Ég sendi bréf á norsku ultrasíðuna nýlega og sagði Lars frá sex tíma hlaupinu í september. Hann var að kynna næsta sex tíma hlaup á norðurlöndum sem verður í Gautaborg um aðra helgi. Hann birti tilkynningu um hlaupið og í dag fékk ég tölvupóst frá norðmanni sem er áhugasamur um að koma og taka ultrahlaup á Íslandi. Það er gaman að þessi hugmynd þróist svona áfram.
Ég þarf að fara að kalla ungmennafélagana saman til skrafs og ráðagerða og undirbúnings. Ég sé að nágrannar okkar á öðrum Norðurlandanna hafa sett upp ákveðnar reglur til að tímahlaup teljist formlegt ultrahlaup. Í sex tíma hlaupi verða konur að hlaupa lengra en 50 km til að teljast hafa lokið því og karlar yfir 60 km. Í 24 tíma hlaupi mega þátttakendur lengst hvíla sig í 2 klst og í 48 tíma hlaupi mega þeir lengst hvíla sig í 5 klst (samtals). Annars fá þeir DNF fyrir aftan nafnið sitt.
miðvikudagur, ágúst 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli