Hef verið rólegur í vikunni. Það er rétt að fara varlega eftir mikið álag því ýmislegt getur gerst ef menn fara fram úr sjálfum sér. Fer að hjóla á næstunni og síðan að ganga á Esjuna fyrir Laugaveginn. Fékk póst frá Noregi í gær með bestu tímum norðurlandabúa í 6 tíma hlaupi. Þar kom fram að Elín Reed er í 7 sæti yfir bestu tíma kvenna á norðurlöndum í 6 tíma hlaupi. Frábært því brautin við Nauthól er frekar erfið. Það er gott fyrir hana að vita þetta upp á frekari markmið. Börkur er í rúmlega 60 sæti yfir karla og ég eitthvað neðar. Það eru einungis teknir með á þennan lista tímar kvenna sem fara yfir 50 km og karla sem fara yfir 60 km.
Það verður kosið í dag. Kosningar eru alltaf skemmtilegar, oft spennandi og eru einnig órjúfanlegur hluti af því lýðræðissamfélagi sem við búum í. Það hafa ekki allir verið svo heppnir að alast upp í slíku samfélagi enda þótt það hafi breyst nokkuð í rétta átt á undanförnum rúmlega 15 árum eða svo. Stóra spurningin er hvað eiga menn að kjósa? Ég man vel hvernig staða mála var hérlendis fyrir 15 - 20 árum og það þarf kannski ekki að fara svo langt aftur í tímann. Síðan er spurningin hvort við höfum verið á réttri leið síðan þá. Það nægir mér til að taka ákvörðun.
Ég keypti mér tæplega 900 blaðsíðna bók á Huvudbanegaarden í Kaupmannahöfn á föstudaginn. Er cirka hálfnaður. Mögnuð lesning.
laugardagur, maí 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli