fimmtudagur, apríl 29, 2010

Nýjasta varnarafbrigðið er eitthvað í þessa áttina: Ég sé nú að það sem ég gerði var rangt. En á þeim tíma þegar ég gerði var ég siðlaus svo það var ekki rangt á þeim tíma þegar ég gerði það.

Mona Salin var sænskur ráðherra þegar hún keypti Toblerone og bleyjur á flugvellinum á Arlanda með ráðherrakortinu. Það var talin óverjandi meðferð á opinberum fjármunum svo hún neyddist til að segja af sér. Þetta var ekki bort á neinum lögum heldur móralskt óþolandi að ráðherrar notuðu skattfé til að borga einkaneyslu.
Uwe Rainer var sérstakur vinur Olofs Palme sem skipaði hann dómsmálaráðherra í Svíþjóð í stjórninni sem sat 1982-1985 þrátt fyrir að hann væri ekki þingmaður. Það kom svo í ljós að nefndur Uve hafði tekið há lán í endaðan desember og borgað þau strax eftir áramótin til að ná niður eignaskattinum. Hinn almenni krati varð vitlaus þegar þetta fréttist og heimtaði afsögn ráðherrans fyrir ómórölsk vinnubrögð. Svona gera kratar ekki. Uve neyddist til að segja af sér en Olof bjargaði vini sínum og skipaði hann hæstaréttardómara. Þá kom í ljós að hann hafi oftar en áður var vitað leikið þennan áramótakarúsell. Því neyddist hann einnig til að segja af sér sem hæstaréttardómari þratt fyrir að hann væri sérstakur vinur Olofs. Uve braut engin lög en athæfi hans var talið móralskt óþolandi.
Rti Bjerregaard avr menntamálaráðherra í Danmörku þegar hún átti leið um París. Eitthvað var kort um hótelpláss í borginni þannig að hún gisti á dýrasta hóteli sem fannst í París. Þegar þessi ráðstöfun almannafjár komst í hámæli þá var henni ekki sætt á ráðherrastóli. Hún braut engin lög en athæfi hennar var móralskt óþolandi fannst dönskum krötum.

Í gærkvöldi var myndakvöld hjá Ferðafélaginu. Ólafur Örn, forseti félagsins, sýndi myndir úr væntanlegri árbók sem fjallar um Friðland að fjallabaki en hann skrifar bókina. Ólafur sýndi myndir úr bókinni sem flestar voru eftir Daníel Bergmann. Þær voru alveg stórkostlegar og opnuðu manni nýja heima á þessu svæði. Það er kjörið fyrir margan Laugavegshlauparann að taka sér bókina í hönd þegar hún kemur út og líta eftir því sem er að sjá þarna sitt hvoru megin við hinn hefðbundna Laugaveg. Það er beinlínis skylda manns að skoða sig vel um við hvert tækifæri á þessu magnaða svæði sem á fáa sinn líka.

Þessi vika verður sú síðasta langa fyrir Comrades. Nú fer ég að taka hitaæfingar niður í Laugum en það eru líkur á að hitinn verði allt að 25°C sem er kannski ekki svo slæmt. Sama er, maður á að búa sig undir aðstæður eftir því sem fært er. Það gerir upplifunina bara ánægjulegri.

Gauti fór til Boston í dag en hann ætlar að hlaupamaraþon í New Jersey á sunnudaginn. Hann hljóp þetta hlaup í fyrra á fantagóðum tíma eða 2.42. Hann gáði á veðurspána á flugvellinum og það spáir 28-30°C hita á helginni. Það er bara að hann bráðni ekki.

Það er flot að sjá hvað Mogginn er farinn að sinna umræðu um útivist og hreyfingu vel upp á síðustu misseri. Æ algengara er að sjá viðtöl og umfjöllun um fólká ýmsum stigum sem er að hlaup aog hreyfa sig. Síðan eru fínir pistlar á mbl.is s.s. eftir Karenu Axelsdóttur um þríþrautaræfingar og hlaup út frá ýmsum sjónarhornum. Einnig skrifar Haraldur Örn góða pistla um göngu- og fjallaferðir. Það er orðinn svo stór hópur fólks sem hefur þetta að áhugamáli á einn eða annan hátt að hann er orðinn faktor.

Engin ummæli: