mánudagur, september 26, 2005

Fór góðan hring í hverfinu í dag. Nú finn ég að áhuginn er kominn á fullt. Ég er ekki frá því að það hafi komið svolítið flashback í sumar (sérstaklega seinnipartinn) þegar maður fann sér afskanir frá því að fara ekki út að hlaupa þrátt fyrir gott veður. Nú er hins vegar komið markmið og þá verður allt auðveldara þegar markmiðið er klárt.

Sá úrslitin frá Berlín á netinu. Þarna bættu margir sig vel, Sigurður er farinn að hilla undir 3 klst og Valgerður skilar einnig frábæru hlaupi í fylgd bónda síns. Gott hjá Sigurði P. að skrifa smá skýrslu um methlaupið inn á vefinn. Það eu tuttugu ár síðan hann vann þetta góða afrek og ekki í augsýn að neinn slái það í náinni framtíð.

Ég veit ekki hvort eða þá hvað maður á að skrifa um stóra tölvupóstmálið. Í fyrsta lagi er þessi umræða komin út fyrir öll takmörk og sérstaklega finnst mér Baugsmiðlarnir hafa misst öll tök á umfjöllunninni. Í fyrsta lagi þá sá ég þá félaga í morgunsjónvarpinu á Stöð 2. Þeir báðu fólk að hringja inn. Það leyndi sér ekki hrifning þeirra þegar einhver hringdi og hallmælti Styrmi. Þá skinu þeir eins og sól í heiði eða eins og smástrákar að fá sælgætispoka. En ef einhver hringdi inn og hallmælti Baugsfeðgum þá voru þeir á svipinn eins og dauðri rottu hefði verið veifað framan í þá. Í öðru lagi þá skil ég ekki alveg í því hvaða hlutverk Hallgrímur Helgason leikur í þessu drama. Kannski er vegur hans svo mikill vegna þess að hann hefur séð og heyrt ódáminn (þ.e. verið kallaður á teppið til Davíðs). Þriðja daginn í röð heyri ég talað við hann á Talstöðinni sem álitsgjafa þar sem hann segir að Styrmir eigi að segja af sér, Mogginn sé ómögulegur og Sjálfstæðisflokkurinn sé miðstöð gömlu valdaklíkunnar (sem getur svo sem vel verið). Merkilegt var einnig viðtalið við Jón Magnússon sem dubbaður var upp í viðtal á Stöð 2 í morgun þar sem hann hallmælti (vægt til orða tekið) öllu og öllum í Sjálfstæðisflokknum án þess að nefna nein rök fyrir máli sínu.Mig minnir að hann hafi hrökklast úr flokknum á sínum tíma vegna þess að hann fékk ekki það brautargengi til áhrifa sem hann vildi og er því eðlilega svekktur.

Það sem kemur manni á óvart er hve margir eiga tölvupósta um marga í fórum sínum. Þessar sendingar hafa menn geymt eins og gull ef þeir skyldu koma að gangi. Það virðist hafa verið rétt mat því nú hefst birtingartíminn. Sú tilfinning læðist að mér að þessi árás Baugsmiðla á Styrmi geti jafnvel komið í bakið á þeim ef Styrmir á tölvupósta sem eru óheppilegri fyrir Baugsfeðga en póstarnir sem Fréttablaðið hafi á Styrmi. Síðan er DV. Að birta með stríðsletri að Jónína og Styrmir hafi haft et forhold er ekki sérstök frétt í mínum augum heldur dæmi um ómerkilegt slúður og í raun svipað eins og drukknandi maður grípur í síðasta hálmstráið. Það gerir enn eðlilegra að Jónína hafi leitað til Styrmis í vandræðum sínum, þótt hún jafnvel verið knúin áfram af hefndarhug. Hvað veit ég?

Gróa á Leyti hefði aldeilis plumað sig vel þessa dagana. Ólyginn sagði mér en berðu mig samt ekki fyrir því.

Engin ummæli: