þriðjudagur, október 04, 2005

Ekkert hlaupið í kvöld. Sat inni og dundaði og hlustaði með öðru eyranu á eldhúsdagsumræður í sjónvarpinu. Ég skil satt að segja ekki hver er tilgangurinn í að sjónvarpa þessum umræðum. Í könnunum fjölmiðla kemur fram að fólk hlustar frekar lítið á þessar umræður enda kemur ekkert nýtt fram í þeim, stjórnarliðar sjá jákvæðu hliðarnar en stjórnarandstæðingar hinar dökku og allir fara vel með sitt hlutverk. Þeir sem það vilja geta horft og hlustað á þessar umræður í gegnum tölvur en reyndar eru ekki allir með aðgengi að þeim. Þeir sem vilja hlusta geta þá hlustað á útvarpið. Maður hlustar fyrst og fremst með áherslu á málflytjendur sem ræðumenn en minna á hvað þeir segja. Ég hef hvergi séð í nálægum löndum að sjónvarpið hafi beina útsendingu frá uppahfsumræðum á þjóðþingum viðkomandi landa. Oft er einnig hörmulegt að horfa á fólk sem les upp heimastílana sína eins og viðvaningar. Engu að síður fer mörgum fram milli ára því hægt er að læra góða ræðumennsku eins og annað ef vilji er fyrir hendi.

Engin ummæli: