ATC Dagur 4.
Tetta var dagurinn sem eg hafdi kvidid mest fyrir. Eg hef aldrei hjolad utanvega eda s.k. fjallahjolreidar og hef svo sem ekki stundad hjolreidar mikid sidustu 20 arin eda sidan eg bjo i Danmorku. Verkefni dagsins var ad hjola 5 hringi a um 7 km langri braut sem la bædi inni i bænum og a slodum og vegleysum fyrir utan hann. Trausti, Asgeir og Stefan eru allir miklir hjolagarpar tannig ad tad var ljost ad eg myndi hægja a hopnum. Eftir hjolaturinn atti svo ad ganga a 3 fjoll i nagrenni bæjarins sem eru tæplega 700 metra ha.
Vid gerdum okkur klara uppur kl. 8.00 og vorum komnir upp i mark um 8.30. Tad var toluvert kradrak i startinu enda 68 hjolreidamenn a ferd. Fyrir utan keppnislidin 15 eru tvo oopinber keppnislid sem taka tatt i hluta af leidinni en eru ekki skradir formlegir keppendur. Kl. 9.00 var ræst og menn teystu af stad. Bærinn er mjog mishædottur og tad eru nokkrar langar brekkur i honum. Eg fann fljott ad minn veikleiki var m.a. ad hjola upp langar brekkur tannig ad eg akvad fljott ad ganga upp tær med hjolid. Tad var nu oft tannig ad eg var ekkert mikid lengur en sumir sem bordust vid ad hjola alla leid og stodu svo a ondinni a brekkubruninni. Tad voru ymsir kaflar a leidinni sem eg gekk med hjolid i stad tess ad hjola en annars træladist madur leidina eftir tvi sem hægt var. Eg held ad tessir fimm hringir sem hjoladir voru i morgun seu einhvert svakalegasta byrjendanamskeid i utanvegahjolreidum sem hægt er ad hugsa ser og serstaklega fyrir halfsextugan mann. Trausti studdi mig eftir fongum og leidbeindi og hinir hjalpudu a annan hatt. A einum stad turfti ad bera hjolin upp nokkra brekku. Stefan og Asgeir voru yfirleitt komnir a undan og komu nidur til skiptis og hlupu oskrandi med hjolid upp brekkuna svoi testerostenlyktin barst langar leidir a moti vindi. Nærstaddar grænlenskar konur sem sau tessi atok hviudu og kiknudu i hnjanum vid ad sja atok islendinganna. Eg var mest hræddur um ad detta og slasa mig i tessum hluta en allt for vel. Vid forum fram ur franska lidinu undir restina og gekk eg fram ur teim i sidustu longu brekkunni a medan teir stredudu vid ad hjola upp hana. Vid klarudum hjolaturinn katir og osarir a tæpum fjorum timum og vorum i 7 sæti og vorum mjog anægdir med tad. A hjolunum komu danirnir sem klikkudu a leidinni i gær mjog sterkir inn og hringudu okkur. Teir er horkuhopur sem er liklegur til ad vinna keppnina.
Vid vorum snoggir ad gera okkur klara fyrir fjallahlaupid og geystustum af stad eftir 5 minutur. Enda tott fjollin seu ekki mjog ha a pappirunum ta eru tau snarbrott og fell margur svitadropinn i dag. Vid nadum a topp a fyrsta fjallinu eftir einn og halfan tima og ta var eitt lid ad fara af toppnum. A toppnum bordudum vid og drukkum og hlupum sidan nidur hlidina i longum malarskridum. Tegar nidur var komid saum vid ad vid hofdum skilid lidid sem var ad fara af toppnum tegar vid komum upp eftir i fjallinu og var tad eftir okkur tad sem eftir var. Fjallahlaupid var skipulagt tannig ad lidin med numer med oddatolu foru rettsælis en tau sem voru med jafna tolu foru rangsælis. Vid forum rangsælis. Tannig gat madur ekki sed hvernig stadan var nema a um helmingi lidanna og sidan a teim sem madur mætti. Vid træludumst a topp numer tvo og tegar vid vorum komnir upp ta saum vid frakkana vini okkar koma a moti okkur og voru teir i halfgerdum ogongum. I svona dæmi skiptir miklu mali ad velja retta leid. Vid fengum okkur nesti a toppi nr 2 og heldum sidan afram. Samlokan sem virkadi afar tykk i morgun virkadi alltof litil tegar hun var etin i dag. I svona longum atokum skiptir miklu mali ad borda vel. Ef sulturinn fer ad gera vart vid sig er stutt i orkuleysid og treytuna. A leid upp a tind nr 3 mættum vid lidi sem var ad koma af fyrsta tindi. Hja teim hafdi allt gengid a afturfotunum i hjolreidunum. Einn hafdi dottid ellefu sinnum, slanga hafdi sprungid og kedja slitnad. Teir virkudu mjog sterkir samkvæmt afrekaskra en svona getur tetta gengid. Vid stoppudum stutt a tindi nr. 3 og gafum unglingunum sem voru ad vakta stodina restina af nestinu okkar en tau voru ekkert of vel nestud. Svo var hlaupid til byggda. Trausti leiddi hopinn og tekkti leidina vel. I mark komum vid kl. tæplega 18.30 eda eftir 9 klst og 30 min fra starti i morgun. Vid vorum hæstanægdir med daginn. Okkur hafdi gengid vel og ekkert ovænt komid upp a. Fætur osarir og stemmingin god. Okkur var sagt ad vid hefdum komid inn sem fimmta eda sjotta sveit. Vid erum ekki komnir enn med timamælingar dagsins tannig ad rodin eftir daginn er ekki klar enn. Eddi, Petur og konurnar tvær komu inn eftir 11 tima og hafdi gengid vel. Liklegt er ad sidustu sveitir komi inn eftir 12 - 14 tima.
Ein sveit er dottin ut. Hun var samsett af tveim nordmonnum og tveimur bretum. Nordmennirnir eru i horku formi en bretarnir ekki i neinu formi tannig ad tessi samvinna milli EU og EFTA gekk ekki upp. Liklega fara nordmennirnir leidina upp a eigin spytur utan vid keppnina.
Vid vorum ad spjalla vid fertuga bandariska konu i gærkvoldi sem hefur reynt sitt af hverju a tessu svidi og er svakalega oflug. A sinum yngri arum hafdi hun verid atvinnumanneskja i fotbolta i Bandarikjunum. Eftir tessa keppni er hun ad fara til Kroatiu i 5 - 6 daga keppni. Hun sagdist borda nakæmlega sama mat og eg borda, kjot, fisk, grænmeti og avexti. To sagdist hun einstaka sinnum svindla a sukkuladi.
A morgun er ca 10 - 12 tima programm. Byjad verdur a hjolreidum kl. 9.00. Ta er hjolud leid inn ad stiflu og til baka eda svona 20 km i heildina. Tveir og tveir hjola saman. Tetta eru ekki torfæruhjolreidar sem betur fer heldur hjolad eftir vegi. Sidan verdur lagt a fjoll og komid eftir 10 - 12 tima i s.k. Base Camp næsta kvold. Hann er stadsettur a fjardarstrond her nordar a eyjunni. Tar verdur gist i tjoldum og a tridjudagsmorgun verdur lagt upp i sidasta afangann (Expedition) sem samanstendur af canorodri, fjallgongum og joklagongu. Tessi afangi tekur vel a annan solarhring. Vid komum tvi hingad til Ammasalik aftur siddegis a midvikudag (vonandi).
Tad verda tvi ekki fleiri skyrslur hedan fyrr en ad keppni lokinni. A eftir erum vid ad fara ad gera tad dot klart sem vid sendum i Base Camp, bordum meira og forum svo ad sofa. Takk fyrir godar kvedjur ad heiman og allir bidja ad heilsa.
sunnudagur, júlí 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Þetta er nú meiri þrekraunin. Það tók nú bara á að lesa um hjólreiðarnar. Sjálfur lærði ég að hjóla fimmtugur og er ákveðinn í að reyna ekki að komast í liðið ykkar næsta ár. :-) Gangi ykkur allt í haginn í framhaldinu. Afrek ykkar eru ómetanleg hvatning fyrir okkur hin sem sitjum heima. Manni vitrast smátt og smátt að allt er mögulegt. Bestu baráttukveðjur til ykkar allra!
Þið eruð frábærir. Munið að hafa gaman á síðasta leggnum.
Bibba
Flott hjá ykkur, gaman að fá að fylgjast svona með. Gangi ykkur allt í haginn síðasta spölinn, við sendum alla góða strauma sem við eigum!
Gaman að lesa þessi ofurblogg :)
Gangi ykkur rosalega vel með restina!
Glæsilegur árangur. (Sérlega flott með hjólaleiðina)
kv. Sv1
Mikið er gaman að lesa þessar færslur ! Vona að allt gangi vel hjá ykkur, hér biðja allir innilega að heilsa... pabbi þinn spurði mikið um þig á Kleppsveginum í gær :)
Skrifa ummæli