Hin svokallaða heimildarmynd um Bobby Fisher, sem sýnd var í sjónvarpinu í gærkvöldi, var fáránlega léleg. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem ríkissjónvarpið sýnir myndir sem eru fyrir neðan allan gæðastandard sem verður að gera kröfur til að ríki um það sem kallað eru heimildarmyndir. Sú hin fyrri var um danska fréttamanninn sem var að þvælast hér og þar á landinu á Landrover, tók myndir af því, sullaði öllu saman í þriggja sólarhringa ferð og kallaði það leiðina að Goðafossi. Menn geta gert svona hluti ef þeir vilja en að RUV sá að kaupa þetta, það er annað mál. En myndin um Fisher. Þar var ekkert annað að sjá nema hroðvirkni og amatörskap af þeim sem stóð að myndinni. Fisher var paranoj aldraður maður og tíu mánaða fangelsisvist bara si svona hafði eðlilega sett sín spor á hann. Sæmi lögga má náttúrulega hafa m ikinn sóma af því að hafa losað hann úr prísundinni sem mannúðarmál. En að nokkrum manni skuli hafa dottið í hug að reyna að leika þá fléttu að koma honum í landslið Íslands í skák upp á publicitetið, það jaðrar náttúrulega ekkert annað en við að vera mannvonska. Menn setja ekki sjúklinga í aðalhlutverk í neinu skúespili. Það sitja svo ótal spurningar eftir sem eðlilegt hefði verið að almennileg heimildarmynd hefði svarað. Hvað gerði Fisher á þeim árum sem liðu frá einvíginu í Reykjavík 1972? Hafði flýtiveiting ríkisstjórnarinnar á ríkisborgararétti Fisher til handa nokkra pólitíska eftirmála þar sem ljóst var að það ver gert í óþökk BNA? Af hverju var hlutur DO í því máli ekki skýrður? Hvaða leið fóru menn frá Japan til Íslands? Var keyrt frá Moskvu til Svíþjóðar og hvers vegna þurfti að gera það? Af hverju var það ekki skýrt betur út? Hvar og hvernig bjó Fisher hér þegar frá leið og hvað sýslaði hann við? Varla hefur Kári Stefánsson verið að lesa honum textann alla daga niður við tjörn. Maður heyrði að honum hefði verið tíðreikað í bókabúð Braga. Af hverju var ekki spjallað við Braga bóksala? Og svo að síðustu, að hverju var verið að ýja með frásögninni af atburðarásinni eftir að Fisher dó? Þar var eitthvað dúbíus á ferðinni? Var unnið eftir fyrirmælum Fishers? Það er ekki heimildarmynd að horfa á fólk spjalla saman eða horfa á hvert annað í lestum sem keyra til og frá. Það þarf þráð, það getur þurft að fylla út í atburðarásina með sögumanni, það var upphaf en ekkert meginmál og endirinn var út og suður. Alltíeinu voru Einar, GÞ og Garðar komnir til Japan til Sæma. Af hverju spruttu þeir upp eins og skrattinn úr sauðarleggnum? Af hverju sinnaðist Fisher við Sæma, góðvin sinn. Voru aðrir sem fóru að grauta í málunum og þá í hvaða tilgangi. Sem heimidarmynd var þessi samsetningur arfalélegur að mínu mati en alla vega var það mannúðarmál að bjarga honum úr japönskum fangelsum og þar á Sæmi lögga (My Friend Sæmi) mestan heiður skilið.
Maður veit varla hvernig umræðan um sjávarútvegsmál er komin. Það er að takast að berja það inn í landsmenn að allir þeir sem standa að útgerð séu þjóðníðingar. "Viljið þið fá þjóðaratkvæði" gargar aðal ef útvegurinn beygir sig ekki undir vilja stjórnvalda. Fyrningarleiðin hefur tvennt í för með sér. Í fyrsta lagi gerir hún ómögulegt að reka sjávarútvegsfyrirtæki, því við allan atvinnurekstur þurfa menn að geta gert langtímaáætlanir. Í öðru lagi felur hún hún ekkert annað í sér en skatt á meginatvinnuveg landsbyggðarinnar. Þ.e.a.s. fjármagnstilflutninga frá landsbygginni til höfuðborgarsvæðisins. Hvaða útgerð myndi hafa dottið í hug að skapa veiðireynslu í makrílnum í fyrra ef það hefði legið ljóst fyrir að veiðireynslan skyldi afhent einhverjum öðrum. Ég er ekki að segja að fyrirkomulagið hafi verið til fyrirmyndar en það voru stjórnvöld sem ákváðu fyrirkomulagið en ekki útgerðirnar. Hinar svokölluðu strandveiðarr eru enn eitt furðuverkið. Þar er verið að veita þeim sem hafa selt kvótann og tekið fjármuni út úr greininni enn einn möguleikann að komast inn í atvinnugreinina aftur. Umhirða fiskjarins er slæm og fiskurinn skapar mjög litla vinnu í þeim byggðum þar sem honum er landað því hann er allur fluttur á markað. Til hvers er barist?
Á undanförnum árum hafa allir hafnir landsins sem fá að bryggjunni skip sem sigla á útlönd þurft að girða hafnarsvæðið af með mannheldri girðingu. Þetta hafa allar hafnir þurft að gera hvort sem þær eru stórar eða litlar. Dæmi um slíka girðingu er girðingin á hafnarsvæðinu á móti Kolaportinu. Þetta er gert samkvæmt tilskipunum frá ESB svo m.a. terroristar geti ekki komið fyrir tímasprengjum í mjölskipum svo dæmi sé nefnt. Eitthvað virðist þessi tilskipun hafa farið fram hjá hafnaryfirvöldum í Rotterdam. Er Rotterdammur þó nær headquarters ESB en hafnarsvæðið á Þórshöfn á Langanesi en þar er búið að reisa hina ágætustu girðingu til að geta hindrað terrorista í að athafana sig. Í Rotterdam óðu Greenpeaceliðar óáreittir inn á hafnarsvæðið og hlekkjuðu sig við skip þegar þeir höfðu andúð á farminum. Bara eins og að drekka vatn. Skyldi framfylgni ESB tilskipana vera harðari hérlendis en úti í hinum stóra heimi?
Það er dapurlegt að hugsa til þess ef kolólöglegt rangstöðumark hjá Chelsea í dag verður til þess að þeir verði Englandsmeistarar. Eitt er að tapa leik en annað er að tapa vegna óskiljanlegra dómaramistaka. Oft veifa línuverðir á sentimetraspursmál en þarna var delinn Drobga alla vega meter fyrir innan innsta mann. Hinir svokölluðu sérfræðingar eiga svo ekki að fabúlera um hvort ólöglegt mark sé vel eða illa gert. Ólöglegt mark er ólöglegt og annað skiptir engu máli þótt svo það telji því miður.
Flott hjá Gylfa Sigurðssyni framherja hjá Reading að vera valinn leikmaður mánaðarins í 1. deildinni ensku. Virkilega flott. Það verður gaman að sjá hvort sá heiður fái eins mikið rými í íþróttasíðum hérlendis eins og eilífar bekkjarsetur ákveðins kælegríss undanfarið ár.
laugardagur, apríl 03, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Langvitrænasta svar útgerðarmanna við gólinu um hvort þeir vilji þjóðaratkvæði er að svara því til að þeir séu alveg til í þjóðaratkvæðagreiðslu ef í henni er stillt upp tveimur möguleikum, þannig að fólk kjósi milli núverandi kerfis og svo annars kerfis, hvort sem það annað kerfi er lítillega breytt núverandi kerfi eða hvort það er umbylting á þessu öllu saman.
Ef málinu væri stillt upp með þessum hætti myndi umræðan snúast á tiltölulega stuttum tíma og galararnir myndu bíða afhroð í kosningunum.
Ég tek undir að það er furðulegt að mark Drogba hafi fengið að standa, það sást alla leið þaðan sem ég sat á Íslandi að hann var kolrangstæður!
Sæll vertu.
Það er nú þannig með þessa hafnarvernd, að ekki á að vera hægt að komast að skipunum landleiðina nema þá að þú sért á sérstökum gestalista / þjónustulista sem skipin þurfa að senda til öryggisvörslu hafnarsvæðis 24 klst fyrir komu í höfn. En ef þú hefur aðgang að bátsjullu, kafarabúning, nú eða bara að sundskýlu þá er ekkert vandamál að komast að skipum sem eru á hafnarverndarsvæði. Það er a engin gæsla gagnvart þeim sem komua sjóleiðina. Alla vega ekki nein gæsla sem virkar nógu skjótt.
En ath. þér gæti orðið dálítið kalt með notkun á síðastnefndu aðferinni.
Kveðja.
Rafn.
Sæll frændi og gaman að heyra frá þér. Þetta er eins og mig grunaði að það eru kannske að hluta til pótemkímtjöld sem hengd eru upp í kringum þessa hafnarvernd. Það vantar hins vegar ekki að skítblankir íslenskir hafnarsjóðir eru skikkaðir til að víggirða hjá sér hafnarsvæðin svo erlendir terroristar laumi ekki fjarstýrðum sprengjum um borð.
Mbk
Gulli
Sæll frændi og gaman að heyra frá þér. Þetta er eins og mig grunaði að það eru kannske að hluta til pótemkímtjöld sem hengd eru upp í kringum þessa hafnarvernd. Það vantar hins vegar ekki að skítblankir íslenskir hafnarsjóðir eru skikkaðir til að víggirða hjá sér hafnarsvæðin svo erlendir terroristar laumi ekki fjarstýrðum sprengjum um borð.
Mbk
Gulli
Skrifa ummæli