föstudagur, maí 04, 2007

Tvennt var svolítið eftirminnilegt við 1. maí. Í fyrsta lagi sá ég myndir af virðulegum forystumanni fjöldahreyfingar sem hafði dregið fram gömlu kommúnistahúfuna sína og var bara býsna ábúðarfullur í miðbænum. Kannski þetta sé nokkurskonar öskudagur í augum einhverra þar sem gamlir búningar eru dregnir fram í dagsljósið til að vekja á sér athygli eða rifja upp gamlar stemmingar. Í öðru lagi fannst mér svolítið fyndið að sjá herstöðvarandstæðinga og Palestínusamtökin varna því að Tópaskrakkarnir kæmust inn á Ingólfstorg. Síðan hvernær urðu þeir þessi samtök varðmenn 1. maí. Það hefði verið nær ef lúðrasveitin eða forysta ASÍ hefði brugðist til varnar gegn þessari innrás. Í þessu sambandi mætti velta fyrir sér hvaða ábata frjáls verslun hefur fært almenningi í þessu landi gegnum tíðina, hvort sem hún selur Tópas eða ekki, það er svo annað mál.

Eitt finnst mér vanta í umræðunni nú fyrir kosningar. Hvernig ætla flokkanrir að fjármagna öll loforðin og hvað vilja þeir hafa skattlagninguna háa á almennar launatekjur? Það þýðir ekki að sístaglast á því hvað öryggisnetið sé þétt riðið í Svíþjóð og vilja taka allt upp sem þar er að finna en velta ekki fyrir sér hvernig á að fjármagna herlegheitin. Í Svíþjóð tekur hið opinbera til sín um 60% af almennum launatekjum almennings. Viljum við búa í slíku samfélagi? Alla vega ekki ég.

Flýg út í fyrramálið. Hlaupið byrjar á laugardaginn kl. 12.00 að staðartíma í Rönne og lýkur á sama tíma daginn eftir. Þetta fer einhvern veginn.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða ferð og gangi þér vel!

Nafnlaus sagði...

Já góða ferð og gangi þér vel Gunnlaugur, það verður gaman að fylgjast með þér kappi:-)

Nafnlaus sagði...

Gangi þér allt í haginn, sendum hlýja strauma.
Bryndís og Úlfar

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með frábæran árangur, ég þarf greinilega að breyta tenglinum á þig. Þú ert frábær fyrirmynd allra hlaupara.
Kv.
Ásta Laugaskokkari

Nafnlaus sagði...

Frábært hjá þér Gunnlaugur.
Gaman að sjá hvernig þú hefur úthugsað hlaupið og það bar svo sannarlega árangur. PIF 17