mánudagur, september 05, 2005

Stjórn FM er búin að færa haustmaraþonið fram til 1. október. Þá verður undirbúningur og árangur eftir því. Ég var búinn að setja það inn í planið að nota september og október til að snúa mér þokkalega í gang eftir hóglífi sumarsins en núna verður þetta bara skemmtiskokk (vonandi) og aðaláherslan lögð á félagsskapinn og ánægjuna af hlaupinu. Ég sé á bloggi Gísla aðalritara að það eru einhverjar hugrenningar um hvort sé þörf fyrir haustmaraþonið. Mit mat er að svo er ótvírætt. Þrátt fyrir að sívaxandi fjöldi hlaupara taki þátt í maraþonum erlendis, þá er það allta fsvo að þannig stendur á spori hjá einhverjum að þaeir eru ekki að fara út og þiggja hausthlaupið með þökkum. Sveo eru einnig þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum og eru í uppbyggingu. Þeir eru kannski ekki farnir að huga að utanlandsferðum en vilja gjarna renna skeiðið. Fyrir þessa hópa eru marsþonið og haustþonið góð viðbót við Mývatn, RM og mögulegar utanlandsferðir. Þeir sem hafa lagt ómældan tíma og fyrirhöfn eiga ómældar þakkir skildar. Sem betur fer duttu menn niður á leið sem útheimtir lágmarksmannskap og gerir framkvæmd alla mun einfladari en áður. Ég segi að lokum fyrir mig að það ég hef haft af því mikið gagn að taka þátt í þessum hlaupum gegnum árin og er óvíst að maður hefði potast eins áfram ef þeirra hefði ekki notið við.

Hofði á norskan þátt í dag um príramídafyrirtæki. Efni þáttarins var athyglisvert og er vanandi að fólk læri einhvern tíma af reynslunni og láti ekki loddara blekkja sig í jafn stórum stíl og skýrt var frá í þættinum. Eitt vakti sérstaklega athygli mína. Í þýðingunni voru krónu tölur þýddar beint yfir án þess að þess væri getið í íslenska textanum að um norskar kræónur væri að ræða. Þegar maðurinn sagðist hafa fjárfest fyrir 230 þúsund krónur skv. textanum þá voru það 230 þúsund krónur norskar eða 2,3 milljónir íslenskar. Svona var það allstaðar sem minnst var á fjárhæðir í þýðingunni, þær voru allstaðar einn tíundi af raunverulegu verðmæti vegna gengismunar. Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð.

Fer til Finnlands á morgun m.a. til að sitja fjármálaráðstefnu finnsku sveitarfélaganna. Ég hef sótt sænsku fjármálaráðstefnuna í Malmö tvö síðustu árin og hafa margar hugmyndir verið sóttar þangað við þróun hliðstæðrar ráðstefnu hérlendis. Fróðlegt verður að sjá hvernig Finnar standa að málum.

Engin ummæli: