Mér hnykkti við í gær þegar ég sá uppsláttarfrétt um að "Herbalife ylli lifrarskemmdum". Sagt va rað rannsókn á Landsspítalanum hefði leitt í ljós að Herbalife orsakaði lifrarskemmdir. Nú hef ég notað Herbalife Formúlu 1 og Formúlu 3 í tæp þrjú ár án vandræða en hvað veit maður. Ég las því greinina sem vitnað var í. ég avr töluvert hugsi eftir lesturinn. Þarna var í fyrsta lagi ekki um neina rannsókn að ræða heldur sagt frá fimm tilvikum þar sem sjúklingar höfðu komið á spítalann með gulu og einkenni lifrareitrunar. Þeir höfðu allir notað Herbalife vörur en ekki var sagt frá því í blaðagreininni hvaða vörur það voru. Það má vel vera að það komi fram annarsstaðar. Ekkert var sagt frá heilsufari fólksins að öðru leyti nema að fram kom að einn væri kominn hátt á áttræðisaldur og væri Alzheimerssjúklingur. Ekkert var sagt frá því hvað viðkomandi einstaklingar höfðu nontað mikið af vörunum eða hvort þeir höfðu fylgt leiðbeiningum um magn. Ég var því ekki mikils fróðari eftir að hafa lesið þessa grein nema að það komu fram allskonar efasemdir og spurningar. Þetta var engin rannsókn. Þarna var slegið fram fullyrðingum sem stóðust ekki. Nú getur það vel verið að einstakar vöru passi einstaka fólki ekki. Ég hef aldrei verið talsmaður þess að Herbalife prótein sé notað í miklu magni heldur einsungis við þær aðstæður sem venjulegt færði dugar ekki til eða hentar ekki. Það á heldur ekki að nota það í óhóflegu magni. Allt þetta fellur undir heilbrigða skynsemi. Systir mín hefur mjólkuróþol og hefur ekki getað borað mjólkurvörur frá barnsaldri. ekki ganga læknar út og segja að mjólk sé hættuleg þótt einhverjir hafi mjólkuróþol. það má ganga skrefinu legnra aog segja að líkum hafi verið leitt að því að krabbamein sé miklu sjaldgæfara í löndum þar sem lítillar mjólkur er neytt af fullorðnu fóli en í löndum þar semi mikil er neytt af mjólkurvörum. Sumt fólk hefur glútein óþol. ekki ganga læknavísindin út og segja að vörur sem innihalda glútein séu hættulegar.
Þarna held ég að það hafi eitthvað verið sagt sem ekki stenst.
Það hefur verið ansi fybdið að fylgjast með umræðunni um listamannalaunin. Eins og vanalega verjast þeir sem fá úthlutað almannafé af mismiklum verðleikum með kjafti og klóm. Auðveldast er að segja að þeir sem eru gagnrýnir skilji ekki hlutina, séu á móti listum og þar af leiðandi hálfgerðir asnar. Látum svo vera að listamenn fái framfærslueyri. En eru þeir sem fá úthlutað í dag endilega þeir sem helst eiga skilið að fá svona gjafir. Rúmar 400 milljónir á ári eru dálítill peningur, ekki síst þegar verið er að skera grimmt niður á ýmsum sviðum.
Rotaryklúbur Breiðholts fór á Kjarvalstaði í vikunni að skoða yfirlitssýningu um vatnslitaverk íslenskra málara. Aðalsteinn Ingólfsson fylgdi hópnum um sýninguna og skýrði hana listavel út. Flest verkin voru mjög áhugaverð og mörg bæði falleg og sérstök. Einstaka verk var þó þannig að það er hrein móðgun við fólk að kalla það list og hengja það upp í þessu samhengi. Þegar listin er í því fólgin að hella út pensilþvottaglasinu á pappír og láta það þorna þá er flest orðið að list.
miðvikudagur, mars 03, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli