Náði að rétta helgina aðeins af á sunnudaginn. Fór út um 8.30 og var búinn að taka 15 km þegar ég hitti Vini Gullu um kl. 10.00. Bætti 14 km við með þeim og kom heim rétt um kl. 12.00 eftir góða túr. María keppti í fimmtarþraut á sunnudagseftirmiðdaginn í flokki 15 - 16 ára. Hún er á yngra ári í flokknum (varð 15 ára í gær) og keppti við ýmsar þrælsterkar stelpur. Það var gaman að sjá þann fjölda stelpna sem fór í gegnum fimmtarþrautina en alls voru það rúmar 20 stelpur sem hófu keppni og langflestar kláruðu. Í kvennaflokki voru það fjórar sem hófu keppni og tvær kláruðu. María stóð sig vel, bætti sig í þremur greinum og varð önnur þegar upp var staðið, þrátt fyrir að hafa klikkað í langstökkinu. Hún gerði fyrstu tvö stökkin ógild og þurfti því að taka þriðja stökkið af öryggi. Ef hún hefði stokkið um 5 metra, eins og hún gerði fjórum sinnum um síðustu helgi, hefði hún unnið. Sama er, þetta var mjög fínt hjá henni, jafn og góður árangur sem gefur fyrirheit til framtíðar.
Ég sá í blöðunum nýlega að mikil kempa er fallin frá. Jón frá Úthlíð varð bráðkvaddur á dögunum. Ég man fyrst eftir Jóni á áttunda áratugnum þegar maður las í Tímanum um lítt þekkta sveitamanninn úr Tungunum sem hljóp inn í landsliðið í langhlaupum. Síðan fétti maður af hinu hörmulega slysi þegar heybaggarnir hrundu á hann árið 1977 og allt breyttist. Hann tókst á við þá raun sem þessu fylgdi af sömu keppnishörku og annað, stundaði endurhæfingu með gríðarlegum árangri, menntaði sig og skapaði sér nýja tilveru og nýjan starfsvettvang. Ég sá Jón fyrst í tengslum við Reykjavíkurmaraþon í gegum árin þegar hann rann skeiðið á hjólastólnum af sömu keppnishörkunni og áður. Á seinni árum hitti ég Jón síðan af og til úti á göngustígunum og við urðum málkunnugir. Það er heiður að því að hafa kynnst svona hetju sem vann mikla sigra, bæði á hlaupabrautinni en ekki síður utan hennar.
Ég hef það fyrir reglu þegar ég er úti að hlaupa nálægt umferðargötum að treysta bílstjórnum aldrei. Vitaskuld eru langflestir þeirra bæði tillitssamir og kurteisir en maður veit aldrei hvenær maður hittir ruddana og fíflin. Það gerðist svo í dag. Ég var að klára hefðbundinn hring með Grensássslaufu og var kominn að Réttarholtsveginum þar sem var grænt ljós fyrir gangandi fólk. Ég negldi niður á vegkantinum af gömlum vana enda var það eins gott því það kom fæifl á grænum steisjon Subaro og svínaði upp á Réttarholtsveginn og hefði straujað mig niður hefði ég ekki fylgt minni gömlu vinnureglu að treysta bílstjórum aldrei. Maður á aldrei að treysta bílstjórum því maður veit aldrei hvenær maður hittir bílstjóra sem ekki er hægt að treysta.
Það heyrist í fréttum að Norðmenn og Danir séu farnir að taka alvarlega þá ógn sem samfélögunum stafar af islamistum. Norðmenn ætla að loka götunni sem ráðuneytin standa við fyrir bílaumferð. Það er ekki gert bara svona út í bláinn heldur af því að hryðjuverkaógn af hálfu öfgahópa er raunverulega fyrir hendi. Það ég heyrði best þá ætla dönsk stjórnvöld að banna samtök öfgasinnaðra islamista. Þó nú væri. Þeir eru búnir að leyfa svona nöðrum að dafna nógu lengi en nú skal det være nok. Annars væru danir í hlutverki Bidermanns í leikritinu Bidermann og brennuvargarnir. Það er skelfileg tað fylgjas tmeð viðbrögðunum við því að eitthvert blað birti aftur myndina af spámanninum með sprengjuna á hausnum. Það var gert eftir að upp komst að tveir öfgamenn úr hópi islamista höfðu ætlað að drepa teiknarann. Viðbrögðin við þessari myndbirtingu eru svo ofsafengin að það skal enginn segja manni að þau stjórnist einvörðungu af særðum tilfinningum. Þau eru ekkert annað en bein árás gegn samfélaginu. Unglingum er beitt fremst því líkur benda tl að þeir fái vægari refsingar en fullorðnir. Það er kveikt í skólum því það veldur samfélaginu meiri skaða en ef kveikt er í verslunum. Það hafa fyrr verið innflytjendur í norrænum ríkjum án þess að þeir hafi verið raunveruleg ógn gagnvart samfélaginu. Það er alger vitleysa að þeim hafi verið svo illa tekið í þessum löndum að það hafi leitt af sér innibyrgða ólgu sem brýst síðan út á þennan hátt. Maður heyrir sagt frá að það sé kvartað yfir því að konur sem hylja andlit sitt að fullu eigi erfitt með að fá vinnu. Maður spyr sig hvernig það er að ráða fólk í vinnu ef ekki sést í andlit þess. Það getur hver sjálfan sig séð.
Ég er nú að horfa í 10 fréttum sjónvarps frétt sem fjallar um að örlítill hópur fólks er að mótmæla birtingu teikninganna við danska sendiráðið í Djakarta. Hvaða frétt er þetta? Ég sé ekkert fréttnæmt við það að svona smáhópur sé að láta skoðun sína í ljós sem réttlætir það frásögn af þessu sé tekin inn í fréttatíma hérlendis. Ætli ríkissjónvarpið í Djakarta hafi birt myndir af því þegar örlitlir hópar fólks voru að mótmæla byggingu Kárahnjúkavirkjunar hérlendis. Örugglega ekki enda þótt mótmælendur hérlendis hafi verið stærri hluti af íbúum landsins en var í þessu tilfelli í Indónesíu.
miðvikudagur, febrúar 20, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli