klappa fyrir listinni.
Ég sá nýlega blaðagrein sem einn listamaðurinn skrifaði ti að réttlæta listamannalaun. Honum taldist til að meðalmaður þyrfti svona tvö ár ti að skrifa skáldsögu. Meðalsala er sögð vera um 1000 eintök. Það er svipaður eintakafjöldi og bókarkornið sem ég sló saman á kvöldin í fyrrasumar seldist nú fyrir jólin. Höfundurinn fær svona 600 þúsund fyrir bókina. Því á hann rétt á peningum frá ríkinu til að geta látið enda ná saman að mati greinarhöfundar. Það er sem sagt bara að hefjast handa við að mála og skrifa. Síðan er bara að fara að heimta.
Á bókamarkaðnum um daginn keypti ég mér bókina um forsetatíð Kristjáns Eldjárns sem Guðni Jóhannesson skrifaði. Hún byggir fyrst og fremst á dagbókum Kristjáns og innlestri á segulbandsspólur. Maður man í öllum aðalatriðum eftir hinni pólitísku atburðarás frá því um 1970 en þarna kemur fram hvað gerðist bak við tjöldin. Manni sýnist pólitíkin á þessum tíma hafa fyrst og fremst verið knúð áfram af persónulegri og hagsmunatengdri framagirni, öfund og vantrausti flokksforingjanna á hverjum öðrum.
Stjórnarkreppur voru algengari en ekki. Það gat tekið um tvo mánuði að mynda stjórn. Á meðan ríkti stjórnarfarsleg upplausn í samfélaginu. Síðan eru viðhorf og skoðanir manna allrar athygli verð. Árið 1974 settu Alþýðubandalagsforingjarnir það sem skilyrði að ríkisvaldið myndi þjóðnýta banka, tryggingafélög og olíufélög. Offrramleiðslu í landbúnaði átti að leysa með þvi að éta meira. Um og fyrir 1980 gat enginn minni flokkanna hugsað sér að vinna með stærsta flokknum. Gunnar Tór skar á þann hnút sem frægt er í sögunni og stýrði síðan í þrjú ár einni af verstu stjórnum sem verið hefur við völd. Á þessum árum var verðbólgan frá 20-40% á ári. Hún sló upp í 100% einstaka mánuði. Það var hins vegar eins og enginn skildi að hún var tilkomin vegna þess að menn eyddu umfram efni. Alla vega var ekkert gert sem skipti máli í þeim efnum.
Svona bækur eru nauðsynlegar svo hægt sé að skoða söguna í nýju ljósi. það er jafnvel mögulegt að læra eitthvað af henni.
laugardagur, mars 13, 2010
Maður hefur ekki mikið talað um Icesafe dæmið eftir kosninguna. Maður var svo sjokkeraður eftir Silfur Egils á sunnudaginn að það er best að tjá sig ekki um þessa hluti fyrst um sinn.
Fréttamennskan er oft dálítið sérstök. Þrjú dæi hafa stundið í augun upp á síðkastið. Mamma eins litháans sem var síðan dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir mannsalsmálið á dögunum fékk drottningarviðtal í öðru hverju sjónvarpinu. Hún varði þar son sinn aftan og framan eins og gefur að skilja. Það gera foreldrar yfirleitt. Hún fullyrti að stelpan væri lygalaupur sem ekki væri treystandi til eins eða neins. Í fyrsta lagi velti maður fyrir sé hvert var fréttaissjúið. Ekkert. Skyldi konunni síðan ekki hafa brugðið þegar strákdelinn var dæmdur í fimm ára fangelsi. Hver er tilgangurinn með svona viðtölum? Hann er mjög einfaldur. Að reyna að hafa áhrif á dómarana. Ef allir foreldrar meintra glæpamanna sem eru að fara að ganga fyrir dómara fengju svona viðtöl í fréttum sjónbvarpsins þá væri ekki mikið annað í þeim.
Síðan vegna sama máls þá fluttu fréttamenn fréttir af að ein konan sem hefur fengið vitnavernd vegna framburðar væri kærasta eins delans. Hver er ábyrgð fréttamanna í þessu sambandi? Það vantaði bara að það væri birt mynd af henni og heimilisfangið gefið upp. Fréttamenn eiga að bera það mikla virðingu fyrir fólki sem þorir að vitna gegn svona glæpamannadrasli að þeir eiga að hafa vit á því að þegja þótt þeir viti eitthvað en ekki blaðra eins og bjánar.
Í þriðja lagi var birt ítarleg frétt í gærkvöldi um strák sem var að flytja inn dóp með Samskipum. Hann hjálpaði svo löggunni við að koma höndum yfir annan dela sem stóð í þessu með honum. Það heitir að leika tveimur skjöldum og er ekki velséð í glæpaheimum. Það var sagt hvað strákurinn hét og fréttamaðurinn endaði fréttina glaðhlakkalegur eitthvað í þeim dúr að þótt löggan hefði verið ánægð með hjálpsemina þá væri ekki eins víst að kunninginn fyrrverandi væri það. Það var náttúrulega bara verið að siga seinni dólgnum á þann fyrri vegna þess að hann slaðraði. Hver er tilgangurinn með svona fréttum. Skil það ekki.
Til er félag sem heitir Blaðamannafélag Íslands. Það beitir sér meðal annars í hagsmunamálum félagsmanna sinna. Í fyrra var ritstjóri Morgunblaðsins rekinn. Það upphófst mikil sena vegna málsins af hálfu Blaðamannafélagsins. Brottreksturinn var fordæmdur í bak og fyrir, mikil og löng viðtöl voru vegna málsins í Kastljósum sjónvarpsstöðvanna, blaðamannafélag Norðurlanda ályktaði vegna málsins og ég veit ekki hvað.
Fyrir skömmu var ritstjóri Fréttablaðsins rekinn. Um þann brottrekstur hefur ekki heyrst múkk af hálfu Blaðamannafélagsins. Ekki eitt múkk. "Minn herra á aungvan vin" var einu sinni sagt.
Síðast þegar ég vissi þá voru Hraunfossar í Borgarfirði og Barnafoss rétt ofar í sömu á ekki einn og sami fossinn. Því var aftur á móti haldið fram í Útsvari í gærkvöldi.
Það er töluvert rætt um aðferðafræði í húsnæðismálum sem einn þingmaður VG hefur hampað nokkuð. Hún felst í því að íbúðaeigendur geti skilað lyklinum ef þeir ráða ekki við að borga af íbúðinni og gengið svo út án eftirmála. Fyrirmyndin er bandarísk og þykir mörgum hún mjög sniðug. Þetta er dæmi um tricky lausn sem er vanhugsuð í meira lagi. Ef þessu kerfi verður komið á þá mun það gjörbreyta eignarhaldi á íbúðarhúsnæði hérlendis og í raun húsnæðiskerfinu öllu. Íbúðarlánasjóður og aðrar lánastofanir munu ekki lána húsnæðislán nema til þess fólks sem allt að því örugglega getur borgað. Lánshæfi verður metið miklu nákvæmar en nú er gert. Fólk mun geta keypt sér íbúð mun síðar á æfinni en nú er. Gerðar verða kröfur um mun meira eigið fé en nú er gert. Gerðar verða mun stífari kröfur um greiðsluhæfi. Opinberir starfsmenn munu verða reitaður hærra en fólk sem vinnur hjá einkageiranum vegna þess að atvinnuöryggi er meira í opinbera geiranum. Leigumarkaður mun verða miklu stærri hluti af íbúðarkerfinu en nú. ef það er þetta fyrirkomulag sem menne ru að sækjast eftir þá gott og vel. En þá á að segja það en ekki tala um þetta sem aðferð sem muni redda málunum án hliðaráhrifa.
Á baráttudegi kvenna var rætt um það eins og vanalega hvað konur hafa farið hallloka að mörgu leyti í samfélaginu. Það er farið í gegnum þessa hluti árlega. Nefnd voru dæmi um hve konur stæðu höllum fæti í þjóðfélaginu. Þær hefðu t.d. hvorki orðið landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra eða seðlabankastjóri. Nú hef ég það svo sem ekki heldur en mér er nokk sama. Ég velti hins vegar fyrir mér hvers vegna var ekki komið inn á að það stýrir engin kona stærstu togurum þjóðarinnar og það eru í raun sára sára fáar konur á fiskveiðiflotanum. Það er náttúrulega gróft misrétti þegar launin hafa hækkað verulega vegna gengisþróunarinnar. Hvar eru konurnar í byggingariðnaðinum eða vinnuvélabransanum? Ein konan sagðist vilja breyta þjóðfélaginu á þann hátt að karlmenn færu að sinna umönnunarstörfum meira en þeir hafa gert til þessa. Gott og vel. Þetta er fínt. En á móti finnst meær eðlilegt að sjá fleiri konur í járnabindingum, mótauppslætti, múrhúðun, almennri rafvirkjun, jarðýtuvinnu, vörubílaakstri og þannig mætti áfram telja. Einhver verður að vinna þessi verk þegar kallarnir eru allir komnir í umönnunarstörf.
Hlaupin hafa gegnið vel í vikunni. Ég er farinn að fara fyrr út á morgnana og tek nú 16 km áður en kemur að morgunverkunum í stað 12 áður. Það gengur fínt í þessu veðri. Fuglarnir eru komnir á fullt um sex leytið eins og það væri kominn miður maí. Ég var með fyrirlestur hjá ÍR skokk á mánudaginn. Það var vel mætt og mikið spurt og spekulerað.
Fréttamennskan er oft dálítið sérstök. Þrjú dæi hafa stundið í augun upp á síðkastið. Mamma eins litháans sem var síðan dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir mannsalsmálið á dögunum fékk drottningarviðtal í öðru hverju sjónvarpinu. Hún varði þar son sinn aftan og framan eins og gefur að skilja. Það gera foreldrar yfirleitt. Hún fullyrti að stelpan væri lygalaupur sem ekki væri treystandi til eins eða neins. Í fyrsta lagi velti maður fyrir sé hvert var fréttaissjúið. Ekkert. Skyldi konunni síðan ekki hafa brugðið þegar strákdelinn var dæmdur í fimm ára fangelsi. Hver er tilgangurinn með svona viðtölum? Hann er mjög einfaldur. Að reyna að hafa áhrif á dómarana. Ef allir foreldrar meintra glæpamanna sem eru að fara að ganga fyrir dómara fengju svona viðtöl í fréttum sjónbvarpsins þá væri ekki mikið annað í þeim.
Síðan vegna sama máls þá fluttu fréttamenn fréttir af að ein konan sem hefur fengið vitnavernd vegna framburðar væri kærasta eins delans. Hver er ábyrgð fréttamanna í þessu sambandi? Það vantaði bara að það væri birt mynd af henni og heimilisfangið gefið upp. Fréttamenn eiga að bera það mikla virðingu fyrir fólki sem þorir að vitna gegn svona glæpamannadrasli að þeir eiga að hafa vit á því að þegja þótt þeir viti eitthvað en ekki blaðra eins og bjánar.
Í þriðja lagi var birt ítarleg frétt í gærkvöldi um strák sem var að flytja inn dóp með Samskipum. Hann hjálpaði svo löggunni við að koma höndum yfir annan dela sem stóð í þessu með honum. Það heitir að leika tveimur skjöldum og er ekki velséð í glæpaheimum. Það var sagt hvað strákurinn hét og fréttamaðurinn endaði fréttina glaðhlakkalegur eitthvað í þeim dúr að þótt löggan hefði verið ánægð með hjálpsemina þá væri ekki eins víst að kunninginn fyrrverandi væri það. Það var náttúrulega bara verið að siga seinni dólgnum á þann fyrri vegna þess að hann slaðraði. Hver er tilgangurinn með svona fréttum. Skil það ekki.
Til er félag sem heitir Blaðamannafélag Íslands. Það beitir sér meðal annars í hagsmunamálum félagsmanna sinna. Í fyrra var ritstjóri Morgunblaðsins rekinn. Það upphófst mikil sena vegna málsins af hálfu Blaðamannafélagsins. Brottreksturinn var fordæmdur í bak og fyrir, mikil og löng viðtöl voru vegna málsins í Kastljósum sjónvarpsstöðvanna, blaðamannafélag Norðurlanda ályktaði vegna málsins og ég veit ekki hvað.
Fyrir skömmu var ritstjóri Fréttablaðsins rekinn. Um þann brottrekstur hefur ekki heyrst múkk af hálfu Blaðamannafélagsins. Ekki eitt múkk. "Minn herra á aungvan vin" var einu sinni sagt.
Síðast þegar ég vissi þá voru Hraunfossar í Borgarfirði og Barnafoss rétt ofar í sömu á ekki einn og sami fossinn. Því var aftur á móti haldið fram í Útsvari í gærkvöldi.
Það er töluvert rætt um aðferðafræði í húsnæðismálum sem einn þingmaður VG hefur hampað nokkuð. Hún felst í því að íbúðaeigendur geti skilað lyklinum ef þeir ráða ekki við að borga af íbúðinni og gengið svo út án eftirmála. Fyrirmyndin er bandarísk og þykir mörgum hún mjög sniðug. Þetta er dæmi um tricky lausn sem er vanhugsuð í meira lagi. Ef þessu kerfi verður komið á þá mun það gjörbreyta eignarhaldi á íbúðarhúsnæði hérlendis og í raun húsnæðiskerfinu öllu. Íbúðarlánasjóður og aðrar lánastofanir munu ekki lána húsnæðislán nema til þess fólks sem allt að því örugglega getur borgað. Lánshæfi verður metið miklu nákvæmar en nú er gert. Fólk mun geta keypt sér íbúð mun síðar á æfinni en nú er. Gerðar verða kröfur um mun meira eigið fé en nú er gert. Gerðar verða mun stífari kröfur um greiðsluhæfi. Opinberir starfsmenn munu verða reitaður hærra en fólk sem vinnur hjá einkageiranum vegna þess að atvinnuöryggi er meira í opinbera geiranum. Leigumarkaður mun verða miklu stærri hluti af íbúðarkerfinu en nú. ef það er þetta fyrirkomulag sem menne ru að sækjast eftir þá gott og vel. En þá á að segja það en ekki tala um þetta sem aðferð sem muni redda málunum án hliðaráhrifa.
Á baráttudegi kvenna var rætt um það eins og vanalega hvað konur hafa farið hallloka að mörgu leyti í samfélaginu. Það er farið í gegnum þessa hluti árlega. Nefnd voru dæmi um hve konur stæðu höllum fæti í þjóðfélaginu. Þær hefðu t.d. hvorki orðið landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra eða seðlabankastjóri. Nú hef ég það svo sem ekki heldur en mér er nokk sama. Ég velti hins vegar fyrir mér hvers vegna var ekki komið inn á að það stýrir engin kona stærstu togurum þjóðarinnar og það eru í raun sára sára fáar konur á fiskveiðiflotanum. Það er náttúrulega gróft misrétti þegar launin hafa hækkað verulega vegna gengisþróunarinnar. Hvar eru konurnar í byggingariðnaðinum eða vinnuvélabransanum? Ein konan sagðist vilja breyta þjóðfélaginu á þann hátt að karlmenn færu að sinna umönnunarstörfum meira en þeir hafa gert til þessa. Gott og vel. Þetta er fínt. En á móti finnst meær eðlilegt að sjá fleiri konur í járnabindingum, mótauppslætti, múrhúðun, almennri rafvirkjun, jarðýtuvinnu, vörubílaakstri og þannig mætti áfram telja. Einhver verður að vinna þessi verk þegar kallarnir eru allir komnir í umönnunarstörf.
Hlaupin hafa gegnið vel í vikunni. Ég er farinn að fara fyrr út á morgnana og tek nú 16 km áður en kemur að morgunverkunum í stað 12 áður. Það gengur fínt í þessu veðri. Fuglarnir eru komnir á fullt um sex leytið eins og það væri kominn miður maí. Ég var með fyrirlestur hjá ÍR skokk á mánudaginn. Það var vel mætt og mikið spurt og spekulerað.
laugardagur, mars 06, 2010
föstudagur, mars 05, 2010
Karen Söder leiddi ríkisstjórn sænsku borgaraflokkana í Svíþjóð á árunum í kringum 1980. Borgaraflokkarnir komust þá til valda eftir áratuga stjórnarsetu sænsku kratanna. Sagt var að borgaraflokkarnir hefðu ekki kunnað nógu vel á stjórnkerfið og stjórntækin. Allavega steig atvinnuleysið og verðbólgan fór óðum vaxandi. Ríkisstjórnin kunni fá ráð við þessum vandamálum en til að gera eitthvað þá setti hún þó alla vega lög þess efnis að það var bannað að selja öl af Klassa 2 í dagvöruverslunum á laugardögum.
Hérlendis er margt í heldur vondum málum, Icesafemálið hefur þvælst fyrir stjórnvöldum misserum saman, atvinnnuleysi er í sögulegu hámarki, gjaldeyrishöft gera atvinnulífinu erfitt fyrir, erlendar fjárfestingar sjást varla, gengi krónunnar er lægra en nokkru sinni, þúsundir heimila eru í fjárhagslegu uppnámi og og ég veit ekki hvað. Stjórnvöld sjá vart fram úr að greiða úr þeim vandamálum sem eru listuð hér að framan en þau hafa þó alla vega ákveðið að banna vændi og að í stjórnum einkafyrirtækja skuli vera ákveðið kynjahlutfall.
Ég hef svo sem áður látið skoðun mína í ljós á þessum málum. Ef ég vil falbjóða mig þá kemur það öðrum ekki við að mínu mati, alla vega ekki þeim sem sitja á Alþingi. Það er ekki fyrr en ef ég færi að þvinga aðrar manneskjur til að selja sig mót vilja sínum að málið er þannig vaxið að löggjafinn á að hafa skoðun á því. Sama er með það hvernig stjórnir einkafyrirtækja eru samsettar. Ef ég byggi upp einhvern rekstur einn eða með öðrum og endar ná saman þannig að fyrirtækið lifir frá ári til árs þá kemur það engum við nema okkur eigendunum hvernig stjórn þess er skipuð. Löggjafinn getur haft skoðun á því hvernig stjórnir opinberra hlutafélaga og stofnana eiga að vera samsettar. Valið getur staðið um ákveðið hlutfall af ungu og gömlu fólki, konum og körlum, hvítum og svörtum, hávöxnum og lágvöxnum, svarthærðum og ljóshærðum, feitum og mjóum og þannig mætti áfram telja en löggjafanum kemur einkageirinn ekki við að þessu leyti. Löggjafinn á hins vegar að standa vörð um að allir hafi jöfn tæki færi til menntunar og annara þeirra þátta sem skipta máli hvað varðar samkeppnishæfi einstaklinganna. Þar held ég að allt sé í þokkalegum málum hérlendis þó vitaskuld megi alltaf gera betur en það má bíða betri tíma.
Kosningarétturinn er einn mikilvægasti réttur einstaklingsins. Okkur myndi alla vega finnast það einhverju varða ef hann væri tekinn af okkur. Þess vegna á maður að mæta á kjörstað og kjósa þegar kosningar eru framkvæmdar á annað borð. Mér finnst það skjóta skökku við í lýðræðisþjóðfélagi að forsætisráðherrann skuli gefa það út að hann ætla að sitja heima á kjördag.
Svo krossar maður vitaskuld við "Nei" á morgun. Íslendingar hafa möguleika í þessum kosningum að senda symbólsk skilaboð frá sér um þann órétt sem þjóðin hefur verið beitt af hálfu Breta og Hollendinga og þann möguleika á ekki að láta ónotaðan.
Það var eitt grenjuviðtalið í DV í dag við Baugsgroup. Nú var það herra Fons. Hann á mjög bágt. Gott er að vera hættur að fjármagna þessi ósköp.
Það hefur verið rysjótt hlaupaveður í vikunni. Snjór og hálka. Það spáir ekki of vel á morgun en það verður alla vega hlýtt.
Hérlendis er margt í heldur vondum málum, Icesafemálið hefur þvælst fyrir stjórnvöldum misserum saman, atvinnnuleysi er í sögulegu hámarki, gjaldeyrishöft gera atvinnulífinu erfitt fyrir, erlendar fjárfestingar sjást varla, gengi krónunnar er lægra en nokkru sinni, þúsundir heimila eru í fjárhagslegu uppnámi og og ég veit ekki hvað. Stjórnvöld sjá vart fram úr að greiða úr þeim vandamálum sem eru listuð hér að framan en þau hafa þó alla vega ákveðið að banna vændi og að í stjórnum einkafyrirtækja skuli vera ákveðið kynjahlutfall.
Ég hef svo sem áður látið skoðun mína í ljós á þessum málum. Ef ég vil falbjóða mig þá kemur það öðrum ekki við að mínu mati, alla vega ekki þeim sem sitja á Alþingi. Það er ekki fyrr en ef ég færi að þvinga aðrar manneskjur til að selja sig mót vilja sínum að málið er þannig vaxið að löggjafinn á að hafa skoðun á því. Sama er með það hvernig stjórnir einkafyrirtækja eru samsettar. Ef ég byggi upp einhvern rekstur einn eða með öðrum og endar ná saman þannig að fyrirtækið lifir frá ári til árs þá kemur það engum við nema okkur eigendunum hvernig stjórn þess er skipuð. Löggjafinn getur haft skoðun á því hvernig stjórnir opinberra hlutafélaga og stofnana eiga að vera samsettar. Valið getur staðið um ákveðið hlutfall af ungu og gömlu fólki, konum og körlum, hvítum og svörtum, hávöxnum og lágvöxnum, svarthærðum og ljóshærðum, feitum og mjóum og þannig mætti áfram telja en löggjafanum kemur einkageirinn ekki við að þessu leyti. Löggjafinn á hins vegar að standa vörð um að allir hafi jöfn tæki færi til menntunar og annara þeirra þátta sem skipta máli hvað varðar samkeppnishæfi einstaklinganna. Þar held ég að allt sé í þokkalegum málum hérlendis þó vitaskuld megi alltaf gera betur en það má bíða betri tíma.
Kosningarétturinn er einn mikilvægasti réttur einstaklingsins. Okkur myndi alla vega finnast það einhverju varða ef hann væri tekinn af okkur. Þess vegna á maður að mæta á kjörstað og kjósa þegar kosningar eru framkvæmdar á annað borð. Mér finnst það skjóta skökku við í lýðræðisþjóðfélagi að forsætisráðherrann skuli gefa það út að hann ætla að sitja heima á kjördag.
Svo krossar maður vitaskuld við "Nei" á morgun. Íslendingar hafa möguleika í þessum kosningum að senda symbólsk skilaboð frá sér um þann órétt sem þjóðin hefur verið beitt af hálfu Breta og Hollendinga og þann möguleika á ekki að láta ónotaðan.
Það var eitt grenjuviðtalið í DV í dag við Baugsgroup. Nú var það herra Fons. Hann á mjög bágt. Gott er að vera hættur að fjármagna þessi ósköp.
Það hefur verið rysjótt hlaupaveður í vikunni. Snjór og hálka. Það spáir ekki of vel á morgun en það verður alla vega hlýtt.
miðvikudagur, mars 03, 2010
Mér hnykkti við í gær þegar ég sá uppsláttarfrétt um að "Herbalife ylli lifrarskemmdum". Sagt va rað rannsókn á Landsspítalanum hefði leitt í ljós að Herbalife orsakaði lifrarskemmdir. Nú hef ég notað Herbalife Formúlu 1 og Formúlu 3 í tæp þrjú ár án vandræða en hvað veit maður. Ég las því greinina sem vitnað var í. ég avr töluvert hugsi eftir lesturinn. Þarna var í fyrsta lagi ekki um neina rannsókn að ræða heldur sagt frá fimm tilvikum þar sem sjúklingar höfðu komið á spítalann með gulu og einkenni lifrareitrunar. Þeir höfðu allir notað Herbalife vörur en ekki var sagt frá því í blaðagreininni hvaða vörur það voru. Það má vel vera að það komi fram annarsstaðar. Ekkert var sagt frá heilsufari fólksins að öðru leyti nema að fram kom að einn væri kominn hátt á áttræðisaldur og væri Alzheimerssjúklingur. Ekkert var sagt frá því hvað viðkomandi einstaklingar höfðu nontað mikið af vörunum eða hvort þeir höfðu fylgt leiðbeiningum um magn. Ég var því ekki mikils fróðari eftir að hafa lesið þessa grein nema að það komu fram allskonar efasemdir og spurningar. Þetta var engin rannsókn. Þarna var slegið fram fullyrðingum sem stóðust ekki. Nú getur það vel verið að einstakar vöru passi einstaka fólki ekki. Ég hef aldrei verið talsmaður þess að Herbalife prótein sé notað í miklu magni heldur einsungis við þær aðstæður sem venjulegt færði dugar ekki til eða hentar ekki. Það á heldur ekki að nota það í óhóflegu magni. Allt þetta fellur undir heilbrigða skynsemi. Systir mín hefur mjólkuróþol og hefur ekki getað borað mjólkurvörur frá barnsaldri. ekki ganga læknar út og segja að mjólk sé hættuleg þótt einhverjir hafi mjólkuróþol. það má ganga skrefinu legnra aog segja að líkum hafi verið leitt að því að krabbamein sé miklu sjaldgæfara í löndum þar sem lítillar mjólkur er neytt af fullorðnu fóli en í löndum þar semi mikil er neytt af mjólkurvörum. Sumt fólk hefur glútein óþol. ekki ganga læknavísindin út og segja að vörur sem innihalda glútein séu hættulegar.
Þarna held ég að það hafi eitthvað verið sagt sem ekki stenst.
Það hefur verið ansi fybdið að fylgjast með umræðunni um listamannalaunin. Eins og vanalega verjast þeir sem fá úthlutað almannafé af mismiklum verðleikum með kjafti og klóm. Auðveldast er að segja að þeir sem eru gagnrýnir skilji ekki hlutina, séu á móti listum og þar af leiðandi hálfgerðir asnar. Látum svo vera að listamenn fái framfærslueyri. En eru þeir sem fá úthlutað í dag endilega þeir sem helst eiga skilið að fá svona gjafir. Rúmar 400 milljónir á ári eru dálítill peningur, ekki síst þegar verið er að skera grimmt niður á ýmsum sviðum.
Rotaryklúbur Breiðholts fór á Kjarvalstaði í vikunni að skoða yfirlitssýningu um vatnslitaverk íslenskra málara. Aðalsteinn Ingólfsson fylgdi hópnum um sýninguna og skýrði hana listavel út. Flest verkin voru mjög áhugaverð og mörg bæði falleg og sérstök. Einstaka verk var þó þannig að það er hrein móðgun við fólk að kalla það list og hengja það upp í þessu samhengi. Þegar listin er í því fólgin að hella út pensilþvottaglasinu á pappír og láta það þorna þá er flest orðið að list.
Þarna held ég að það hafi eitthvað verið sagt sem ekki stenst.
Það hefur verið ansi fybdið að fylgjast með umræðunni um listamannalaunin. Eins og vanalega verjast þeir sem fá úthlutað almannafé af mismiklum verðleikum með kjafti og klóm. Auðveldast er að segja að þeir sem eru gagnrýnir skilji ekki hlutina, séu á móti listum og þar af leiðandi hálfgerðir asnar. Látum svo vera að listamenn fái framfærslueyri. En eru þeir sem fá úthlutað í dag endilega þeir sem helst eiga skilið að fá svona gjafir. Rúmar 400 milljónir á ári eru dálítill peningur, ekki síst þegar verið er að skera grimmt niður á ýmsum sviðum.
Rotaryklúbur Breiðholts fór á Kjarvalstaði í vikunni að skoða yfirlitssýningu um vatnslitaverk íslenskra málara. Aðalsteinn Ingólfsson fylgdi hópnum um sýninguna og skýrði hana listavel út. Flest verkin voru mjög áhugaverð og mörg bæði falleg og sérstök. Einstaka verk var þó þannig að það er hrein móðgun við fólk að kalla það list og hengja það upp í þessu samhengi. Þegar listin er í því fólgin að hella út pensilþvottaglasinu á pappír og láta það þorna þá er flest orðið að list.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)