miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Fór á mjög skemmtilegan fyrirlestur hjá Ásgeiri Jónssyni fjallgöngumanni og Ironman í gærkvöldi. Ásgeir fór yfir þær breytingar sem hafa orðið hjá honum á síðustu tveimur árum sem hann byggir aðallega á breyttu mataræði. Hjá honum komu margar góðar hugmyndir fram sem maður þarf að vinna úr. Hann ætlar að setja glærurnar inn á síðuna sína www.aj.is. Mæli með því að skoða þær.

Það var athyglisvert að fylgjast með umræðunni um Breiðavíkurdrengina á spjallvefjum í gær. Fólk var slegið, sjokkerað og fullt reiði yfir að sjá hvernig farið hafði verið með börn hér á árum áður. Þó voru til nokkrar undantekningar hjá þeim sem fara mest í bloggsíðusamfélaginu. Talskona Feministafélagsins eyddi deginum í að telja hve oft væri minnst á hana persónulega í Fréttablaðinu. Annar mikilvirkur feministaspjallari taldi upp allt það skemmtilega sem hún hafði gert yfir daginn. Sú þriðja minntist á Breiðuvíkurumfjöllina en fannst það ver af stað farið en heima setið hjá sjónvarpinu að bera svona efni á borð fyrir fólk því fólk tæki sjónvarpsefni sem skemmtiefni. Mér til ánægju sá ég víða að fólk er ekki hrifið af málflutningi þeirra úr Feministafélaginu og fannst þögn þeirra sláandi. Það er gott að vita að maður sé ekki einn á báti í þeim efnum.

Sá samræður tveggja lögfræðinga í Kastljósi í gærkvöldi um þessi mál og fleiri þeim tengd. Meðal annars var rætt um refsingar við kynferðisafbrotum. Atli Gíslason lögfræðingur var á þerri skoðun að refsiramminn væri ekki nýttur sem skyldi því kynferðisafbrot „gegn börnum og konum“ væru afbrot sem kæmust næst mannsmorði. Maður spyr sig hvað með karlana? Eru þeir aldrei beittir kynferðislegu ofbeldi, eða er það metið á öðrum skala í huga þessa manns. Menn sem svona tala eru varla marktækir í þessum efnum í mínum huga.

Ég hef séð niðurstöður kannana sem sýna að það séu fleiri strákar á framhaldsskólaaldri en stelpur sem selja sig.

Blaðamenn. Það er voðalega auðvelt að kalla það umfjöllun um mál að skrifa niður sem einhverjir þingmenn segja en blaðamennska er það ekki. Blaðamenn hafa nefnilega miklar skyldur við samfélagið. Þeir eiga að gæta þess að stjórnmálamenn komist ekki upp með að ýta hlutum frá sér og láta þá liggja heldur að halda þeim við efnið. Því er það vægt sagt aumkunarverð vinnubrögð dagblaða að láta það nægja að labba niður á Alþingi og endurrita ræður þingmanna á atkvæðaveiðum þegar svona mál er í umfjöllun í samfélaginu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk takk Gunnlaugur, það var líka aldeilis frábært að fá þig og heyra frá þínum reynslubanka, því hann er nú ekki svo lítil!

Nafnlaus sagði...

Just to report that I used a very nice photograph of the aurora over Iceland, which I've usually just viewed from airplanes, in a RHESSI science nugget at http://sprg.ssl.berkeley.edu/~tohban/nuggets/?page=article&article_id=45

It is not so relevant maybe, but who knows?

Thanks

Hugh Hudson