Það er leiðinlegt að sjá á hvaða tímum ríkissjónvarpið sýnir frá HM í frjálsum. Margir hafa áhuga á að horfa á bestu frjálsíþróttamenn heimsins etja kappi saman. bei útsending er kl. 10.30 á morgnana þegar þorri landsmanna er í vinnu og eða kominn í skóla. Síðan er endursýning kl. 1.00 eftir miðnætti til kl. 3.00 á nóttunni. Ég hef varla getað horft á eina einustu mínútu af þessu. Vonandi er til einhver skynsamleg skýring á endursýningartímanum en varla er það í samningi um sjónvarpsrétt að hafa útsendingu á þeim tímum sem varla nokkur maður getur horft á viðburðinn.
Hér áður hafði orðið "ljúft" ákveðna merkingu. Eitthvað sem var milt og þýtt en þyddi ekki lýsingu í hástöfum. Í ummælum leikmanna í landsliðinu í körfubolta eftir hinn frábæra sigurleik þeirra í landsleiknum við Georgíu kom þrisvar fyrir hvað þetta hefði verið ljúft. Það var ekki frábært, stórkostlegt eða magnað að horfa á eftir síðasta skotinu niður í körfuna heldur var það ljúft. Svolítið sérstakt.
Ég hef verið að skoða veðurfréttir frá Aþenu undanfarna daga. Hitinn er upp í 35 oC á daginn og fer aðeins niður í ca 25 oC á nóttunni. Það verður vonandi farið að kólna þegar líður á mánuðinn.
Gaman að lesa lýsingu Barkar frá Mt Blanc hlaupinu. Bíð eftir næsta kafla.
fimmtudagur, ágúst 30, 2007
miðvikudagur, ágúst 29, 2007
Ég sendi bréf á norsku ultrasíðuna nýlega og sagði Lars frá sex tíma hlaupinu í september. Hann var að kynna næsta sex tíma hlaup á norðurlöndum sem verður í Gautaborg um aðra helgi. Hann birti tilkynningu um hlaupið og í dag fékk ég tölvupóst frá norðmanni sem er áhugasamur um að koma og taka ultrahlaup á Íslandi. Það er gaman að þessi hugmynd þróist svona áfram.
Ég þarf að fara að kalla ungmennafélagana saman til skrafs og ráðagerða og undirbúnings. Ég sé að nágrannar okkar á öðrum Norðurlandanna hafa sett upp ákveðnar reglur til að tímahlaup teljist formlegt ultrahlaup. Í sex tíma hlaupi verða konur að hlaupa lengra en 50 km til að teljast hafa lokið því og karlar yfir 60 km. Í 24 tíma hlaupi mega þátttakendur lengst hvíla sig í 2 klst og í 48 tíma hlaupi mega þeir lengst hvíla sig í 5 klst (samtals). Annars fá þeir DNF fyrir aftan nafnið sitt.
Ég þarf að fara að kalla ungmennafélagana saman til skrafs og ráðagerða og undirbúnings. Ég sé að nágrannar okkar á öðrum Norðurlandanna hafa sett upp ákveðnar reglur til að tímahlaup teljist formlegt ultrahlaup. Í sex tíma hlaupi verða konur að hlaupa lengra en 50 km til að teljast hafa lokið því og karlar yfir 60 km. Í 24 tíma hlaupi mega þátttakendur lengst hvíla sig í 2 klst og í 48 tíma hlaupi mega þeir lengst hvíla sig í 5 klst (samtals). Annars fá þeir DNF fyrir aftan nafnið sitt.
mánudagur, ágúst 27, 2007
Þeir Mt Blanc félagar kláruðu hlaupið báðir með sóma. Börkur stóð sig vel og "massaði" í gegnum hlaupið á 35 klst og varð meðal fyrsta þriðjs hlauparanna. Höskuldur kláraði einnig með sóma og náði þar með undirtökunum í glímunni við Mt. Blanc en hann þurfti að lúta í lægra haldi fyrir fjallinu fyrir nokkrum árum. Glæsilegt hjá þeim báðum. Þetta hefur vafalaust verið mikil og eftirminnileg upplifun sem spennandi verður að heyra nánar um. Lifandi fréttaflutningur tengdi okkur sem heima sátum nær þessu og er þeim þakkað sem stóðu vaktina. Ég fór á mbl.is í morgun til að gá að tímunum og fann ekkert undir fréttunum. Síðan hugkvæmdist mér að gá undir íþróttir og viti menn, þar voru þeir mættir. Það er ákveðinn áfangi að íþróttafréttamenn skuli skilgreina ultrahlaup sem íþróttir í vaxandi mæli. Ég þori að fullyrða það að það væri ekki nema lítill hluti þeirra einstaklinga sem hampað er sem mest á íþróttasíðum blaðanna sem hefur andlegan styrk til að ljúka slíkri þrekraun sem Mt. Blanc hlaupið er svo nýlegt dæmi sé tekið.
Sex tíma hlaupið í Eidsvall í Noregi var haldið á laugardaginn. Þar voru margir kappar á ferð. Fimm efstu konur og karlar voru sem hér segir:
79.090 km Margrethe Løgavlen, Tønsberg FIK
61.890 km Wenche Dørum, Royal Sport
61.540 km Lise Lithun, GTI Stavanger
60.780 km Karen Skaali, Arendal Skøiteklubb
54.430 km Sissel Rise Synnestvedt, Åsen IL
85.490 km Helge Hafsås, Olden IL
83.210 km John Henry Strupstad, FIK Ren-Eng
80.920 km Per Olav Bøyum, Fykil
76.970 km Jan Halland, Statkraft Nore
73.100 km Ole Arne Schlytter, Lørenskog FIL
Efsta konan nær feiknalega góðum árangri og síðan eru þrír karlar sem fara yfir 80 km. Þar fer fremstur Helge Hafsås sem setur norðurlandamet í þessari grein. Það væri virkilega gaman að sjá okkar fremstu maraþonhlaupara takast af alvöru á við þessa raun að halda út í tvö maraþonhlaup á undir 3 klst hvert þon. Það er tækifæri þann 15. sept n.k. í Nauthólsvíkinni.
Sex tíma hlaupið í Eidsvall í Noregi var haldið á laugardaginn. Þar voru margir kappar á ferð. Fimm efstu konur og karlar voru sem hér segir:
79.090 km Margrethe Løgavlen, Tønsberg FIK
61.890 km Wenche Dørum, Royal Sport
61.540 km Lise Lithun, GTI Stavanger
60.780 km Karen Skaali, Arendal Skøiteklubb
54.430 km Sissel Rise Synnestvedt, Åsen IL
85.490 km Helge Hafsås, Olden IL
83.210 km John Henry Strupstad, FIK Ren-Eng
80.920 km Per Olav Bøyum, Fykil
76.970 km Jan Halland, Statkraft Nore
73.100 km Ole Arne Schlytter, Lørenskog FIL
Efsta konan nær feiknalega góðum árangri og síðan eru þrír karlar sem fara yfir 80 km. Þar fer fremstur Helge Hafsås sem setur norðurlandamet í þessari grein. Það væri virkilega gaman að sjá okkar fremstu maraþonhlaupara takast af alvöru á við þessa raun að halda út í tvö maraþonhlaup á undir 3 klst hvert þon. Það er tækifæri þann 15. sept n.k. í Nauthólsvíkinni.
sunnudagur, ágúst 26, 2007
Það hefur verið gaman að fylgjast með hlaupi Barkar og Höskuldar í dag á leið þeirra kringum Mt. Blanc. Þeir eru nú á leið inn í aðra nóttina og búnir að vera um 30 klst á leiðinni. Það er örugglega erfitt að taka tvær nætur í svona erfiðu hlaupi. Tímamörkin eru 48 klst fyrir hlaupið allt sem er um 100 mílur en svo eru tímamörk inni í hlaupinu sem verður að standast. Í svona löngu hlaupi skiptir miklu máli hve viðkvæmir menn eru fyrir þvi að missa svefn. Það er mjög misjafnt hvað menn eru viðkvæmir fyrir því. Sigurvegarinn lauk hlaupinu á rúmri 21 klst. sem ég held að hljóti að vera mjög góður tími.
Það er alltaf slæmt þegar fólki líður illa. Oft er lítið við því að gera. Sérstaklega held ég að það sé slæmt að liða yfir því að öðrum hefur gengið vel. einn slíkur skrifaði grein í Moggann á föstudaginn og fann aðkomu Glitnis að Reykjavíkurmaraþoninu allt til foráttu. Það eina sem gladdi hans pirruðu sál í þessu sambandi var þegar hann sá daginn eftir að miðar og merki sem merkt voru Glitni höfðu verið troðin niður í forina. Það þarf ekki að vera mikið sem gleður músarhjartað. Skoðum þetta aðeins betur. Ég hljóp fyrst í tengslum við RM árið 1994 og hefur verið þátttakandi í flestum þeirra síðan. Ég hef því nokkuð góðan samanburð við fyrri ár. Hér áður voru menn hæst ánægðir ef þátttakendafjöldi fór yfir 3000 manns. Nú losaði fjöldinn 11 þúsund. Það er ekki nema von að mönnum sárni það. Hér áður var mikill viðvaningsbragur yfir framkvæmd hlaupsins og metnaðarleysi áberandi. Það sá maður best þegar maður fór að taka þátt í hlaupum erlendis. Nú er framkvæmdin eins og best verður ná kosið. Auðvitað pirrar það einhverja. Skipulag og umferðargæsla hefur tekið stakkaskiptum til hins betra. Það er náttúrulega slæmt í augum þeirra sem eru á móti framförum eins og nfendur myndlistarmaður virðist vera. Síðast en ekki síst söfnuðust miklir fjármunir til líknarfélaga af öllu mögulegu tagi. Peningar eru undirrót alls ills. Ég get ekki gert mér í hugarlund hvað þar er sem rekur menn til að senda frá sér viðlíka ritsmíðar til birtingar nema að menn séu yfir höfuð á móti því að framfarir eigi sér stað. Pneingar eru ekki allt sagði Simon Spies, sá mikli meistari, þeir eru svona 80%. Vitaskuld skiptir það milu máli að Glitnir hefur komið myndarlega að RM, aukið umfjöllun og kynningarstarfsemi. Þetta hefur haft í för með sér að fjöldi þátttakenda hefur margfaldast og framkvæmdin orðin til fyrirmyndar. Það er framför í mínum huga hvað sem líður svona geðvonsku nöldri.
Manni blöskar stundum málfarið í fjölmiðlum. Ætli prófarkalesarar séu deyjandi stétt. Nokkur dæmi:
Ég grúskaðist í sögu hljómsveitarinnar...
Aparnir höfðu ollið skemmdum...
Gatið var svo lítið að það hefði tekið fjóra mánuði að fylla það.
Að snæða drykki...
Tók rúma 40 km í dag. Þriðja maraþonvegalengdarhelgin. Næsta verður heldur styttri. Svo verður lokahnykurinn tekinn.
Það er alltaf slæmt þegar fólki líður illa. Oft er lítið við því að gera. Sérstaklega held ég að það sé slæmt að liða yfir því að öðrum hefur gengið vel. einn slíkur skrifaði grein í Moggann á föstudaginn og fann aðkomu Glitnis að Reykjavíkurmaraþoninu allt til foráttu. Það eina sem gladdi hans pirruðu sál í þessu sambandi var þegar hann sá daginn eftir að miðar og merki sem merkt voru Glitni höfðu verið troðin niður í forina. Það þarf ekki að vera mikið sem gleður músarhjartað. Skoðum þetta aðeins betur. Ég hljóp fyrst í tengslum við RM árið 1994 og hefur verið þátttakandi í flestum þeirra síðan. Ég hef því nokkuð góðan samanburð við fyrri ár. Hér áður voru menn hæst ánægðir ef þátttakendafjöldi fór yfir 3000 manns. Nú losaði fjöldinn 11 þúsund. Það er ekki nema von að mönnum sárni það. Hér áður var mikill viðvaningsbragur yfir framkvæmd hlaupsins og metnaðarleysi áberandi. Það sá maður best þegar maður fór að taka þátt í hlaupum erlendis. Nú er framkvæmdin eins og best verður ná kosið. Auðvitað pirrar það einhverja. Skipulag og umferðargæsla hefur tekið stakkaskiptum til hins betra. Það er náttúrulega slæmt í augum þeirra sem eru á móti framförum eins og nfendur myndlistarmaður virðist vera. Síðast en ekki síst söfnuðust miklir fjármunir til líknarfélaga af öllu mögulegu tagi. Peningar eru undirrót alls ills. Ég get ekki gert mér í hugarlund hvað þar er sem rekur menn til að senda frá sér viðlíka ritsmíðar til birtingar nema að menn séu yfir höfuð á móti því að framfarir eigi sér stað. Pneingar eru ekki allt sagði Simon Spies, sá mikli meistari, þeir eru svona 80%. Vitaskuld skiptir það milu máli að Glitnir hefur komið myndarlega að RM, aukið umfjöllun og kynningarstarfsemi. Þetta hefur haft í för með sér að fjöldi þátttakenda hefur margfaldast og framkvæmdin orðin til fyrirmyndar. Það er framför í mínum huga hvað sem líður svona geðvonsku nöldri.
Manni blöskar stundum málfarið í fjölmiðlum. Ætli prófarkalesarar séu deyjandi stétt. Nokkur dæmi:
Ég grúskaðist í sögu hljómsveitarinnar...
Aparnir höfðu ollið skemmdum...
Gatið var svo lítið að það hefði tekið fjóra mánuði að fylla það.
Að snæða drykki...
Tók rúma 40 km í dag. Þriðja maraþonvegalengdarhelgin. Næsta verður heldur styttri. Svo verður lokahnykurinn tekinn.
föstudagur, ágúst 24, 2007
Borgaryfirvöld hafa tekið ákvörðun um að láta rífa tvö hús sem standa á Laugavegi 4 og 6. Umræðan sem hefur sprottið upp í kjölfar þess er dálítið dæmigerð fyrir svona mál. Enginn talar um þessi hús á meðan þau malla áfram í tilverunni og grotna hægt og sígandi niður með tilheyrandi klastursviðhaldi. Það er lagt eins lítið og hægt er í viðhald þeirra því þau eru ónýt og best að hreyfa við sem minnstu. Það er erfitt að finna einhverja starfsemi sem hægt er að hafa í þeim því þau eru bæði lítil og óhentug til flestra hluta. Ekkert er í þeim sem minnir á einhverja sögu. En um leið og á að rífa þau sem er eðlilegur endapunktur í þróuninni þá rís allskonar fólk upp og hefur um það mörg og stór orð hvað þessi hús séu miklir gimsteinar og ómissandi í samfélagssögunni. Í augum flestra nema einhverra örfárra eru þessi hús leiðir og ljótir húsaræflar sem hafa gegnt sínu hlutverki og eiga að víkja fyrir öðru nýrra og burðugra húsnæði. Ég get verið sammála þeim sjónarmiðum að það er ekki rétt að reisa einhver stórhýsi í þeirra stað sem myndu skera sig úr götumyndinni nema að eigi að hreinsa almennilega til. Mér hefur t.d. alltaf fundist ráðhúsið passa illa í götumynd Tjarnargötunnar.
Það getur verið allt í lagi að friða hús sem eiga sér merka sögu. En þá verður að tengja húsið og söguna á einhvern þann hátt að úr því náist samfella. Það má t.d. minna á Nonnahúsið á Akureyri og Sigurhæðir. Þar er sagan samofin byggingunni og úr því verður ein samhangandi heild. Hvers virði væri Nonnahúsið í augum almennings ef í því væri ísbúð og súlustaður á Sigurhæðum?
Vitaskuld hefur eitthvað gerst í flestum gömlum húsum. Það er hins vegar mismerkilegt. Menn verða að hafa kjark til að velja og hafna í þeim efnum. Það á ekki að friða hús einvörðungu vegna þess að fjalirnar í þeim séu komnar yfir einhvar ákveðinn aldur heldur vegna þess að það sé einhvers virði að vernda húsið og þá verður einnig að sinna þeim almennilega.
Ég sé að menntaráð Reykjavíkur er að skerpa á agareglum í grunnskólum borgarinnar og setja upp ákveðið regluverk sem tekur á málum þegar nemendur haga sér á þann veg að þeir eru ekki hæfir í skólum með venjulegum krökkum. Skólastjórnendur og nemendur hafa oft verið settir í nokkursskonar herkví vegna þess að úrræði hefur skort til að taka á málum þeirra sem hafa hagað sér eins og vitleysingar. Ef skólastjórnendur fara út af sporinu í viðbrögðum þá er mætt með lögfræðing á staðinn. Sá í Mogganum frásögn frá Bretlandi þar sem skólastjórinn rak alla heim sem höguðu sér illa í skólanum og tók þá ekki til baka fyrr en þeir fóru að haga sér eins og menn. Það kom á daginn að árangur þeirra sem vildu læra stórbatnaði og allt skóla- og foreldrastarf tók miklum framförum. Staða þeirra sem vilja læra en geta það ekki vegna þeirra sem valada óróa og vandræðum vill nefnilega yfirleitt gleymast. Að mínu mati á réttur þeirra að vera hærra metinn en réttur þeirra sem trufla aðra og valda vandræðum í skólunum. Vitaskuld er það yfirleitt mikill minnihluti sem veldur vandræðum en hann tekur gríðarlegan tíma og orku sem yfirleitt væri betur nýtt á öðrum sviðum.
Í þessu sambandi má einnig huga að skipulagi skólastarfsins s.s. samspili kennslu og frímínútna. Ég minnist þess að mér blöskraði fyrir nokkrum árum þegar ég fór að skoða stundatöflu dóttur minnar og sá hvað krakkarnir fengu lítinn útivistartíma en þurftu yfirleitt að sitja 80 mínútur í kennslu. Enda þótt sagt sé að börnin standi upp og fái að hreyfa sig innandyra í þessum löngu kennsluskeiðum þá þýðir það bara að það er verið aðdulbúa frímínútur og taka þær af kennslutímanum. Það er í eðli barna að hreyfa sig og allir sem þekkja útiveru vita hvað hún frískar upp hugann. Finnar, sem alltaf er verið að vitna til hvað varðar góðan árangur í skólamálum, sögðu hreinlega að svona fyrirkomulag yrði hreinlega bannað þar í landi. Þeir nota enn gamla kerfið í samspili kennslu og frímínútna, kennsla í 45 mínútur og frímínútur í 15 mínútur nema þegar um er að ræða smíði, matreiðslu eða álíka greinar.
Það getur verið allt í lagi að friða hús sem eiga sér merka sögu. En þá verður að tengja húsið og söguna á einhvern þann hátt að úr því náist samfella. Það má t.d. minna á Nonnahúsið á Akureyri og Sigurhæðir. Þar er sagan samofin byggingunni og úr því verður ein samhangandi heild. Hvers virði væri Nonnahúsið í augum almennings ef í því væri ísbúð og súlustaður á Sigurhæðum?
Vitaskuld hefur eitthvað gerst í flestum gömlum húsum. Það er hins vegar mismerkilegt. Menn verða að hafa kjark til að velja og hafna í þeim efnum. Það á ekki að friða hús einvörðungu vegna þess að fjalirnar í þeim séu komnar yfir einhvar ákveðinn aldur heldur vegna þess að það sé einhvers virði að vernda húsið og þá verður einnig að sinna þeim almennilega.
Ég sé að menntaráð Reykjavíkur er að skerpa á agareglum í grunnskólum borgarinnar og setja upp ákveðið regluverk sem tekur á málum þegar nemendur haga sér á þann veg að þeir eru ekki hæfir í skólum með venjulegum krökkum. Skólastjórnendur og nemendur hafa oft verið settir í nokkursskonar herkví vegna þess að úrræði hefur skort til að taka á málum þeirra sem hafa hagað sér eins og vitleysingar. Ef skólastjórnendur fara út af sporinu í viðbrögðum þá er mætt með lögfræðing á staðinn. Sá í Mogganum frásögn frá Bretlandi þar sem skólastjórinn rak alla heim sem höguðu sér illa í skólanum og tók þá ekki til baka fyrr en þeir fóru að haga sér eins og menn. Það kom á daginn að árangur þeirra sem vildu læra stórbatnaði og allt skóla- og foreldrastarf tók miklum framförum. Staða þeirra sem vilja læra en geta það ekki vegna þeirra sem valada óróa og vandræðum vill nefnilega yfirleitt gleymast. Að mínu mati á réttur þeirra að vera hærra metinn en réttur þeirra sem trufla aðra og valda vandræðum í skólunum. Vitaskuld er það yfirleitt mikill minnihluti sem veldur vandræðum en hann tekur gríðarlegan tíma og orku sem yfirleitt væri betur nýtt á öðrum sviðum.
Í þessu sambandi má einnig huga að skipulagi skólastarfsins s.s. samspili kennslu og frímínútna. Ég minnist þess að mér blöskraði fyrir nokkrum árum þegar ég fór að skoða stundatöflu dóttur minnar og sá hvað krakkarnir fengu lítinn útivistartíma en þurftu yfirleitt að sitja 80 mínútur í kennslu. Enda þótt sagt sé að börnin standi upp og fái að hreyfa sig innandyra í þessum löngu kennsluskeiðum þá þýðir það bara að það er verið aðdulbúa frímínútur og taka þær af kennslutímanum. Það er í eðli barna að hreyfa sig og allir sem þekkja útiveru vita hvað hún frískar upp hugann. Finnar, sem alltaf er verið að vitna til hvað varðar góðan árangur í skólamálum, sögðu hreinlega að svona fyrirkomulag yrði hreinlega bannað þar í landi. Þeir nota enn gamla kerfið í samspili kennslu og frímínútna, kennsla í 45 mínútur og frímínútur í 15 mínútur nema þegar um er að ræða smíði, matreiðslu eða álíka greinar.
miðvikudagur, ágúst 22, 2007
Það hefur verið svolítil umræða um að þátttökugjöldin í RM hafi verið há. A.m.k. fyrir fjölskyldur þar sem margir vildu hlaupa. Þessi hugsun hvarflaði að mér eitt augnablik en hún hvarf strax aftur. Maraþonið kostaði 4.500 kr. Reyndar borgaði ég það með vinnu en ekki útlögðum peningum þar sem við héldum fyrirlestur um Grænlandsförina og skrifuðum grein í RM blaðið og fengum þátttökugjaldið í staðinn. Ég borgaði hins vegar fyrir krakkana mína 1.500 kr fyrir 3 km og 2.700 kr fyrir 10 km.
Ef manni finnst þátttökugjaldið hátt þá getur maður sleppt því að hlaupa. Það er option nr. 1. Það er valkostur hvers og eins að taka þátt í formlegum hlauum. Ef mann langar til að hlaupa en telur sig ekki hafa efni á því þá getur viðkomandi smeygt sér í hópinn og hlaupið með án númers en fær ekki skráðan tíma. Valkostur nr. 2. Þannig hljóp ég í mínu fyrsta skemmtiskokki árið 1994 þótt það hafi ekki verið djúphugsað og fyrirfram útpælt heldur einungis tilviljun sem dró dilk á eftir sér. Þetta gerir fólk hins vegar ekki.
Flestum finnast hins vegar hlaupahátíðir eins og RM er vera nokkursskonar árshátíð hlaupara og uppskeruhátíð. Þarna hittast gamlir og nýir félagar, fara yfir málin og spekúlera í því hvað er að baki og hvað framundan er. Venjulegt fólk sem kemur úr ollum áttum en hefur þetta sameiginlega áhugamál. Þetta er náttúrulega alveg magnað.
Það kostar að halda úti svona hlaupum. Aðkoma Glitnis hefur gert alla umgjörð miklu betri og er þakkarverð. Þátttaka í skokkinu gegnum árin hefur gefið manni það mikið bæði til líkama og sálar að það er ekki mikið endurgjald þótt maður borgi nokkra þúsundkalla á ári í þátttökugjald í slíkum viðburði eins og RM er. Við værum miklu snauðari ef það væri ekki til staðar. Ef það er kort um aura þá er tvímælalaust hægt að spara í einhverju öðru sem minna máli skiptir.
Fínt viðtal við Ásgeir Jónsson í Mogganum í ag. Karlinn slær ekki af heldur opinberar framtíðarplön sín. Þau eru ekkert smáræði. En þetta er eins og segir í sögunni um Lísu í Undralandi; „Ef þú veist ekki hvert þú ætlar þá skiptir ekki máli hvaða götu þú velur.“ Ásgeir er búinn að sigta út götuna.
Sé á norskri hleupasíðu að einungis ein norsk kona hefur hlaupið yfir 60 km í sex tíma hlaupi. Sú kona er reyndar finnsk en var norskur ríkisborgari um tíma. Eftir stendur an engin norsk kona hefur hlaupið yfir 60 km í sex tíma hlaupi. Elín okkar Reed kláraði það strax í fyrstu tilraun. Það verður gaman að sjá hvort fleiri bætast í hópinn í september.
Það er nýbúið að skipa í Jafnréttisráð. Í ráðinu sitja 9 manns, sex konur og þrír karlar. Jafnréttisráð skal leitast við að tryggja jafna stöðu karla og kvenna í samfélaginu.
Ef manni finnst þátttökugjaldið hátt þá getur maður sleppt því að hlaupa. Það er option nr. 1. Það er valkostur hvers og eins að taka þátt í formlegum hlauum. Ef mann langar til að hlaupa en telur sig ekki hafa efni á því þá getur viðkomandi smeygt sér í hópinn og hlaupið með án númers en fær ekki skráðan tíma. Valkostur nr. 2. Þannig hljóp ég í mínu fyrsta skemmtiskokki árið 1994 þótt það hafi ekki verið djúphugsað og fyrirfram útpælt heldur einungis tilviljun sem dró dilk á eftir sér. Þetta gerir fólk hins vegar ekki.
Flestum finnast hins vegar hlaupahátíðir eins og RM er vera nokkursskonar árshátíð hlaupara og uppskeruhátíð. Þarna hittast gamlir og nýir félagar, fara yfir málin og spekúlera í því hvað er að baki og hvað framundan er. Venjulegt fólk sem kemur úr ollum áttum en hefur þetta sameiginlega áhugamál. Þetta er náttúrulega alveg magnað.
Það kostar að halda úti svona hlaupum. Aðkoma Glitnis hefur gert alla umgjörð miklu betri og er þakkarverð. Þátttaka í skokkinu gegnum árin hefur gefið manni það mikið bæði til líkama og sálar að það er ekki mikið endurgjald þótt maður borgi nokkra þúsundkalla á ári í þátttökugjald í slíkum viðburði eins og RM er. Við værum miklu snauðari ef það væri ekki til staðar. Ef það er kort um aura þá er tvímælalaust hægt að spara í einhverju öðru sem minna máli skiptir.
Fínt viðtal við Ásgeir Jónsson í Mogganum í ag. Karlinn slær ekki af heldur opinberar framtíðarplön sín. Þau eru ekkert smáræði. En þetta er eins og segir í sögunni um Lísu í Undralandi; „Ef þú veist ekki hvert þú ætlar þá skiptir ekki máli hvaða götu þú velur.“ Ásgeir er búinn að sigta út götuna.
Sé á norskri hleupasíðu að einungis ein norsk kona hefur hlaupið yfir 60 km í sex tíma hlaupi. Sú kona er reyndar finnsk en var norskur ríkisborgari um tíma. Eftir stendur an engin norsk kona hefur hlaupið yfir 60 km í sex tíma hlaupi. Elín okkar Reed kláraði það strax í fyrstu tilraun. Það verður gaman að sjá hvort fleiri bætast í hópinn í september.
Það er nýbúið að skipa í Jafnréttisráð. Í ráðinu sitja 9 manns, sex konur og þrír karlar. Jafnréttisráð skal leitast við að tryggja jafna stöðu karla og kvenna í samfélaginu.
þriðjudagur, ágúst 21, 2007
Allt í fínu lagi eftir RM. Engar blöðrur, engin eymsli eða stirðleiki og allar neglur þar sem þær voru fyrir hlaupið. Sé að aðalritarinn þarf að beita naglbítnum ótæpilega á tærnar eftir hvert hlaup. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Fór ekkert út á sunnudaginn en tók 20 km í gær. Flottar myndir af hlaupurunum hjá Torfa á hlaup.is. Mjög vel aðgengilegar og vel upp settar.
Fínt að heyra efasemdarrödd um Kolviðardæmið í útvarpinu í gær. Dr. Þóra Þórhallsdóttir grasafræðingur hefur greinilega efasemdir um ágæti þessa verkefnis. Maður skilur t.d. ekki hvers vegna það er plantað plöntum á Íslandi ef á að auka kolefnisbindingu úr andrúmsloftinu. Ísland er óhentugt til skógræktar vegna þess hve sumarhitinn er lágur. Það væri miklu árangursríkara að planta í heittempraða beltinu því gróðurhúslofttegundirnar eru hnattrænar en ekki bundnar við hvert einstakt land. Síðan er annað mál að ef á að planta fjórföldum Hallormsstaðaskógi á hverju ári þá hefur það engin smáræðisáhrif á ásýnd landsins. Hefur farið fram umhverfismat á þessum ósköpum. Ég sé að ríkisútvarpið er búið að aka afstöðu. Það segir í textavarpinu að "meðvitaðir eigendur bifreiða" kolefnisjafni bifreiðar sínar. Þá er ég ekki meðvitaður. Má ekki alveg eins segja að áhrifagjarnir og ístöðulitlir bifreiðaeigendur gleypi við þessu auglýsingaskrumi. Mun áhrifameiri aðferð væri að beita tollalögum til að gera þá bíla ódýrari sem gefa frá sér minni útblástur og lækka tolla á díselolíu því díselbílar menga minna en bensínbílar. Það verða margar kynslóðir bíla ónýtar áður en plönturnar fara að hafa einhver áhrif.
Heyrði í fréttum nýlega umfjöllun um einstæðan föður sem fær enga fyrirgreiðslu frá opinberum aðilum (samfélaginu) til að koma upp sérstökum búnaði heima hjá sér svo hann geti haft fatlaðan son sinn hjá sér. Móðirin sem hefur forsjá barnsins hefur aftur á móti fengið alla aðstoð sem möguleg frá hinu opinbera til að geta annast son sinn. Allt gott með það en af hverju nýtur pabbinn ekki sömu fyrirgreiðslu frá samfélaginu. Líklega vegna þess að einstæðir feður hafa verið nokkursskonar utangarðsfyrirbæri í þjóðfélaginu. Hagsmunafélag þeirra "Einstæðir feður" ætlar að taka málið upp og berjast fyrir leiðréttingum á þessu inni í kerfinu. Maður spyr sig hvað þeir aðilar sem segjast berjast fyrir jafnrétti kynjanna í samfélaginu gera. Ekkert hefur heyrst frá Jafnréttisráði enda kannski ekki von á þeim tíma sem liðinn er en maður sér á bloggsiðum að feministar eru að undirbúa sig undir að fara að telja karlkyns og kvenkyns hausa í væntanlegum skemmti- og menningarþáttum ríkissjónvarpsins á komandi vetri og ætla sér að sjá til þess að það hallist ekki á. Vitaskuld einbeita hagmunasamtök sér að því sem mikilvægast er hverju sinni.
Fínt að heyra efasemdarrödd um Kolviðardæmið í útvarpinu í gær. Dr. Þóra Þórhallsdóttir grasafræðingur hefur greinilega efasemdir um ágæti þessa verkefnis. Maður skilur t.d. ekki hvers vegna það er plantað plöntum á Íslandi ef á að auka kolefnisbindingu úr andrúmsloftinu. Ísland er óhentugt til skógræktar vegna þess hve sumarhitinn er lágur. Það væri miklu árangursríkara að planta í heittempraða beltinu því gróðurhúslofttegundirnar eru hnattrænar en ekki bundnar við hvert einstakt land. Síðan er annað mál að ef á að planta fjórföldum Hallormsstaðaskógi á hverju ári þá hefur það engin smáræðisáhrif á ásýnd landsins. Hefur farið fram umhverfismat á þessum ósköpum. Ég sé að ríkisútvarpið er búið að aka afstöðu. Það segir í textavarpinu að "meðvitaðir eigendur bifreiða" kolefnisjafni bifreiðar sínar. Þá er ég ekki meðvitaður. Má ekki alveg eins segja að áhrifagjarnir og ístöðulitlir bifreiðaeigendur gleypi við þessu auglýsingaskrumi. Mun áhrifameiri aðferð væri að beita tollalögum til að gera þá bíla ódýrari sem gefa frá sér minni útblástur og lækka tolla á díselolíu því díselbílar menga minna en bensínbílar. Það verða margar kynslóðir bíla ónýtar áður en plönturnar fara að hafa einhver áhrif.
Heyrði í fréttum nýlega umfjöllun um einstæðan föður sem fær enga fyrirgreiðslu frá opinberum aðilum (samfélaginu) til að koma upp sérstökum búnaði heima hjá sér svo hann geti haft fatlaðan son sinn hjá sér. Móðirin sem hefur forsjá barnsins hefur aftur á móti fengið alla aðstoð sem möguleg frá hinu opinbera til að geta annast son sinn. Allt gott með það en af hverju nýtur pabbinn ekki sömu fyrirgreiðslu frá samfélaginu. Líklega vegna þess að einstæðir feður hafa verið nokkursskonar utangarðsfyrirbæri í þjóðfélaginu. Hagsmunafélag þeirra "Einstæðir feður" ætlar að taka málið upp og berjast fyrir leiðréttingum á þessu inni í kerfinu. Maður spyr sig hvað þeir aðilar sem segjast berjast fyrir jafnrétti kynjanna í samfélaginu gera. Ekkert hefur heyrst frá Jafnréttisráði enda kannski ekki von á þeim tíma sem liðinn er en maður sér á bloggsiðum að feministar eru að undirbúa sig undir að fara að telja karlkyns og kvenkyns hausa í væntanlegum skemmti- og menningarþáttum ríkissjónvarpsins á komandi vetri og ætla sér að sjá til þess að það hallist ekki á. Vitaskuld einbeita hagmunasamtök sér að því sem mikilvægast er hverju sinni.
sunnudagur, ágúst 19, 2007
Það voru skemmtilegir fyrirlestrarnir sem settir voru upp niðri í Laugum á föstudagskvöldið. Aðsóknin var fín, yfirleitt fullur salur. Greta Waits var skemmtileg á að hlýða en því miður hefur heilsan gefið eftir hjá þessari miklu íþróttakonu. Vonandi að hún nái að sigra þann slag eins og svo marga aðra sem hún hefur staðið í. Manni sundlaði þegar Kenyastrákarnir og Baldini hinn ítalski voru að lýsa æfingamagninu. Baldini sagðist hlaupa svona 250 - 300 km á viku en þeir frá Kenya voru í svona 350 - 400 km. Maður skilur ekki hvernig skrokkurinn getur þolað þetta. Á meðan Baldini sagðist svo fara af og til í tækjasal þá sögðu Kenyastrákarnir að það væri nóg "hard work at home". Ætli þeir séu í heyskapnum eða byggingarvinnu með hlaupunum? Gaman að sjá Ítalana sem þarna voru staddir þegar þeir sáu þjóðhetjuna, mikið um myndatökur, allir á mynd með Baldini. Við Grænlandsfarar vorum síðastir, þá var farið að þynnast á bekkjunum en sama er, þetta var ágætt fyrir utan smá tækniproblem en það blessaðist.
Dagurinn í gær var eins og úr pöntunarlista fyrir hlaupadag, allt eins og best gat verið. Sannkallaður hátíðisdagur. Ég fór rólega, tók hlaupið inn í æfingaprógrammið og það gekk allt upp eins og upp var lagt með. mér finnast breytingarnar á leiðinni vera til bóta. Bæði er skemmtileg tilbreyting að hlaupa niður á kæjann hjá Eimskip og eins er fínt að fara í gegnum húsdýragarðinn. Það var mjög gaman að sjá hvað fagmennskan hefur farið vaxandi við framkvæmd hlaupsins. Nú er allt eins og það á að vera. Startið eins og það á að vera, umferðargæslan fín, merkingar góðar og stemming í markinu. Ég man ekki eftir eins miklum fólksfjölda í Lækjargötunni fyrr við hlaupalok. Vafalaust helgast það af því að þátttakendum hefur fjölgað gríðarlega. Þetta er orðið alvöru. Það er mikill munur að hafa fólk í kringum sig allann tímann í hlaupinu. Hitti Ágúst félaga frá Western States á Kleppsveginum og við fylgdumst að og spjölluðum saman alla leið út í Seltjarnarneshrepp. Hann er nýfluttur heim frá Kaliforníu með sína stóru fjölskyldu. Við drykkjarstöðina á Eiðistorgi hitti ég síðan konu sem ég hafði einu sinni áður hitt eða þegar við vorum að leggja upp í Vatnsneshlaupið fyrir allnokkrum árum. Hún var að fara sitt fyrsta maraþon og það var farið að linast aðeins í dekkjunum hjá henni. Við hlupum saman frá Eiðistorginu til loka. Henni fannst þægilegra að hafa eitthvað til að dreifa huganum þegar verkir og vanlíðan voru farnir að láta á sér kræla. Hún bölvaði hraustlega þegar öklarnir voru að kvarta og lét sig hvergi. Hún hafði sett sér það mark að fara undir fjórum tímum en var á fínu róli og kláraði á rúmum 3.48. (Innskot. Sé á úrslitunum að hún hefur orðið í 5. sæti íslenskra kvenna. Það er ekki dónalegt í sínu fyrsta maraþoni). Það er síðan gaman að hitta félagana eftir hlaup og spjalla. Veðrið var fínt og stemmingin góð.
Þegar ég kom heim gerði ég smá tilraun. Ég lét renna kalt vatn í baðkar og sat í því í fimm mínútur. Þetta á að slá á bólgur ef þær eru til staðar og minnka mjólkursýruna. Síðan fór ég í heitapottinn. Þetta var fín blanda og ég mæli með henni.
Um kvöldið fórum við svo niður á Miklatún. Ég held að ég hafi ekki séð annað eins mannhaf hérlendis fyrr. Ef það voru 40 þúsund á Laugardalsvelli á föstudagskvöld eins og sagt var þá voru 100 þúsund á Miklatúninu. Reyndar segja glöggir menn að það hafi verið rúmlega 20 þúsund á Laugardalsvelli og þá slakar maður á Miklatúnstölunum að sama skapi. Tónleikarnir voru fínir. Megas toppar allt eins og áður. Kallinn er góður með fína hljómsveit, orðinn rúmlega sextugur. Ég horfði á tónleikana frá Laugardalsvellinum í sjónvarpinu að hluta til þegar Nylon var örugglega búin. Bubbi var hálfflatur með græna húfu og rauða stjörnu á hausnum. Það hefði gengið fyrir tuttugu og fimm árum en Sovétríkin eru hrunin hafi hann ekki frétt af því. Stuðmenn voru leiðinlegir fannst mér í einhverjum misheppnuðum búningum með alltof mikið af hljóðgerflum. Það hnussaði í Jóa þegar hann heyrði introlagið með þeim. Ich bin Frei. Ég er frjáls með Falcon frá Bíldudal og Jóni Kr. var fyrsta lagið sem Beautifuls æfðu hér niðri í bílskúr. Síðar þegar þeir spiluðu í Réttarholtsskóla þá töldu þeir rétt að hressa upp á lagið og settu þýska, færeyska og enska version við textann. Hann taldi auðheyrt að flugumenn Stuðmanna hafi verið staddir þarna í Réttó og stolið hugmyndinni.
Ég skil ekki hvaða rugl það hefur verið að úthýsa Daníel Smára (og kannski fleirum) frá sölubásunum í Laugum á föstudaginn þegar hlauparar voru að sækja gögn. Ég hélt að það væri markmiðið að hafa sem flesta söluaðila til að mynda stemmingu og koma til móts við þarfir hlauparanna. Stærstu sponsörarnir fá bestu staðina og stærstu básana en þeir einoka ekki svæðið. Þannig er það alla vega erlendis. Það var greinilegt að grasrótinni var ekki sama því það var mikil stemming í Síðumúlanum síðdegis á föstudaginn. Ég keypti skó þó ég þyrfti ekki akkúrat á þeim að halda í augnablikinu. Sama er, maður stendur með þeim sem hafa stutt við bakið á manni sjálfum. Daníel var manna liðlegastur við að redda hlutum okkur til hægðarauka þegar við fórum til Grænlands og það gleymist ekki.
Dagurinn í gær var eins og úr pöntunarlista fyrir hlaupadag, allt eins og best gat verið. Sannkallaður hátíðisdagur. Ég fór rólega, tók hlaupið inn í æfingaprógrammið og það gekk allt upp eins og upp var lagt með. mér finnast breytingarnar á leiðinni vera til bóta. Bæði er skemmtileg tilbreyting að hlaupa niður á kæjann hjá Eimskip og eins er fínt að fara í gegnum húsdýragarðinn. Það var mjög gaman að sjá hvað fagmennskan hefur farið vaxandi við framkvæmd hlaupsins. Nú er allt eins og það á að vera. Startið eins og það á að vera, umferðargæslan fín, merkingar góðar og stemming í markinu. Ég man ekki eftir eins miklum fólksfjölda í Lækjargötunni fyrr við hlaupalok. Vafalaust helgast það af því að þátttakendum hefur fjölgað gríðarlega. Þetta er orðið alvöru. Það er mikill munur að hafa fólk í kringum sig allann tímann í hlaupinu. Hitti Ágúst félaga frá Western States á Kleppsveginum og við fylgdumst að og spjölluðum saman alla leið út í Seltjarnarneshrepp. Hann er nýfluttur heim frá Kaliforníu með sína stóru fjölskyldu. Við drykkjarstöðina á Eiðistorgi hitti ég síðan konu sem ég hafði einu sinni áður hitt eða þegar við vorum að leggja upp í Vatnsneshlaupið fyrir allnokkrum árum. Hún var að fara sitt fyrsta maraþon og það var farið að linast aðeins í dekkjunum hjá henni. Við hlupum saman frá Eiðistorginu til loka. Henni fannst þægilegra að hafa eitthvað til að dreifa huganum þegar verkir og vanlíðan voru farnir að láta á sér kræla. Hún bölvaði hraustlega þegar öklarnir voru að kvarta og lét sig hvergi. Hún hafði sett sér það mark að fara undir fjórum tímum en var á fínu róli og kláraði á rúmum 3.48. (Innskot. Sé á úrslitunum að hún hefur orðið í 5. sæti íslenskra kvenna. Það er ekki dónalegt í sínu fyrsta maraþoni). Það er síðan gaman að hitta félagana eftir hlaup og spjalla. Veðrið var fínt og stemmingin góð.
Þegar ég kom heim gerði ég smá tilraun. Ég lét renna kalt vatn í baðkar og sat í því í fimm mínútur. Þetta á að slá á bólgur ef þær eru til staðar og minnka mjólkursýruna. Síðan fór ég í heitapottinn. Þetta var fín blanda og ég mæli með henni.
Um kvöldið fórum við svo niður á Miklatún. Ég held að ég hafi ekki séð annað eins mannhaf hérlendis fyrr. Ef það voru 40 þúsund á Laugardalsvelli á föstudagskvöld eins og sagt var þá voru 100 þúsund á Miklatúninu. Reyndar segja glöggir menn að það hafi verið rúmlega 20 þúsund á Laugardalsvelli og þá slakar maður á Miklatúnstölunum að sama skapi. Tónleikarnir voru fínir. Megas toppar allt eins og áður. Kallinn er góður með fína hljómsveit, orðinn rúmlega sextugur. Ég horfði á tónleikana frá Laugardalsvellinum í sjónvarpinu að hluta til þegar Nylon var örugglega búin. Bubbi var hálfflatur með græna húfu og rauða stjörnu á hausnum. Það hefði gengið fyrir tuttugu og fimm árum en Sovétríkin eru hrunin hafi hann ekki frétt af því. Stuðmenn voru leiðinlegir fannst mér í einhverjum misheppnuðum búningum með alltof mikið af hljóðgerflum. Það hnussaði í Jóa þegar hann heyrði introlagið með þeim. Ich bin Frei. Ég er frjáls með Falcon frá Bíldudal og Jóni Kr. var fyrsta lagið sem Beautifuls æfðu hér niðri í bílskúr. Síðar þegar þeir spiluðu í Réttarholtsskóla þá töldu þeir rétt að hressa upp á lagið og settu þýska, færeyska og enska version við textann. Hann taldi auðheyrt að flugumenn Stuðmanna hafi verið staddir þarna í Réttó og stolið hugmyndinni.
Ég skil ekki hvaða rugl það hefur verið að úthýsa Daníel Smára (og kannski fleirum) frá sölubásunum í Laugum á föstudaginn þegar hlauparar voru að sækja gögn. Ég hélt að það væri markmiðið að hafa sem flesta söluaðila til að mynda stemmingu og koma til móts við þarfir hlauparanna. Stærstu sponsörarnir fá bestu staðina og stærstu básana en þeir einoka ekki svæðið. Þannig er það alla vega erlendis. Það var greinilegt að grasrótinni var ekki sama því það var mikil stemming í Síðumúlanum síðdegis á föstudaginn. Ég keypti skó þó ég þyrfti ekki akkúrat á þeim að halda í augnablikinu. Sama er, maður stendur með þeim sem hafa stutt við bakið á manni sjálfum. Daníel var manna liðlegastur við að redda hlutum okkur til hægðarauka þegar við fórum til Grænlands og það gleymist ekki.
föstudagur, ágúst 17, 2007
Maraþon veislan byrjuð.
Hin árlega Maraþonveisla Afreksvara á skráningadag daginn fyrir Glitnirs maraþonið verður haldin í verslun okkar Síðumúla 31 á morgun (föstudaginn 17 ágúst)
Þeir hlauparar sem heimsótt hafa kynningar og sölubása Afreksvara undanfarin ár fyrir Reykjavíkur maraþonið þekkja þá stemmingu og þau verð sem í boði hafa verið. Sannkölluð maraþon veisla. Því miður hefur sú stemming farið fyrir brjóstið á ákveðnum samkeppnis aðilum og forssvarsmönnum maraþonsins sem hafa bolað Afreksvörum með ruddalegum hætti út úr stemmingunni. Ég skora á sem flesta hlaupara að kíkja við í Siðumúla 31.
30-90% afsláttur af öllum vörum.
Ath. Ný skósending komin í hús 25 % - 40 % afsláttur
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri.
Hin árlega Maraþonveisla Afreksvara á skráningadag daginn fyrir Glitnirs maraþonið verður haldin í verslun okkar Síðumúla 31 á morgun (föstudaginn 17 ágúst)
Þeir hlauparar sem heimsótt hafa kynningar og sölubása Afreksvara undanfarin ár fyrir Reykjavíkur maraþonið þekkja þá stemmingu og þau verð sem í boði hafa verið. Sannkölluð maraþon veisla. Því miður hefur sú stemming farið fyrir brjóstið á ákveðnum samkeppnis aðilum og forssvarsmönnum maraþonsins sem hafa bolað Afreksvörum með ruddalegum hætti út úr stemmingunni. Ég skora á sem flesta hlaupara að kíkja við í Siðumúla 31.
30-90% afsláttur af öllum vörum.
Ath. Ný skósending komin í hús 25 % - 40 % afsláttur
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri.
Það verður farið rólega á morgun. Ætla að hlaupa heilt maraþon og býst við að klára það á kringum 4 klst. Þetta verður eitt skref í æfingaplaninu fram í miðjan sept. Maður verður siðan að vefja eitthvað inn í það síðar s.s. að hlaupa inn í nóttina til að byggja sig upp fyrir Grikkland.
Ungmennafélagið R36 verður með tvær sveitir í heilu þoni og möguleiki er á tveimur sveitum í hálfu. Þetta bendir á töluverða grósku í félagsstarfinu. Engu að síður hefur hefur ÍBR ekki opnað dyr sínar fyrir okkur enn en það eru nú nær þrjú og hálft ár síðan við sóttum fyrst að aðild að bandalaginu. Reyndar var sótt um aðild að UMFÍ á sama tíma en þeir bentu okkur á að einfaldara væri að sækja einungis um aðild að ÍBR. Við sem erum félagar í UMFR36 teljum okkur ekki vera minni íþróttamenn en marga aðra. Við hlaupum maraþon þegar okkur langar til. Sumir á mjög góðum tímum og eru þeir meðal fremstu manna í sínum aldursflokkum í stórhlaupum heimsins s.s. London maraþoni, Berlín og Boston. Laugavegurinn líður árlega hjá undir fótum félagsmanna sem og fleiri. Félagar í UMFR36 hlaupa 100 km hlaup í vaxandi mæli. Tveir okkar hafa hlaupið 100 mílur. Aðrar viðlíka þrekraunir hafa verið lagðar undir fót. Tveir af fjórum Ironmönnum landsins eru innan okkar raða þar af fyrsta járnkonan. Fyrsta 100 km kona Íslands er félagi í UMFR36. Verðlaun fengust í 24 tíma hlaupi í Borgundarhólmi í vor. Félagið verðlaunar sinn fremsta íþróttamann ár hvert. Félagið braut ísinn hérlendis með því að halda sex tíma hlaup sl. haust og er þannig í takt við þá þróun ultrahlaupa sem er að gerast í nágrannalöndum okkar. Útlit er fyrir verulegan fjölda í hlaupinu í haust. Lög félagsins voru samþykkt formlega á stofnfundi og hefur ekki verið gerð efnisleg athugasemd við þau. Aðalfundur er haldinn ár hvert og þar að auki félagsfundir eftir þörfum. Stjórn er til staðar og virkir félagsmenn bæði félagslega og íþróttalega eins og rakið hefur verið hér að framan. Þrátt fyrir allt þetta sem samkvæmt minni skoðun gerir okkur ekki að minni íþróttamönnum og félagsverum en marga aðra þá fær félagið ekki inngöngu í Íþróttabandalag Reykjavíkur. Maður veltir fyrir sér hvað þurfi til viðbótar framansögðu til að komast þar formlega inn fyrir dyrnar.
Pétur Helga kom til mín í gærkvöldi með myndir en við eigum að vera með rabb um Grænlandsferðina á fræðslufundi á vegum Reykjavíkurmaraþons í kvöld í Frjálsíþróttahúsinu. Hann verður haldinn milli kl. 18.00 og 21.00. Við sátum fram undir miðnætti við að gramsa í myndunum og síðan var ég að til klukkan fjögur viðað setja saman myndaseríu. Hún verður vafalaust of löng en það verður að taka með í reikninginn að það er frá miklu að segja af ævintýrum tveggja sveita á fimm dögum. Við verðum síðastir svo það verða vafalaust allir farnir að hlusta á Nylon sem verður að syngja á Laugardalsvellinum á áþekkum tíma. Ég fer ekki á konsert með Nylon en á hinn bóginn hlakka ég til að hlusta á Megas og marga aðra meistara á Klambratúninu á laugardagskvöldið.
Ég minntist nýlega á einkennilegt fréttamat sjónvarpsins í málefnum dæmdrar manneskju og viðhorfi gagnvart lögreglunni. Annað álíkaviðhorf kom fram hjá formanni hernaðarandstæðinga. Hann var að kynna fræðslugöngu um miðborgina og taldi það verða bestan bónus á gönguna ef lögreglan myndi berja göngumenn og dæla á þá táragasi. Það er bara svona. Ef það er viðhorf forsvarsmanna samtakanna sem mynduð voru úr gömlu samtökum herstöðvaandstæðinga að helsta kryddið í tilveru þeirra og félagsstarf sé að snapa fæting við lögguna og vonast jafnvel eftir því að lögreglan ráðist á þá óumbeðið þá er ég feginn því að leiðir mínar og þessara samtaka skildu fyrir allnokkrum árum.
Ungmennafélagið R36 verður með tvær sveitir í heilu þoni og möguleiki er á tveimur sveitum í hálfu. Þetta bendir á töluverða grósku í félagsstarfinu. Engu að síður hefur hefur ÍBR ekki opnað dyr sínar fyrir okkur enn en það eru nú nær þrjú og hálft ár síðan við sóttum fyrst að aðild að bandalaginu. Reyndar var sótt um aðild að UMFÍ á sama tíma en þeir bentu okkur á að einfaldara væri að sækja einungis um aðild að ÍBR. Við sem erum félagar í UMFR36 teljum okkur ekki vera minni íþróttamenn en marga aðra. Við hlaupum maraþon þegar okkur langar til. Sumir á mjög góðum tímum og eru þeir meðal fremstu manna í sínum aldursflokkum í stórhlaupum heimsins s.s. London maraþoni, Berlín og Boston. Laugavegurinn líður árlega hjá undir fótum félagsmanna sem og fleiri. Félagar í UMFR36 hlaupa 100 km hlaup í vaxandi mæli. Tveir okkar hafa hlaupið 100 mílur. Aðrar viðlíka þrekraunir hafa verið lagðar undir fót. Tveir af fjórum Ironmönnum landsins eru innan okkar raða þar af fyrsta járnkonan. Fyrsta 100 km kona Íslands er félagi í UMFR36. Verðlaun fengust í 24 tíma hlaupi í Borgundarhólmi í vor. Félagið verðlaunar sinn fremsta íþróttamann ár hvert. Félagið braut ísinn hérlendis með því að halda sex tíma hlaup sl. haust og er þannig í takt við þá þróun ultrahlaupa sem er að gerast í nágrannalöndum okkar. Útlit er fyrir verulegan fjölda í hlaupinu í haust. Lög félagsins voru samþykkt formlega á stofnfundi og hefur ekki verið gerð efnisleg athugasemd við þau. Aðalfundur er haldinn ár hvert og þar að auki félagsfundir eftir þörfum. Stjórn er til staðar og virkir félagsmenn bæði félagslega og íþróttalega eins og rakið hefur verið hér að framan. Þrátt fyrir allt þetta sem samkvæmt minni skoðun gerir okkur ekki að minni íþróttamönnum og félagsverum en marga aðra þá fær félagið ekki inngöngu í Íþróttabandalag Reykjavíkur. Maður veltir fyrir sér hvað þurfi til viðbótar framansögðu til að komast þar formlega inn fyrir dyrnar.
Pétur Helga kom til mín í gærkvöldi með myndir en við eigum að vera með rabb um Grænlandsferðina á fræðslufundi á vegum Reykjavíkurmaraþons í kvöld í Frjálsíþróttahúsinu. Hann verður haldinn milli kl. 18.00 og 21.00. Við sátum fram undir miðnætti við að gramsa í myndunum og síðan var ég að til klukkan fjögur viðað setja saman myndaseríu. Hún verður vafalaust of löng en það verður að taka með í reikninginn að það er frá miklu að segja af ævintýrum tveggja sveita á fimm dögum. Við verðum síðastir svo það verða vafalaust allir farnir að hlusta á Nylon sem verður að syngja á Laugardalsvellinum á áþekkum tíma. Ég fer ekki á konsert með Nylon en á hinn bóginn hlakka ég til að hlusta á Megas og marga aðra meistara á Klambratúninu á laugardagskvöldið.
Ég minntist nýlega á einkennilegt fréttamat sjónvarpsins í málefnum dæmdrar manneskju og viðhorfi gagnvart lögreglunni. Annað álíkaviðhorf kom fram hjá formanni hernaðarandstæðinga. Hann var að kynna fræðslugöngu um miðborgina og taldi það verða bestan bónus á gönguna ef lögreglan myndi berja göngumenn og dæla á þá táragasi. Það er bara svona. Ef það er viðhorf forsvarsmanna samtakanna sem mynduð voru úr gömlu samtökum herstöðvaandstæðinga að helsta kryddið í tilveru þeirra og félagsstarf sé að snapa fæting við lögguna og vonast jafnvel eftir því að lögreglan ráðist á þá óumbeðið þá er ég feginn því að leiðir mínar og þessara samtaka skildu fyrir allnokkrum árum.
fimmtudagur, ágúst 16, 2007
Það eru ýmsir sem þurfa að ná af sér nokkrum kílóum en gengur það misjafnlega. Ég las á dögunum á blogginu kvörtun frá manni sem hafði verið hjá einkaþjálfara og ekki uppskorið sem skyldi í grenningu. Skömmu síðar kom svar frá einkaþjálfaranum þar sem hann svaraði og lagði upp ákveðið prógram, bæði matseðil og æfingar. Þá hætti mér að lítast á. Matseðillinn var svona:
Morgunmatur: 2 sk bláberjaskyr, 1 banani, klaki og ein msk. vanilluprótein.
Morgunkaffi: 1 banani eða annar ávöxtur
Hádegismatur: Hálfur heilsuréttur hjá Nings og smá hrísgrjón með
Kaffi: 1 Smoothy og eitt Hreysti súkkulaði
Kvöldmatur: Grillaður fiskur eða ein og hálf kjúklingabringa. Hrísgrjón með og ein bökuð kartafla
Kvöldkaffi: Ein og hálf matskeið próteinshake.
Síðan skal drekka 3 lítra af vatni á dag.
Þessi matseðill á að gilda sex daga vikunnar og er bannað að borða nokkuð annað.
Ég verð að segja að þetta finnst mér nálgast það að vera algert bull. Að leggja upp með svona naumhyggjumataræði ofan á harðar brennsluæfingar er vísasta leiðin til að fólk springi og gefist upp á öllu saman. Mér finnst að það þurfi að lista upp hvað fólk á ekki að borða. Síðan má fólk borða sig satt af kjöti, fiski, skyri, grænmeti og ávöxtum svo dæmi sé nefnt. Hafa fæðið nógu fjölbreytt og forðast hungrið. Síðan þarf að byrgja sig upp með þolimæði og hreifa sig rólega og auka hana síðan stig af stigi. Hjóla, gang, synda og fara í æfingasal. Það að grenna sig stórlega er ekki átaksverkefni sem byggist upp á því að svelta sig og púla um skamman tíma heldur er það spurning um að breyta um lífsstíl. Það verður ekki gert á einum degi eða viku heldur gerast góðir hlutir hægt í þeim efnum. Með svona uppleggi eins og sett er upp hér að ofan er vafalaust að ná árangri ef planið heldur en ég tel miklu meiri líkur en minni að planið haldi ekki og einstaklingurinn springi á limminu.
Fékk í gær tölvupóst frá Kim Rasmussen þar sem hann sendir mér linka á sjónvarpsupptökur frá Badwater. TV2 í Danmörku fór með honum til Californíu og fylgdi honum eftir í Badwater hlaupinu. Ég verð að segja það að ekki hefur löngunin vaxið að taka þátt í þessu hlaupi eftir að hafa horft á þetta. Klukkutímum saman var Kim á nippunni við að þurfa að hætta vegna þess að maginn var alveg úthverfur. Hann ældi öllu sem hann setti í sig, hvort sem það var matur eða vatn. Hitinn er svakalegur þarna og einhvern veginn læðist sá grunur að mér að hann hafi farið heldur hratt af stað.
Kim skipulagði 24 tíma hlaupið á Borgundarhólmi í vor og hljóp Western States fyrir tveimur árum eins og ég. Lars Skytte,sem fylgdi Kim í hlaupinu ásamt konu Kims, vann 24 tíma hlaupið á Borgundarhólmi í vor. Kim ætlar að leggja út með 48 tíma hlaup á Borgundarhólmi næsta vor. Skráning hefst þann 1. sept. n.k. Hmmm.
Linkarnir eru hér fyrir áhugasama:
http://www.tv2bornholm.dk/moduler/nyheder/showregvideo.asp?dato=14-08-2007&cID=1&vId=378606
http://www.tv2bornholm.dk/moduler/nyheder/showregvideo.asp?dato=15-08-2007&cID=1&vId=378780
Morgunmatur: 2 sk bláberjaskyr, 1 banani, klaki og ein msk. vanilluprótein.
Morgunkaffi: 1 banani eða annar ávöxtur
Hádegismatur: Hálfur heilsuréttur hjá Nings og smá hrísgrjón með
Kaffi: 1 Smoothy og eitt Hreysti súkkulaði
Kvöldmatur: Grillaður fiskur eða ein og hálf kjúklingabringa. Hrísgrjón með og ein bökuð kartafla
Kvöldkaffi: Ein og hálf matskeið próteinshake.
Síðan skal drekka 3 lítra af vatni á dag.
Þessi matseðill á að gilda sex daga vikunnar og er bannað að borða nokkuð annað.
Ég verð að segja að þetta finnst mér nálgast það að vera algert bull. Að leggja upp með svona naumhyggjumataræði ofan á harðar brennsluæfingar er vísasta leiðin til að fólk springi og gefist upp á öllu saman. Mér finnst að það þurfi að lista upp hvað fólk á ekki að borða. Síðan má fólk borða sig satt af kjöti, fiski, skyri, grænmeti og ávöxtum svo dæmi sé nefnt. Hafa fæðið nógu fjölbreytt og forðast hungrið. Síðan þarf að byrgja sig upp með þolimæði og hreifa sig rólega og auka hana síðan stig af stigi. Hjóla, gang, synda og fara í æfingasal. Það að grenna sig stórlega er ekki átaksverkefni sem byggist upp á því að svelta sig og púla um skamman tíma heldur er það spurning um að breyta um lífsstíl. Það verður ekki gert á einum degi eða viku heldur gerast góðir hlutir hægt í þeim efnum. Með svona uppleggi eins og sett er upp hér að ofan er vafalaust að ná árangri ef planið heldur en ég tel miklu meiri líkur en minni að planið haldi ekki og einstaklingurinn springi á limminu.
Fékk í gær tölvupóst frá Kim Rasmussen þar sem hann sendir mér linka á sjónvarpsupptökur frá Badwater. TV2 í Danmörku fór með honum til Californíu og fylgdi honum eftir í Badwater hlaupinu. Ég verð að segja það að ekki hefur löngunin vaxið að taka þátt í þessu hlaupi eftir að hafa horft á þetta. Klukkutímum saman var Kim á nippunni við að þurfa að hætta vegna þess að maginn var alveg úthverfur. Hann ældi öllu sem hann setti í sig, hvort sem það var matur eða vatn. Hitinn er svakalegur þarna og einhvern veginn læðist sá grunur að mér að hann hafi farið heldur hratt af stað.
Kim skipulagði 24 tíma hlaupið á Borgundarhólmi í vor og hljóp Western States fyrir tveimur árum eins og ég. Lars Skytte,sem fylgdi Kim í hlaupinu ásamt konu Kims, vann 24 tíma hlaupið á Borgundarhólmi í vor. Kim ætlar að leggja út með 48 tíma hlaup á Borgundarhólmi næsta vor. Skráning hefst þann 1. sept. n.k. Hmmm.
Linkarnir eru hér fyrir áhugasama:
http://www.tv2bornholm.dk/moduler/nyheder/showregvideo.asp?dato=14-08-2007&cID=1&vId=378606
http://www.tv2bornholm.dk/moduler/nyheder/showregvideo.asp?dato=15-08-2007&cID=1&vId=378780
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Það var skemmtileg bíómynd í sjónvarpinu á föstudaginn. Hún hét Langhlauparinn og fjallaði um fyrstu Suður Afrísku konuna sem vann Comerades hlaupið. Comerades er eitt af þekktari Ultrahlaupum í heiminum og vafalaust það stærsta. Það er um 90 km og er hlaupið annað árið "up hills" og hitt árið "down hills". Um 15.000 manns þreyta hlaupið ár hvert. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda er m.a. sú að á þeim tíma þegar Suður Afríka var stjórnmálalega einangruð þá fengu íþróttamenn þaðan ekki að keppa á alþjóðlegum mótum. Því sinntu fjölmiðlar innlendum mótum þeim mun betur og sköpuðu stemmingu fyrir þeim. Það byggði upp þessa gríðarlegu stemmingu fyrir Comerades ásamt fleiru. Keppendur fá hámarkstíma til að ljúka hlaupinu eins og allstaðar í ultrahlaupum. Hvort að það sé satt eða ekki þá hef ég heyrt það að þegar tíminn rennur út þá sé ekki flautað eins og t.d. í Western States heldur er járnhliði rennt yfir brautina. Það er vafalaust gert vegna hins mikla fjölda. Sá keppandi sem fær járnhliðið á nefið þ.e.a.s. er sá fyrsti sem er undir tilskyldum tíma fær mikla athygli, sjónvarpsviðtöl og er á nokkurn hátt hetja dagsins eins og sigurvegarinn.
Þegar landamæri Suður Afríku opnuðust fyrir íþróttafólk þá uppgötvuðu menn annarsstaðar í heiminum þetta gríðarlega ultrahlaup. Ég varð var við það á helginni að þessi mynd hafði komið á stað fiðringi hjá ýmsum. Hver veit hvað gerist. Þrír Íslendingar hafa hlaupið Comerades. Eiður Sigmar (tvisvar), Erla Bolladóttir og Ágúst Kvaran. Slóðin er www.comerades.com og þar er hægt að slá upp tímum íslendinganna (nota fornöfnin).
Fór á Esjuna í gær eftir vinnu. Það var bálhvasst á móti upp og maður fauk til baka niður hlíðina. Hljóp við fót eins langt upp og ég gat. Náði nær því upp að fyrstu litlu brúnni. Þetta kemur. Ég ætlaði tvisvar en hundskaðist heim eftir fyrstu ferðina því mér var orðið hálf kalt enda ekki nógu vel búinn fyrir svona tæting.
Það var skrítið fréttamatið hjá Kastljósi sjónvarpsins nýlega. Einhver stelpa sem hafði verið dæmd fyrir ólöglegt athæfi við vinnubúðir Alcoa á Reyðarfirði vildi heldur sitja inni í fjóra daga en borga 50 þúsund kall í sekt. Sýndur var mikill langhundur um hennar hlið málsins í Kastljósi eins og hún væri einhver píslarvottur og hinar ólöglegu gerðir hennar rétlættar eins og hægt var. Í myndskeiðum sem tekin voru var m.a. reynt að lítillækka lögregluna og gera hana tortryggilega. Það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem sjónvarpið er á þeim nótum. Mega allri þeir sem dæmdir verða fyrir ólöglegt athæfi í þjóðfélaginu búast við að sjónvarpið veiti þeim slíkan stuðning eða hvað er þetta eiginlega. Er sjónvarpið komið í krossferð í þessum málum?
Þegar landamæri Suður Afríku opnuðust fyrir íþróttafólk þá uppgötvuðu menn annarsstaðar í heiminum þetta gríðarlega ultrahlaup. Ég varð var við það á helginni að þessi mynd hafði komið á stað fiðringi hjá ýmsum. Hver veit hvað gerist. Þrír Íslendingar hafa hlaupið Comerades. Eiður Sigmar (tvisvar), Erla Bolladóttir og Ágúst Kvaran. Slóðin er www.comerades.com og þar er hægt að slá upp tímum íslendinganna (nota fornöfnin).
Fór á Esjuna í gær eftir vinnu. Það var bálhvasst á móti upp og maður fauk til baka niður hlíðina. Hljóp við fót eins langt upp og ég gat. Náði nær því upp að fyrstu litlu brúnni. Þetta kemur. Ég ætlaði tvisvar en hundskaðist heim eftir fyrstu ferðina því mér var orðið hálf kalt enda ekki nógu vel búinn fyrir svona tæting.
Það var skrítið fréttamatið hjá Kastljósi sjónvarpsins nýlega. Einhver stelpa sem hafði verið dæmd fyrir ólöglegt athæfi við vinnubúðir Alcoa á Reyðarfirði vildi heldur sitja inni í fjóra daga en borga 50 þúsund kall í sekt. Sýndur var mikill langhundur um hennar hlið málsins í Kastljósi eins og hún væri einhver píslarvottur og hinar ólöglegu gerðir hennar rétlættar eins og hægt var. Í myndskeiðum sem tekin voru var m.a. reynt að lítillækka lögregluna og gera hana tortryggilega. Það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem sjónvarpið er á þeim nótum. Mega allri þeir sem dæmdir verða fyrir ólöglegt athæfi í þjóðfélaginu búast við að sjónvarpið veiti þeim slíkan stuðning eða hvað er þetta eiginlega. Er sjónvarpið komið í krossferð í þessum málum?
sunnudagur, ágúst 12, 2007
Það er dálítið athyglisverð staða í tveimur þéttbýlisstöðum í Eyjafirði þessa dagana. Á sama tíma og nokkrir Akureyringar reikna út þessa dagana hve þeir töpuðu miklum peningum vegna þess að færri unglingar komu á drykkjuhátíðina Ein með öllu en fyrri ár þá hafa Dalvíkingar aldrei tekið á móti álíka fjölda á Fiskideginum mikla þegar þeir opna hús sín fyrir aðkomufólki og bjóða gestum og gangandi upp á ókeypis fiskafurðir og fiskisúpu. Það hlýtur að vera magnað að fá 30 þúsund gesti (+/-) á sama tíma inn í ekki stærra þorp en Dalvík er. Það er í sjálfu sér ótrúlegt að þeir ráði við að taka á móti öllum þessum fjölda, hvað þá að gefa öllum frítt að borða. Góð hugmynd hjá ritaranum um að Akureyringar slái í hamborgaradaginn mikla til að koma út borgurunum sem þeir sitja uppi með frá verslunarmannahelginni. Það er bara að vona að veðrið haldist bærilegt.
Fór á smá ráðstefnu hjá Herbalife i dag á Grand hotel. Hef trú á að Herbalife vörurnar séu góðar um margt. Þarna flutti meðal annars sænskur þríþrautarmaður erindi um veg sinn til árangurs í Ironman með stuðningi Herbalife. Það hefði verið gaman að heyra Ásgeirana, Höskuld og Bibbu flytja erindi um hið sama, veg sinn til Ironman. Við eigum líka frábært fólk á þessum vettvangi sem hefur hvert þeirra farið sína leið að þessu sama marki. Á hinn bóginn má einnig segja að lengi má gott bæta. Mér fannst eitt svolítið sérstakt. Það virðist vera vani á svona fundum að fundarmenn standi upp og hylli ræðumann eftir að hann hefur lokið máli sínu. Þetta er týpisk bandarísk aðferðafræði. Mér finnst allt í lagi að standa upp og hylla ræðumenn við sérstök tækifæri en ef þetta er gert við hvern og einn þá hættir það að hafa tilætluð áhrif. Ég er ekki í vafa um að regla og skipulag á mataræði hefur mikil áhrif á ástandið á skrokknum og hve hægt er að ná miklu út úr honum. Hvort Herbalife sé besta aðferðin skal ég ekki segja til um en efa ekki að hún sé ágæt. Mörgum hentar þetta vafalaust mjög vel. Sumir þurfa að búa við ákveðið skipulag til að koma hlutunum í lag og þá er þetta án efa ágætt. Skoða þetta betur.
Helgin var góð. Fjörutíu km lágu í gær en styttra var farið í góðviðrinu í morgun.
Fór á smá ráðstefnu hjá Herbalife i dag á Grand hotel. Hef trú á að Herbalife vörurnar séu góðar um margt. Þarna flutti meðal annars sænskur þríþrautarmaður erindi um veg sinn til árangurs í Ironman með stuðningi Herbalife. Það hefði verið gaman að heyra Ásgeirana, Höskuld og Bibbu flytja erindi um hið sama, veg sinn til Ironman. Við eigum líka frábært fólk á þessum vettvangi sem hefur hvert þeirra farið sína leið að þessu sama marki. Á hinn bóginn má einnig segja að lengi má gott bæta. Mér fannst eitt svolítið sérstakt. Það virðist vera vani á svona fundum að fundarmenn standi upp og hylli ræðumann eftir að hann hefur lokið máli sínu. Þetta er týpisk bandarísk aðferðafræði. Mér finnst allt í lagi að standa upp og hylla ræðumenn við sérstök tækifæri en ef þetta er gert við hvern og einn þá hættir það að hafa tilætluð áhrif. Ég er ekki í vafa um að regla og skipulag á mataræði hefur mikil áhrif á ástandið á skrokknum og hve hægt er að ná miklu út úr honum. Hvort Herbalife sé besta aðferðin skal ég ekki segja til um en efa ekki að hún sé ágæt. Mörgum hentar þetta vafalaust mjög vel. Sumir þurfa að búa við ákveðið skipulag til að koma hlutunum í lag og þá er þetta án efa ágætt. Skoða þetta betur.
Helgin var góð. Fjörutíu km lágu í gær en styttra var farið í góðviðrinu í morgun.
föstudagur, ágúst 10, 2007
Ég var ekki alveg viss um hvort ég væri að gera rétta hluti þegar ég fór í ATC á Grænlandi með tilliti til Spartathlon hlaupsins í endaðan september. Spurning var hvort svona mikil áreynsla myndi sitja í skrokknum. Ég reyndi að haga mér skynsamlega, borðaði alltaf vel og gekk ekki nær mér umfram það sem nauðsynlegt var. Eftir að heim var komið hvíldi ég vel og fór ekki að hreyfa mig fyrr af neinu viti en bjúgurinn var farinn úr fótunum. Hann var dálítið mikill. Ég var tæp 90 kíló við heimkomuna en nú er ég um 81 kíló. Hef ekki verið léttari um árabil. Mér finnst síðan þegar ég er farinn að hlaupa af einhverju viti aftur að ég sé sterkari í brekkunum en fyrir ATC. Líklega kemur ferðin út þegar upp er staðið sem hörku æfingabúðir sem skila sér í auknum styrk og bættu þoli. Nú verða næstu 40 dagar álagsdagar. Hlaupið verður eftir stífri áætlun. Ég ætla að reyna að hlaupa maraþonvegalengd einum fimm sinnum á þessum tíma og taka brekkuálagsæfingar eftir þörfum. Nú verður að leggja allt undir. Kim Rasmussen hefur verið að gefa mér góð ráð samkvæmt reynslu sinni frá því fyrir tveimur árum. Hann segir þetta hlaup vera sína stærstu upplifun á ferlinum til þessa og hefur hann þó reynt sitt af hvoru.
Daníel Smári er með útsölu í verslun sinni Afreksvörur í Síðumúlanum. Mæli með að áhugasamir kíki við.
Daníel Smári er með útsölu í verslun sinni Afreksvörur í Síðumúlanum. Mæli með að áhugasamir kíki við.
fimmtudagur, ágúst 09, 2007
Það er mikil kúnst að gera góða heimildarmyndaþætti og ekki öllum gefið. Ég sá í fyrrakvöld seinni þáttinn sem gerður var um fólk og fleira á Vestfjörðum. Sé reyndar ekki ástæðu til að hafa tvöfalt vaff í titlinum eins og gert var í myndinni, það er einhver tilgerðarháttur. Í þættinum voru skemtileg skot frá hinum og þessum stöðum en mér fannst ýmislegt vanta til að þetta væri virkilega vel gert. Mér fannst vanta að sagt væri frá því hvar hinn og þessi staðurinn væri því varla er svona mynd gerð bara fyrir staðkunnuga. Ekki kom fram að Hænuvík væri við Patreksfjörð þar sem bræðurnir Gutti og Búi eru fæddir og uppaldir. Kunnugir þekktu góða matsölustaðinn hennar Kollu á Patró en hvernig áttu ókunnugir að þekkja það? Hvernig veit ókunnugur hvar Kotbýli kuklarans er?
Síðan kom ósiður íslenskra þáttagerðarmanna greinilega í ljós í þeim hluta sem ég sá. Þulurinn eða þáttagerðarmaðurinn var alltaf að troða sér í myndina sjálf án þess að hafa nokkurt til málanna að leggja sem máli skipti. Hlægjandi og skríkjandi án sýnilegrar ástæðu. Hvað var alltaf svona fyndið? Ég á einhversstaðar á spólu tvo klukkutíma þætti sem danskir þattagerðarmenn gerðu í bænum Scorisbysund á Grænlandi. Fyrir þá sem ekki vita þá liggur hann í hánorður frá Vestfjörðum og þar búa um 500 manns. Á þeim tveim klukkutímum sem sýning þessara þátta tók sást aldrei í þá sem gerðu þættina heldur snerust þeir alfarið um mannlífið í þorpinu. Til samanburðar má nefna þætti sem ónefndur nýendurkjörinn þingmaður gerði á Grænlandi að það mátti ekki á milli sjá hvort þeir voru um það sem grænlenskt var eða þingmanninn sjálfan. Hann var alltaf í forgrunni.
Engu að síður, það er virðingarvert að gera svona þætti um lýð og land utan Elliðaáa enda þótt manni finnast vera smá hnökrar á framkvæmdinni í þessu tilviki sem auðvelt hefði verið að bæta úr. Þættirnir hans Gísla Einarssonar eru gott dæmi um slíkt.
Sá á Kondis.no lista um þá norrænu hlaupara sem hafa lokið 100 mílna hlaupi. Birti hann hér með til gamans:
Oversikt 100 miles - nordiske løpere
Norge:
Sharon Broadwell GAX - 2006 25.40.14
Lake Tahoe 25.19.27
Eiolf Eividsen Western States – 2005 29.13.31
Bjarte Furnes Western States – 1995 26.26.10
Gunnar Fæhn GAX – 2007 26.56.49
Pål Simonsen Haliburton – 2006 22.58.08
Rocky Raccoon – 2007 20.26.48
Trond Sjåvik Western States – 2005 29.13.31
Lars Sætran Old Dominion – 1996 22.43.51
Vermont – 2000 21.11.57
Western States – 2004 23.38.22
Lake Tahoe – 2007 27.13.57
Sverige:
Robert Alnebring Western States – 1994 28.27.31
Western States – 1995 29.27.01
Western States – 1999 29.37.10
Adrian Dahlqvist GAX – 2007 21.23.50
Mats Ekman Western States – 1996 29.28.47
Otto Elmgart GAX – 2007 18.49.18
Gunnar Nilsson Addo Elephant – 2007 27.18.00
Andreas Johansson GAX – 2006 28.49.10
KG Nyström Titusville 2005 28.21.44
Cecilia Petersson Western States – 2000 29.46.14
Western States – 2001 29.40.34
Western States – 2002 26.21.06
Rio del Lago – 2002 25.34.29
Stefan Samuelsson Tsjekkia – 2005 27.54.36
GAX – 2006 29.51.40
GAX – 2007 29.31.01
Kjell-Ove Skoglund Augsburg – 1991 17.40.14
Western States – 1995 25.55.27
Jan Söderkvist GAX – 2006 27.21.00
Rocky Raccoon – 2007 23.47.43
Western States – 2007 29.38.44
GAX – 2007 25.34.56
Mikael Wettergen Western States – 1996 28.49.11
Western States – 1997 28.35.06
Danmark:
Jan Michael Andersen Mors – 2007 17.15.57
Jan Christensen Mors – 2007 22.38.59
Ole Cramer Mors – 2007 18.44.17
Leon Skriver Hansen Mors – 2007 18.33.43
Gert Hougaard Mors – 2007 21.13.52
Jesper Kenn Olsen Mors – 2007 15.26.09
Mette Pilgaard Mors – 2007 20.49.07
Kim Rasmussen Western States – 2005 27.39.28
Peter Rietved Mors – 2007 15.42.11
Henrik Schriver Mors – 2007 21.13.43
Island:
Gunnlaugur Juliusson Western States – 2005 26.14.14
Hoskuldur Kristvinsson Mohican – 2005 29.41.03
Heartland - 2006 25.47.40
Finland:
Pasi Kurkilahti Hardrock – 2006 35.58.21
Sá nýlega að tveir danir tóku þátt í Badwater hlaupinu í Dead Walley í júlí. Það er 131 míla og er hlaupið að hluta til í undir 50 stiga hita (á celsíus).
Þeir kláruðu báðir. Kim Rasmussen lauk hlaupinu á rúmum 37 klst og er hann annar tveggja í heiminum sem hefur lokið stóru hlaupunum þremur, Western States, Spartathlon og Badwater. Hinn er Scott Jurec sem hefur sigrað þau öll. Hinn daninn lauk hlaupnu á rúmum 47 klst en tímamörkin eru tveir sólarhringar. Í frásögnum þeirra kemur glöggt fram hvílíkt þrekvirki það er að ljúka hlaupinu. menne ru meir og minna veikir allann tímann vegna hita, ofþornunar, saltskorts og ég veit ekki hvað.
Gott viðtal við Hafrúnu í Mogganum í morgun. Það er greinilega að verða "inn" að hlaupa og hreifa sig reglubundið.
Síðan kom ósiður íslenskra þáttagerðarmanna greinilega í ljós í þeim hluta sem ég sá. Þulurinn eða þáttagerðarmaðurinn var alltaf að troða sér í myndina sjálf án þess að hafa nokkurt til málanna að leggja sem máli skipti. Hlægjandi og skríkjandi án sýnilegrar ástæðu. Hvað var alltaf svona fyndið? Ég á einhversstaðar á spólu tvo klukkutíma þætti sem danskir þattagerðarmenn gerðu í bænum Scorisbysund á Grænlandi. Fyrir þá sem ekki vita þá liggur hann í hánorður frá Vestfjörðum og þar búa um 500 manns. Á þeim tveim klukkutímum sem sýning þessara þátta tók sást aldrei í þá sem gerðu þættina heldur snerust þeir alfarið um mannlífið í þorpinu. Til samanburðar má nefna þætti sem ónefndur nýendurkjörinn þingmaður gerði á Grænlandi að það mátti ekki á milli sjá hvort þeir voru um það sem grænlenskt var eða þingmanninn sjálfan. Hann var alltaf í forgrunni.
Engu að síður, það er virðingarvert að gera svona þætti um lýð og land utan Elliðaáa enda þótt manni finnast vera smá hnökrar á framkvæmdinni í þessu tilviki sem auðvelt hefði verið að bæta úr. Þættirnir hans Gísla Einarssonar eru gott dæmi um slíkt.
Sá á Kondis.no lista um þá norrænu hlaupara sem hafa lokið 100 mílna hlaupi. Birti hann hér með til gamans:
Oversikt 100 miles - nordiske løpere
Norge:
Sharon Broadwell GAX - 2006 25.40.14
Lake Tahoe 25.19.27
Eiolf Eividsen Western States – 2005 29.13.31
Bjarte Furnes Western States – 1995 26.26.10
Gunnar Fæhn GAX – 2007 26.56.49
Pål Simonsen Haliburton – 2006 22.58.08
Rocky Raccoon – 2007 20.26.48
Trond Sjåvik Western States – 2005 29.13.31
Lars Sætran Old Dominion – 1996 22.43.51
Vermont – 2000 21.11.57
Western States – 2004 23.38.22
Lake Tahoe – 2007 27.13.57
Sverige:
Robert Alnebring Western States – 1994 28.27.31
Western States – 1995 29.27.01
Western States – 1999 29.37.10
Adrian Dahlqvist GAX – 2007 21.23.50
Mats Ekman Western States – 1996 29.28.47
Otto Elmgart GAX – 2007 18.49.18
Gunnar Nilsson Addo Elephant – 2007 27.18.00
Andreas Johansson GAX – 2006 28.49.10
KG Nyström Titusville 2005 28.21.44
Cecilia Petersson Western States – 2000 29.46.14
Western States – 2001 29.40.34
Western States – 2002 26.21.06
Rio del Lago – 2002 25.34.29
Stefan Samuelsson Tsjekkia – 2005 27.54.36
GAX – 2006 29.51.40
GAX – 2007 29.31.01
Kjell-Ove Skoglund Augsburg – 1991 17.40.14
Western States – 1995 25.55.27
Jan Söderkvist GAX – 2006 27.21.00
Rocky Raccoon – 2007 23.47.43
Western States – 2007 29.38.44
GAX – 2007 25.34.56
Mikael Wettergen Western States – 1996 28.49.11
Western States – 1997 28.35.06
Danmark:
Jan Michael Andersen Mors – 2007 17.15.57
Jan Christensen Mors – 2007 22.38.59
Ole Cramer Mors – 2007 18.44.17
Leon Skriver Hansen Mors – 2007 18.33.43
Gert Hougaard Mors – 2007 21.13.52
Jesper Kenn Olsen Mors – 2007 15.26.09
Mette Pilgaard Mors – 2007 20.49.07
Kim Rasmussen Western States – 2005 27.39.28
Peter Rietved Mors – 2007 15.42.11
Henrik Schriver Mors – 2007 21.13.43
Island:
Gunnlaugur Juliusson Western States – 2005 26.14.14
Hoskuldur Kristvinsson Mohican – 2005 29.41.03
Heartland - 2006 25.47.40
Finland:
Pasi Kurkilahti Hardrock – 2006 35.58.21
Sá nýlega að tveir danir tóku þátt í Badwater hlaupinu í Dead Walley í júlí. Það er 131 míla og er hlaupið að hluta til í undir 50 stiga hita (á celsíus).
Þeir kláruðu báðir. Kim Rasmussen lauk hlaupinu á rúmum 37 klst og er hann annar tveggja í heiminum sem hefur lokið stóru hlaupunum þremur, Western States, Spartathlon og Badwater. Hinn er Scott Jurec sem hefur sigrað þau öll. Hinn daninn lauk hlaupnu á rúmum 47 klst en tímamörkin eru tveir sólarhringar. Í frásögnum þeirra kemur glöggt fram hvílíkt þrekvirki það er að ljúka hlaupinu. menne ru meir og minna veikir allann tímann vegna hita, ofþornunar, saltskorts og ég veit ekki hvað.
Gott viðtal við Hafrúnu í Mogganum í morgun. Það er greinilega að verða "inn" að hlaupa og hreifa sig reglubundið.
miðvikudagur, ágúst 08, 2007
þriðjudagur, ágúst 07, 2007
Komum frá Höfn í gærkvöldi. Það var fínt á Hornafirði um helgina. Maður var undir það búinn að það myndi rigna eldi og brennisteini svo allir voru vel birgir af regngöllum en það fór svo að þeir láu lá kyrrir í umbúðunum alla helgina. Við keyrðum austur á fimmtudaginn í blíðu veðri eins og það getur best verið. Stoppuðum við Skógafoss, Klaustur, Dverghamra og Jökulsárlónið því okkur lá ekkert á. Tjölduðum í góðviðri á Höfn um kvöldið. Um nóttina rigndi svolítið en það varð ekki meir úr því. Nágrannar okkar komu austur á föstudagsmorgun og keyrðu í gegnum hvert óveðrabeltið á fætur öðru og hið síðasta við brýrnar yfir Hornafjarðarfljótið. Niðri í bænum var hins vegar hið besta veður svo allar óveðraspár fóru fyrir ofan garð og neðan. Ágætis veður var síðan á laugardag og sunnudag, dálítill blástur en annars í lagi svo allt fór hið besta fram. Hornfirðingar stóðu að mótinu með miklum ágætum og verða ný og glæsileg mannvirki vonandi lyftistöng fyrir íþróttalíf í þorpinu. Það er þó ekki sjálfgefið og sagði kunningi minn úr Borgarfirðinum t.d. að það væri enginn þátttakandi frá Borgarnesi þrátt fyrir hin glæsilegu íþróttamannvirki sem byggð voru fyrir landsmót UMFÍ sem haldið var þar árið 1998.
María stóð sig vel eins og hennar er von og vísa svo og tvíburarnir við hliðina á okkur og var mikil ánægja með að allar komust á verðlaunapall um helgina. Svona mót eru einnig nokkurssonar kunningjasamkomur því maður er farinn að þekkja marga foreldra sem hafa verði manni samtíða á hliðarlínunni árum saman og er gaman að sjá hvað stelpunum fer fram sem voru litlar píslir fyrir ekki svo mörgum árum.
Andinn á mótinu var þannig að það var ekki á betra kosið, hvort sem var á hefðbundinni dagskrá eða á tjaldstæðum á kvöldin.
Umferðin í bæinn var róleg í gærkvöldi og er að sjá að þessi helgi er ekki lengur nein afgerandi ferðahelgi ársins. Líklega verður þróunin sú að það hættir allt þjóðlífið að snúast um þessa helgi frekar en aðrar. Það er til dæmis með ólíkindum að íslandsmótinu í knattspyrnu skuli slegið á frest vegna verslunarmannahelgarinnar. ´Það er slæmt fyrir þá að missa dampinn svo langan tíma sem raun ber vitni því það verður til þess að los kemst á liðið. Það er liðin tið að borgin tæmist af fólki um þessa helgi.
Mér finnst virðingarvert af bæjarstjórn Akureyrar að reyna að koma böndum á það ófremdarástand sem ríkt hefur í bænum undanfarin ár um þessa helgi þegar stjórnlaus lýður hélt bæjarbúum í herkví. Fólk þorði jafnvel ekki úr bænum því það þurfti að verja eigur sínar. Ég verð að segja það að eins og ástandið var á Akureyri um verslunarmannahelgina undanfarin ár þá var það sá staður sem maður vildi síst af öllu að krakkarnir manns dveldu þessa helgi. Veðurguðirnir gengu einnig í lið með bæjaryfirvöldum svo allt varð miklu dempaðra en undanfarin ár. Sjoppueigendur eru vafalaust fúlir en hverjir eiga að stjórna ferðinni í svona málum, yfirvöld sem bera hina endanlegu ábyrgð eða þeir sem sjá tækifæri um aukin viðskipti felast í ástandinu. Vitaskuld er það eins og alltaf að það er minnihlutinn sem hagar sér illa en þegar hópurinn er stór þá getur minnihlutinn verið ansi fjölmennur og lýst sér í uppivöðslusömum skríl sem ber ekki virðingu fyrir einu eða neinu eins og hefur verið á Akureyri. Hornfirðingar sögðu mér að það væri nokkur umræða í samfélaginu um hvort Humarhátíðin ætti lengur rétt á sér. Það er fyrst og fremst vegna utanaðkomandi lýðs sem flykkist inn í samfélagið á svona bæjarhátíðir og er öllum til vandræða og leiðinda. Ólafsvíkingar felldu niður færeyska daga í sumar af sömu ástæðu. Því finnst mér viðleitni bæjarstjórnar Akureyrar virðingarverð en tuð sjoppueigenda skiptir mig litlu.
María stóð sig vel eins og hennar er von og vísa svo og tvíburarnir við hliðina á okkur og var mikil ánægja með að allar komust á verðlaunapall um helgina. Svona mót eru einnig nokkurssonar kunningjasamkomur því maður er farinn að þekkja marga foreldra sem hafa verði manni samtíða á hliðarlínunni árum saman og er gaman að sjá hvað stelpunum fer fram sem voru litlar píslir fyrir ekki svo mörgum árum.
Andinn á mótinu var þannig að það var ekki á betra kosið, hvort sem var á hefðbundinni dagskrá eða á tjaldstæðum á kvöldin.
Umferðin í bæinn var róleg í gærkvöldi og er að sjá að þessi helgi er ekki lengur nein afgerandi ferðahelgi ársins. Líklega verður þróunin sú að það hættir allt þjóðlífið að snúast um þessa helgi frekar en aðrar. Það er til dæmis með ólíkindum að íslandsmótinu í knattspyrnu skuli slegið á frest vegna verslunarmannahelgarinnar. ´Það er slæmt fyrir þá að missa dampinn svo langan tíma sem raun ber vitni því það verður til þess að los kemst á liðið. Það er liðin tið að borgin tæmist af fólki um þessa helgi.
Mér finnst virðingarvert af bæjarstjórn Akureyrar að reyna að koma böndum á það ófremdarástand sem ríkt hefur í bænum undanfarin ár um þessa helgi þegar stjórnlaus lýður hélt bæjarbúum í herkví. Fólk þorði jafnvel ekki úr bænum því það þurfti að verja eigur sínar. Ég verð að segja það að eins og ástandið var á Akureyri um verslunarmannahelgina undanfarin ár þá var það sá staður sem maður vildi síst af öllu að krakkarnir manns dveldu þessa helgi. Veðurguðirnir gengu einnig í lið með bæjaryfirvöldum svo allt varð miklu dempaðra en undanfarin ár. Sjoppueigendur eru vafalaust fúlir en hverjir eiga að stjórna ferðinni í svona málum, yfirvöld sem bera hina endanlegu ábyrgð eða þeir sem sjá tækifæri um aukin viðskipti felast í ástandinu. Vitaskuld er það eins og alltaf að það er minnihlutinn sem hagar sér illa en þegar hópurinn er stór þá getur minnihlutinn verið ansi fjölmennur og lýst sér í uppivöðslusömum skríl sem ber ekki virðingu fyrir einu eða neinu eins og hefur verið á Akureyri. Hornfirðingar sögðu mér að það væri nokkur umræða í samfélaginu um hvort Humarhátíðin ætti lengur rétt á sér. Það er fyrst og fremst vegna utanaðkomandi lýðs sem flykkist inn í samfélagið á svona bæjarhátíðir og er öllum til vandræða og leiðinda. Ólafsvíkingar felldu niður færeyska daga í sumar af sömu ástæðu. Því finnst mér viðleitni bæjarstjórnar Akureyrar virðingarverð en tuð sjoppueigenda skiptir mig litlu.
miðvikudagur, ágúst 01, 2007
Hef verið rólegur síðan ég kom frá Grænlandi. Það tók nokkurn tíma að ná bjúgnum úr fótunum. Maður drakk svo mikið dögum saman að líkaminn hafði ekki undan að vinna það út. Nú er allt orðið eins og það á að vera. Nú tekur næsta verkefni við.
Skattskráin lögð fram í gær. Það er magnað að skattakóngur Íslands greiði yfir 400 milljónir til samfélagsins. Ég minnist þess að menn tóku andköf fyrir 7 - 8 árum að fyrirtæki skiluðu yfir 500 milljónum í hagnað á árinu, nú eru þetta orðnar skattgreiðslur einstaklinga. Það er eins og vanalega að tuðaraliðið er farið að tjá sig um að þessir menn hafi tekið til sín svo og svo mikið af samfélagsauðnum. Það er fjarri lagi að mínu mati. Verðmætaaukning fyrirtækja á verðbréfaþingi hefur vaxið sem raun ber vitni vegna þess að það hafa verið teknar fleiri réttar ákvarðanir en rangar gegnum árin og starfsvettvangur fyrirtækjanna er ekki lengur bundinn við litla Ísland heldur við alheiminn. Fjölmargir landsmenn hafa auðgast samhliða þessari þróun. Það var ekki sjálfsagt að fyrirtækin myndi fóta sig á því hála svelli en með öfluga og framsýna menn við stjórnvölinn hefur þróunin orðið sem raun ber vitni. Ég þekki vel að það var víða settur upp hundshaus á Norðulöndum þegar íslensk fyrirtæki fóru að gera sig gildandi á þarlendum mörkuðum. Nú mætir maður virðingu með dálítilli undrun í bland þegar þessi þróun ber á góma.
Maður fékk verulegan bjánahroll við að hlusta á blaðamannafundinn þegar llögreglan skýrði frá staðreyndum í hinum hörmulega atburði sem átti sér stað á sunnudaginn. Spurningar hinna svokölluðu fréttamanna voru með slíkum endemum að það var ekki hægt að hlusta á þetta til enda. Þarna var á ferðinni óskapleg trakedía og allar staðreyndir málsins lágu fyrir mjög fljótt. Sem betur fer lokaði Mogginn fyrir að lýðurinn gæti farið að tjá sig um fre´ttirnar á moggavefnum. Slíkt á alls ekki við í tilvikum sem þessum.
Ég verð að segja að auglýsingar þær sem dynja á mann í útvarpinu nú dag hver finast mér verulega móðgandi. "Ætlar þú að nauðga á helginni?" Ég get svarað því fyrir mig prívat og persónulega að það ætla ég ekki að gera ef það skyldi skipta einhverjum máli. Eftir þessu lítur öfgaliðið á alla karla sem glæpamenn þar sem þeir hafa tólin og tækin til staðar. Þarna er enginn undanskilinn. Ég ætla ekki að gera lítið úr glæpnum nauðgun, hann er viðurstyggilegur eins og fleiri slíkir. En það er í þessu tilviki eins og oftar að harla ólíklegt er að svona auglýsingar hafi áhrif á þá örfáu sem á annaðborð eru á þessum nótum. Í fyrra eða hitteðfyrra var konu nauðgað á Hróarskelduhátíðinni. Það varð gríðarlegt mál og allt fór í uppnám. Hér lendis er þess getið í smáfréttum eftir verslunarmannahelgar að nauðganir hafi verið fáar.
Hér er eitthvað í þjóðarsálinni sem er öðruvísi en það ætti að vera. Ástandið í miðbænum um helgar er dæmi um hið sama. Það er á við ástandið í verstu slömmhverfum erlendis sem venjulegt fólk lætur sér ekki detta í hug að heimsækja eftir miðnætti um helgar. Veggjakrotið og krassið á hús og mannvirki er enn eitt dæmið um hið sama. Miðbærinn er eins og úthverfisslömmur að þessu leyti. Þetta verður ekki lagað með auglýsinum sem beinast að þeims em síst skyldi. Mér þótti viðtalið við Geir Jón, hinn ágæta lögregluþjón í Kastljósi í gærkvöldi, bera vott um vanmátt lögreglunnar. Hann svaraði spurninum með hálfgerðum útúrsnúningum. Staða lögreglunnar er svo sem ekki góð. Ef þeir taka á einhverjum fíflunummog stinga þeim inn þá er lýðurinn strax kominn og farinn að takast á við lögregluna og gera henni erfitt fyrir. Síðan birtast fréttir um meint harðræði lögreglunnar.
Það er ljóst að ef viðlíka ástand væri í stórborgum erlendis þá væri tekið á því með aðgerðum sem myndu duga. Ég var í Barcelona í vor. Barcelona var þekkt fyrir vasaþjófa og smáglæpamenn. Til að komast fyrir þann vanda var lögreglu fjölgað verulega í borginni um hábjartan dag. Skilyrði fyrir því ferðamenn vilji koma til borgarinnar er að þeir séu öruggir. Ég hef hvergi hvergi kynnst því í miðborgum stórborgun erlendis að maður geti ekki gengið þar öruggur um götur og torg að næturlagi jafnt sem í dagsbirtu.
Á morgun verður lagt af stað til Hafnar í Hornafirði á unglingalandsmót UMFÍ. Það lítur út fyrir rigninu, alla vega framan af.
Skattskráin lögð fram í gær. Það er magnað að skattakóngur Íslands greiði yfir 400 milljónir til samfélagsins. Ég minnist þess að menn tóku andköf fyrir 7 - 8 árum að fyrirtæki skiluðu yfir 500 milljónum í hagnað á árinu, nú eru þetta orðnar skattgreiðslur einstaklinga. Það er eins og vanalega að tuðaraliðið er farið að tjá sig um að þessir menn hafi tekið til sín svo og svo mikið af samfélagsauðnum. Það er fjarri lagi að mínu mati. Verðmætaaukning fyrirtækja á verðbréfaþingi hefur vaxið sem raun ber vitni vegna þess að það hafa verið teknar fleiri réttar ákvarðanir en rangar gegnum árin og starfsvettvangur fyrirtækjanna er ekki lengur bundinn við litla Ísland heldur við alheiminn. Fjölmargir landsmenn hafa auðgast samhliða þessari þróun. Það var ekki sjálfsagt að fyrirtækin myndi fóta sig á því hála svelli en með öfluga og framsýna menn við stjórnvölinn hefur þróunin orðið sem raun ber vitni. Ég þekki vel að það var víða settur upp hundshaus á Norðulöndum þegar íslensk fyrirtæki fóru að gera sig gildandi á þarlendum mörkuðum. Nú mætir maður virðingu með dálítilli undrun í bland þegar þessi þróun ber á góma.
Maður fékk verulegan bjánahroll við að hlusta á blaðamannafundinn þegar llögreglan skýrði frá staðreyndum í hinum hörmulega atburði sem átti sér stað á sunnudaginn. Spurningar hinna svokölluðu fréttamanna voru með slíkum endemum að það var ekki hægt að hlusta á þetta til enda. Þarna var á ferðinni óskapleg trakedía og allar staðreyndir málsins lágu fyrir mjög fljótt. Sem betur fer lokaði Mogginn fyrir að lýðurinn gæti farið að tjá sig um fre´ttirnar á moggavefnum. Slíkt á alls ekki við í tilvikum sem þessum.
Ég verð að segja að auglýsingar þær sem dynja á mann í útvarpinu nú dag hver finast mér verulega móðgandi. "Ætlar þú að nauðga á helginni?" Ég get svarað því fyrir mig prívat og persónulega að það ætla ég ekki að gera ef það skyldi skipta einhverjum máli. Eftir þessu lítur öfgaliðið á alla karla sem glæpamenn þar sem þeir hafa tólin og tækin til staðar. Þarna er enginn undanskilinn. Ég ætla ekki að gera lítið úr glæpnum nauðgun, hann er viðurstyggilegur eins og fleiri slíkir. En það er í þessu tilviki eins og oftar að harla ólíklegt er að svona auglýsingar hafi áhrif á þá örfáu sem á annaðborð eru á þessum nótum. Í fyrra eða hitteðfyrra var konu nauðgað á Hróarskelduhátíðinni. Það varð gríðarlegt mál og allt fór í uppnám. Hér lendis er þess getið í smáfréttum eftir verslunarmannahelgar að nauðganir hafi verið fáar.
Hér er eitthvað í þjóðarsálinni sem er öðruvísi en það ætti að vera. Ástandið í miðbænum um helgar er dæmi um hið sama. Það er á við ástandið í verstu slömmhverfum erlendis sem venjulegt fólk lætur sér ekki detta í hug að heimsækja eftir miðnætti um helgar. Veggjakrotið og krassið á hús og mannvirki er enn eitt dæmið um hið sama. Miðbærinn er eins og úthverfisslömmur að þessu leyti. Þetta verður ekki lagað með auglýsinum sem beinast að þeims em síst skyldi. Mér þótti viðtalið við Geir Jón, hinn ágæta lögregluþjón í Kastljósi í gærkvöldi, bera vott um vanmátt lögreglunnar. Hann svaraði spurninum með hálfgerðum útúrsnúningum. Staða lögreglunnar er svo sem ekki góð. Ef þeir taka á einhverjum fíflunummog stinga þeim inn þá er lýðurinn strax kominn og farinn að takast á við lögregluna og gera henni erfitt fyrir. Síðan birtast fréttir um meint harðræði lögreglunnar.
Það er ljóst að ef viðlíka ástand væri í stórborgum erlendis þá væri tekið á því með aðgerðum sem myndu duga. Ég var í Barcelona í vor. Barcelona var þekkt fyrir vasaþjófa og smáglæpamenn. Til að komast fyrir þann vanda var lögreglu fjölgað verulega í borginni um hábjartan dag. Skilyrði fyrir því ferðamenn vilji koma til borgarinnar er að þeir séu öruggir. Ég hef hvergi hvergi kynnst því í miðborgum stórborgun erlendis að maður geti ekki gengið þar öruggur um götur og torg að næturlagi jafnt sem í dagsbirtu.
Á morgun verður lagt af stað til Hafnar í Hornafirði á unglingalandsmót UMFÍ. Það lítur út fyrir rigninu, alla vega framan af.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)