ATC: Sma samantekt.
Madur er dalitid innantomur svona i morgunsarid tvi reynsla sidustu daga er tannig ad madur verdur smatima ad melta hana og na balance aftur. Tad ma segja med sanni ad ATC keppnin kallast Extreme Challange med sanni. Tad er margt sem tarf a ad halda i svona keppni. Samvinna folks sem oft er olikt, viljastyrkur, tekking og skynsemi asamt hreysti af akvednu tagi. Keppnin reynir a allt tetta og fer arangur yfirleitt eftir tvi hver gerir fæst mistok.
A manudaginn var svona upphitun fyrir sidasta langa legginn. Tad voru 20 km langar hjolreidar um morguninn. Tveir og tveir hjoludu saman, bædi a utanvegabraut og svo eftir gomlum malarvegi inn ad stiflu innan vid torpid. Stefan og Asgeir foru a undan og voru ruman klukkutima ad tessu og voru fimmtu i mark tratt fyrir ad Stefan færi a hausinn einu sinni. Vid Trausti tokum sidari legginn og vorum hægari, eg vildi fyrst og fremst klara tetta an tess ad fara a hausinn. Tad gekk ymislegt a hja keppendum, kedjur slitnudu, slongur sprungu og fleira gerist tegar mikid er tekid a. Ad tessu loknu var haldid inn med firdinum og inn langan dal. Tar hofst ganga a jokulinn Mitterwaak tar sem checkpoint nr. 1 var. Nu var nokkud bil a milli lida tar sem tau hofdu komist misfljott af stad eftir tvi hve vel gekk a hjolunum. Vid vorum frekar aftarlega en forum frekar hratt yfir. A jolultoppnum var gridargott utsyni og stoppudum vid stund tar. Frakkarnir voru ad koma nidur tegar vid vorum ad koma upp. Franska lidid og bandariska lidid Explorer voru mjog atekk okkur og hittum vid tau oft i gegnum keppnina a sidasta leggnum. Einnig hittum vid hollenska lidid oft.
Vid letum ganga undan nidur af joklinum og hlupum i eínum blodspretti nidur ad jokulrotum. Vid forum fram ur frokkunum og nadum Explorer vid jokulrondina. Vid fylgdumst med teim i mark, odum jokula i leidinni sem nadi manni upp i mitti og komum saman yfir marklinuna i Base Camp. Tar var buid ad sla upp tjoldum a sandstrond i solskini og blidu vedri med hafisinn fyrir utan flædarmalid. Verkefni dagsins var lagt upp tannig ad tad væru flestir komnir i mark kl. 20.00. Tad voru tonleikar a kloppunum, kvennakor fra Tassilaq og grænlenskur visnasongvari sem sungu. Bodid var upp a ekta grænlenskt barbique, grilladan silung, hval og kjotpylsur. Maturinn rann vel nidur tvi menn vissu ad morguninn eftir byrjadi ballid, sidustu dagar hofdu bara verid sma upphitun.
A tridjudagsmorguninn var vaknad kl. 8.00, tjoldin tekin nidur, dotid gert klart fyrir gonguna og annad sent til baka til Tassilaq. Kl. 10.00 var svo skotid av vænum veidiriffli og allir hlupu nidur a strond og reru af stad. Tad turfti ad roa dalitinn spol ad fyrsta checkpoint. Rodurinn gekk agætlega hja okkur og vid vorum i midjum hop vid landtoku. Baturinn var gerdur klar og sidan lagt af stad a næsta cp sem var uppi a fjallstoppi uppi a jokli. Ta gerdist ohapp. Vid tyndum kortinu sem vid fengum fyrir tennan legg og allir checkpontarnir voru skradir. Vid vorum ad klongrast fyrir kletta fyrir ofan allstora a og ta hefur kortid runnid undan beltinu. Tad var ekkert vid tessu ad gera en malid var slæmt tvi kortin eru naudsynleg i keppni sem tessari. Trausti tekkti hins vegar leidina nokkud vel og vid hjeldum afram i gegnum klappir, gil og hædardrog og up a jokulinn. Vid hittum nokkur lid a leidinni og gekk bara vel. Tegar ad jokulrond forum vid i brodda og festum okkur i linu og svo var pjakkad upp. Tegar komid var ad fjallsrotum a efsta topp voru frakkarnir ad koma nidur. Vid vorum snoggir upp og syndum okkur. Oll lidin voru i numerudum vestum sem urdu ad vera yst fata svo verdir gætu sed hverjir væru a ferd og ad allir i lidinu væru mættir.
Vid vorum lettstigir nidur af joklinum forum fram ur frokkunum og nadum Explorer. Tegar teir frettu af vandrædum okkar med kortid ta var ekkert sjalfsagdara en ad teir lanudu okkur kort en teir voru med tvo. Svona var morallinn milli lidanna. Vid komum saman ad næsta checkpoint sem var falinn undir haum kloppum sem turfti ad klongrast nidur a. Tarna var Judy, stulkan i Explorer, ordin slæm i okklanum tvi hun hafdi misstigid sig illa. Trausti gaf henni verkjalyf svo henni leid betur en hun var a tessum timapunkti ad hugsa um ad hætta i keppninni.
Næst la fyrir ad roa yfir i næsta fjord tar sem cp 4 var. Vid logdum af stad rett a eftir Explorer og voru Frakkarnir ad koma i sama mund. Klukkan var tarna ordin 11.30 um kvoldid og farid ad skyggja. Ta gerdust onnur mistok. Vid saum ekki stodina i vikina og rerum yfir hana og fyrir næstu vik. Tegar ekkert var tar ad sja rerum vid afram yfir i næsta fjord. Explorer var rett a undan okkur og vid tokum land a kloppunum og redum radum okkar. Eftir stund akvadum vid ad snua vid og leita betur. Enginn okkar var vanur rodrarmadur svo vid urdum ad taka land aftur til ad teygja ur okkur og lidka stirda vodva. Tad var farid ad kula dalitid og baturinn ekki stodugur. Mer stod ekki a sama um tetta tvi tad hefdi verid slæmt ad turfa ad lata oryggisbatinn hirda okkur ur sjonum fyrir utan ad ta hefdi dotid allt blotnad. Afram tokudumst vid til baka og inn i fyrstu vikina og viti menn tar var stod 4. Hun sast ekki vel, tjaldid var grænt tannig ad tad var erfitt ad sja hana fjorugrjotinu og i rokkri. Explorer var tarna lika a sama roli og vid en vafalaust nokkrir farnir fram ur okkur. Rumlega tvo um nottina logdum vid af stad og nu la fyrir nokkud long ganga inn ad jokulrotum.
Fljotlega for ad birta og solin kom upp kl. 3.00 um nottina og nu for ta ad hlyna. Okkur var heldur kalt eftir bagsid a batnum en svo tad bætti heldiur ur skak tegar okkur for ad hlyna, bædi vid ad fara ad ganga og einnig tegar solin for ad skina. Vid jokulrætur stoppudum vid og settum brodda og belti a okkur. Ta la vid ad tad skedi ohapp. Eg var heldur kaldur og stirdur tarna og tegar eg steig a stein sem sporreistist ta datt eg helan hring aftur fyrir mig og slo hausnum utan i stein. Bakpokinn tok mesta hoggid og hettan hlifdi hausnum ad mestu. Sem betur fer vard ekkert ad og eftir nokkur vel valin blotsyrdi vard eg finn. A jokulinn var pjakkad og komum vid upp a cp um kl. 5.00 um morguninn. Vid fengum okkur ad borda i morgun solinni og flylgdumst sidan nidur med Explorer sem var a sama roli. Vid komum nidur a cp 6 eftir langa gongu um kl. 11.30. Ta voru Frakkarnir ad leggja fra landi tannig ad teir hofdu ekki farid langt fram ur okkur tratt fyrir siglingarævintyrid. Vedrid var eins gott og gat verid, sol og hlytt. A tessari stod fengum vid heitan pastarett og gatum fengid heitt vatn. Vid vorum med mat til ad hita og var mjog gott ad fa sma heitt i magann.
Næsti leggur var rodur. Rodurinn var okkur erfidur. Vid tokum tvisvar land til ad teygja ur stirdum skonkum. Sidan fundum vid stodina eftir svona klukkutima rodur vandlega falda bak vid klappir inni i litilli vik. Vid gengum fra batnum og logdum upp. Landslagid tarna var mjog storbrotid, fjollin gridarha og hvalbakarnir feikna storir. Vid tokum stefnu inn gil i att ad næstu stod en svo kom i ljos ad vid hofdum gert mistok, valid rangt gil. Vid komum fram a strond og saum ad vid turftum ad fara fyrir gridarmikil hvalbok til ad komast inn i vikurbotninn a leidina ut med strondinni i att ad næsta cp sem var nr 8. Tad tok nokkra klukkutima ad komast fyrir hvalbokin og klongrast nidur i vikina. Tarna saum vid ad lidin sem vid hofdum verid i samfloti vid vorum komin tad langt fram ur okkur ad tad tyddi ekki ad hugsa meir um tau. Vid hittum tarna fjora straka ur lidi nr. 1 og lidi nr 3 sem voru bunir ad sla ser saman. Menn i badum lidum voru hættir vegna meidsla og aumra fota svo teir klarudu dæmid ser til anægju. Eftir nokkra stund fundum vid cp 8, enn vel falda bak vid klappir tar sem erfitt var ad sja hana. Klukkan var tarna ordin um 17.00 a midvikudag. Vissulega var svefnleysid farid ad segja til sin tarna enda vid bunir ad vaka i ruman solarhring.
Nu tok vid 3 klst long ganga upp a jokul topp. Tad var seinfært inn dalinn vegna grjotrudnings en tokst loks ad komast alla leid. Hækkunin var mikil og seinfarid upp a toppinn. Loks komumst vid upp a topp um kl. 20.00. Tar var madur sem vid konnudumst vid. Teir budu upp a braud sem var vel tegid. Sidan var snarast af stad. Nu la leidin nidur i vikina tar sem batarnir bidu. Tad var yfir jokul ad fara og sidan nidur gridarbratt gil med tilheyrandi jokulrudningi og storgryti. Tad tokst ad lokum ad klongrast yfir tetta og vorum vid komnir a strondina vid batana korter i ellefu. Vid vorum snoggir ad gera klart og hofum rodurinn sidasta spolinn. Nu var nokkur is kominn a fjordinn svo tad turfti nokkra adgat vid rodurinn. Rodurinn gekk eins og i sogu og aratokin voru samstillt. Eitthvad hofdum vid lært i ferdinni!!!
Vid stefndum a ad komast i mark fyrir midnætti og tad tokst. Tad var god tilfinning ad standa i markinu og hafa lagt tessa 120 km af joklum, grjotklungri, klettum og odru landi ad baki sem vid hofdum farid yfir a sidustu 36 timum. Vid vorum allir frekar vel haldnir. VItaskuld voru einhverjar tær sma aumar og nokkrir vodvar stirdir en tad eru smamunir. Folk fer i svona keppnir m.a. til ad kanna tolmork sin. Keppni sem tessi reynir svo vissulega a ta sem taka tatt i henni. Hun reynír a svo margt, likamlegan sem andlegan styrk og getu til margra hluta.
Okkur var sagt af teim sem toku a moti okkur i markinu ad vid hefdum komid inn sem 7. lid og vorum vid sattir vid tad, serstaklega midan vid tær uppakomur sem vid hofdum gengid i gegnum. Donsku strakarnir voru langfyrstir enda hardtjalfadir fyrir svona keppnir. Tad var annad en vid sem hofdum t.d. aldrei roid saman Cano adur og eg aldrei hjolad utanvega svo dæmi se tekid. Flest lidín klarudu keppnina samtals a 50 - 60 klst.
Petur, Elli, Karen og Pia komu ad landi upp ur kl. 6.00 i morgun. Tad hafdi gengid vel hja teim. Tad hefur ekki alltaf verid audvelt hja Ella og Petri ad standa undir lidinu, m.a. vid ad draga tær upp langar og erfidar brekkur. Pia hefur farid tetta oft adur i tessa keppni og er mjog oflug. Hun sagdi ad sidasti leggurinn hefdi aldreí adur verid svona langur. Karen var buin ad missa trjar fotneglur ad sogn Piu en stod sig engu ad sidur eins og hetja.
Nu er tetta ævintyri buid. Tad verdur fyrst og fremst ad lita a svona keppni sem upplifun og ævintyri tvi hver ætti annars ad vera tilgangurinn i a trælast um a joklum, sjo og landi dogum saman. Madur getur misst margt en minningarnar um svona upplifun med godum felogum hverfa ekki. Mer er sagt ad eg se elsti einstaklingurinn sem hafi klarad tessa keppni og samkvæmt seinni upplysingum hefur enginn yfir fimmtugu tekid tatt i tessari keppni fyrr. Tad er svo sem agætt. Einn nordmadur sem er ari eldri en ed tok tatt i studningslidi sem klara bara vissa afanga en eru sidan flutt a milli stodva.
Vedrid var afskaplega gott allan timann a medan a keppninni stod, logn, bjart og ekki of heitt. Framkvæmd heimamanna hefur verid til fyrirmyndar og er vonandi ad ATC nai ad festa sig i sessi til framtidar sem ein helsta Extreme Challenge keppnin i heiminum. Samfelagid her tarf vissulega a tvi ad halda ad fa sma input utan ad fra.
Kærar takkir fyrir godar kvedjur ad heiman. Tad bidja allir ad heilsa fjolskyldum og vinum.
fimmtudagur, júlí 26, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Hjartanlega til hamingju með afrekið strákar, þið eruð okkur hinum frábær fyrirmynd og hvatning til frekari afreka í framtíðinni.
Kveðja Halli
Til hamingju frændi með frábæran árangur, gaman að fylgjast með hvað þú ert atorkusamur :-)
Íva frænka
Hjartanlega til hamingju, þvílíkt ævintýri!
Frábært, til hamingju með þetta.
Kv.
Ásta
Hjartanlega til hamingju.
Hlakka til að sjá ykkur
Bibba
Til hamingju með árangurinn!
Glæsilegur árangur eins og vænta mátti. Hraustir menn...
Frábært hjá ykkur. Gaman að fá að lesa sögna hjá þér. ps. ætlaður að fara aftur??
Takk fyrir góðar kveðjur.
Við sjáum til með framtíðina Pétur!!!
Mbk
Gunnl.
Skrifa ummæli