laugardagur, september 24, 2011
Nú hef ég ekkert vit á fornleifum eða verndun fornminja. Það er eins gott að það komi fram í upphafi. Samt er eitt og annað sem vefst fyrir mér sem venjulegum manni sem les fréttir og fylgist með umræðunni í samfélaginu. Nú stendur yfir mikil umræða um byggingu svokallaðar Þorláksbúðar austur í Skálholti. Hin upprunalega Þorláksbúð var byggð 1527 eftir að kirkjan þar brann. Hún var að sögn notuð sem bráðabirgðaskýli fyrir eitt og annað og fékk svo loks nafnið Þorláksbúð. Samkvæmt fréttum er verið að reisa nýtt hús í mynd þess forna á gamla grunninum. Þarna er sem sagt verið að búa til fornminjar eða eftirlikingar af þeim. Gott og vel, það er bara allt í lagi ef einhver hefur áhuga á slíku.
Þegar hornhúsið á Lækjargötu og Austurstræti brann fyrir nokkrum árum töldu þeir sem vit höfðu á málinu að þarna hefðu mikil menningarverðmæti farið í súginn þegar gamla húsið brann. Það var reyndar heldur óhrálegur timburhjallur. Ákveðið var að húsið skyldi endurgert í sinni upprunalegu mynd. Svo var reist fínt hús sem líktist því gamla harla lítið en er í einhversskonar gömlum timburhúsastíl. Það fer ágætlega þarna á horninu og nýtist vonandi sem best. Þar er í sjálfu sér búið að búa til fornminjar eða byggja nýtt hús sem á að líta út eins og gamalt. Bara fínt.
Mér var sýnd gömul verbúð vestur á Látrum í sumar. Hún var þeirrar tegundar að hún var það breið að hún var með tvo mæniása. Það var sjaldgæft að verbúðir voru svo stórar. Veður og vindar hafa farið ómjúkum höndum um búðina gegnum árin. Fyrir þremur eða fjórum árum féll hún. Heimamenn höfðu hug á að leita að fjármagni til að endurgera búðina í sinni upprunalegu mynd en þá kom babb í bátinn. Menn að sunnan komu með gult merki á hæl sem stungið var í vegginn. Á merkinu stendur: Friðlýst. Þar sem þetta merki stendur á veggnum þá má ekki hreifa við einu eða neinu heldur eiga náttúruöflin að sjá um varðveislu búðarinnar inn í óráðna framtíð. Náttúran á að hafa sinn gang segja mennirnir að sunnan. Nú hélt ég að eldurinn væri hluti af náttúruöflunum þegar gamalt hús brennur í miðborg Reykjavíkur. Nei, þá þykir öllum sjálfsagt mál að byggja nýtt fornhús. Það má byggja ofan á og jarða gamlan húsgrunn austur í Skálholti með nýfornminjum. En það má ekki hreyfa við gömlu hrundu húsi vestur á Látrum og endurgera það í sinni upprunalegu mynd til að gefa komandi kynslóðum innsýn í hvernig stórar sjóbúðir voru settar upp snemma á síðustu öld. Rústin er friðlýst og friðlýst þýðir "Bannað að snerta". Í þessu dæmi er eitthvað sem ekki gengur upp.
Ég fór í bíó á þriðjudaginn og sá heimildarmyndina Jón og Séra Jón sem fjallar um Jón Ísleifsson, fyrrverandi prest í Árnesi í Trékyllisvík á Ströndum. Myndatökumaður hefur greinilega náð góðu sambandi við Jón og hefur komist mjög nálægt honum. Það má segja myndatökumanninum til mikils hróss að hann sést aldrei og heyrist aldrei í honum. Hann er laus við þann algenga óvana íslenskra þáttagerðarmanna að vera sífellt að troða sjálfum sér í mynd eða máli inn í þáttinn. Sem dæmi um það má nefna Ísþjóðina þar sem þáttagerðarmaðurinn er sífellt í mynd eða að koma spuringum sínum inn í þáttinn þrátt fyrir að það bæti hann ekkert. Ég mæli með myndinni um Jón. Hann er sérstakur og er vel að það skuli einhverjum hafa dottið í hug að kaman væri að gera mynd um kallinn. Það er svona svipað og þegar Friðrik Þór fór norður til Skagastrandar og tók hina óborganlegu mynd Kúrekar Norðursins um fyrstu kántríhátíðina á Skagaströnd. Myndin um Jón endar á því þegar prestur hefur hlaðið langan Landrover með dóti sínu og lætur úr hlaði, alfarinn eftir nokkur átök..
Þegar hornhúsið á Lækjargötu og Austurstræti brann fyrir nokkrum árum töldu þeir sem vit höfðu á málinu að þarna hefðu mikil menningarverðmæti farið í súginn þegar gamla húsið brann. Það var reyndar heldur óhrálegur timburhjallur. Ákveðið var að húsið skyldi endurgert í sinni upprunalegu mynd. Svo var reist fínt hús sem líktist því gamla harla lítið en er í einhversskonar gömlum timburhúsastíl. Það fer ágætlega þarna á horninu og nýtist vonandi sem best. Þar er í sjálfu sér búið að búa til fornminjar eða byggja nýtt hús sem á að líta út eins og gamalt. Bara fínt.
Mér var sýnd gömul verbúð vestur á Látrum í sumar. Hún var þeirrar tegundar að hún var það breið að hún var með tvo mæniása. Það var sjaldgæft að verbúðir voru svo stórar. Veður og vindar hafa farið ómjúkum höndum um búðina gegnum árin. Fyrir þremur eða fjórum árum féll hún. Heimamenn höfðu hug á að leita að fjármagni til að endurgera búðina í sinni upprunalegu mynd en þá kom babb í bátinn. Menn að sunnan komu með gult merki á hæl sem stungið var í vegginn. Á merkinu stendur: Friðlýst. Þar sem þetta merki stendur á veggnum þá má ekki hreifa við einu eða neinu heldur eiga náttúruöflin að sjá um varðveislu búðarinnar inn í óráðna framtíð. Náttúran á að hafa sinn gang segja mennirnir að sunnan. Nú hélt ég að eldurinn væri hluti af náttúruöflunum þegar gamalt hús brennur í miðborg Reykjavíkur. Nei, þá þykir öllum sjálfsagt mál að byggja nýtt fornhús. Það má byggja ofan á og jarða gamlan húsgrunn austur í Skálholti með nýfornminjum. En það má ekki hreyfa við gömlu hrundu húsi vestur á Látrum og endurgera það í sinni upprunalegu mynd til að gefa komandi kynslóðum innsýn í hvernig stórar sjóbúðir voru settar upp snemma á síðustu öld. Rústin er friðlýst og friðlýst þýðir "Bannað að snerta". Í þessu dæmi er eitthvað sem ekki gengur upp.
Ég fór í bíó á þriðjudaginn og sá heimildarmyndina Jón og Séra Jón sem fjallar um Jón Ísleifsson, fyrrverandi prest í Árnesi í Trékyllisvík á Ströndum. Myndatökumaður hefur greinilega náð góðu sambandi við Jón og hefur komist mjög nálægt honum. Það má segja myndatökumanninum til mikils hróss að hann sést aldrei og heyrist aldrei í honum. Hann er laus við þann algenga óvana íslenskra þáttagerðarmanna að vera sífellt að troða sjálfum sér í mynd eða máli inn í þáttinn. Sem dæmi um það má nefna Ísþjóðina þar sem þáttagerðarmaðurinn er sífellt í mynd eða að koma spuringum sínum inn í þáttinn þrátt fyrir að það bæti hann ekkert. Ég mæli með myndinni um Jón. Hann er sérstakur og er vel að það skuli einhverjum hafa dottið í hug að kaman væri að gera mynd um kallinn. Það er svona svipað og þegar Friðrik Þór fór norður til Skagastrandar og tók hina óborganlegu mynd Kúrekar Norðursins um fyrstu kántríhátíðina á Skagaströnd. Myndin um Jón endar á því þegar prestur hefur hlaðið langan Landrover með dóti sínu og lætur úr hlaði, alfarinn eftir nokkur átök..
sunnudagur, september 18, 2011
Það var athyglisvert viðtal á Sprengisadi í morgun við mann nokkurn sem heitir Erlendur Halldórsson að því mig minnir. Hann hefur unnið í tengslum við erlend verkefni á undanförnum 30 árum og þekkir því vel til veðra og vinda á Evrusvæðinu. Hann var mjög gagnrýninn á myntsamstarf ESB sem slíkt. Hann sagði að evran hefði verið stofnsett í upphafi vegna þess að stjórnmálamenn hefðu séð haft þá skoðun að ein mynt væri betri fyrir Evrópu en margar myntir. Ákvörðunin hefði verið keyrð í gegn af stjórnmálamönnum þrátt fyrir varnaðarorð fjölmargra hagfræðinga og fræðimanna. Þeir sögðu að hagkerfi Evrópskra landa væru alltof ólík til að þau gætu unnið eftir einu myntkerfi. Miklu nær hefði verið að þau lönd sem hefðu haft tiltölulega lík haglkerfi s.s. Þýskaland, Frakkland, Holland og Austurríki hefðu tekið sig saman um eina mynt í stað þess að þenja Evruna út um allar koppagrundir með að að sjónarmiði að stórt væri betra en smátt. Erlendur fullyrti einnig að efnahagsvandræði Spáns og Írland væru tilkomin vegna aðildar þeirra að myntsamstarfi ESB. Hin gríðarlega skuldsetning þessara landa væri m.a. tilkomin vegna oftrausts á myntsamstarfið og auðvelds aðgengis að fjármagni. Vandamál Grikklands er af öðrum toga. Finnar öfunda Svía nú af því að hafa sína eigin mynt sem gerir alla efnahagsstjórnun auðveldari.
Mér fannst þetta viðtal áhugavert vegna þess að hérlendis litast umræðan um aðildarumsókn af því að þeir sem ráða ferðinni hafa tekið afstöðu vegna þess að þeir hafa séð ljósið. Efnisleg umræða um kosti og galla myntsamstarfsins er fyrirferðarlítil. Hvernig væri staðan hérlendis í dag ef Ísland væri aðilar að myntsamstarfi Evrópu. Í mínum huga er niðurstaðan ljós á sumum sviðum. Atvinnuleysi væri t.d. miklu meira. Kaupmáttur væri síst meiri. Það er bara eins og staðan er innan Evrópusambandsins. Auðvitað er áhugavert að fylgjast með því sem er að gerast á þessum vettvangi á komandi misserum. Það verður að teljast hæpið að evran verði í óbreyttri mynd eftir allan þennan darraðadans.
Ég fór á bretti í World Class í morgun í fyrsta sinn í ár. Ég fæ frípláss hjá þeim út nóvember a.m.k. Það er fínt að fara að keyra sig í gang á nýjan leik.
Mér fannst þetta viðtal áhugavert vegna þess að hérlendis litast umræðan um aðildarumsókn af því að þeir sem ráða ferðinni hafa tekið afstöðu vegna þess að þeir hafa séð ljósið. Efnisleg umræða um kosti og galla myntsamstarfsins er fyrirferðarlítil. Hvernig væri staðan hérlendis í dag ef Ísland væri aðilar að myntsamstarfi Evrópu. Í mínum huga er niðurstaðan ljós á sumum sviðum. Atvinnuleysi væri t.d. miklu meira. Kaupmáttur væri síst meiri. Það er bara eins og staðan er innan Evrópusambandsins. Auðvitað er áhugavert að fylgjast með því sem er að gerast á þessum vettvangi á komandi misserum. Það verður að teljast hæpið að evran verði í óbreyttri mynd eftir allan þennan darraðadans.
Ég fór á bretti í World Class í morgun í fyrsta sinn í ár. Ég fæ frípláss hjá þeim út nóvember a.m.k. Það er fínt að fara að keyra sig í gang á nýjan leik.
Ég fór niður í FÍH salinn í kvöld. Þar var mættur Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal með sína árlegu hausttónleika ásamt vinum og vandamönnum. Jón er orðinn 71 árs en slær ekkert undan. Hann er alveg eins og hann hefur verið síðustu 30 árin og röddin er betri en nokkru sinni ef eitthvað er. Jón er sérstakur maður í þess orðs jákvæðu merkingu. Hann hefur haldið tryggð við sitt hemaþorp en er samt ekki síðri heimsborgari en margir þeirra sem víðar hafa farið. Jón er fínn. Tónleikarnir stóðu yfir í hátt á þrjá klukkutíma og hvergi slegið af. Þarna voru margir leiddir fram, klassískir söngvarar af ýmsum tegundum, Fjallabræður, dægurlagasöngvarar fornir og nýjir og síðan Bjarnason himself. "Er þetta ekki að verða búið Jón?" sagði Bjarnason þegar langt var liðið á tónleikana, "Ég er að verða of seinn að syngja í afmæli". Jóni brá ekki en sagði: "Hvurslagsfólk er þetta sem er á afmæli þegar klukkan orðin ellefu" Það er alltaf gaman að setjast niður kvöldstund og hlusta á vini Jóns Kr. syngja og skemmta sér og öðrum. Kallinn er engum líkur. Svo hittir maður alltaf einhverja kunnuga á svona samkomum sem er svona krydd á kökuna.
Ég er að verða góður í fætinum. Verkurinn minnkar dag frá degi. Ég reyni að teygja samviksusamlega og það hefur tvímælalaust áhrif. Þessi meiðsl eru ekkert annað en sjálfskaparvíti því ég hef verið of linur við að teygja á undanförnum misserum. Þetta er allt að koma og er í mikið góðu lagi.
Nú er farið að styttast í að Kári Steinn fari í sitt fullnaðarpróf. Berlínarmaraþonið er um næstu helgi. Það verður spennandi.
Ég er að verða góður í fætinum. Verkurinn minnkar dag frá degi. Ég reyni að teygja samviksusamlega og það hefur tvímælalaust áhrif. Þessi meiðsl eru ekkert annað en sjálfskaparvíti því ég hef verið of linur við að teygja á undanförnum misserum. Þetta er allt að koma og er í mikið góðu lagi.
Nú er farið að styttast í að Kári Steinn fari í sitt fullnaðarpróf. Berlínarmaraþonið er um næstu helgi. Það verður spennandi.
laugardagur, september 10, 2011
Ég fór til Vestmannaeyja í gær og kom aftur seinnipartinn í dag. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fer einu sinni á ári út fyrir borgina með stjórnarfund og sviðsstjórarnir fylgja með. Nú voru það Vestmannaeyjar sól og blíðu. Að afloknum stjórnarfundi þá var farið í heimsókn á bæjarskrifstofurnar hvar Elliði bæjarstjóri og hans fólk tók á móti okkur af myndarskap.
Hann átti vart orð yfir að lýsa þeim umskiptum sem hafa orðið í Eyjum með tilkomu Landeyjarhafnar og breyttri siglingaleið. Það sem af er árinu hefur um 100.000 farþegum fleira komið til Eyja en þegar siglt var upp á gamla móðinn. Það sést líka í bænum, bæði á fjölda ferðamanna og fjölda verslana, matsölustaða og veitingahúsa.
Síðan skoðuðum við Vinnslustöðina. Það er gríðarlega öflugt matvælaframleiðslufyrirtæki sem er gaman að heimsækja. Í Vinnslustöðinni var verið að slíta humar, frysta makríl og salta stórþorsk. Fjöldi launaseðla í einum mánuði í ár hafði farið upp í 500. Vinnslustöðin veltir 80 milljónum EYRO á ári. Fyrir einungis átta árum seldu þeir allar afurðir sínar í gegnum SÍF en nú er þetta orðið markaðsdrifið fyrirtæki sem annast sölu sinna afurða sjálft. Þeir vinna afurðir fyrst og fremst af eigin skipum sem fiska kvótann eftir því sem þörf markaðarins er. Þeir sögðust ekki vilja fisk af strandveiðibátum til vinnslu, fyrst og fremst vegna þess að gæðin væru ekki nægjanlega mikil. Það er von að það sé brugðist við þegar forsvarsmenn fyrirtækja af þessum klassa sjá bátnum ruggað að misvitrum stjórnmálamönnum sem virðast ekki alltaf skilja samhengi hlutanna. Það ætti að vera hverjum manni ljóst að varanlegar breytingar í umhverfi fyrirtækja af þessum toga verður að vanda þannig að skaðinn af breytingunum verði ekki stærri en ábatinn. Það sem er sorglegast af öllu í umræðu liðinna mánuða og missera um sjávarútvegesmál er að Vinnslustöðin og önnur álíka fyrirætki sem hafa verið í veiðum og vinnslu sjávarafurða um áratuga skeið og ætla að vera það áfram er hallmælt sem Svarta Pétrunum í kerfinu í illsku út í þá sem eru búinir að selja sig út og horfnir. Reyndar er mörgum þeirra sem eru búnir að selja sig út úr kerfinu tvisvar eða þrisvar afhentur veiðiréttur á silfurfati fyrir ekki neitt í formi strandveiðiheimilda á sama tíma og þeir sem eru í kerfinu allt árið verða að kaupa kvótann ef þeir vilja styrkja stöðu sína. Þetta er náttúruleg ekki í lagi.
Af skoðunarferðinni um Vinnslustöðina var farið í siglingu kringum Heimaey. Hún tók góðan klukkutíma á alvöru hraðbát. Veðrið var orðið afargott, rjómablíða og bjart svo þetta var virkilega fínn túr. Um vköldið borðuðum við í Vinaminni, nýju veitingahúsi sem hefur sérhæft sig í að halda minningu gossins og þeirra breytinga sem það hafi á lofti. Áður en matur var borinn á borð þá sagði veitingakonan frá kvöldinu fyrir gosið og upplifuninni um nóttina þegar gosið hófst. Það var mjög áhrifaríkt. Mér er þessi tími í fersku minni því ég kom út í Eyjar viku af gosi og var þar í nokkra daga ásamt fleiri Hvanneyringum við að hreinsa vikur af húsþökum, sem fóru svo öll undir hraun um einum og hálfum mánuði síðar. Að afloknum mjög fínum kvöldverði þá sungu veitingahjónin fyrir okkur af stakri snilld. Þarna var svo setið og spjallað áfram en ég fór síðan snemma að sofa.
Vestmannahlaupið var í dag og það var tilvalið að taka þátt í því. Þátttakan fór fram út björtustu vonum heimamanna en um 280 manns tóku þátt í þessu fyrsta formlega götuhlaupi í Vestmannaeyjum í sól og blíðu. Ég hef ekki hlaupið neit að ráði síðan í Belfast upp úr miðjum júlí svo ég var ekki til neinna afreka. Brautin var skemmtileg en hunderfið. Það er bara svoleiðis. Það er engin braut eins og ekkert lögmál að þær eigi að vera marflatar. Fyrstu 6-7 km voru ekkert nema brekkur upp og niður en um 100 km hæðarmunur er á brautinni. Ég lauk hlaupinu á um 48 mín sem var bara eins og innistæða er fyrir. Þórólfur sigraði 10 km á rúmum 37 mín en Kári Steinn sigraði 1/2 maraþonið á 1.12 sem er frábær tími á erfiðri braut. Það er verðugt verkefni fyrir hlaupara komandi ára að slá þessi brautarmet. Gaman verður að fylgjast með Kára Stein í Berlín eftir um 1/2 mánuð.
Ég sé í fréttum að innanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um að stika framtíðarlandleiðina vestur á suðurfirði Vestfjarða yfir hálsana. Það er að mínu viti landversti valkosturinn. Hann er eitthvað að tala um jarðgöng í þessu sambandi en það veit það hver maður sem vill vita að það verða ekki boruð göng í gegnum þessa hálsa á næstu 10 árum að minnsta kosti. Vaðlaheiðargöng eru í undirbúningi, það er pressað á Oddskarðsgöng og göng úr Seyðisfirði suður á við. Síðan eru Vopnfirðingar miklir áhugamenn um jarðgöng yfir á Hérað og svo er byrjað að tala um nauðsyn á göngum úr Siglufirði yfir í Fljót eins og allir vissu að myndu koma samtímis upp í umræðuna eftir að Héðinsfjarðargöngum lyki. Ég hef ekki séð þetta kjarr í Teigsskógi en get ekki ímyndað mér að það sé slíkt djásn að við því megi ekki á nokkurn hátt hrófla. Besta lausnin er vafalaust tenging af Melanesinu yfir á Reykjanes við að Árbæ og slá þannig tvær eða þrjár flugur í einu höggi, tengja veginn á láglendi, opna fyrir möguleika á sjávarfallavirkjun og jafnvel fiskeldi inni í Þorskafirðinum. Nei, versti kosturinn er valinn. Hvað á það fólk að hugsa og segja sem málið varðar?
Hann átti vart orð yfir að lýsa þeim umskiptum sem hafa orðið í Eyjum með tilkomu Landeyjarhafnar og breyttri siglingaleið. Það sem af er árinu hefur um 100.000 farþegum fleira komið til Eyja en þegar siglt var upp á gamla móðinn. Það sést líka í bænum, bæði á fjölda ferðamanna og fjölda verslana, matsölustaða og veitingahúsa.
Síðan skoðuðum við Vinnslustöðina. Það er gríðarlega öflugt matvælaframleiðslufyrirtæki sem er gaman að heimsækja. Í Vinnslustöðinni var verið að slíta humar, frysta makríl og salta stórþorsk. Fjöldi launaseðla í einum mánuði í ár hafði farið upp í 500. Vinnslustöðin veltir 80 milljónum EYRO á ári. Fyrir einungis átta árum seldu þeir allar afurðir sínar í gegnum SÍF en nú er þetta orðið markaðsdrifið fyrirtæki sem annast sölu sinna afurða sjálft. Þeir vinna afurðir fyrst og fremst af eigin skipum sem fiska kvótann eftir því sem þörf markaðarins er. Þeir sögðust ekki vilja fisk af strandveiðibátum til vinnslu, fyrst og fremst vegna þess að gæðin væru ekki nægjanlega mikil. Það er von að það sé brugðist við þegar forsvarsmenn fyrirtækja af þessum klassa sjá bátnum ruggað að misvitrum stjórnmálamönnum sem virðast ekki alltaf skilja samhengi hlutanna. Það ætti að vera hverjum manni ljóst að varanlegar breytingar í umhverfi fyrirtækja af þessum toga verður að vanda þannig að skaðinn af breytingunum verði ekki stærri en ábatinn. Það sem er sorglegast af öllu í umræðu liðinna mánuða og missera um sjávarútvegesmál er að Vinnslustöðin og önnur álíka fyrirætki sem hafa verið í veiðum og vinnslu sjávarafurða um áratuga skeið og ætla að vera það áfram er hallmælt sem Svarta Pétrunum í kerfinu í illsku út í þá sem eru búinir að selja sig út og horfnir. Reyndar er mörgum þeirra sem eru búnir að selja sig út úr kerfinu tvisvar eða þrisvar afhentur veiðiréttur á silfurfati fyrir ekki neitt í formi strandveiðiheimilda á sama tíma og þeir sem eru í kerfinu allt árið verða að kaupa kvótann ef þeir vilja styrkja stöðu sína. Þetta er náttúruleg ekki í lagi.
Af skoðunarferðinni um Vinnslustöðina var farið í siglingu kringum Heimaey. Hún tók góðan klukkutíma á alvöru hraðbát. Veðrið var orðið afargott, rjómablíða og bjart svo þetta var virkilega fínn túr. Um vköldið borðuðum við í Vinaminni, nýju veitingahúsi sem hefur sérhæft sig í að halda minningu gossins og þeirra breytinga sem það hafi á lofti. Áður en matur var borinn á borð þá sagði veitingakonan frá kvöldinu fyrir gosið og upplifuninni um nóttina þegar gosið hófst. Það var mjög áhrifaríkt. Mér er þessi tími í fersku minni því ég kom út í Eyjar viku af gosi og var þar í nokkra daga ásamt fleiri Hvanneyringum við að hreinsa vikur af húsþökum, sem fóru svo öll undir hraun um einum og hálfum mánuði síðar. Að afloknum mjög fínum kvöldverði þá sungu veitingahjónin fyrir okkur af stakri snilld. Þarna var svo setið og spjallað áfram en ég fór síðan snemma að sofa.
Vestmannahlaupið var í dag og það var tilvalið að taka þátt í því. Þátttakan fór fram út björtustu vonum heimamanna en um 280 manns tóku þátt í þessu fyrsta formlega götuhlaupi í Vestmannaeyjum í sól og blíðu. Ég hef ekki hlaupið neit að ráði síðan í Belfast upp úr miðjum júlí svo ég var ekki til neinna afreka. Brautin var skemmtileg en hunderfið. Það er bara svoleiðis. Það er engin braut eins og ekkert lögmál að þær eigi að vera marflatar. Fyrstu 6-7 km voru ekkert nema brekkur upp og niður en um 100 km hæðarmunur er á brautinni. Ég lauk hlaupinu á um 48 mín sem var bara eins og innistæða er fyrir. Þórólfur sigraði 10 km á rúmum 37 mín en Kári Steinn sigraði 1/2 maraþonið á 1.12 sem er frábær tími á erfiðri braut. Það er verðugt verkefni fyrir hlaupara komandi ára að slá þessi brautarmet. Gaman verður að fylgjast með Kára Stein í Berlín eftir um 1/2 mánuð.
Ég sé í fréttum að innanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um að stika framtíðarlandleiðina vestur á suðurfirði Vestfjarða yfir hálsana. Það er að mínu viti landversti valkosturinn. Hann er eitthvað að tala um jarðgöng í þessu sambandi en það veit það hver maður sem vill vita að það verða ekki boruð göng í gegnum þessa hálsa á næstu 10 árum að minnsta kosti. Vaðlaheiðargöng eru í undirbúningi, það er pressað á Oddskarðsgöng og göng úr Seyðisfirði suður á við. Síðan eru Vopnfirðingar miklir áhugamenn um jarðgöng yfir á Hérað og svo er byrjað að tala um nauðsyn á göngum úr Siglufirði yfir í Fljót eins og allir vissu að myndu koma samtímis upp í umræðuna eftir að Héðinsfjarðargöngum lyki. Ég hef ekki séð þetta kjarr í Teigsskógi en get ekki ímyndað mér að það sé slíkt djásn að við því megi ekki á nokkurn hátt hrófla. Besta lausnin er vafalaust tenging af Melanesinu yfir á Reykjanes við að Árbæ og slá þannig tvær eða þrjár flugur í einu höggi, tengja veginn á láglendi, opna fyrir möguleika á sjávarfallavirkjun og jafnvel fiskeldi inni í Þorskafirðinum. Nei, versti kosturinn er valinn. Hvað á það fólk að hugsa og segja sem málið varðar?
miðvikudagur, september 07, 2011
Ég skrapp austur á Hvolsvöll á sunnudaginn. Ísólfur Gylfi, sveitarstjóri þar í sveit, bað mig að koma austur og halda fyrirlestur um hvernig fólk ætti að bera sig að þegar það færi að hefja reglubundið skokk eða hlaup. Sveitarfélagið stendur fyrir heilsuviku nú í vikunni og opnaði meðal annars heilsustíg í því tilefni. Þar er hægt að gera margs konar æfingar, teygjur, hopp og fleira sem tilheyrir. Það var vel mætt á fyrirlesturinn og fólkið áhugasamt. Það er alltaf gaman að gefa eitthvað af sér inn í hlauparasamfélagið og vonandi að þetta verði einhverjum hvatning að taka sér tak. Auðvitað er það dálítið átak að hefja reglubundna hreyfingu en það breytist fljótt yfir í að tilfinningin vegna aukinna lífsgæða víkur fyrir öðru.
Á leiðinni heim skrapp ég inn á Hafnarfjarðarafleggjarann og kíkti til berja. Ég hafi aldrei svipast eftir berjum þarna áður en það var svona reitingur. Ég týndi tæp tvö kíló með puttunum á réttum klukkutíma af ágætum bláberjum. Nú eru ber notuð út á morgunskattinn.
Ég er að snúa mér af stað aftur. Tognunin aftan í hægra lærinu er að láta undan. Ég hleyp svona annan hvern dag og ætla að auka rólega við álagið jafnhliða því sem ég reyni að teygja vel. Þá mjakast þetta. World Class hefur brugðist vel við enn einn ganginn og ég fæ að fara þar inn og æfa mér að kostnaðarlausu fram á veturinn.
Á leiðinni heim skrapp ég inn á Hafnarfjarðarafleggjarann og kíkti til berja. Ég hafi aldrei svipast eftir berjum þarna áður en það var svona reitingur. Ég týndi tæp tvö kíló með puttunum á réttum klukkutíma af ágætum bláberjum. Nú eru ber notuð út á morgunskattinn.
Ég er að snúa mér af stað aftur. Tognunin aftan í hægra lærinu er að láta undan. Ég hleyp svona annan hvern dag og ætla að auka rólega við álagið jafnhliða því sem ég reyni að teygja vel. Þá mjakast þetta. World Class hefur brugðist vel við enn einn ganginn og ég fæ að fara þar inn og æfa mér að kostnaðarlausu fram á veturinn.
mánudagur, september 05, 2011
Að undanförnu hefur átt sér stað allnokkur umræða um fyrirhuguð kaup kínverja nokkurs á jörðinni Grímsstaðir á fjöllum. Umræðan er eins og svo oft hún fer út og suður og magnið meir en gæðin. Margir sjá ekkert athugavert við það að erlendur aðili kaupi upp 0,3% af Íslandi. Þar á meðal má nefna bæði forsætisráðherra og forseta Íslands. Í því sambandi er mjög eðlilegt að spyrja: "Hvar eru mörkin?" Mega erlendir aðilar kaupa 1% af landinu, 10% eða 100%? "Hvar eru mörkin?" Þess þá heldur er nauðsynlegt að fá umræðu um slíka hluti þegar helstu ráðamenn þjóðarinnar tjá sig á þennan hátt. Forsetinn nefndi erlent eignarhald í Össuri og Marel til samanburðar. Eignarhald í fyrirtækjum eða fasteignum er ekki það sama og eignarhald í landi. Allt frá landnámi hefur landinu að mestu leyti verið skipt upp í bújarðir af eðlilegum ástæðum. Þar tók einn við af öðrum og ákveðið kerfi var í gangi öldum saman. Það gekk árekstralaust og menn byggðu upp ákveðið samhjálparkerfi um smalanir og aðrar skyldur og það var sett á fót ítala þar sem þurfti að takmarka beit. Á síðustu áratugum hefur þetta breyst. Aðgengi að landi er orðið verðmæti út af fyrir sig. Einstaklingar eru farnir að kaupa land í þeim tilgangi að eiga það út af fyrir sig. Það á bæði við um innlenda aðila og erlenda. Slík þróun kallar á skoðun á fyrri gildum og hefðum. Það getur orðið stórmál ef einstaklingar fara að takmarka umferð á gríðarstórum jörðum sem ná langt inn á hálendið. Í Noregi er við lýði ákveðin búsetuskylda á eignarhörðum. Þar er dálítið langt seilst en sama er, almannaréttinn verður að virða í þessu samhengi þar sem það á við.
Hvað kínverjann varðar þá er fyrsta spurningin, getum við keypt land eins og okkur sýnist í Kína? Ef eru takmarkanir á því þá er rétt að spyrja: "Hvers vegna?" Síðan má ekki gleyma því að íslenskt hagkerfi er svo örlítið að það bliknar í samanburði við þann mikla auð sem finnst á einstaklingshöndum erlendis. Íslendingar eru afar svag um þessar mundir fyrir því að vilja fá erlenda fjárfestingu inn í landið. Þeir þurfa að halda á erlendu fjármagni inn í landið. Væri ég kínverjinn þá myndi ég nota mér það fram í ystu æsar. Ef ég fengi að kaupa landið með ákveðnum skilyrðum sem myndu hindra á einhvern hátt möguleika mína til að nýta þá aðstöðu sem þar væri til staðar, þá myndi ég gera það að skilyrði fyrir því aukinni fjárfestingu að þessum skilyrðum yrði létt af. Asni hlaðinn gulli kemst inn um hvaða borgarhlið sem er. Kínverjar hugsa mjög langt fram í tímann og eru strategiskir. Þeir hafa keypt upp auðlindir í fjölmörgum Afríkulöndum þar sem stjórnkerfið er veikt og principin fá. Við erum á margan hátt ekkert sterkari á svellinu sem stendur. Í huga margra skiptir það eitt máli að fá peninga inn í landið. Afleiðingarnar skipta minna máli. Að bera saman fjárfestingu í landi og í húsi er náttúrulega fáránlegt. Hús er afskrifað en land ekki. Maður spyr sig af hverju er ekki nóg að fá leigulóð til næstu 100 ára fyrir hótelreksturinn go golfvöllinn uppi á Hólsfjöllum eða hangir eitthvað annað á spýtunni. Erlendir auðmenn eru ekki í neinni góðgerðastarfsemi. Allt tal um slíkt er vægt sagt fáránlegt en beinlínis hættulegt ef það kemur frá einhverum þeirra sem mikið eiga undir sér.
Hvað kínverjann varðar þá er fyrsta spurningin, getum við keypt land eins og okkur sýnist í Kína? Ef eru takmarkanir á því þá er rétt að spyrja: "Hvers vegna?" Síðan má ekki gleyma því að íslenskt hagkerfi er svo örlítið að það bliknar í samanburði við þann mikla auð sem finnst á einstaklingshöndum erlendis. Íslendingar eru afar svag um þessar mundir fyrir því að vilja fá erlenda fjárfestingu inn í landið. Þeir þurfa að halda á erlendu fjármagni inn í landið. Væri ég kínverjinn þá myndi ég nota mér það fram í ystu æsar. Ef ég fengi að kaupa landið með ákveðnum skilyrðum sem myndu hindra á einhvern hátt möguleika mína til að nýta þá aðstöðu sem þar væri til staðar, þá myndi ég gera það að skilyrði fyrir því aukinni fjárfestingu að þessum skilyrðum yrði létt af. Asni hlaðinn gulli kemst inn um hvaða borgarhlið sem er. Kínverjar hugsa mjög langt fram í tímann og eru strategiskir. Þeir hafa keypt upp auðlindir í fjölmörgum Afríkulöndum þar sem stjórnkerfið er veikt og principin fá. Við erum á margan hátt ekkert sterkari á svellinu sem stendur. Í huga margra skiptir það eitt máli að fá peninga inn í landið. Afleiðingarnar skipta minna máli. Að bera saman fjárfestingu í landi og í húsi er náttúrulega fáránlegt. Hús er afskrifað en land ekki. Maður spyr sig af hverju er ekki nóg að fá leigulóð til næstu 100 ára fyrir hótelreksturinn go golfvöllinn uppi á Hólsfjöllum eða hangir eitthvað annað á spýtunni. Erlendir auðmenn eru ekki í neinni góðgerðastarfsemi. Allt tal um slíkt er vægt sagt fáránlegt en beinlínis hættulegt ef það kemur frá einhverum þeirra sem mikið eiga undir sér.
föstudagur, september 02, 2011
Það var Merkigilsferð um síðustu helgi. Félagi Jói hefur síðustu fjögur ár staðið fyrir helgarferð norður í Merkigil í Austurdal í Skagafirði síðustu helgina í ágúst. Þar bjó Monika Helgadóttir með dæturnar sjö (og einn son) á síðustu öld. Hún giftist að Merkigili um 1925 og bjó þar fram á árið 1988 þear hún lést, 87 ára að aldri. Árið 1974 réðst Helgi Jónsson frá Herríðarhóli á Rangárvöllum til hennar sem vinnumaður og bjó hann á jörðinni fram til dauðadags í janúar 1997, þegar hann hrapaði til dauðs niður í Merkigilið.
Ég fór norður með Jóa og félögum í hitteðfyrra, hafði ekki tök á að fara í fyrra, en tók því fagnandi þegar Jói lét vita af því að fyrir höndum væri ferð norður í Merkigil. Vitaskuld er upplifunin alltaf mest að koma á þessan stað í fyrsta sinn. Þarna áttar maður sig svo vel áþví við hvaða aðstæður fók bjó við fyrr á árum. Einangrun bæjarins var ekki rofin fyrr en árið 1961 þegar áin var brúuð. Fram að því þurfti að sækja alla aðdrætti yfir gljúfrið sem liggur í fárra kílómetra fjarlægð til norðurs frá bænum. Íbúðarhúsið á Merkigili er ekkert venjulegt íbúðarhús á einhverri venjulegri jörð. Það er tvílyft með kjallara undir því að hluta til. Það er rúmgott bæði á jarðhæð og á lofthæðinni. Það sem gerir húsið sérstakt að dvelja í er að þarna fær maður tilfinningu fyrir því erfiði sem Monika og dæturnar þurftu að leggja á sig til að geta haldið heimili þarna. Allt efni í húsið (sement, járn, timbur, steypustyrktarjárn, gler, eldavél, baðkar, hurðir og annað sem nöfnum tjáir að nefna var flutt yfir gilið á hestum. Það var þvílíkt erfiði að hestarnir þoldu einungis tvær ferðir á dag. Möl og sandi sem þurfti í steypu og pússningu var mokað upp í poka hér og þar meðfram árfarveginum og flutt heim á hestum. Þannig mætti áfram telja. Sökum þessarar sögu er mun áhrifameira að dvelja í þessu húsi heldur en í einhverju öðru venjulegu húsi.
Við komum norður á föstudgaskvöldið. Ég var ekki kominn fyrr en langt gengið í eitt um nóttina þvþi ég sat ársþing samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um daginn og var seinn fyrir. Við gegnum út að gilinu um morguninn í góðu veðri, tókum myndir og spjölluðum. Við þekktumst ekki allir áður en það skiptir ekki máli því við svona aðstæður hristast menn fljótt saman. Síðdegis fórum við inn að Ábæ og fórum síðan á kláfnum yfir að Skatastöðum þar sem Flúðasiglingar leggja upp í siglingar niður Jökulsá eystri. Um kvöldið borðuðum við sannkallaðan hátíðakvöldverð sem félagarnir hristu fram úr erminni á augabragði og drukkum göfug vín með. Við vorum snemma uppi á sunnudagsmorgun og vorum komnir af stað upp úr kl. sjö þvi við ætluðum að fara út í Drangey og þurftum því að vera komnir tímanlega norður að Reykjalaug á Reykjaströnd fyrir utan Sauðárkrók. Við lögðum af stað í góðviðri en smá rigningu. Þegar við komum út fyrir Sauðárkrók reif hann sig upp með suðvestan spænu. Við hittum þá sem eru í forsvari fyrir Drangeyjarferðum út við Reykjalaugina. Þá kom í ljós að við Viggó, sonur Jóns Drangeyjarjarls, höfðum setið hlið við hlið á fundinum í Reykjaskóla á föstudeginum. Þeir feðgar sögðu að í þessari átt og í svona hvössu væri ófært út í eyna því rokið stæði upp í víkina þar sem væri lent. Þó við kæmumst út væri ekki öruggt að það væri hægt að sækja okkur aftur. Því var hætt við allar Drangeyjarferðir að sinni og ekið sem leið lá suður. Fínni helgi var lokið og maður er strax farinn að vona að síðasta helgi í ágúst verði laus að ári.
Ég fór norður með Jóa og félögum í hitteðfyrra, hafði ekki tök á að fara í fyrra, en tók því fagnandi þegar Jói lét vita af því að fyrir höndum væri ferð norður í Merkigil. Vitaskuld er upplifunin alltaf mest að koma á þessan stað í fyrsta sinn. Þarna áttar maður sig svo vel áþví við hvaða aðstæður fók bjó við fyrr á árum. Einangrun bæjarins var ekki rofin fyrr en árið 1961 þegar áin var brúuð. Fram að því þurfti að sækja alla aðdrætti yfir gljúfrið sem liggur í fárra kílómetra fjarlægð til norðurs frá bænum. Íbúðarhúsið á Merkigili er ekkert venjulegt íbúðarhús á einhverri venjulegri jörð. Það er tvílyft með kjallara undir því að hluta til. Það er rúmgott bæði á jarðhæð og á lofthæðinni. Það sem gerir húsið sérstakt að dvelja í er að þarna fær maður tilfinningu fyrir því erfiði sem Monika og dæturnar þurftu að leggja á sig til að geta haldið heimili þarna. Allt efni í húsið (sement, járn, timbur, steypustyrktarjárn, gler, eldavél, baðkar, hurðir og annað sem nöfnum tjáir að nefna var flutt yfir gilið á hestum. Það var þvílíkt erfiði að hestarnir þoldu einungis tvær ferðir á dag. Möl og sandi sem þurfti í steypu og pússningu var mokað upp í poka hér og þar meðfram árfarveginum og flutt heim á hestum. Þannig mætti áfram telja. Sökum þessarar sögu er mun áhrifameira að dvelja í þessu húsi heldur en í einhverju öðru venjulegu húsi.
Við komum norður á föstudgaskvöldið. Ég var ekki kominn fyrr en langt gengið í eitt um nóttina þvþi ég sat ársþing samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um daginn og var seinn fyrir. Við gegnum út að gilinu um morguninn í góðu veðri, tókum myndir og spjölluðum. Við þekktumst ekki allir áður en það skiptir ekki máli því við svona aðstæður hristast menn fljótt saman. Síðdegis fórum við inn að Ábæ og fórum síðan á kláfnum yfir að Skatastöðum þar sem Flúðasiglingar leggja upp í siglingar niður Jökulsá eystri. Um kvöldið borðuðum við sannkallaðan hátíðakvöldverð sem félagarnir hristu fram úr erminni á augabragði og drukkum göfug vín með. Við vorum snemma uppi á sunnudagsmorgun og vorum komnir af stað upp úr kl. sjö þvi við ætluðum að fara út í Drangey og þurftum því að vera komnir tímanlega norður að Reykjalaug á Reykjaströnd fyrir utan Sauðárkrók. Við lögðum af stað í góðviðri en smá rigningu. Þegar við komum út fyrir Sauðárkrók reif hann sig upp með suðvestan spænu. Við hittum þá sem eru í forsvari fyrir Drangeyjarferðum út við Reykjalaugina. Þá kom í ljós að við Viggó, sonur Jóns Drangeyjarjarls, höfðum setið hlið við hlið á fundinum í Reykjaskóla á föstudeginum. Þeir feðgar sögðu að í þessari átt og í svona hvössu væri ófært út í eyna því rokið stæði upp í víkina þar sem væri lent. Þó við kæmumst út væri ekki öruggt að það væri hægt að sækja okkur aftur. Því var hætt við allar Drangeyjarferðir að sinni og ekið sem leið lá suður. Fínni helgi var lokið og maður er strax farinn að vona að síðasta helgi í ágúst verði laus að ári.
fimmtudagur, september 01, 2011
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, skrifar prýðilega grein í Fréttablaðið í dag, þar sem hann fjallar um hið fyrirhugaða hátæknisjúkrahús. Hann fjallar þar á einfaldan hátt um þau pótemkímtjöld sem hafa verið dregin upp í kringum þetta fyrirbæri. Það eru ekki til neinir peningar til eins eða neins á Íslandi í dag. Skorið er grimmt niður í heilbreigðisgeiranum og segja þeir sem til þekkja að þar sé komið langt fram fyrir eðlileg mörk. Læknar streyma úr landi til lengri eða skemmri dvalar. Vinnufélagi minn var fyrir skömmu í Lundi þar sem stjúpsonur hans er í framhaldsnámi í læknisfræði eins og fjölmargir aðrir íslenskir læknar. Enginn ætlar að koma heim að námi loknu í ástandið eins og það er. Þegar ég bjó úti í Uppsölum fyrir rúmum 30 árum var þar fjöldi lækna. Allir ætluðu að koma beint heim að námi loknu. Tímarnir eru breyttir hvað þetta varðar. Þegar yfirvofandi er lækaskortu í landinur þá er vaðið í að ráðstafa tugum milljarða í steinsteypu. Hvað kostar síðan að tækja nýja spitalann upp? Eru þeir peningar til? Byggingarformið er kapituli út af fyrir sig. Ég hef alltaf haldið að byggingarform spítala ætti að vera sem einfaldast, það sem mestu máli skipti hvað gerist inni í húsinu sem hýsir hann. Hinn nýji spítali virðist samanstanda af fjölmörgum húsum sem eru tengd saman á einn eða annan hátt. eitthvað kemur það til með að kosta og einhver tími fer í allar þessar milliferðir. Helsti kosturinn við bygginguna er sagður vera að það veitir byggingaiðnaðinum verkefni. Það er náttúrulega galin röksemd.
Umferðarmálin eru svo eitt enn. Það á að fjöldga starfsfólki á spítalanum um þriðjung frá því sem nú er. Verður til peningur til að borga því laun. Hann er ekki til í dag. Eðlilega óttast menn aukna umferð sem er nógu mikil í dag. Það segir sig sjálft að þegar svona fekna stórir vinnustaður er settur út undir jaðar á borginni með takmarkað aðgengi þá verður umferðin erfið ef ekki vandamál. Fyrst stefnt er að því að byggja sjúkrahúsið frá grunni ætti að velja því stað miðsvæðis og þar sem aðgengi er gott úr öllum áttum. Það þarf að hugsa til næstu 100 ára en ekki bara til næstu tveggja til þriggja ára. Í fréttum í kvöld kom fram að umferðarmálin yrðu leyst með bættum almenningssamgöngum og með því að kenna fólki að nota ekki einkabílinn. Þá veit maður það.
Almenningsíþróttadeild Víkings hélt fimm og tíu km hlaup í Fossvognum í kvöld. Það var fyrsta hlaup sem deildin heldur. Fyrirfram bjuggust þau við um 70-100 manns. Fljótlega kom í ljós að þau plön sprungu og ný voru sett. Þau sprungu líka og þegar yfir lauk tóku um 300 manns þátt í hlaupinu í ágætu veðri en smá vindi. Þetta sýnir bara hvað er að gerast í hlaupaheiminum. Heldur heimskuleg umfjöllun í Ríkissjónvarpinu nýlega um að vaxandi hlaupaáhugi væri nokkursskonar lífsgæðakapphlaup og að hlauparar myndu þurfa að láta skipta um liðkúlur í gríð og erg var út í hött. Æ fleiri skynja kosti hreifingar og útiveru fyrir utan þann ágæta félagsskap sem tengist hlaupunum.
Umferðarmálin eru svo eitt enn. Það á að fjöldga starfsfólki á spítalanum um þriðjung frá því sem nú er. Verður til peningur til að borga því laun. Hann er ekki til í dag. Eðlilega óttast menn aukna umferð sem er nógu mikil í dag. Það segir sig sjálft að þegar svona fekna stórir vinnustaður er settur út undir jaðar á borginni með takmarkað aðgengi þá verður umferðin erfið ef ekki vandamál. Fyrst stefnt er að því að byggja sjúkrahúsið frá grunni ætti að velja því stað miðsvæðis og þar sem aðgengi er gott úr öllum áttum. Það þarf að hugsa til næstu 100 ára en ekki bara til næstu tveggja til þriggja ára. Í fréttum í kvöld kom fram að umferðarmálin yrðu leyst með bættum almenningssamgöngum og með því að kenna fólki að nota ekki einkabílinn. Þá veit maður það.
Almenningsíþróttadeild Víkings hélt fimm og tíu km hlaup í Fossvognum í kvöld. Það var fyrsta hlaup sem deildin heldur. Fyrirfram bjuggust þau við um 70-100 manns. Fljótlega kom í ljós að þau plön sprungu og ný voru sett. Þau sprungu líka og þegar yfir lauk tóku um 300 manns þátt í hlaupinu í ágætu veðri en smá vindi. Þetta sýnir bara hvað er að gerast í hlaupaheiminum. Heldur heimskuleg umfjöllun í Ríkissjónvarpinu nýlega um að vaxandi hlaupaáhugi væri nokkursskonar lífsgæðakapphlaup og að hlauparar myndu þurfa að láta skipta um liðkúlur í gríð og erg var út í hött. Æ fleiri skynja kosti hreifingar og útiveru fyrir utan þann ágæta félagsskap sem tengist hlaupunum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)