Eddan var eins og við var að búast í gærkvöldi. Ég sá að vísu ekki mikið en hvernig er hægt að bera virðingu fyrir svona samkomu þar sem tvær kvikmyndir etja kappi. Það er vafalaust gaman að halda uppskeruhátíð og hitta allt liðið en að gera það á kostnað skattborgara og ofan í kaupið að hafa beina útsetningu frá þessu, það er einfaldlega ofmikið. Menn eru eins og vanalega klökkir og er orða vant þegar upp á sviðið er komið. Jón Gnarr og Gísli Einarsson voru þeir einu sem héldu haus í þakkarorðunum. Svo virðist vera einhver óskiljanleg þörf á að troða upp með hlfgerðan kjánagang. Þátttaka Ólafíu Hrannar í þessu dæmi var hreint óskiljanleg og einhver afskaplega misheppnuð stæling á Sigurjóni úr Tvíhöfða þar sem hann skóp persónulega trúbadorinn. Svo skildi ég aldrei það sem ég horfði á hvaða hlutverki feiti gaurinn gegndi. Það var alla vega ekki fyndið. Skelfing væri gott að losna við svona útsendingar. Þær eru næstum því eins leiðinlegar og tilgangslausar eins og útsending frá eldhúsdagsumræðum á Alþingi. En það er svo þegar um er að ræða hóp sem hefur ítök og er viss um að hann sé afskaplega merkilegur, þá er þessum ósköpum troðið upp í andlitið á manni. Mæli með því að fólk lesi pistil Sverris Stormskers um þennan dagskrárlið.
Ég fór í kvöld á fyrirlestur Leifs Arnar í Salnum í Kópavogi þar sem hann sagði frá og hélt myndasýningu af ferðinni á tindinn Cho Oyu í Nepal. Hann gekk á tindinn í byrjun október en hann er yfir 8.000 m. hár. Þetta var fín kvöldstund með Leifi. hann sýndifullt af myndum og sagði skemmtilega frá ferðinni og öllum þeim mörgu ævintýrum sem hann lenti í á leiðinni. Salurinn var troðfullur af áhugasömu fólki.
mánudagur, nóvember 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli