Var að heyra í Berki. Hann er nýkominn í mark í 100 km hlaupinu í Odense og lauk því á 10.24. Hann varð í 10. sæti af þeim sem luku hlaupinu. Veit ekki hve margir kláruðu en rúmlega 30 fóru af stað í morgun. Það var dálítið heitt yfir miðjan daginn sem hafði sín áhrif. Börkur lagði nokkuð hratt út og var maraþontíminn hjá honum 3.52. Hann hefur þá verið á um 4.30 á 50 km. Seinni hlutinn var erfiðari og þá fór hitinn einnig að segja til sín. Börkur hlóð fyrir hlaupið með því að borða tvöfaldan steikarskammt í gærkvöldi. Skynsamlegt. Börkur er fimmtándi íslendingurinn sem klárar 100 km hlaup og örugglega ekki sá síðasti. Til hamingju.
Sýningin Mannlíf í Fókus var opnuð í Ráðhúsinu kl. 14.00 í dag að viðstöddu fjölmenni. Gaman að taka þátt í svona löguðu. Mæli með því að fólk kíki við ef það er á ferðinni í miðbænum.
Hér á árum áður framleiddu danir nokkrar ljósbláar myndir sem voru kallaðar rúmstokksmyndirnar. Marsurka paa sengekanten hét sú fyrsta. Tvíræðar myndir sem sýndu ekki mikið. Urðu mjög vinsælar. Þegar þessi uppspretta var þurrausin fóru Danir að framleiða stjörnumerkismyndirnar. I Tyrens Tegn, I Jomfruens tegn og einhverjar fleiri. Þær voru meira í átt við hardporr en urðu einnig mjög vinsælar. Mér flugu þessar dönsku kvikmyndaseríur í hug þegar maður sér að létt pornógrafiskar örsögur eru vinsælasta bloggið sem stendur. Svona "hálf sex" sögur. Þetta sýnir hvað fólk virðist hafa mikla þörf fyrir að lesa texta af þessu tagi. Skiptir þá engu máli þótt Snow Gathering ráðstefnunni hafi verið meinað að koma til landsins í vetur. Fróðlegt verður að sjá hvort skrif af þessu tagi þróist eins og dönsku kvikmyndirnar úr svona "hálf sex" framsetningnu yfir í texta sem er "rúmlega sex".
Talandi um dani þá held ég að það væri óhugsandi að danski sócialdemokrataflokkurinn myndi mynda ríkisstjórn með hægri flokkunum þar í landi. Það er einfaldlega ekki hægt frekar en að blanda saman olíu og vatni. Sama máli gegnir um jafnaðarmannaflokka í Noregi og Svíþjóð.
laugardagur, maí 19, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli