Fórum í gott hlaup á sunnudaginn. Gott veður og vinir Gullu voru margir enda þótt lítið sjáist af henni sjálfri. Fróðlegt að heyra hvað Neil gerir til að halda sér í formi, maraþon á laugardögum og hálfur Ironman á sunnudögum!! Æfingaaðstaðan er betri ef eitthvað er hér en í London, vegalengdir styttri og allt einfaldara.
Keypti athyglisverða bók um daginn og fékk síðan annað eintak gefins svo nóg er til af henni. Þetta er bókin Islamistar og naivistar sem Andríki gaf nýlega út. Hún fjallar um sívaxandi áhrif öfgafullra múhameðstrúarmanna í Evrópu og nauðsyn þess að vera á varðbergi gagnvart þessari þróun. Naivistar eru þeir nefndir í bókinni sem bregða sífellt skildi fyrir Íslamistana þegar þessi mál ber á góma. Þá er fariða ð fjasa um annan menningarheim, fjölmenningarsamfélag, nauðsyn þess fyrir heimafólk að sýna umburðarlyndi og skilning og svo framvegis og svo framvegis. Bókin byrjar á mjög skemmtilegri samlíkingu sem sótt er til leikritsins Bidermann og brennuvargarnir sem margir hafa vafalaust heyrt talað um. Bidermann er einhver maður sem á húsið sem hann býr í. Dag einn flytja tveir menn inn til hans og hreiðra um sig uppi á lofti. Bidermann amast ekki við þeim til að sleppa við vandræði og átök. Mennirnir tveir fara síðan að safna að sér bensíni og spónum sem þeir koma fyrir uppi á lofti. Bidermann sýnir þessari iðju þeirra skilning og umburðarlyndi enda þótt honum sé ekki alveg rótt. Þegar mennirnir tveir sjá áhyggjur hans þá snúast þeir til varnar og gera Bidermann að sökudólgi fyrir ákveðna stöðu sem þeir verði að bregðast við. Svona þróast þetta stig af stigi þar til Bidermann lánar þeim eldspýtur og síðan er amen eftir efninu.
Ég geri fastlega ráð fyrir að það hlaupi hópur fólks upp til handa og fóta og hrópi rasistar og fasistar þegar minnst er á þá þróun sem hefur átt sér stað í Evrópu á undanförnum árum og áratugum og snýr að islamistum. Það verður þá bara að hafa það. Nefna má sem dæmi að yfir 40% múhameðstrúarmanna í Englandi aðhyllast Sharialögin sem strangtrúaðir múhameðstrúarmenn telja vera æðri landslögum í landi hverju. Þar eru handhögg sem viðurlög við þjófnaði, giftingar á smástelpum og markviss og meðvituð undirokun konunnar talinn eðlilegur og sjálfsagður hlutur svo aðeins nokkur atriði séu nefnd. Vitnisburður konu er lægra metinn en karla í dóimsmálum og arfahlutur konu er lægri en karla og þannig má áfram telja. Í bókinni eru þeir nefndir naívistar sem loka augunum fyrir þeirri þróun sem er að gerast og jafnvel styðja við bakið á henni. Umræðan í kjölfar birtingar Jyllandsposten á teikningunum af Muhameð voru eitt skýrasta og alvarlegasta dæmið um þetta á sinustu árum. Þar var gerð mjög alvarleg atlaga að málfrelsi með því að múgurinn var æstur upp með lognum frásögnum og fölsuðum myndum og var síðan sigað á þaðs em danskt var. Margir norrænir stjórnmálamenn sýndu viðbrögðum þeirra fyllsta skilning svo merkilegt sem það er.
Ég mæli með því að þeir sem hafa áhuga á þjóðfélagsmálum verði sér út um þessa bók og lesi hana. Það er ekki hægt að segja annað en að hún vekji mann til umhugsunar.
Nú er fram komið frumvarp á alþingi að fella niður hið karllæga orð ráðherra og finna eitthvað annað betur lýsandi fyrir starfið sem hentar bæði körlum og konum. Ég held að orðið ráðstjóri sá ágætt orð sem nær bæði yfir karla og konur fyrst að farið er að hreyfa þessum málum á annað borð. Ríkisstjórnin gæti þannig heitið ráðsstjórn. Með tilvísunar til annars frumvarps sem lagt hefur verið fram á alþingi og er í álíka stíl ætti því í forbifarten að taka upp nafnið ráðstjórnarríki fyrir samfélagið.
miðvikudagur, nóvember 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ Gunnlaugur
Sá að þú varst að tala um aukna vítamínskammta og mig langar til að benda þér á að vera vakandi gagnvart ofskömmtunareinkennum.
Sjálf er ég viðkvæm fyrir því að taka of mikið af vítamínum og þá ekki síður þessum vatnslosanlegu sem eiga að vera svo saklaus. Það er ekki satt að þau séu alveg hættulaus. Mér fannst líka óþarfi að vera að íþyngja lifrinni með því að fylla mig af stöffi sem maður skilar hvortsemer. ´
Ég skoðaði innihaldslýsingu á Formúlu 3 (Herbalife) fyrir nokkru og sá að þar voru þúsundfaldir dagskammtar (% rds) af einhverju og féll þá frá því að taka það. Formúla 1 hljómaði hinsvegar vel.
kveðja,
Bibba
Skrifa ummæli