laugardagur, október 15, 2005

Slátgurgerð í dag á heimilinu. Kvenleggurinn í ætt Sigrúnar safnast saman einn laugardag á hausti hverju og gerir slátur. Þær hafa gaman af þessu, það er farið yfir sviðið og álit á mönnum og málefnum lagt fram. Sælgæti er í skálum og svo er smá bjór eða annað þvíumlíkt í glasbotni fyrir þær sem það vilja þegar líður á daginn. Á svona degi er skynsamlegt að láta fara lítið fyrir sér og helst að smokra sér út svo eigi verði eftir tekið. Ég fór því út að hlaupa fyrir hádegið og sló þannig tvær flugur í einu höggi. Tók góðan brekkuhring. Fór út í Fossvogsbotn, þaðan yfir Kópavogsháls og yfir Kópavoginn og upp á Garðabæjarháls. Þaðan til baka yfir Smáralindina og upp tröppurnar, niður þær aftur og upp HK brekkuna. Síðan lá leiðin yfir Fossvoginn og upp að Réttarholtsskóla og svo heim. Þetta var svona helmingurinn af hringnum sem við tókum í vetur þegar síðan var Poverate hringurinn farinn og svo upp í Árbæ og inn í Grafarvogsborn og þaðan upp í Jökulheima og svo heim. Það bíður betri tíma.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sé að þú hefur ekkert við daginn þinn að gera. Finndu þér einhvað betra að eyða deginum í og hættu að þykjast vera hetja með því að ''berjast'' gegn ''krössurum'' því þú munt aldrei vinna í stíði við þá og þessi heimskuskapur þinn og það að reyna að fá almenning í lið við þig til að berjast gegn þessu gerir það að verkum að þeir fara oftar út að ''krassa'' og eyðileggja enþá meira. Og viltu svo koma með almennileg rök fyrir því að graffitilistamennirnir sem að gerðu vegginn á menningarnótt séu ekki listamenn því það að ásaka þá um að ''krota'' á alskyns hluti vegna þess að þeir gera listaverk með spreykönnum er bara hrein heimska. Ég enda þetta ''komment'' með gamla góða freysanum ''Get A Life''

Kveðja, Alexander

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég er virkilega sammála þér alexander! þessi náungi er virkilega þröngsýnn á allt svona.. hann vill bara gagngrýna listamenn bara útaf tólinu sem þeir nota við að iðka list sína. Mér finnst bara að þessi maður ætti bara að gera betur.. prenta út myndina af verkinu á hverfisgötu, labba að hvítum vegg, með nóg af brúsum og einfaldlega gera tilraun til að gera flottara en þetta á hverfisgötunni! Þú getur ekki verið að gefa skít í listamenn sem eru mikið betri en þú!

Nafnlaus sagði...

Ég er nú einn af thessum "snillingum" (...finn ég vott af kaldhædni frá thér?...) sem máludu ofangreindan vegg á Hverfisgøtu á menningarnótt. í næstum tíu ár nú, hef ég idkad thetta listform, krass getum vid bara kalla thad svo allir séu ánægdir, hef kynnst ótal fólki og haft endalaust gaman.
Thú ert ekki sá fyrsti graffitiklastari sem ég kemst í kynni vid. Einn Kristjón Kolbeinsson skrifadi fyrir mørgum árum littla grein í DV. Thar hélt hann thví fram ad allir krassarar væru glæponar og eiturlyfjaneitendur, aumingjar og gengjamedlimir. Kristjón vitnadi í Løggjæslumann frá Los Angeles sem komid hafdi til landsins í bodi RLS til ad fræda íslenska kollega sína um krass. Ad sjálfsøgdu tók kaninn uppá thví ad líkja Reykjavík vid L.A. og thetta sleikti Kristjón upp eins og Snati í kæfulandi. Hann Kristjón minn er prímó dæmi um øfgamann sem gleymdi alveg ad fá annad álit sérfrædinga. Thad er gott ad thú kannt thér thó hóf.
Thitt sjónarmid á krassinu skil ég fullkomlega, thetta sem thú hefur myndad og lagt inná thessa sídu er jú mestmegnis akkúrat thad, krass. Persónulega, eftir mína tíu ára reynslu, hef ég lítid gaman af thví ad sjá allt krotad til andskotans med ljótum "tøggum" ("tagg" undirskriftir krassara). Frekar vil ég sjá glæsilegan múr flædandi í litum og skørpum stílum sem madur sér undir eins ad ekki hafi tekid sekúntur fyrir einhvern fermingardreng med túss ad framkvæma...eda jafnvel bara hreint og fínt. Megnid af thessu kroti er jú eftir littla patta sem fynnst thetta bara thad svalasta í heimi en kunna ekki neitt, en thú getur bara ekki fullyrt ad allt sem flokkast undir graffiti, málad med údabrúsa, sé bara ómerkilegt krass. Thad er jafn fáranlegt og ad fullyrda ad allir listmálar gangi med alpahúfur.
En nú ert thú af sømu kyslód og foreldrar mínir, gegnir eflaust einhverri virdulegri stødu bakvid tølvuskerm og hefur yndi af thví ad skokka og skrifa á netinu. Ekkert slæmt um thad ad segja. En tharafleidandi er thad næstum ómøgulegt fyrir thig ad setja thig í spor thessa littlu krotara patta sem krassa á allt eda í mín spor, 27 ára hønnunarnema í Danmørku sem hefur gert fjøldan allan af stórum litríkum veggjum og á mikid ad thakka graffiti fyrir ad vera thar sem ég er í dag.
Pirringin í thér skil ég vel en ekki skil ég afhverju thú athugar málid ekki ørlítid nánar ádur enn tekid er til vid ad ausa fullyrdingum. Thú hefur a.m.k. einhvern áhuga á thessu og manst eflaust hvad Sun Tzu skrifadi...

Kvedja og gangi thér vel.
Mint