Það er komminn tími til að biskupsmálin verði könnuð niður í kjölinn og afgreidd eins og hægt er að afgreiða þau héðan af. Kirkjan má ekki vera með neina hálfvelgju í viðbrögðum sínum ef hún vill halda haus. Það dugar ekki minna en formleg opinber afsökunarbeiðni án fyrirvara til kvennanna sem Ólafur Skúlason áreitti. Afsökunarbeiðni vegna ráðleysis og dugleysis kirkjunnar við að taka á svona málum. Frásögn prestsins sem setti bréf konunnar inn í dimmasta hornið á skápnum er dálítið ógnvekjandi. Hún virtist halda að málið hyrfi ef hún tæki fyrir augu og eyru. Þrátt fyrir það segist hún hafa heyrt högg úr skápnum. Vitaskuld hefur það verið dálítið mál vaða í biskupinn en það virðist þó formaður Prestafélagsins hafa gert á sínum tíma. Það er akkúrat maðurinn sem lýðurinn heimtar nú að verði hrakinn úr starfi. Svona er heimurinn skrítinn. Engu að síður verða prestar ekkert síður en aðrir að átta sig á því að ef svona eða álíka málum er sópað undir teppið þá hverfa þau ekki heldur koma yfirleitt fram öllu illvígari og erfiðari en fyrr. Íslensk mátæki segja dálítið mikið um þjóðarsálina fyrr og síðar. "Oft má satt kyrrt liggja" og "Frestur er á illu bestur" segja það sem segja þarf.
Ég minnist þess að þegar ég flutti til Svíþjóðar á sínum tíma fyrir um 30 árum síðan að þá var umræðan í fjölmiðlum um þessi kynferðisafbrotamál á allt öðrum nótum en maður þekkti hér að heiman. Hún var faktiskt ekki til. Maður spurði sig fyrst hvort að á Íslandi væri svona lítið og sætt samfélag en svona hlutir gerðust einungis úti í hinum stóra og ljóta heimi. Það var síðan eitthvað annað. Auðvitað er sami sori hér eins og allstaðar annarsstaðar.
Hin svokölluðu "Hagsmunasamtök heimilanna" hafa nú sett sér það markmið að hrekja efnahags- og viðskiptaráðherra úr embætti samkvæmt fréttum í kvöld. Allt er lapið upp ótuggið sem frá þessum samtökum kemur. Mér finnst vera kominn tími til að fréttamenn spyrji fyrir hvað þessi samtök standa frekar en að umgangast þau eins og heilaga kú. Hverjir mynda þau? Hverjir sitja í stjórn? Hverjir fjármagna starfsemi þeirra? Hvaðan kemur umboð þeirra? Þessi samtök eru ekki að berjast fyrir hagsmunum míns heimilis.
Það var fín umfjöllunin í Fréttablaðinu í morgun um járnhjónin í Kelduhverfinu og sigurvegarann í Reykjavíkurmaraþoninu. Megi gott á vita.
þriðjudagur, ágúst 24, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli