sunnudagur, október 23, 2005

Kom að vestan í dag. Gerðum góðan túr og kláruðum það sem þurfti að gera, setja fyrir glugga þannig að það lofti um húsið.

Ég hafði sett Redex á vélina á bílnum fyrir skömmu og fann mér til ánægju hvað það hafði góð áhrif. Hún vann betur, bíllinn hitnaði ekki upp brekkur og eyddi minna.

Aðeins um veggjakrotið sem ég skrifaði um í síðustu viku. Ég hef fengið nokkur viðbrögð. Sumir eru heldur reiðir og koma því á framfæri í stuttum texta en aðrir hafa sent mér löng bréf þar sem þeir lýsa sinni skoðun á þessu út frá ýmsum sjónarhornum. Ég er þakklátur fyrir öll bréfin. Þau gefa mér smá innsýn inn í þennan heim sem er mér ókunnur og möguleika á að skilja hlutina betur. Ég játa að mér urðu á þau mistök að alhæfa of mikið í því sem ég skrifaði. Ég fór t.d. niður í bæ og skoðaði myndina sem sett var upp á Menningarnótt. Hún er flott. Ég hef einnig séð aðrar myndir sem eru fallegar og vel gerðar. Ég verð hins vegar að segja að mér finnast margt annað sem ég hef séð ekki eiga mikið sameiginlegt við þær. Mér finnst vanta eitthvað inn í þetta. Krakkar sem spila fótbolta og vilja ná árangri hafa sín æfingasvæði. Vantar krakka og unglinga sem vilja þroska hæfileika sína í veggjalist sín æfingasvæði? Ég veit það ekki en mér þætti forvitnilegt að heyra skoðanir þeirra sem eru að stunda þetta og lesa þetta hugsanlega. Ég fékk t.d. bréf frá einum sem stundar nám í hönnun og hefur lagt þetta fyrir sig. Hann skrifaði mér mjög fróðlegt og gott bréf. En nóg um þetta. Ég er ekki í krossferð gegn veggjakroti ef einhverjum skyldi hafa dottið það í hug. Mér sárnaði hins vegar eins og mörgum öðrum þegar farið var inn á Víkingsvöllinn með krot. Síðan líkaði mér ekki allt það sem ég sá í Fossvoginum. Þetta er ekki bara einn bekkur í Elliðaárdalnum. Læt ég svo lokið umfjöllun um veggjakrot.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

flott að þú ert hættur þessari vitleysu núna lýst mér betur á þig en mér sárnaði yfir mörgu sem þú hefur skrifað um veggjarkrot.

Nafnlaus sagði...

aftur hér langaði að bera athygli á að þú spurðir hvort að okkur vantaði æfingarsvæði já það vantar okkur marsveggurinn er eini staðurinn sem við getum gert einhvað í leyfi og hann er yfir fullur og það þýðir ekkert að svona hafa einhvern vegg bakvið einhvað þar sem enginn sér það

Nafnlaus sagði...

Já ég efast um að allir skilji hvað þessi síðasti sagði, en það sem hann er að tala um, þessi Marsveggur, er langur veggur fyrir ofan síðumúlann sem er búið að graffa mikið á, og er ekki mikið pláss þar, það væri ágætt að fá annann leyfisvegg hérna inn í miðjann 108 sem hægt væri að spreyja á að vild

Nafnlaus sagði...

já, Þú færð props fyrir það að hætta öllum umræðum um þetta og hætta að taka myndir af þessu "veggjakroti". Ég myndi nú segja þig heppinn því að ég kannast við nokkra sem voru við það komnir að fara að mála með black top á bilinn þinn...(það er tjörumálning sem næst illa af..) og það hefðum við nú ekki viljað.. right?

Nafnlaus sagði...

Já það er gott að þú sért hættur með þessa umfjöllun. En ég var býsna sammála þér í þessum málum því flest af þessu er bara einhver krot sem eiga ekki að vera þarna. Það er mun betra að horfa á það góða í staðinn fyrir það slæma. Það eru margir flottir og vel skreyttir veggir í reykjavík sem eru auðvitað bara list en einnig er hellingur af kroti sem ætti ekkert að vera þar. Þess vegna finnst mér að graffarar ættu frekar að huga að listinni heldur en skemmdarverkunum.

Upp með listina niður með skemmdarverkin.

P.S. Þú mátt alveg skrifa blogg um graffiti sem þér finnst flott. Það myndi ef til vill auka vinsældir graffitisins sem myndi leiða það af sér að ungir krakkar færu frekar í listina heldur en krotið.