föstudagur, apríl 30, 2010
fimmtudagur, apríl 29, 2010
Nýjasta varnarafbrigðið er eitthvað í þessa áttina: Ég sé nú að það sem ég gerði var rangt. En á þeim tíma þegar ég gerði var ég siðlaus svo það var ekki rangt á þeim tíma þegar ég gerði það.
Mona Salin var sænskur ráðherra þegar hún keypti Toblerone og bleyjur á flugvellinum á Arlanda með ráðherrakortinu. Það var talin óverjandi meðferð á opinberum fjármunum svo hún neyddist til að segja af sér. Þetta var ekki bort á neinum lögum heldur móralskt óþolandi að ráðherrar notuðu skattfé til að borga einkaneyslu.
Uwe Rainer var sérstakur vinur Olofs Palme sem skipaði hann dómsmálaráðherra í Svíþjóð í stjórninni sem sat 1982-1985 þrátt fyrir að hann væri ekki þingmaður. Það kom svo í ljós að nefndur Uve hafði tekið há lán í endaðan desember og borgað þau strax eftir áramótin til að ná niður eignaskattinum. Hinn almenni krati varð vitlaus þegar þetta fréttist og heimtaði afsögn ráðherrans fyrir ómórölsk vinnubrögð. Svona gera kratar ekki. Uve neyddist til að segja af sér en Olof bjargaði vini sínum og skipaði hann hæstaréttardómara. Þá kom í ljós að hann hafi oftar en áður var vitað leikið þennan áramótakarúsell. Því neyddist hann einnig til að segja af sér sem hæstaréttardómari þratt fyrir að hann væri sérstakur vinur Olofs. Uve braut engin lög en athæfi hans var talið móralskt óþolandi.
Rti Bjerregaard avr menntamálaráðherra í Danmörku þegar hún átti leið um París. Eitthvað var kort um hótelpláss í borginni þannig að hún gisti á dýrasta hóteli sem fannst í París. Þegar þessi ráðstöfun almannafjár komst í hámæli þá var henni ekki sætt á ráðherrastóli. Hún braut engin lög en athæfi hennar var móralskt óþolandi fannst dönskum krötum.
Í gærkvöldi var myndakvöld hjá Ferðafélaginu. Ólafur Örn, forseti félagsins, sýndi myndir úr væntanlegri árbók sem fjallar um Friðland að fjallabaki en hann skrifar bókina. Ólafur sýndi myndir úr bókinni sem flestar voru eftir Daníel Bergmann. Þær voru alveg stórkostlegar og opnuðu manni nýja heima á þessu svæði. Það er kjörið fyrir margan Laugavegshlauparann að taka sér bókina í hönd þegar hún kemur út og líta eftir því sem er að sjá þarna sitt hvoru megin við hinn hefðbundna Laugaveg. Það er beinlínis skylda manns að skoða sig vel um við hvert tækifæri á þessu magnaða svæði sem á fáa sinn líka.
Þessi vika verður sú síðasta langa fyrir Comrades. Nú fer ég að taka hitaæfingar niður í Laugum en það eru líkur á að hitinn verði allt að 25°C sem er kannski ekki svo slæmt. Sama er, maður á að búa sig undir aðstæður eftir því sem fært er. Það gerir upplifunina bara ánægjulegri.
Gauti fór til Boston í dag en hann ætlar að hlaupamaraþon í New Jersey á sunnudaginn. Hann hljóp þetta hlaup í fyrra á fantagóðum tíma eða 2.42. Hann gáði á veðurspána á flugvellinum og það spáir 28-30°C hita á helginni. Það er bara að hann bráðni ekki.
Það er flot að sjá hvað Mogginn er farinn að sinna umræðu um útivist og hreyfingu vel upp á síðustu misseri. Æ algengara er að sjá viðtöl og umfjöllun um fólká ýmsum stigum sem er að hlaup aog hreyfa sig. Síðan eru fínir pistlar á mbl.is s.s. eftir Karenu Axelsdóttur um þríþrautaræfingar og hlaup út frá ýmsum sjónarhornum. Einnig skrifar Haraldur Örn góða pistla um göngu- og fjallaferðir. Það er orðinn svo stór hópur fólks sem hefur þetta að áhugamáli á einn eða annan hátt að hann er orðinn faktor.
Mona Salin var sænskur ráðherra þegar hún keypti Toblerone og bleyjur á flugvellinum á Arlanda með ráðherrakortinu. Það var talin óverjandi meðferð á opinberum fjármunum svo hún neyddist til að segja af sér. Þetta var ekki bort á neinum lögum heldur móralskt óþolandi að ráðherrar notuðu skattfé til að borga einkaneyslu.
Uwe Rainer var sérstakur vinur Olofs Palme sem skipaði hann dómsmálaráðherra í Svíþjóð í stjórninni sem sat 1982-1985 þrátt fyrir að hann væri ekki þingmaður. Það kom svo í ljós að nefndur Uve hafði tekið há lán í endaðan desember og borgað þau strax eftir áramótin til að ná niður eignaskattinum. Hinn almenni krati varð vitlaus þegar þetta fréttist og heimtaði afsögn ráðherrans fyrir ómórölsk vinnubrögð. Svona gera kratar ekki. Uve neyddist til að segja af sér en Olof bjargaði vini sínum og skipaði hann hæstaréttardómara. Þá kom í ljós að hann hafi oftar en áður var vitað leikið þennan áramótakarúsell. Því neyddist hann einnig til að segja af sér sem hæstaréttardómari þratt fyrir að hann væri sérstakur vinur Olofs. Uve braut engin lög en athæfi hans var talið móralskt óþolandi.
Rti Bjerregaard avr menntamálaráðherra í Danmörku þegar hún átti leið um París. Eitthvað var kort um hótelpláss í borginni þannig að hún gisti á dýrasta hóteli sem fannst í París. Þegar þessi ráðstöfun almannafjár komst í hámæli þá var henni ekki sætt á ráðherrastóli. Hún braut engin lög en athæfi hennar var móralskt óþolandi fannst dönskum krötum.
Í gærkvöldi var myndakvöld hjá Ferðafélaginu. Ólafur Örn, forseti félagsins, sýndi myndir úr væntanlegri árbók sem fjallar um Friðland að fjallabaki en hann skrifar bókina. Ólafur sýndi myndir úr bókinni sem flestar voru eftir Daníel Bergmann. Þær voru alveg stórkostlegar og opnuðu manni nýja heima á þessu svæði. Það er kjörið fyrir margan Laugavegshlauparann að taka sér bókina í hönd þegar hún kemur út og líta eftir því sem er að sjá þarna sitt hvoru megin við hinn hefðbundna Laugaveg. Það er beinlínis skylda manns að skoða sig vel um við hvert tækifæri á þessu magnaða svæði sem á fáa sinn líka.
Þessi vika verður sú síðasta langa fyrir Comrades. Nú fer ég að taka hitaæfingar niður í Laugum en það eru líkur á að hitinn verði allt að 25°C sem er kannski ekki svo slæmt. Sama er, maður á að búa sig undir aðstæður eftir því sem fært er. Það gerir upplifunina bara ánægjulegri.
Gauti fór til Boston í dag en hann ætlar að hlaupamaraþon í New Jersey á sunnudaginn. Hann hljóp þetta hlaup í fyrra á fantagóðum tíma eða 2.42. Hann gáði á veðurspána á flugvellinum og það spáir 28-30°C hita á helginni. Það er bara að hann bráðni ekki.
Það er flot að sjá hvað Mogginn er farinn að sinna umræðu um útivist og hreyfingu vel upp á síðustu misseri. Æ algengara er að sjá viðtöl og umfjöllun um fólká ýmsum stigum sem er að hlaup aog hreyfa sig. Síðan eru fínir pistlar á mbl.is s.s. eftir Karenu Axelsdóttur um þríþrautaræfingar og hlaup út frá ýmsum sjónarhornum. Einnig skrifar Haraldur Örn góða pistla um göngu- og fjallaferðir. Það er orðinn svo stór hópur fólks sem hefur þetta að áhugamáli á einn eða annan hátt að hann er orðinn faktor.
mánudagur, apríl 26, 2010
Það var haldið 100 km hlaup í Kaupmannahöfn á helginni. Þar er hlaupið á 10 km hring sem er sléttur og býður upp á góða tíma. Það stóð líka ekki á dönum að spretta úr spori. Sigurvegarinn í karlaflokki setti danskt met í 100 km hlaupi en hann hljóp á 6.57. Hann lauk um 85 km á sex klst. Það gerir maraþontempó á um 3 klst. Alls hlupu fimm danir á undir 8 klst. Þetta er frábær árangur sem sýnir val hvað er að gerast í þessum málum hjá frændum okkar. Eftir mikla fjölgun góðra maraþonhlaupara hérlendis þá bíður maður bara eftir að þeir fari að reyna sig við 100 km. Það er um allmarka að ræða á þessum vettvangi en þetta er bara að taka skrefið.
Það er ekki hægt að segja annað en að hin pólitíska umræða hérlendis er á köflum ekkert annað en átakanleg. Útnesjamennskan er svo himinhrópandi að maður á varla orð yfir það. Þingmenn sem hafa þegið milljónir á milljónir ofan í styrki frá stórfyrirtækjum fyrir prófkjör sjá ekkert athugavert við það. Af hverju ætli fyrirtæki hafi verið að styrkja suma meir en aðra. Svarið er mjög einfalt. Vegna þess að þeir voru góð fjárfesting. Hafa menn aldrei heyrt máltækið: "Æ sér gjöf til gjalda."
Svo kunna menn ekki einu sinni að segja af sér. Það er búið að þróa nýja aðferð hérlendis þegar þingmenn lenda í klípu. Þeir stíga til hliðar um stundarsakir í þeirri von að einhver nefnd komist að því að þeir hafi ekki brotið neitt af sér. Það væri gaman að sjá hvaðan fyrirmyndin að þessari aðferðafræði er fengin. Bjarni Harðarson Selfyssingur er einn fárra maðurinn sem hefur sagt heiðarlega af sér þegar honum varð á glappaskot. Að hans sögn vantaði ekki ráðleggingar reyndra manna um hvernig hann gæti staðið storminn af sér. Menn kunna þetta svo sem. Hann hefði t.d. getað stofnað eigin þingflokk og hangið á þinginu einn og áhrifalaus út kjörtímabilið í þeirri von að málið myndi gleymast. Bjarni sagði hins vegar hreinlega af sér, axlaði ábyrgð og er því nú allir vegir færir á hinu pólitíska sviði á meðan hinir sem þumbast við og þrjóskast fram í rauðan dauðann daga uppi sem nátttröll.
Síðan er mjög athyglisvert að fylgjast með umræðunni þegar verið er að fjalla um ábyrgð. Fyrst kemur einstaklingurinn, svo kemur flokkurinn og í þriðja sæti eru kjósendur flokksins. Hinir ræflarnir sem eru allir aðrir eru ekki nefndir.
Ég fæ ekki alveg séð að stofnfjáreigendur sparisjóðanna séu þeir sem mest þörf er á að hjálpa hér í þjóðfélaginu eins og maður heyrir sagt á Alþingi í dag. Þeir sem keyptu stofnfé í sparisjóðunum voru ósköp einfaldlega að fjárfesta í hlutabréfum sem er og verður alltaf áhættufjárfesting. Það skiptir engu máli þótt menn segi nú að þeir hafi verið að treysta fjárhagslega framtíð barnanna sinna. Það er bara fyrirsláttur eftirá. Að taka lán til að kaupa hlutabréf fyrir er síðan alveg sérstök glæframennska. Þumalfingurreglan er að maður á ekki að kaupa hlutabréf fyrir meira fé en maður er reiðubúinn að tapa. Þetta er bara lotterí. Sumir græða en aðrir og yfirleitt fleiri tapa.
Það er ekki hægt að segja annað en að hin pólitíska umræða hérlendis er á köflum ekkert annað en átakanleg. Útnesjamennskan er svo himinhrópandi að maður á varla orð yfir það. Þingmenn sem hafa þegið milljónir á milljónir ofan í styrki frá stórfyrirtækjum fyrir prófkjör sjá ekkert athugavert við það. Af hverju ætli fyrirtæki hafi verið að styrkja suma meir en aðra. Svarið er mjög einfalt. Vegna þess að þeir voru góð fjárfesting. Hafa menn aldrei heyrt máltækið: "Æ sér gjöf til gjalda."
Svo kunna menn ekki einu sinni að segja af sér. Það er búið að þróa nýja aðferð hérlendis þegar þingmenn lenda í klípu. Þeir stíga til hliðar um stundarsakir í þeirri von að einhver nefnd komist að því að þeir hafi ekki brotið neitt af sér. Það væri gaman að sjá hvaðan fyrirmyndin að þessari aðferðafræði er fengin. Bjarni Harðarson Selfyssingur er einn fárra maðurinn sem hefur sagt heiðarlega af sér þegar honum varð á glappaskot. Að hans sögn vantaði ekki ráðleggingar reyndra manna um hvernig hann gæti staðið storminn af sér. Menn kunna þetta svo sem. Hann hefði t.d. getað stofnað eigin þingflokk og hangið á þinginu einn og áhrifalaus út kjörtímabilið í þeirri von að málið myndi gleymast. Bjarni sagði hins vegar hreinlega af sér, axlaði ábyrgð og er því nú allir vegir færir á hinu pólitíska sviði á meðan hinir sem þumbast við og þrjóskast fram í rauðan dauðann daga uppi sem nátttröll.
Síðan er mjög athyglisvert að fylgjast með umræðunni þegar verið er að fjalla um ábyrgð. Fyrst kemur einstaklingurinn, svo kemur flokkurinn og í þriðja sæti eru kjósendur flokksins. Hinir ræflarnir sem eru allir aðrir eru ekki nefndir.
Ég fæ ekki alveg séð að stofnfjáreigendur sparisjóðanna séu þeir sem mest þörf er á að hjálpa hér í þjóðfélaginu eins og maður heyrir sagt á Alþingi í dag. Þeir sem keyptu stofnfé í sparisjóðunum voru ósköp einfaldlega að fjárfesta í hlutabréfum sem er og verður alltaf áhættufjárfesting. Það skiptir engu máli þótt menn segi nú að þeir hafi verið að treysta fjárhagslega framtíð barnanna sinna. Það er bara fyrirsláttur eftirá. Að taka lán til að kaupa hlutabréf fyrir er síðan alveg sérstök glæframennska. Þumalfingurreglan er að maður á ekki að kaupa hlutabréf fyrir meira fé en maður er reiðubúinn að tapa. Þetta er bara lotterí. Sumir græða en aðrir og yfirleitt fleiri tapa.
laugardagur, apríl 24, 2010
Vormaraþonið var í dag. Ég var ekki með þátttöku í planinu og reyndi því að hjálpa til í Elliðaárdalnum þar sem var fjölmennt í dag. Ég fór út um 6:30 í morgun og tók dagsskammtinn áður en ég fór inn í dalinn. Alls hlupu tæplega 30 manns maraþon og um 200 manns hálft maraþon sem er metþátttaka í vormaraþoni FM. Það viðraði ekkert sérstaklega vel til bætinga í dag, það var stífhvasst á köflum og ekkert sérstaklega hlýtt. Hlaupararnir fuku vestur eftir en svo þurftu þeir að streða til baka á móti vindinum. Skemmst er frá að segja að frábær árangur náðist í hlaupinu. Björn Margeirsson sigraði í sínu fyrsta hlaupi á rúmum 2.38 sem er frábær tími og sérstaklega þegar tekið er tillit til aðstæðna. Þetta er ein besti tími sem hefur náðst á Íslandi um langt árabil. Stefán Guðmundsson sigraði einnig á fínum tíma í hálfmaraþoni en hann hljóp það á 71 mínútu. Báðir hlupu náttúrulega keppnislaust. Þessir strákar eiga mikið inni ef þeir hlaupa við góðar aðstæður, í hóflegum hita og með góða keppni af öðrum keppendum.Það voru serveraðar vöfflur og kaffi með þeim í Jóatjaldi. Það væri erfitt að halda svona hlaup ef ekki væri innhlaup í skjól því veður geta verið válind. Einu sinni lentum við í slæókri snjókomu í marsmaraþoni að við héldum ekki stígnum en vorum rétt komnir út í skurð.
Það er gaman að fylgjast með svíanum sem er að hlaupa yfir Bandaríkin (www.suneson.se). Hann er búinn með rúma 800 km að 5200. Þetta potast. Hver dagur er ný upplifun. Það væri svakalega gaman að takast á við svona þraut.
Ég hef verið að ganga frá ýmsum þráðum vegna Comrades. Ég fékk tölvupóst um að ég hefði ekki sent inn maraþontíma. Ég sendi tímann inn með umsókninni í haust svo það hefur eitthvað skolast til. Ég hringdi suður eftir til að fá nánari upplýsingar og hélt að þetta væri eitthvað mál með vottorðum og veseni en þá var þetta tekið niður í gegnum símann. Síðan hef ég verið að ganga frá greiðslum á hótelið. Það er annað vesenið. Þeir reiknað allt út í Suður Afrísku Randi og gengisskráningin er eitthvað á reiki. Þetta hefst vonandi. Lars Peter sendi mér skeyti nýlega. Hann er að vinna í Zambíu og ætlar einnig að hlaupa Comrades. Hann er góður hlaupari sem fróðlegt verður að sjá hvernig gengur í svona hlaupi.
Það er gaman að fylgjast með svíanum sem er að hlaupa yfir Bandaríkin (www.suneson.se). Hann er búinn með rúma 800 km að 5200. Þetta potast. Hver dagur er ný upplifun. Það væri svakalega gaman að takast á við svona þraut.
Ég hef verið að ganga frá ýmsum þráðum vegna Comrades. Ég fékk tölvupóst um að ég hefði ekki sent inn maraþontíma. Ég sendi tímann inn með umsókninni í haust svo það hefur eitthvað skolast til. Ég hringdi suður eftir til að fá nánari upplýsingar og hélt að þetta væri eitthvað mál með vottorðum og veseni en þá var þetta tekið niður í gegnum símann. Síðan hef ég verið að ganga frá greiðslum á hótelið. Það er annað vesenið. Þeir reiknað allt út í Suður Afrísku Randi og gengisskráningin er eitthvað á reiki. Þetta hefst vonandi. Lars Peter sendi mér skeyti nýlega. Hann er að vinna í Zambíu og ætlar einnig að hlaupa Comrades. Hann er góður hlaupari sem fróðlegt verður að sjá hvernig gengur í svona hlaupi.
þriðjudagur, apríl 20, 2010
Við Jói renndum hringinn vestur á Snæfellsnes á laugardaginn í fínu en nokkuð köldu veðri. Við lögðum snemma upp og vorum komnir af stað um korter fyrir 6:00. Þegar við vorum á leið út úr bænum þá sáum við gosmökkinn úr Eyjafjallajökli stíga himinhátt upp fyrir Hellisheiðina. Við vorum fyrst og fremst að snudda í fuglum fyrir vestan. Við vorum greinilega helst til snemma því það var vetrarlegt á nesinu, frost en sólríkt. Grundarfjörður skar sig dálítið úr því það var gríðarlegt líf í sjónum. Fuglaflekkir út um allt og tvær hnísur að svamla rétt fyrir utan bryggjuna. Við fórum svo yfir Fróðárheiðina og róluðum til baka í góðu veðri og fínu útsýni. Á leiðinni suður skruppum við upp að Gerðhömrum. Þangað hafði ég aldrei komið áður og í raun ekki tekið eftir klettunum fyrr.
Hamfararnir fyrir austan eru miklar en þó má segja að í raun hefur landið sloppið eins vel og hægt er að hugsa sér fyrst fór að gjósa í jöklinum á annað borð. Þetta er sagt með fullri virðingu fyrir stöðu fólksins sem hefur mátt þola gosmökkinn yfir sér undanfarna daga. Maður getur hins vegar ímyndað sér hvernig ástandið hefði verið ef mökkinn hefði lagt langs eftir Suðurlandsundirlendi ef vindáttin hefði legið þannig. Það hefði verið ægilegt og skaðinn miklu meiri. Nú er sagt frá því í fréttum að einn bóndi undir Eyjafjöllunum ætli að bregða búi og þykir fjölmiðlafólki það mikil tíðindi. Það er ekki nýtt að gos hafa valdið miklum búsifjum í landbúnaði hérlendis. Búseta á stórum svæðum hefur lagt algerlega af vegna afleiðnga gosa. Má nefna Þjórsárdalinn og ýmsar sveitir í Skaftafellssýslu sem ég kann ekki að telja upp. Þorvaldur jarðfræðingur minnti á það í Kastljósinu í kvöld að gömul öskulög væru sumsstaðar á annan metra að þykkt. Þá hefur sitthvað gengið á.
Það er eins og forsetinn missi stundum fattninguna þegar hann kemst í tæri við hljóðnema. Ummæli hans um yfirvofandi Kötlugos eru óskiljanleg í ljósi aðstæðna. Við megum síst við þvi að forsvarsmenn landsins fari að reka einhvern hræðsluáróður um yfirvofandi goshættu sem mögulega kannski einhverntíma kann hugsanlega að eiga sér stað. Viðtalið við hann í síðdegisútvarpinu var ekki síður undarlegt þegar hann taldi það skyldu íslendigna að vara aðra við því sem hugsanlega mögulega gæti gerst. Er ekki rétt að vinda sér strax í Skaftárelda, frostaveturinn mikla 1918 og Tyrkjaránið? Ástæðulaus hræðsluáróður er eitthvað sem menn þurfa ekki á að halda sem stendur.
Ég hvíldi mig alveg á hlaupum á helginni. Það er nauðsynlegt að taka smáhvíld einstaka sinnum til að halda hungrinu. Þetta er fyrsta fríhelgin frá áramótum.
Hamfararnir fyrir austan eru miklar en þó má segja að í raun hefur landið sloppið eins vel og hægt er að hugsa sér fyrst fór að gjósa í jöklinum á annað borð. Þetta er sagt með fullri virðingu fyrir stöðu fólksins sem hefur mátt þola gosmökkinn yfir sér undanfarna daga. Maður getur hins vegar ímyndað sér hvernig ástandið hefði verið ef mökkinn hefði lagt langs eftir Suðurlandsundirlendi ef vindáttin hefði legið þannig. Það hefði verið ægilegt og skaðinn miklu meiri. Nú er sagt frá því í fréttum að einn bóndi undir Eyjafjöllunum ætli að bregða búi og þykir fjölmiðlafólki það mikil tíðindi. Það er ekki nýtt að gos hafa valdið miklum búsifjum í landbúnaði hérlendis. Búseta á stórum svæðum hefur lagt algerlega af vegna afleiðnga gosa. Má nefna Þjórsárdalinn og ýmsar sveitir í Skaftafellssýslu sem ég kann ekki að telja upp. Þorvaldur jarðfræðingur minnti á það í Kastljósinu í kvöld að gömul öskulög væru sumsstaðar á annan metra að þykkt. Þá hefur sitthvað gengið á.
Það er eins og forsetinn missi stundum fattninguna þegar hann kemst í tæri við hljóðnema. Ummæli hans um yfirvofandi Kötlugos eru óskiljanleg í ljósi aðstæðna. Við megum síst við þvi að forsvarsmenn landsins fari að reka einhvern hræðsluáróður um yfirvofandi goshættu sem mögulega kannski einhverntíma kann hugsanlega að eiga sér stað. Viðtalið við hann í síðdegisútvarpinu var ekki síður undarlegt þegar hann taldi það skyldu íslendigna að vara aðra við því sem hugsanlega mögulega gæti gerst. Er ekki rétt að vinda sér strax í Skaftárelda, frostaveturinn mikla 1918 og Tyrkjaránið? Ástæðulaus hræðsluáróður er eitthvað sem menn þurfa ekki á að halda sem stendur.
Ég hvíldi mig alveg á hlaupum á helginni. Það er nauðsynlegt að taka smáhvíld einstaka sinnum til að halda hungrinu. Þetta er fyrsta fríhelgin frá áramótum.
fimmtudagur, apríl 15, 2010
Það gengur mikið á fyrir austan. Það var svo sem viðbúið að það fylgdi eitthvað meira i kjölfarið þegar hraunið var farið að springa upp á Fimmvörðuhalsinum. Stærðarmunurinn sást vel á forsíðu Moggans í morgun. Fimmvörðuhálseldstöðin kúrði svo lítil við hliðina á Eyjafjallajökulseldstöðinni. Síðan má segja að stærðarhlutföllin séu svipuð milli Eyjafjallajökuls og Kötlu. Þá er það alvöru, vatnsflaumurinn ca 100 sinnum meiri.
Það er aðdáunarvert að sjá hvað almannavarnaliðið er vel þjálfað fyrir austan. Það gengur allt smurt og hægt að bregðast við yfirvofandi hættu með mjög skömmum fyrirvara. Kunnugir segja að þetta sé mikið breytt frá því fyrir 10-15 árum síðan.
Það sést vel hvað nútímatækni er viðkvæm fyrir náttúruöflunum þegar flug leggst af um stóran hluta norðanverðrar Evrópu vegna gossins í Eyjafjallajökli. Óvíst er hve það mun vara lengi en áhrifin eru gríðarleg. Fróðir menn hafa velt vöngum yfir því hvort þráðlaus fjarskiptatækni nútímans muni standast áhrif stórra gosa í líkingu við Skaftárelda vegna þess hve rafleiðnieiginlekar andrúmsloftsins muni breytast mikið við slíkar hamfarir.
Ég hef lesið skýrsluna góðu töluvert en ekki ítarlega. Almennt er það mál manna að hún sé ítarleg og fari vel og tæpitungulaust yfir viðfangsefnið sem henni var ætlað að fjalla um. Maður veltir stundum fyrir sér hvort það sé ekki ástæða til að gefa nefndinni framhaldslíf og láta hana fara yfir þróun mála og ýmsar ákvarðanir frá hruni. Ákvarðanir skilanefnda og Icesafe málið allt frá upphafi til enda svo dæmi séu nefnd. Hefur eitthvað breyst. Ég held ekki. Í stórum dráttum er þetta alveg eins. Af hevrju er kjötfarssalinn gamli talinn manna hæfastur til að stjórna Bónusveldinu eftir allt sem á undan hefur gengið. Samskip eru komin í góðar hendur, sömuleiðis Bakkavör. Svo mætti áfram telja. Hvers vegna ætti eitthvað að hafa breyst? Heldur fólk t.d. að hinn svokallaði þjóðfundur hafi breytt einhverju? Það man varla nokkur maður eftir honum lengur. Meginniðurstaða hans var að heiðarleiki þyrfti að vera hafður í fyrirrúmi. Það er nefnilega það.
Það er langt viðtal við hinn mikla hlaupara Scott Jurek í nýjasta tölublaði Runners World. Maður skyldi halda að hann væri í góðum málum og hyggði á frekari landvinninga. Það er best að áhugasamir lesi viðtalið sjálfir. Slóðin er: http://www.runnersworld.com/article/0,7120,s6-243-297--13460-0,00.html
Það er aðdáunarvert að sjá hvað almannavarnaliðið er vel þjálfað fyrir austan. Það gengur allt smurt og hægt að bregðast við yfirvofandi hættu með mjög skömmum fyrirvara. Kunnugir segja að þetta sé mikið breytt frá því fyrir 10-15 árum síðan.
Það sést vel hvað nútímatækni er viðkvæm fyrir náttúruöflunum þegar flug leggst af um stóran hluta norðanverðrar Evrópu vegna gossins í Eyjafjallajökli. Óvíst er hve það mun vara lengi en áhrifin eru gríðarleg. Fróðir menn hafa velt vöngum yfir því hvort þráðlaus fjarskiptatækni nútímans muni standast áhrif stórra gosa í líkingu við Skaftárelda vegna þess hve rafleiðnieiginlekar andrúmsloftsins muni breytast mikið við slíkar hamfarir.
Ég hef lesið skýrsluna góðu töluvert en ekki ítarlega. Almennt er það mál manna að hún sé ítarleg og fari vel og tæpitungulaust yfir viðfangsefnið sem henni var ætlað að fjalla um. Maður veltir stundum fyrir sér hvort það sé ekki ástæða til að gefa nefndinni framhaldslíf og láta hana fara yfir þróun mála og ýmsar ákvarðanir frá hruni. Ákvarðanir skilanefnda og Icesafe málið allt frá upphafi til enda svo dæmi séu nefnd. Hefur eitthvað breyst. Ég held ekki. Í stórum dráttum er þetta alveg eins. Af hevrju er kjötfarssalinn gamli talinn manna hæfastur til að stjórna Bónusveldinu eftir allt sem á undan hefur gengið. Samskip eru komin í góðar hendur, sömuleiðis Bakkavör. Svo mætti áfram telja. Hvers vegna ætti eitthvað að hafa breyst? Heldur fólk t.d. að hinn svokallaði þjóðfundur hafi breytt einhverju? Það man varla nokkur maður eftir honum lengur. Meginniðurstaða hans var að heiðarleiki þyrfti að vera hafður í fyrirrúmi. Það er nefnilega það.
Það er langt viðtal við hinn mikla hlaupara Scott Jurek í nýjasta tölublaði Runners World. Maður skyldi halda að hann væri í góðum málum og hyggði á frekari landvinninga. Það er best að áhugasamir lesi viðtalið sjálfir. Slóðin er: http://www.runnersworld.com/article/0,7120,s6-243-297--13460-0,00.html
sunnudagur, apríl 11, 2010
Það var flottur árangur hjá maraþonhlaupurum í dag eins og búast mátti við ef ekkert óvænt kæmi upp á. Í París fór Biggi fór á rúmum 2.35, Þorlákur á rúmum 2,45 og þrír aðrir undir 3 klst. Sibba hljóp á 3,07 og Margrét á 3,10. Sibba vann afrek dagsins þar sem hún var í 32 sæti af öllum konum og önnur í sínum aldursflokki. Það er flott gert. Skyldi það hljóta náð fyrir boltamafíunni í fjölmilunum. Gott að sjá að Þorlákur er að ná sínu fyrra rennsli en hann er búinn að vera meiddur um hríð. Í Parísarmaraþoni taka þátt um 40.000 manns en það er eitt af stærstu hlaupum í heiminum. Í Rotterdam náðist fjórði besti árangur frá upphafi (2,04) og Guðmundur Sigurðsson hljóp á 2,42 í sínu öðru maraþoni. Það er gaman að það er að koma upp hópur hörkugóðra hlaupara sem gera ekkert annað en að bæta hvern annan upp og hvetja aðra til dáða. Svo fara þau að hlaupa 100 km. Það kemur ekkert annað til greina.
Í Bergen var haldið 100 km hlaup á helginni. Helgi Hafsås vann það á 7,17 og var hann um 30 mínútum á undan næsta manni.
Sextugur svíi, Björn Suneson, er lagður af stað hlaupandi þvert yfir Bandaríkin. Hann ýtir farangrinum á undan sér í kerru og gistir á leiðinni á mótelum. Hann leggur af stað frá Wasington state og ætlar að enda í Savannah í Georgíu, dálítið fyrir norðan Florida. Alls eru þetta um 5200 km. Þetta er í annað sinn sem hann leggur í svona túr en árið 2007 hljóp hann frá Oregon sem leið lá austur af til Virginíu. Slóðin á síðuna hans er www.suneson.se. Það verður spennandi að fylgjast með svona ævintýri.
Björgunarsveitir eru að sækja nokkra ferðamenn upp á Fimmvörðuháls í vitlausu veðri. Þeir eru í skála og hafa nógan mat um hríð. Af hverju er verið að steðja uppeftir og sækja þá áður en nokkuð er að? Myndi maður sjálfur æða upp á reginfjöll um hávetur í Noregi, Svíþjóð eða annarstaðar þar sem maður er ókunnugur án þess að spyrja lögregluna eða einhverja kunnuga um veðurútlit áður en lagt væri af stað? Myndi maður æða upp á reginfjöll að vetrarlagi erlendis ef maður ætti von á því að fá feitan reikning ef að maður þurfti aðstoð við að komast til byggða? Ég held ekki. Björgunarsveitirnar hérlendis eru að skapa sér sjálfar mikið óþarfa erfiði, fyrirhöfn og kostnað með því verklagi sem þær hafa komið á. Grænlendingar eru fyrir löngu búnir að læra það að skylda alla sem fara á jökulinn til að kaupa sér tryggingar ef skyldi þurfa að bjarga þeim til byggða.
Íþróttafréttir á Stöð 2 í kvöld hófust á því að fréttamaðurinn sagði hálfmóður af spenningi að það hefði verið svo mikið um að vera að á helginni að fjórar, fimm fréttir gætu allar verið fyrsta frétt. Svo hóft lesturinn á stærstu íþróttafrétt helgarinnar skyldi maður halda: "Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í seinni hluta framlengingar þegar Tottenham tapaði fyrir Portsmouth..........." Það var sem sagt stærsta fréttin að óskabarn íþróttafréttamanna hefði fengið að koma inn á í síðari hluta framlengingar. Að íslenskur keppandi í fimleikum hefði orðið norðurlandameistari á helginni var svo ómerkilegt að það var ekki einu sinni minnst á það á Stöð 2.
Nú er búuið að leggja línuna. Það á að terrorisera fréttamenn með lögsóknum og lagatæknum fyrir að segja fréttir af vinnubrögðum snillinganna í aðdraganda hrunsins og misserin eftir það. Það á að láta fréttamenn leggja afkomu fjölskyldunnar og heimili sitt undir ef þeir birta lýsingar á þeim fjármálalegu hryðjuverkum sem viðgengust hérlendis í aðdraganda hrunsins. Svo er verið að tala um frjálsa fjölmiðlun. Hvað skyldi formaður blaðamannafélagsins segja við þessu?
Í Bergen var haldið 100 km hlaup á helginni. Helgi Hafsås vann það á 7,17 og var hann um 30 mínútum á undan næsta manni.
Sextugur svíi, Björn Suneson, er lagður af stað hlaupandi þvert yfir Bandaríkin. Hann ýtir farangrinum á undan sér í kerru og gistir á leiðinni á mótelum. Hann leggur af stað frá Wasington state og ætlar að enda í Savannah í Georgíu, dálítið fyrir norðan Florida. Alls eru þetta um 5200 km. Þetta er í annað sinn sem hann leggur í svona túr en árið 2007 hljóp hann frá Oregon sem leið lá austur af til Virginíu. Slóðin á síðuna hans er www.suneson.se. Það verður spennandi að fylgjast með svona ævintýri.
Björgunarsveitir eru að sækja nokkra ferðamenn upp á Fimmvörðuháls í vitlausu veðri. Þeir eru í skála og hafa nógan mat um hríð. Af hverju er verið að steðja uppeftir og sækja þá áður en nokkuð er að? Myndi maður sjálfur æða upp á reginfjöll um hávetur í Noregi, Svíþjóð eða annarstaðar þar sem maður er ókunnugur án þess að spyrja lögregluna eða einhverja kunnuga um veðurútlit áður en lagt væri af stað? Myndi maður æða upp á reginfjöll að vetrarlagi erlendis ef maður ætti von á því að fá feitan reikning ef að maður þurfti aðstoð við að komast til byggða? Ég held ekki. Björgunarsveitirnar hérlendis eru að skapa sér sjálfar mikið óþarfa erfiði, fyrirhöfn og kostnað með því verklagi sem þær hafa komið á. Grænlendingar eru fyrir löngu búnir að læra það að skylda alla sem fara á jökulinn til að kaupa sér tryggingar ef skyldi þurfa að bjarga þeim til byggða.
Íþróttafréttir á Stöð 2 í kvöld hófust á því að fréttamaðurinn sagði hálfmóður af spenningi að það hefði verið svo mikið um að vera að á helginni að fjórar, fimm fréttir gætu allar verið fyrsta frétt. Svo hóft lesturinn á stærstu íþróttafrétt helgarinnar skyldi maður halda: "Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í seinni hluta framlengingar þegar Tottenham tapaði fyrir Portsmouth..........." Það var sem sagt stærsta fréttin að óskabarn íþróttafréttamanna hefði fengið að koma inn á í síðari hluta framlengingar. Að íslenskur keppandi í fimleikum hefði orðið norðurlandameistari á helginni var svo ómerkilegt að það var ekki einu sinni minnst á það á Stöð 2.
Nú er búuið að leggja línuna. Það á að terrorisera fréttamenn með lögsóknum og lagatæknum fyrir að segja fréttir af vinnubrögðum snillinganna í aðdraganda hrunsins og misserin eftir það. Það á að láta fréttamenn leggja afkomu fjölskyldunnar og heimili sitt undir ef þeir birta lýsingar á þeim fjármálalegu hryðjuverkum sem viðgengust hérlendis í aðdraganda hrunsins. Svo er verið að tala um frjálsa fjölmiðlun. Hvað skyldi formaður blaðamannafélagsins segja við þessu?
laugardagur, apríl 10, 2010
Það var hlýtt í morgun þegar ég fór af stað á sjötta tímanum. 7°C voru á skiltinu við Elliðaárdalinn. Í fyrsta sinn í ár voru vettlingarnir skyldir eftir heima. Það var dálítill vindur og smá rigning öðru hverju en ekkert sem skipti máli. Hitti Stebba við Víkingsvöllinn á seinni hring og við fórum saman tæpa 20 km. Fínn morgun.
Á morgun hlaupa íslendingar maraþon bæði í París og Rotterdam. Þrír Asics meðlimir verða m.a. í Parísarmaraþoninu. Það verður gaman að sjá hvernig gengur og hvort uppskeran verður eins og til hefur verið sáð.
Það er umhugsunarvert ef satt er að frumvarp þess efnis að hægt sé að kyrrsetja eignir þeirra einstaklinga sem verða teknir til skattrannsóknar hafi verið að veltast í þinginu í einhver misseri. Ef satt er þá er það svipað og að segja að brennivínið muni hækka um 100% eftir mánuð. Allir sem málið varðar munu bregðast við eins og þeir hafa möguleika á.
Nýlega var skýrst frá því í fréttum að Kópavogsbær hefði keypt eignir íþróttaakademíunnar svokölluðu. Ég man ekki eftir að hafa heyrt það útlistað fyrr hvaða fyrirætlanir voru á prjónunum með uppbyggingu í Kórnum á vegum akademíunnar þar sem fótboltahúsið og úfullgerð sundlaug er til húsa. Þær voru álíka og upptökusvæðið væri milljón manna borg en ekki eitt eða tvö frekar lítil þorp. Mig undrar ekki að það tapist háar fjárhæðir á svona skýjaborgum. Vitleysunni sem fólki datt í hug virðast hafa verið lítil takmörk sett.
Það getur varla verið tragiskara en að forsetahjónin Pólsku, stjórnmálamenn og fjöldi æðstu embættismanna landsins farist á leið til minningarathafnar um fjöldamorðin í Katyn skóginum. Fjöldamorðin í Katynskóginum er einn af mörgum viðurstyggilegum atburðum sem morðhundurinn Stalín hefur á samviskunni. Í Katyn skðoginum voru drepnar þúsundir pólskra liðsforingja. Sagt er að þeir hafi verið nær 22.000 talsins. Sovésku böðlarnir notuðu þýskar byssur við ódæðisverkin og reyndu síðan að kenna þjóðverjum um morðin. Vegna þessa atburðar hefur ætíð síðan hvílt ákveðinn skuggi yfir samskiptum Pólverja og Rússa.
Ef digrar yfirlýsingar án innistæðu eru sendar út er hætt við að fljótlega verði hætt að taka mark á því sem sagt er. Hvaða merkingu hefur það þegar umhverfisráðherra segir að það verði að koma í veg fyrir að hraunið á Fimmvörðuhálsi verði eyðilagt áður en það kólnar? Eru líkur á að ferðamenn beri burt slík ókjör af volgum hraunmolum að hraunið hverfi? Er líklegt að stórvirkar vinnuvélar og miklir vörubílar hefjist handa við að keyra hrauninu burtu eða ryðja því niður í nærliggjandi gil? Er líklegt að umferð bifreiða verði svo mikil uppi á hrauninu að það verði slétt út? Spyr sá sem ekki veit enda hef ég ekki komið upp á Fimmvörðuháls síðan byrjaði að gjósa.
Nú er fátæktarumræðan byrjuð enn einu sinni. Ekki ætla ég mér þá dul að segja að fátækt sé ekki til staðar hérlendis. Vitaskuld er fátækt til staðar, hefur alltaf verið og mun alltaf finnast. Hún hefur vitaskuld aukist við vaxandi atvinnuleysi, aukna dýrtíð og minnkandi kaupmátt. Félagsfræðingur fullyrðir að fátækt sé meiri hér en á öðrum norðurlandanna. Ég hef engar staðreyndir í höndunum til að afsanna eða staðreyna slíkar fullyrðingar en hitt veit ég að maður hefur aldrei séð álika mikið af heimilisleysingjum á götum úti í Reykjavík eins og er dagleg sjón í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Betlarar eru algeng sjón á götum úti í norrænum stórborgum. Það bárust sögur frá Finnlandi í byrjun tíunda áratugarins um að að fyrrum velmegandi grósserar væru snapandi mat í ruslatunnum á götum úti. Ef þetta er einhver mælikvarði þá er ástandið heldur betra en hjá nágrönnum okkar.
Á morgun hlaupa íslendingar maraþon bæði í París og Rotterdam. Þrír Asics meðlimir verða m.a. í Parísarmaraþoninu. Það verður gaman að sjá hvernig gengur og hvort uppskeran verður eins og til hefur verið sáð.
Það er umhugsunarvert ef satt er að frumvarp þess efnis að hægt sé að kyrrsetja eignir þeirra einstaklinga sem verða teknir til skattrannsóknar hafi verið að veltast í þinginu í einhver misseri. Ef satt er þá er það svipað og að segja að brennivínið muni hækka um 100% eftir mánuð. Allir sem málið varðar munu bregðast við eins og þeir hafa möguleika á.
Nýlega var skýrst frá því í fréttum að Kópavogsbær hefði keypt eignir íþróttaakademíunnar svokölluðu. Ég man ekki eftir að hafa heyrt það útlistað fyrr hvaða fyrirætlanir voru á prjónunum með uppbyggingu í Kórnum á vegum akademíunnar þar sem fótboltahúsið og úfullgerð sundlaug er til húsa. Þær voru álíka og upptökusvæðið væri milljón manna borg en ekki eitt eða tvö frekar lítil þorp. Mig undrar ekki að það tapist háar fjárhæðir á svona skýjaborgum. Vitleysunni sem fólki datt í hug virðast hafa verið lítil takmörk sett.
Það getur varla verið tragiskara en að forsetahjónin Pólsku, stjórnmálamenn og fjöldi æðstu embættismanna landsins farist á leið til minningarathafnar um fjöldamorðin í Katyn skóginum. Fjöldamorðin í Katynskóginum er einn af mörgum viðurstyggilegum atburðum sem morðhundurinn Stalín hefur á samviskunni. Í Katyn skðoginum voru drepnar þúsundir pólskra liðsforingja. Sagt er að þeir hafi verið nær 22.000 talsins. Sovésku böðlarnir notuðu þýskar byssur við ódæðisverkin og reyndu síðan að kenna þjóðverjum um morðin. Vegna þessa atburðar hefur ætíð síðan hvílt ákveðinn skuggi yfir samskiptum Pólverja og Rússa.
Ef digrar yfirlýsingar án innistæðu eru sendar út er hætt við að fljótlega verði hætt að taka mark á því sem sagt er. Hvaða merkingu hefur það þegar umhverfisráðherra segir að það verði að koma í veg fyrir að hraunið á Fimmvörðuhálsi verði eyðilagt áður en það kólnar? Eru líkur á að ferðamenn beri burt slík ókjör af volgum hraunmolum að hraunið hverfi? Er líklegt að stórvirkar vinnuvélar og miklir vörubílar hefjist handa við að keyra hrauninu burtu eða ryðja því niður í nærliggjandi gil? Er líklegt að umferð bifreiða verði svo mikil uppi á hrauninu að það verði slétt út? Spyr sá sem ekki veit enda hef ég ekki komið upp á Fimmvörðuháls síðan byrjaði að gjósa.
Nú er fátæktarumræðan byrjuð enn einu sinni. Ekki ætla ég mér þá dul að segja að fátækt sé ekki til staðar hérlendis. Vitaskuld er fátækt til staðar, hefur alltaf verið og mun alltaf finnast. Hún hefur vitaskuld aukist við vaxandi atvinnuleysi, aukna dýrtíð og minnkandi kaupmátt. Félagsfræðingur fullyrðir að fátækt sé meiri hér en á öðrum norðurlandanna. Ég hef engar staðreyndir í höndunum til að afsanna eða staðreyna slíkar fullyrðingar en hitt veit ég að maður hefur aldrei séð álika mikið af heimilisleysingjum á götum úti í Reykjavík eins og er dagleg sjón í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Betlarar eru algeng sjón á götum úti í norrænum stórborgum. Það bárust sögur frá Finnlandi í byrjun tíunda áratugarins um að að fyrrum velmegandi grósserar væru snapandi mat í ruslatunnum á götum úti. Ef þetta er einhver mælikvarði þá er ástandið heldur betra en hjá nágrönnum okkar.
miðvikudagur, apríl 07, 2010
Það var fallegt veður þegar ég fór út í morgun. Sólin að koma upp, snjór yfir öllu og ekki eitt fótspor á gangstéttunum. Það var fínt að vera einn á ferli um stund og njóta góða veðursins. Maður hefði svo sem getað blótað því að það hefði snjóað og nú þyrfti að þrífa snjóinn af bílnum en það var ekki spurning hvað vóg þyngra.
Það var fínt að taka því svolítið rólega yfir páskana. Ég fann að ég þurfti á smá hvíld að halda. Því var ekkert hlaupið á föstudag og annan í páskum þrátt fyrir ágætt veður. Svo byrjaði rútinan aftur með endurnýjuðum krafti.
Ég fór í gær niður í Hafnarfjörð og fékk tvö skópör hjá Asics umboðinu (sem er reyndar Garðabæjarmegin við landamærin). Ég þarf að hafa tvö pör vel hlaupin til eftir tvo mánuði svo það hentar vel. Asics umboðið sýnir okkur mikinn rausnarskap með því að láta hópinn hafa bæði föt og skófatnað. Fötin hafa komið mjög vel út í vetur og nú ferð maður að hlaupa skóna til EAS umboðið lætur okkur síðan hafa orkugel, orkudrykkjarduft og fleira fyrir ákveðna gfjárhæð. Sá stuðningur er einnig mjög vel þeginn og rausnarlegur. Þagar maður fer með skóparið á tveimur mánuðum og notar töluvert af geli og orkudrykkjum þá skiptir svona lagað miklu máli.
Það var skemmtileg umfjöllun hjá Agli helgasyni í Kiljunni áðan um Guðrúnu frá Lundi. Guðrún var mjög sérstök kona. Hún hafði þessa óskaplegu þörf fyrir að koma sögum frá sér og skrifaði margar og þykkar bækur. Dalalíf, Tengdadóttirin og Ölduföll. Þessar sögur svalg maður í sig hér áður fyrr meir. Guðrún byrjaði að skrifa 59 ára gömul, erfiðiskona búsett á Sauðárkróki. Menningarelítan hér syðra leit alltaf niður á hana. Menningarelítan skrifaði móderniskar sögur sem tóku afstöðu á móti hernum svo dæmi sé tekið. Menningarelítan orti módernisk ljóð um hina innri togstreitu sem bjó með skáldinu. Það þótti mjög fínt og nútímalegt. Menningarelítan leit niður á venjulega konu að norðan sem skrifaði margar og þykkar bækur í raunsæisstíl um líf venjulegs fólks. Það pirraði þó menningarelítuna þó svolítið að Guðrún frá Lundi var alltaf útlánahæst í bókasöfnum landsins í áraraðir. Ég man eftir einni mynd frá einhverri bókmenntasamkomu þar sem Guðrún var þó boðið. Á samkomunni var veitt léttvín í þar til gerð glös. Það var haft á orði af þeim sem til þekktu að Guðrún hefði reyndar verið sú eina sem kunni að halda á rauðvínsglasi. Elítan sló krumlunni um belginn á glasinu á meðan Guðrún hélt um legginn tveim fingrum. Ég þarf að fara að endurnýja kynnin af Guðrúnu frá Lundi.
Það var mjög gaman að sjá eina virkilega góða heimildarmynd í sjónvarpinu á páskunum eftir að hafa séð tvær afburða lélegar. Myndin eftir Elínu Hirst um leitina að forfeðrum sínum í Vesturheimi var fín. Vel gerð, góður stígandi í henni og síðan mjög dramatískur og skemmtilegur endir þegar ættarmótið er haldið fyrir vestan. Það var merkilegt að heyra vestur íslendingana tala íslensku reiprennandi þrátt fyrir að hafa aldrei komið hingað til lands. Ég heyrði talað við einhvern sérfræðinginn nýlega um hvort pólverjar hefðu aðlagast samfélaginu hér. Sérfræðingurinn taldi að þeir hefðu aðlagast frekar illa og gott ef hún kenndi landsmönnum að einhverju leyti ekki um það. Það er vitaskuld málið að þjóðir samlagast yfirleitt ekki. Það ættu menn best að vita sem þekkja til íslendinga sem búa erlendis. Þeir rotta sig saman og mynda misstórar kóloníur, læra ekki mál heimamanna ótilneyddir o.s.frv. Kínverjar mydna t.d. China Town víða í borgum þar sem þeir búa utan föðurlandsins. Sumir fæðast í þessum borgarhlutum og koma aldrei í út fyrir hann æfina á enda.
Það var fínt að taka því svolítið rólega yfir páskana. Ég fann að ég þurfti á smá hvíld að halda. Því var ekkert hlaupið á föstudag og annan í páskum þrátt fyrir ágætt veður. Svo byrjaði rútinan aftur með endurnýjuðum krafti.
Ég fór í gær niður í Hafnarfjörð og fékk tvö skópör hjá Asics umboðinu (sem er reyndar Garðabæjarmegin við landamærin). Ég þarf að hafa tvö pör vel hlaupin til eftir tvo mánuði svo það hentar vel. Asics umboðið sýnir okkur mikinn rausnarskap með því að láta hópinn hafa bæði föt og skófatnað. Fötin hafa komið mjög vel út í vetur og nú ferð maður að hlaupa skóna til EAS umboðið lætur okkur síðan hafa orkugel, orkudrykkjarduft og fleira fyrir ákveðna gfjárhæð. Sá stuðningur er einnig mjög vel þeginn og rausnarlegur. Þagar maður fer með skóparið á tveimur mánuðum og notar töluvert af geli og orkudrykkjum þá skiptir svona lagað miklu máli.
Það var skemmtileg umfjöllun hjá Agli helgasyni í Kiljunni áðan um Guðrúnu frá Lundi. Guðrún var mjög sérstök kona. Hún hafði þessa óskaplegu þörf fyrir að koma sögum frá sér og skrifaði margar og þykkar bækur. Dalalíf, Tengdadóttirin og Ölduföll. Þessar sögur svalg maður í sig hér áður fyrr meir. Guðrún byrjaði að skrifa 59 ára gömul, erfiðiskona búsett á Sauðárkróki. Menningarelítan hér syðra leit alltaf niður á hana. Menningarelítan skrifaði móderniskar sögur sem tóku afstöðu á móti hernum svo dæmi sé tekið. Menningarelítan orti módernisk ljóð um hina innri togstreitu sem bjó með skáldinu. Það þótti mjög fínt og nútímalegt. Menningarelítan leit niður á venjulega konu að norðan sem skrifaði margar og þykkar bækur í raunsæisstíl um líf venjulegs fólks. Það pirraði þó menningarelítuna þó svolítið að Guðrún frá Lundi var alltaf útlánahæst í bókasöfnum landsins í áraraðir. Ég man eftir einni mynd frá einhverri bókmenntasamkomu þar sem Guðrún var þó boðið. Á samkomunni var veitt léttvín í þar til gerð glös. Það var haft á orði af þeim sem til þekktu að Guðrún hefði reyndar verið sú eina sem kunni að halda á rauðvínsglasi. Elítan sló krumlunni um belginn á glasinu á meðan Guðrún hélt um legginn tveim fingrum. Ég þarf að fara að endurnýja kynnin af Guðrúnu frá Lundi.
Það var mjög gaman að sjá eina virkilega góða heimildarmynd í sjónvarpinu á páskunum eftir að hafa séð tvær afburða lélegar. Myndin eftir Elínu Hirst um leitina að forfeðrum sínum í Vesturheimi var fín. Vel gerð, góður stígandi í henni og síðan mjög dramatískur og skemmtilegur endir þegar ættarmótið er haldið fyrir vestan. Það var merkilegt að heyra vestur íslendingana tala íslensku reiprennandi þrátt fyrir að hafa aldrei komið hingað til lands. Ég heyrði talað við einhvern sérfræðinginn nýlega um hvort pólverjar hefðu aðlagast samfélaginu hér. Sérfræðingurinn taldi að þeir hefðu aðlagast frekar illa og gott ef hún kenndi landsmönnum að einhverju leyti ekki um það. Það er vitaskuld málið að þjóðir samlagast yfirleitt ekki. Það ættu menn best að vita sem þekkja til íslendinga sem búa erlendis. Þeir rotta sig saman og mynda misstórar kóloníur, læra ekki mál heimamanna ótilneyddir o.s.frv. Kínverjar mydna t.d. China Town víða í borgum þar sem þeir búa utan föðurlandsins. Sumir fæðast í þessum borgarhlutum og koma aldrei í út fyrir hann æfina á enda.
laugardagur, apríl 03, 2010
Hin svokallaða heimildarmynd um Bobby Fisher, sem sýnd var í sjónvarpinu í gærkvöldi, var fáránlega léleg. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem ríkissjónvarpið sýnir myndir sem eru fyrir neðan allan gæðastandard sem verður að gera kröfur til að ríki um það sem kallað eru heimildarmyndir. Sú hin fyrri var um danska fréttamanninn sem var að þvælast hér og þar á landinu á Landrover, tók myndir af því, sullaði öllu saman í þriggja sólarhringa ferð og kallaði það leiðina að Goðafossi. Menn geta gert svona hluti ef þeir vilja en að RUV sá að kaupa þetta, það er annað mál. En myndin um Fisher. Þar var ekkert annað að sjá nema hroðvirkni og amatörskap af þeim sem stóð að myndinni. Fisher var paranoj aldraður maður og tíu mánaða fangelsisvist bara si svona hafði eðlilega sett sín spor á hann. Sæmi lögga má náttúrulega hafa m ikinn sóma af því að hafa losað hann úr prísundinni sem mannúðarmál. En að nokkrum manni skuli hafa dottið í hug að reyna að leika þá fléttu að koma honum í landslið Íslands í skák upp á publicitetið, það jaðrar náttúrulega ekkert annað en við að vera mannvonska. Menn setja ekki sjúklinga í aðalhlutverk í neinu skúespili. Það sitja svo ótal spurningar eftir sem eðlilegt hefði verið að almennileg heimildarmynd hefði svarað. Hvað gerði Fisher á þeim árum sem liðu frá einvíginu í Reykjavík 1972? Hafði flýtiveiting ríkisstjórnarinnar á ríkisborgararétti Fisher til handa nokkra pólitíska eftirmála þar sem ljóst var að það ver gert í óþökk BNA? Af hverju var hlutur DO í því máli ekki skýrður? Hvaða leið fóru menn frá Japan til Íslands? Var keyrt frá Moskvu til Svíþjóðar og hvers vegna þurfti að gera það? Af hverju var það ekki skýrt betur út? Hvar og hvernig bjó Fisher hér þegar frá leið og hvað sýslaði hann við? Varla hefur Kári Stefánsson verið að lesa honum textann alla daga niður við tjörn. Maður heyrði að honum hefði verið tíðreikað í bókabúð Braga. Af hverju var ekki spjallað við Braga bóksala? Og svo að síðustu, að hverju var verið að ýja með frásögninni af atburðarásinni eftir að Fisher dó? Þar var eitthvað dúbíus á ferðinni? Var unnið eftir fyrirmælum Fishers? Það er ekki heimildarmynd að horfa á fólk spjalla saman eða horfa á hvert annað í lestum sem keyra til og frá. Það þarf þráð, það getur þurft að fylla út í atburðarásina með sögumanni, það var upphaf en ekkert meginmál og endirinn var út og suður. Alltíeinu voru Einar, GÞ og Garðar komnir til Japan til Sæma. Af hverju spruttu þeir upp eins og skrattinn úr sauðarleggnum? Af hverju sinnaðist Fisher við Sæma, góðvin sinn. Voru aðrir sem fóru að grauta í málunum og þá í hvaða tilgangi. Sem heimidarmynd var þessi samsetningur arfalélegur að mínu mati en alla vega var það mannúðarmál að bjarga honum úr japönskum fangelsum og þar á Sæmi lögga (My Friend Sæmi) mestan heiður skilið.
Maður veit varla hvernig umræðan um sjávarútvegsmál er komin. Það er að takast að berja það inn í landsmenn að allir þeir sem standa að útgerð séu þjóðníðingar. "Viljið þið fá þjóðaratkvæði" gargar aðal ef útvegurinn beygir sig ekki undir vilja stjórnvalda. Fyrningarleiðin hefur tvennt í för með sér. Í fyrsta lagi gerir hún ómögulegt að reka sjávarútvegsfyrirtæki, því við allan atvinnurekstur þurfa menn að geta gert langtímaáætlanir. Í öðru lagi felur hún hún ekkert annað í sér en skatt á meginatvinnuveg landsbyggðarinnar. Þ.e.a.s. fjármagnstilflutninga frá landsbygginni til höfuðborgarsvæðisins. Hvaða útgerð myndi hafa dottið í hug að skapa veiðireynslu í makrílnum í fyrra ef það hefði legið ljóst fyrir að veiðireynslan skyldi afhent einhverjum öðrum. Ég er ekki að segja að fyrirkomulagið hafi verið til fyrirmyndar en það voru stjórnvöld sem ákváðu fyrirkomulagið en ekki útgerðirnar. Hinar svokölluðu strandveiðarr eru enn eitt furðuverkið. Þar er verið að veita þeim sem hafa selt kvótann og tekið fjármuni út úr greininni enn einn möguleikann að komast inn í atvinnugreinina aftur. Umhirða fiskjarins er slæm og fiskurinn skapar mjög litla vinnu í þeim byggðum þar sem honum er landað því hann er allur fluttur á markað. Til hvers er barist?
Á undanförnum árum hafa allir hafnir landsins sem fá að bryggjunni skip sem sigla á útlönd þurft að girða hafnarsvæðið af með mannheldri girðingu. Þetta hafa allar hafnir þurft að gera hvort sem þær eru stórar eða litlar. Dæmi um slíka girðingu er girðingin á hafnarsvæðinu á móti Kolaportinu. Þetta er gert samkvæmt tilskipunum frá ESB svo m.a. terroristar geti ekki komið fyrir tímasprengjum í mjölskipum svo dæmi sé nefnt. Eitthvað virðist þessi tilskipun hafa farið fram hjá hafnaryfirvöldum í Rotterdam. Er Rotterdammur þó nær headquarters ESB en hafnarsvæðið á Þórshöfn á Langanesi en þar er búið að reisa hina ágætustu girðingu til að geta hindrað terrorista í að athafana sig. Í Rotterdam óðu Greenpeaceliðar óáreittir inn á hafnarsvæðið og hlekkjuðu sig við skip þegar þeir höfðu andúð á farminum. Bara eins og að drekka vatn. Skyldi framfylgni ESB tilskipana vera harðari hérlendis en úti í hinum stóra heimi?
Það er dapurlegt að hugsa til þess ef kolólöglegt rangstöðumark hjá Chelsea í dag verður til þess að þeir verði Englandsmeistarar. Eitt er að tapa leik en annað er að tapa vegna óskiljanlegra dómaramistaka. Oft veifa línuverðir á sentimetraspursmál en þarna var delinn Drobga alla vega meter fyrir innan innsta mann. Hinir svokölluðu sérfræðingar eiga svo ekki að fabúlera um hvort ólöglegt mark sé vel eða illa gert. Ólöglegt mark er ólöglegt og annað skiptir engu máli þótt svo það telji því miður.
Flott hjá Gylfa Sigurðssyni framherja hjá Reading að vera valinn leikmaður mánaðarins í 1. deildinni ensku. Virkilega flott. Það verður gaman að sjá hvort sá heiður fái eins mikið rými í íþróttasíðum hérlendis eins og eilífar bekkjarsetur ákveðins kælegríss undanfarið ár.
Maður veit varla hvernig umræðan um sjávarútvegsmál er komin. Það er að takast að berja það inn í landsmenn að allir þeir sem standa að útgerð séu þjóðníðingar. "Viljið þið fá þjóðaratkvæði" gargar aðal ef útvegurinn beygir sig ekki undir vilja stjórnvalda. Fyrningarleiðin hefur tvennt í för með sér. Í fyrsta lagi gerir hún ómögulegt að reka sjávarútvegsfyrirtæki, því við allan atvinnurekstur þurfa menn að geta gert langtímaáætlanir. Í öðru lagi felur hún hún ekkert annað í sér en skatt á meginatvinnuveg landsbyggðarinnar. Þ.e.a.s. fjármagnstilflutninga frá landsbygginni til höfuðborgarsvæðisins. Hvaða útgerð myndi hafa dottið í hug að skapa veiðireynslu í makrílnum í fyrra ef það hefði legið ljóst fyrir að veiðireynslan skyldi afhent einhverjum öðrum. Ég er ekki að segja að fyrirkomulagið hafi verið til fyrirmyndar en það voru stjórnvöld sem ákváðu fyrirkomulagið en ekki útgerðirnar. Hinar svokölluðu strandveiðarr eru enn eitt furðuverkið. Þar er verið að veita þeim sem hafa selt kvótann og tekið fjármuni út úr greininni enn einn möguleikann að komast inn í atvinnugreinina aftur. Umhirða fiskjarins er slæm og fiskurinn skapar mjög litla vinnu í þeim byggðum þar sem honum er landað því hann er allur fluttur á markað. Til hvers er barist?
Á undanförnum árum hafa allir hafnir landsins sem fá að bryggjunni skip sem sigla á útlönd þurft að girða hafnarsvæðið af með mannheldri girðingu. Þetta hafa allar hafnir þurft að gera hvort sem þær eru stórar eða litlar. Dæmi um slíka girðingu er girðingin á hafnarsvæðinu á móti Kolaportinu. Þetta er gert samkvæmt tilskipunum frá ESB svo m.a. terroristar geti ekki komið fyrir tímasprengjum í mjölskipum svo dæmi sé nefnt. Eitthvað virðist þessi tilskipun hafa farið fram hjá hafnaryfirvöldum í Rotterdam. Er Rotterdammur þó nær headquarters ESB en hafnarsvæðið á Þórshöfn á Langanesi en þar er búið að reisa hina ágætustu girðingu til að geta hindrað terrorista í að athafana sig. Í Rotterdam óðu Greenpeaceliðar óáreittir inn á hafnarsvæðið og hlekkjuðu sig við skip þegar þeir höfðu andúð á farminum. Bara eins og að drekka vatn. Skyldi framfylgni ESB tilskipana vera harðari hérlendis en úti í hinum stóra heimi?
Það er dapurlegt að hugsa til þess ef kolólöglegt rangstöðumark hjá Chelsea í dag verður til þess að þeir verði Englandsmeistarar. Eitt er að tapa leik en annað er að tapa vegna óskiljanlegra dómaramistaka. Oft veifa línuverðir á sentimetraspursmál en þarna var delinn Drobga alla vega meter fyrir innan innsta mann. Hinir svokölluðu sérfræðingar eiga svo ekki að fabúlera um hvort ólöglegt mark sé vel eða illa gert. Ólöglegt mark er ólöglegt og annað skiptir engu máli þótt svo það telji því miður.
Flott hjá Gylfa Sigurðssyni framherja hjá Reading að vera valinn leikmaður mánaðarins í 1. deildinni ensku. Virkilega flott. Það verður gaman að sjá hvort sá heiður fái eins mikið rými í íþróttasíðum hérlendis eins og eilífar bekkjarsetur ákveðins kælegríss undanfarið ár.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)