Tók rúma 20 í gærmorgun og síðan aftur í dag. Fínt veður og góð hlaup. Hitti Jósep í Fossvoginum í dag og víð tókum gott rennsli niður í Laugardalslaug. Hann er kominn með blod paa tanden eftir gott maraþonhlaup um daginn og er farinn að hugsa um tíma vel fyrir neðan 3 klst.
Ég er farinn að nota Herbalive nokkuð regluega í kringum æfingar. Byrjaði í septemberbyrjun fyrir Spartathlon og var ánægður með ásigkomulagið í fótunum í hlaupinu. Nú fæ ég mér góða blöndu (Formúlu 1) áður en ég fer á laænga æfingu og tek síðan aðra þeþgar ég kem inn (Formúlu 3). Það er svo merkilegt að ég verð bara ekkert svangur fyrr en liðið er fram á miðjan dag eftir svona skammta. Recoveriið er einnig fínt. Ég skráði mig sem dreifingaraðila til að fá heldur meiri afslátt og fer að feta mig áfram á þeirri braut svona smám saman. Einnig tek ég rreglulega vítamín pakkann sem Ásgeir gaf mér ábendingar um og næ reglulega í skammt til Heilsu. Fæ þetta á heildsöluverði hjá þeim sem er veruleg búbót.
Fór á Selaveisluna í Haukahúsinu í gærkvöldi. Ég hef farið nokkrum sinnum áður. Það er alltaf jafngaman að rifja upp kynnin við selinn hanteraðan á ýmsan hátt, siginn fisk og annað góðgæti. Þetta byrjaði sem lítill hópur fyrir fimmtán árum síðan en nú koma þarna um 250 manns ár hvert og alltaf fullt. Þarna eru margir Breiðfirðingar og austur Barðstrendingar en einnig strandamenn og síðan nokkrir lengra að vestan. Selkjöt er eitt allra besta kjöt sem maður fær, lungamjúkt og bragðgott. Þarna er það hanterað af meistarakokkum svo að kostir þess njóta sín til fullnustu.
Nýlega sá ég í blöðunum sagt frá alþjóðlegri könnun um stöðu jafnréttismála. Þar lendir Ísland í fjórða sæti og eru þrjú norðurlönd fyrir ofan. Þetta staðfestir það sem maður ehfur vitað að Ísland er í fremstu röð jafnréttismála í heiminum, hvað sem líður fjasi og fullyrðingum ofsatrúarhópa á þessu sviði sem reyna að mála skrattann á vegginn við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Sænskur jafnréttisfræðingur talaði á ráðstefnu sem haldin var í gær um þessi mál. Hún fimbulfambaði mikið um hvað staða hjafnréttismála væri hrakleg á Norðurlöndum þegar tekið væri mið af hlutfalli kvenna á þjóðþingum landanna. Norðurlöndin hefðu verið í fremstu röð en væru nú að dragast óðfluga afturúr öðrum löndum á þessu sviði. Nefndi hún sérstaklega til Rúanda og Kosta Ríca sem fyrirmyndarlönd á þessu sviði. Ég vildi gjarna sjá borna saman stöðu jafnréttismála svona yfirleitt í Rúanda aog Kosta Ríka annars vegar og Íslandi hins vegar að ég tali nú ekki um samanburð á samfélögunum í heild sinni. Þá er ég t.d. að tala um efnahagslega stöðu þessara alnda, almenna velmegun, mentunarmöguleika ungs fólks, stöðu heilbrigðis mála svo nokkur dæmi séu tekin. Ég óttast ekki þann samanburð.
Skemmtilega fólkið varð sér til skammar á degi íslenskrar tónlistar á föstudaginn. Á einhverri skemmtun sem haldin tónlistinni til heiðurs var Barði sem samdi lagið Ho Ho Ho We say Hey Hey Hey var kallaður upp á svið og veitt viðurkenning fyrir framlag hans til íslenskrar tónlistar. Viðurkenningin var í formi brúnkukrems, próteinbauks og líkamsræktarkorts. Barði svaraði svo sem vel fyrir sig og lét sér ekki bregða við bjálfalegt grín skemmtilega fólksins. Barði er fölur á kinn og svo sem ekki hraustlegur en það er hans val. Maður getur svo sem rétt ímyndað sér hvernig viðbrögðin hefðu verið ef einhver feit söngkona hefði verið kölluð upp á svið og verið afhent viðurkenning í formi próteinbauks og líkamsræktarkorts. Söngkonan hefði örugglega hlaupið grátandi út og síðan hefðu logarnir staðið upp úr bloggheiminum næstu dagana um staðalímyndir og ég veit ekki hvað. Fjölmiðlar hefðu farið hamförum, kastljósin logað og svo framvegis. Þarna er á ferðinni hið svokallaða Simpson syndrom. Eftir að Simpson serían náði svo miklum vinsældum sem raun ber vitni þá var óformlega gefið út nokkurskonar veiðileyfi á karlmenn, sérstaklega þá sem eru á svipuðum aldri og Simpson. Maður sér anga þess birtast t.d. í fjölmörgum auglýsingum þar sem körlum er lýst sem hálfgerðum bjálfum. Þetta finnst öllum voða fyndið.
sunnudagur, nóvember 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli