Það er leiðinlegt að sjá á hvaða tímum ríkissjónvarpið sýnir frá HM í frjálsum. Margir hafa áhuga á að horfa á bestu frjálsíþróttamenn heimsins etja kappi saman. bei útsending er kl. 10.30 á morgnana þegar þorri landsmanna er í vinnu og eða kominn í skóla. Síðan er endursýning kl. 1.00 eftir miðnætti til kl. 3.00 á nóttunni. Ég hef varla getað horft á eina einustu mínútu af þessu. Vonandi er til einhver skynsamleg skýring á endursýningartímanum en varla er það í samningi um sjónvarpsrétt að hafa útsendingu á þeim tímum sem varla nokkur maður getur horft á viðburðinn.
Hér áður hafði orðið "ljúft" ákveðna merkingu. Eitthvað sem var milt og þýtt en þyddi ekki lýsingu í hástöfum. Í ummælum leikmanna í landsliðinu í körfubolta eftir hinn frábæra sigurleik þeirra í landsleiknum við Georgíu kom þrisvar fyrir hvað þetta hefði verið ljúft. Það var ekki frábært, stórkostlegt eða magnað að horfa á eftir síðasta skotinu niður í körfuna heldur var það ljúft. Svolítið sérstakt.
Ég hef verið að skoða veðurfréttir frá Aþenu undanfarna daga. Hitinn er upp í 35 oC á daginn og fer aðeins niður í ca 25 oC á nóttunni. Það verður vonandi farið að kólna þegar líður á mánuðinn.
Gaman að lesa lýsingu Barkar frá Mt Blanc hlaupinu. Bíð eftir næsta kafla.
fimmtudagur, ágúst 30, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli