föstudagur, apríl 27, 2007

Tók Yasso æfingu í gær og í dag. Náði í dag að fara undir 4 mín á 800 m. sprettum. Stillti hraðann á 15.1. Þetta er búið að vera markmið síðan í vetur er ég sá Ívar geysast áfram á þessum hraða. Ætla ekki að fara hraðar í bili heldur að ná að venja mig við þetta.

Heyrði í Eiði í kvöld. Hann fór til Amsterdam fyrir tveimur dögum en á morgun er stóri dagurinn. Tvennt angrar hann. Annars vegar er hann ekki alveg góður í hægra fætinum og á hinn kantinn er record hiti. Það spáir 27 stiga hita á morgun. God bevares. Það er um að gera að stressa sig ekki, fara rólega, drekka og borða vel og reglulega og haldasaltbalansinum í lagi. Slóðin á hlaupið er hér með.

http://www.srichinmoyraces.org/nl

Sendi bestu kveðjur til Eiðs og vona að hann taki þetta rólega og af skynsemi. Þá á reynslan að skila honum í mark.

Enn og aftur á maður ekki orð yfir þessu fjölmiðlaliði. Nú fær einhver svokallaður umhverfisverndarsinni að láta móðan mása í útvarpinu og rægir lögreluna alveg eins og hann langar til. Því er blákalt logið upp á lögregluna að hún hafi hótað því að koma eiturlyfjum fyrir í bíl mannsins svo hægt væri að fá ástæðu til að reka hann úr landi. Eru engin takmörk fyrir því hvað þessu liði leyfist? Þetta er ekki fréttamennska heldur ósvífin áróðursmaskína. Minna má á þegar þetta lið setti upp leiksýningu um svokallað harðræði lögreglunnar sl. sumar þegar einn bjálfinn hékk utan í lögreglumanni fyrir austan þangað til hann stjakaði fréttasnápnum frá sér svo hann steig aftur af gangstétt. Annar lá svo í leyni með myndavél til að mynda ósköpin og síðan var þetta þrautspilað í fréttum sem dæmi um harðræði lögreglunnar. Ég heyrði s.k. fréttamann taka viðtal við forsvarsmann hagsmunasamtaka fyrir skömmu. Hinum s.k. fréttamanni var orðið svo heitt í hamsi yfir óréttlæti yfirvalda og kerfisins að hann spurði: Er það ekki eitthvað sem við getum gert í þessu? Þetta er dæmi um óhlutdrægan og faglegan fréttamann.

Engin ummæli: