Sú var tíðin að maður fór í 1. maí göngu og hélt að maður gerði heiminn eitthvað betri með því. Það er löngu liðin tíð. Svo virðist einnig vera um marga aðra. Að einungis milli eitt og tvö þúsund manns sjái ástæðu til að ganga niður Laugaveginn segir meira en mörg orð. Þetta er í sjálfu sér eðlileg afleiðing þess að hagur almennings hefur batnað gríðarlega á liðnum árum. Það sér hver maður sem vill sjá það og er ekki blindaður af bókstafstrú eða nauðhyggju. Sem betur fer hefur þróunin verið í þessa áttina. Möguleikunum hefur fjölgað, tækifærin batnað.
Það eru vafalaust margir sem býsnast yfir þeim upphæðum sem nefndar eru í tengslum við starfslok Bjarna Ármannssonar hjá Glitni. Það er í því sambandi hollt að renna huganum svona 10 ár aftur í tímann, að maður tali ekki um nær tuttugu ár. Fyrir um áratug voru nokkrir ræfilssjóðir sameinaðir í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Kornungur strákur var ráðinn til að fara með forsvar fyrir hinni nýju stofnun. FA var síðan sameinaður Íslandsbanka, síðar Glitni. Strákurinn var ráðinn til efstu starfa þar. Undir forystu hans hefur bankinn breyst í alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur útstöðvar í mörgum löndum og veitir miklum fjölda fólks góða atvinnu fyrir góð laun. Ég ætla ekki að leggja neinn mælistokk á hvort einhverjar upphæðir séu hærri eða lægri en eðlilegt er, það er annað mál, en öfundarliðinu væri hollt að skoða annað slagið hvað hefur verið að gerast á liðnum árum og sú þróun hefur ekki verið sjálfsögð.
RÚV kemur manni sífellt minna og minna á óvart. Í gær var verið að ræða um fjármuni sem höfðu verið teknir frá til aðgerða til hagsbóta fyrir geðfatlaða. RÚV flutti manni þann boðskap í kvöldfréttum í gær að einn og hálfur milljarður væri brunninn upp vegna verðbólgu og sökum kostnaðar við skýrslugerð. Púff; horfinn og farinn. Síðan var rætt við formann geðlæknafélagsins. Í máli hans kom ekkert fram sem studdi þessar staðhæfingar. Skoðum þetta aðeins nánar. Á síðustu tveimur árum hefur verðbólgan kannski verið um 15% samtals (sem er of hátt í sjálfu sér). 15% af 1,5 milljarði er 225 milljónir. Segjum því að raungildi þess sem eftir stendur sé um 1275 milljónir. RÚV var því að segja að það hefðu farið nær 1300 milljónir í skýrslugerð ef allt væri brunnið upp og horfið!!! Hvar eru kröfurnar sem gerðar eru um fagmennsku við fréttamennsku hjá stofnuninni?
Það var tímamótadagur hér á bæ í gær. Hin ágæta sveit <3 Svanhvít hefur verið að spila Indý lagið inn á disk og mixa það að undanförnu. Í byrjun vikunnar var það svo til búið til dreifingar á útvarpsstöðvar. Það var svo tekið fyrir í gærkvöldi á Xinu. Sveitin fékk góða umfjöllun í þættinum og lagið enn betri eða svo góða að það var spilað tvisvar í sama þættinum, í fyrsta sinn sem það hefur verið gert sagði stjórnandinn. Það er vafalaust stórt mál fyrir unglinga að heyra lagasmíðar sínar leiknar í útvarpi í fyrsta sinn enda voru menn kátir. Ég hef þá trú að það eigi eftir að heyrast meira frá þessum krökkum á næstu mánuðum og misserum. <3 Svanhvít, leggja það á minnið.
þriðjudagur, maí 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sæll,
Maður hefur einstaka sinnum dottið inn á þessa síðu, enda pickað upp eitt og eitt fróðlegt varðandi hlaup!!!
Þú talaðir um öfundafólk. Ég ætla að koma með annan vinkill á það. Ég er sjálfur í námi í fjármálafræðum og endurskoðun í H.Í., og býst við að starfa erlendis vonandi á allra næstu árum.
Öfunda ég manninn, jú kannski en á allt öðrum forsendum en þú heldur!! Hann var kannski á réttum stað og á réttum tíma, en var hann rétti maðurinn...? Þú verður að átta þig á því að það eru ákv. grundvallarbreytingar á fjármálakerfi landsins(þ.e. fjármálakerfið hefur verið að festa sig í sessi), og einnig miklar breytingar á heimsvísu, sem eru langstærsti hluti þessa árangurs. Af hverju heldurðu að allar fjármálastofnanir landsins, hvaða sparisjóður sem er í hvaða krummarskurði sem er, hvaða eignarhaldsfélag sem er, raki inn hagnaði, sem er svo margfaldur á við það sem áður hefur sést að það er ævintýralegt. Hmmmmm, heldurðu að bara allt í einu að allir stjórnendur á Íslandi urðu snillingar að reka fjármálafyrirtæki, og fyrirtækjasamsteypur!!!!?????
c´mon......
Ég er ekkert að reyna vera leiðinglegur eða besserwisser.
p.s. Hann á þó ekki sjens í mig í hlaupunum ;-)
takk fyrir,
Gangi þér vel í Danmörku, verður gaman að fylgjast með þér.
Skrifa ummæli