Hvíld í gær og dag. Hleyp kannski eitthvað í fyrramálið. Nú verður flogið til Boston síðdegis á morgun. Spáin á mánudag hljóðar upp á heawy rain, wind and 8oC. Ekki besta maraþonveður sem hægt er að fá en svona er þetta bara. Það verða þá bara dregnar upp síðbuxur og langermaskyrta ásamt vaselínbauknum.
Ég veit ekki annað en að allt sé í fínu lagi (7 - 9 - 13) þannig að þetta á bara að vera gaman. Það verða engin hraðamet slegin af mér þetta árið heldur er þetta liður í lengra plani fyrir utan upplifunina.
fimmtudagur, apríl 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli