fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Það er mikil kúnst að gera góða heimildarmyndaþætti og ekki öllum gefið. Ég sá í fyrrakvöld seinni þáttinn sem gerður var um fólk og fleira á Vestfjörðum. Sé reyndar ekki ástæðu til að hafa tvöfalt vaff í titlinum eins og gert var í myndinni, það er einhver tilgerðarháttur. Í þættinum voru skemtileg skot frá hinum og þessum stöðum en mér fannst ýmislegt vanta til að þetta væri virkilega vel gert. Mér fannst vanta að sagt væri frá því hvar hinn og þessi staðurinn væri því varla er svona mynd gerð bara fyrir staðkunnuga. Ekki kom fram að Hænuvík væri við Patreksfjörð þar sem bræðurnir Gutti og Búi eru fæddir og uppaldir. Kunnugir þekktu góða matsölustaðinn hennar Kollu á Patró en hvernig áttu ókunnugir að þekkja það? Hvernig veit ókunnugur hvar Kotbýli kuklarans er?
Síðan kom ósiður íslenskra þáttagerðarmanna greinilega í ljós í þeim hluta sem ég sá. Þulurinn eða þáttagerðarmaðurinn var alltaf að troða sér í myndina sjálf án þess að hafa nokkurt til málanna að leggja sem máli skipti. Hlægjandi og skríkjandi án sýnilegrar ástæðu. Hvað var alltaf svona fyndið? Ég á einhversstaðar á spólu tvo klukkutíma þætti sem danskir þattagerðarmenn gerðu í bænum Scorisbysund á Grænlandi. Fyrir þá sem ekki vita þá liggur hann í hánorður frá Vestfjörðum og þar búa um 500 manns. Á þeim tveim klukkutímum sem sýning þessara þátta tók sást aldrei í þá sem gerðu þættina heldur snerust þeir alfarið um mannlífið í þorpinu. Til samanburðar má nefna þætti sem ónefndur nýendurkjörinn þingmaður gerði á Grænlandi að það mátti ekki á milli sjá hvort þeir voru um það sem grænlenskt var eða þingmanninn sjálfan. Hann var alltaf í forgrunni.

Engu að síður, það er virðingarvert að gera svona þætti um lýð og land utan Elliðaáa enda þótt manni finnast vera smá hnökrar á framkvæmdinni í þessu tilviki sem auðvelt hefði verið að bæta úr. Þættirnir hans Gísla Einarssonar eru gott dæmi um slíkt.

Sá á Kondis.no lista um þá norrænu hlaupara sem hafa lokið 100 mílna hlaupi. Birti hann hér með til gamans:

Oversikt 100 miles - nordiske løpere

Norge:
Sharon Broadwell GAX - 2006 25.40.14
Lake Tahoe 25.19.27
Eiolf Eividsen Western States – 2005 29.13.31
Bjarte Furnes Western States – 1995 26.26.10
Gunnar Fæhn GAX – 2007 26.56.49
Pål Simonsen Haliburton – 2006 22.58.08
Rocky Raccoon – 2007 20.26.48
Trond Sjåvik Western States – 2005 29.13.31
Lars Sætran Old Dominion – 1996 22.43.51
Vermont – 2000 21.11.57
Western States – 2004 23.38.22
Lake Tahoe – 2007 27.13.57

Sverige:
Robert Alnebring Western States – 1994 28.27.31
Western States – 1995 29.27.01
Western States – 1999 29.37.10
Adrian Dahlqvist GAX – 2007 21.23.50
Mats Ekman Western States – 1996 29.28.47
Otto Elmgart GAX – 2007 18.49.18
Gunnar Nilsson Addo Elephant – 2007 27.18.00
Andreas Johansson GAX – 2006 28.49.10
KG Nyström Titusville 2005 28.21.44
Cecilia Petersson Western States – 2000 29.46.14
Western States – 2001 29.40.34
Western States – 2002 26.21.06
Rio del Lago – 2002 25.34.29
Stefan Samuelsson Tsjekkia – 2005 27.54.36
GAX – 2006 29.51.40
GAX – 2007 29.31.01
Kjell-Ove Skoglund Augsburg – 1991 17.40.14
Western States – 1995 25.55.27
Jan Söderkvist GAX – 2006 27.21.00
Rocky Raccoon – 2007 23.47.43
Western States – 2007 29.38.44
GAX – 2007 25.34.56
Mikael Wettergen Western States – 1996 28.49.11
Western States – 1997 28.35.06

Danmark:
Jan Michael Andersen Mors – 2007 17.15.57
Jan Christensen Mors – 2007 22.38.59
Ole Cramer Mors – 2007 18.44.17
Leon Skriver Hansen Mors – 2007 18.33.43
Gert Hougaard Mors – 2007 21.13.52
Jesper Kenn Olsen Mors – 2007 15.26.09
Mette Pilgaard Mors – 2007 20.49.07
Kim Rasmussen Western States – 2005 27.39.28
Peter Rietved Mors – 2007 15.42.11
Henrik Schriver Mors – 2007 21.13.43

Island:
Gunnlaugur Juliusson Western States – 2005 26.14.14
Hoskuldur Kristvinsson Mohican – 2005 29.41.03
Heartland - 2006 25.47.40

Finland:
Pasi Kurkilahti Hardrock – 2006 35.58.21

Sá nýlega að tveir danir tóku þátt í Badwater hlaupinu í Dead Walley í júlí. Það er 131 míla og er hlaupið að hluta til í undir 50 stiga hita (á celsíus).
Þeir kláruðu báðir. Kim Rasmussen lauk hlaupinu á rúmum 37 klst og er hann annar tveggja í heiminum sem hefur lokið stóru hlaupunum þremur, Western States, Spartathlon og Badwater. Hinn er Scott Jurec sem hefur sigrað þau öll. Hinn daninn lauk hlaupnu á rúmum 47 klst en tímamörkin eru tveir sólarhringar. Í frásögnum þeirra kemur glöggt fram hvílíkt þrekvirki það er að ljúka hlaupinu. menne ru meir og minna veikir allann tímann vegna hita, ofþornunar, saltskorts og ég veit ekki hvað.

Gott viðtal við Hafrúnu í Mogganum í morgun. Það er greinilega að verða "inn" að hlaupa og hreifa sig reglubundið.

Engin ummæli: