Það hefur verið gaman að fylgjast með hlaupi Barkar og Höskuldar í dag á leið þeirra kringum Mt. Blanc. Þeir eru nú á leið inn í aðra nóttina og búnir að vera um 30 klst á leiðinni. Það er örugglega erfitt að taka tvær nætur í svona erfiðu hlaupi. Tímamörkin eru 48 klst fyrir hlaupið allt sem er um 100 mílur en svo eru tímamörk inni í hlaupinu sem verður að standast. Í svona löngu hlaupi skiptir miklu máli hve viðkvæmir menn eru fyrir þvi að missa svefn. Það er mjög misjafnt hvað menn eru viðkvæmir fyrir því. Sigurvegarinn lauk hlaupinu á rúmri 21 klst. sem ég held að hljóti að vera mjög góður tími.
Það er alltaf slæmt þegar fólki líður illa. Oft er lítið við því að gera. Sérstaklega held ég að það sé slæmt að liða yfir því að öðrum hefur gengið vel. einn slíkur skrifaði grein í Moggann á föstudaginn og fann aðkomu Glitnis að Reykjavíkurmaraþoninu allt til foráttu. Það eina sem gladdi hans pirruðu sál í þessu sambandi var þegar hann sá daginn eftir að miðar og merki sem merkt voru Glitni höfðu verið troðin niður í forina. Það þarf ekki að vera mikið sem gleður músarhjartað. Skoðum þetta aðeins betur. Ég hljóp fyrst í tengslum við RM árið 1994 og hefur verið þátttakandi í flestum þeirra síðan. Ég hef því nokkuð góðan samanburð við fyrri ár. Hér áður voru menn hæst ánægðir ef þátttakendafjöldi fór yfir 3000 manns. Nú losaði fjöldinn 11 þúsund. Það er ekki nema von að mönnum sárni það. Hér áður var mikill viðvaningsbragur yfir framkvæmd hlaupsins og metnaðarleysi áberandi. Það sá maður best þegar maður fór að taka þátt í hlaupum erlendis. Nú er framkvæmdin eins og best verður ná kosið. Auðvitað pirrar það einhverja. Skipulag og umferðargæsla hefur tekið stakkaskiptum til hins betra. Það er náttúrulega slæmt í augum þeirra sem eru á móti framförum eins og nfendur myndlistarmaður virðist vera. Síðast en ekki síst söfnuðust miklir fjármunir til líknarfélaga af öllu mögulegu tagi. Peningar eru undirrót alls ills. Ég get ekki gert mér í hugarlund hvað þar er sem rekur menn til að senda frá sér viðlíka ritsmíðar til birtingar nema að menn séu yfir höfuð á móti því að framfarir eigi sér stað. Pneingar eru ekki allt sagði Simon Spies, sá mikli meistari, þeir eru svona 80%. Vitaskuld skiptir það milu máli að Glitnir hefur komið myndarlega að RM, aukið umfjöllun og kynningarstarfsemi. Þetta hefur haft í för með sér að fjöldi þátttakenda hefur margfaldast og framkvæmdin orðin til fyrirmyndar. Það er framför í mínum huga hvað sem líður svona geðvonsku nöldri.
Manni blöskar stundum málfarið í fjölmiðlum. Ætli prófarkalesarar séu deyjandi stétt. Nokkur dæmi:
Ég grúskaðist í sögu hljómsveitarinnar...
Aparnir höfðu ollið skemmdum...
Gatið var svo lítið að það hefði tekið fjóra mánuði að fylla það.
Að snæða drykki...
Tók rúma 40 km í dag. Þriðja maraþonvegalengdarhelgin. Næsta verður heldur styttri. Svo verður lokahnykurinn tekinn.
sunnudagur, ágúst 26, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli